30. ágúst 2009
Sunnudagskvöld ...
Blómstrandi dögum 2009 lauk í dag með glæsilegu listamannafestivali í Þinghúsinu(gamla Hótel Hveragerði). Þar steig á stokk hópur glæsilegra Hvergerðinga og fluttu þau ljóð, texta og lög eftir listamenn sem hér hafa búið. Þetta var afskaplega skemmtileg dagskrá og til virkilegs sóma þeim sem að henni stóðu. Húsið troðfullt og greinilegt á viðstöddum að þeir skemmtu sér vel. Á undan gekk hópur fólks um slóðir listamannanna í bænum með leikurum í Leikfélaginu og Birni Pálssyni, sagnfræðingi. Allaf gaman að gönguferðum um sagnaslóðir. Í ár var í fyrsta sinn handverksmarkaður á göngum grunnskólans og var gaman að sjá hversu miklu máli skiptir að umhverfið sé notalegt á svona stöðum. Grunnskólinn er flott húsnæði og sérlega gaman að nýta hann enn betur en gert hefur verið. Í dag skoðuðum við sýningu félags eldri borgara á munum Árnýja Filipusdóttur. Ótrúlegt hversu miklu þessi kjarnorkukona hefur áorkað. Hvet ykkur til að lesa ævisögu hennar "Lifir eik þótt laufið fjúki". Fyrir yngstu kynslóðina var nóg um að vera, leiksýning Hara systra, hestar, aparólan yfir fossinn, kajakar á ánni, hoppukastalar, laser tag og margt fleira.
Það er gaman að vera Hvergerðingur á svona dögum, maður verður svo stoltur af bænum sínum og öllu því frábæra fólki sem í honum býr. Takk öll sömul fyrir yndislega daga!
Hér koma nokkrar myndir sem reyndar virðast raðast ansi furðulega ;-)
Blómstrandi dögum 2009 lauk í dag með glæsilegu listamannafestivali í Þinghúsinu(gamla Hótel Hveragerði). Þar steig á stokk hópur glæsilegra Hvergerðinga og fluttu þau ljóð, texta og lög eftir listamenn sem hér hafa búið. Þetta var afskaplega skemmtileg dagskrá og til virkilegs sóma þeim sem að henni stóðu. Húsið troðfullt og greinilegt á viðstöddum að þeir skemmtu sér vel. Á undan gekk hópur fólks um slóðir listamannanna í bænum með leikurum í Leikfélaginu og Birni Pálssyni, sagnfræðingi. Allaf gaman að gönguferðum um sagnaslóðir. Í ár var í fyrsta sinn handverksmarkaður á göngum grunnskólans og var gaman að sjá hversu miklu máli skiptir að umhverfið sé notalegt á svona stöðum. Grunnskólinn er flott húsnæði og sérlega gaman að nýta hann enn betur en gert hefur verið. Í dag skoðuðum við sýningu félags eldri borgara á munum Árnýja Filipusdóttur. Ótrúlegt hversu miklu þessi kjarnorkukona hefur áorkað. Hvet ykkur til að lesa ævisögu hennar "Lifir eik þótt laufið fjúki". Fyrir yngstu kynslóðina var nóg um að vera, leiksýning Hara systra, hestar, aparólan yfir fossinn, kajakar á ánni, hoppukastalar, laser tag og margt fleira.
Það er gaman að vera Hvergerðingur á svona dögum, maður verður svo stoltur af bænum sínum og öllu því frábæra fólki sem í honum býr. Takk öll sömul fyrir yndislega daga!
Hér koma nokkrar myndir sem reyndar virðast raðast ansi furðulega ;-)
29. ágúst 2009
Laugardagur á Blómstrandi dögum
Dagurinn heppnaðist afar vel og ekki spillti fyrir að sól skein í heiði og veðrið lék við fjölmarga gesti bæjarins í dag. Mikil og fjölbreytt dagskrá var í boði og ógjörningur að sækja það allt heim. Ég heimsótti Kjörís á ísdeginum mikla og þó að fjölmargar ístegundir væru freistandi lét ég þó nægja að smakka bjórís, pistasíu og kreppuís sem er vanillu ís með hrísgrjónagraut. Sá síðastnefndi var ótrúlega bragðgóður og kom einna mest á óvart, annars heyrði ég útundan mér að flestir virtust vera heillaðir af rabarbara ís! Spurning hver varð hlutskarpastur í vali gestanna.
Þúsundir heimsóttu bæjarfélagið en ekki er nokkur leið að gera sér grein fyrir nákvæmum fjölda enda dreifðust gestir um allan bæ. Enn eitt skiltið var afhjúpað í dag og nú við Varmahlíðarhúsið, elsta hús bæjarins. Síðustu íbúar hússins afjúpuðu þau Margrét Ósk og Addi Kalli. Að því loknu var húsið opið fyrir gesti. Tónleikar í miðbænum þar sem Kristjána Stefáns og stórsveit Palla Sveins héldu uppi fjörinu ásamt Hitakút og Hafsteini og Erlu Kristínu í Leikfélaginu sem sungu gullfallegt lag úr leikritinu Allra meina bót sem Leikfélagið mun frumsýna í haust. Ég kíkti á félag eldri borgara þar sem sett hefur verið upp sýning á verkum Árnýjar Filipusdóttur, ætla aftur á morgun þegar tími gefst til að skoða munina. Fjölmenni var á handverksmarkaðnum þar sem fjöldi aðila seldi vörur sínar í grunnskólanum. Hann verður aftur opinn á morgun! Ég kíkti í kaffi hjá þeim Guðrúnu og Ara Ísberg í Kambahrauninu en þar má segja að litaleikurinn nái hæstu hæðum! ! ! Búið er að útbúa kaffihús á veröndinni og veitingar jafnt sem húsbúnaður og jafnvel hár gestgjafanna er í samræmi við rauðan lit hverfisins. Bæjarbúar skemmta sér konunglega við það að skreyta hús og garða og eftir að lyngdi í gærkvöldi þá hafa skreytingarnar komið upp í hverjum garðinum á fætur öðrum...
Gríðarlegur fjöldi tók síðan þátt í brekkusöng undir stjórn Ingó Veðurguðs og aldrei man ég eftir að brekkan hafi tekið jafn vel undir í söngnum og nú í kvöld. Flugeldasýningin stóð síðan algjörlega undir væntingum en áhrifin af flugeldunum í gilinu eru ólýsanleg. Það eru fáir sem toppa Hjálparsveitina á kvöldi sem þessu. Bæjarbúar streyma nú á dansleik með hljómsveitinni Í svörtum fötum sem haldinn er á Örkinni og á morgun tekur við annar dagur ekki síður viðburðarríkur. Mæli sérstaklega með Skáldagöngunni þar sem Sigurgeir Hilmar Friðþjófsson og félagar munu fara á kostum en að því loknu tekur við Listamannafestival í Gamla hótel Hveragerði. Ekki missa af því. Stöð 2 var á staðnum í dag og hér má sjá fréttina sem birt var í kvöldfréttum. Einnig eru hér fyrir neðan nokkrar myndir frá deginum...
Dagurinn heppnaðist afar vel og ekki spillti fyrir að sól skein í heiði og veðrið lék við fjölmarga gesti bæjarins í dag. Mikil og fjölbreytt dagskrá var í boði og ógjörningur að sækja það allt heim. Ég heimsótti Kjörís á ísdeginum mikla og þó að fjölmargar ístegundir væru freistandi lét ég þó nægja að smakka bjórís, pistasíu og kreppuís sem er vanillu ís með hrísgrjónagraut. Sá síðastnefndi var ótrúlega bragðgóður og kom einna mest á óvart, annars heyrði ég útundan mér að flestir virtust vera heillaðir af rabarbara ís! Spurning hver varð hlutskarpastur í vali gestanna.
Þúsundir heimsóttu bæjarfélagið en ekki er nokkur leið að gera sér grein fyrir nákvæmum fjölda enda dreifðust gestir um allan bæ. Enn eitt skiltið var afhjúpað í dag og nú við Varmahlíðarhúsið, elsta hús bæjarins. Síðustu íbúar hússins afjúpuðu þau Margrét Ósk og Addi Kalli. Að því loknu var húsið opið fyrir gesti. Tónleikar í miðbænum þar sem Kristjána Stefáns og stórsveit Palla Sveins héldu uppi fjörinu ásamt Hitakút og Hafsteini og Erlu Kristínu í Leikfélaginu sem sungu gullfallegt lag úr leikritinu Allra meina bót sem Leikfélagið mun frumsýna í haust. Ég kíkti á félag eldri borgara þar sem sett hefur verið upp sýning á verkum Árnýjar Filipusdóttur, ætla aftur á morgun þegar tími gefst til að skoða munina. Fjölmenni var á handverksmarkaðnum þar sem fjöldi aðila seldi vörur sínar í grunnskólanum. Hann verður aftur opinn á morgun! Ég kíkti í kaffi hjá þeim Guðrúnu og Ara Ísberg í Kambahrauninu en þar má segja að litaleikurinn nái hæstu hæðum! ! ! Búið er að útbúa kaffihús á veröndinni og veitingar jafnt sem húsbúnaður og jafnvel hár gestgjafanna er í samræmi við rauðan lit hverfisins. Bæjarbúar skemmta sér konunglega við það að skreyta hús og garða og eftir að lyngdi í gærkvöldi þá hafa skreytingarnar komið upp í hverjum garðinum á fætur öðrum...
Gríðarlegur fjöldi tók síðan þátt í brekkusöng undir stjórn Ingó Veðurguðs og aldrei man ég eftir að brekkan hafi tekið jafn vel undir í söngnum og nú í kvöld. Flugeldasýningin stóð síðan algjörlega undir væntingum en áhrifin af flugeldunum í gilinu eru ólýsanleg. Það eru fáir sem toppa Hjálparsveitina á kvöldi sem þessu. Bæjarbúar streyma nú á dansleik með hljómsveitinni Í svörtum fötum sem haldinn er á Örkinni og á morgun tekur við annar dagur ekki síður viðburðarríkur. Mæli sérstaklega með Skáldagöngunni þar sem Sigurgeir Hilmar Friðþjófsson og félagar munu fara á kostum en að því loknu tekur við Listamannafestival í Gamla hótel Hveragerði. Ekki missa af því. Stöð 2 var á staðnum í dag og hér má sjá fréttina sem birt var í kvöldfréttum. Einnig eru hér fyrir neðan nokkrar myndir frá deginum...
28. ágúst 2009
Blómstrandi dagar hafnir...
Söngsveit Hveragerðis með frábæra útgáfu tónleika í gærkvöldi. Hinn íslenski Þursaflokkur sló í gegn í kirkjunni í kvöld. Í dag var líka afhjúpað skilti um sundlaugina í Laugaskarði. Njörður Sigurðsson sá um alla textagerð en systkinin sem kennd eru við Laugaskarð, Ester, Þorsteinn og Jóhanna afhjúpuðu síðan skiltið. Á myndunum má sjá þau Hjartarbörnin við þá athöfn. Strax á eftir var fyrsta brekkuhlaupið af þremur en þá var hlaupið upp Laugaskarðsbrekkuna. Ótrúlega strembið sögðu þeir sem tóku þátt. Á myndunum má sjá yngsta hópinn sem tók þátt og einnig má þarna sjá að það þarf svo sem ekki einhvern merkilega íþróttaútbúnað til að vera með en formaður HSK hljóp í jakkafötum og blankskóm ! ! ! Á morgun laugardag verður síðan hlaupið í Gossabrekkunni og þá mæta allir aftur og vonandi enn fleiri, það er lengsta brekkan. Á sunnudaginn verður hlaupið upp Laufskógabrekkuna og þá verða veittar viðurkenningar fyrir bestan sameiginlegan árangur. Á morgun laugardag verður aðal fjörið á Blómstrandi dögum og ótrúlega mikið að sjá, skoða og njóta. Dagskráin er inná www.hveragerði.is
Söngsveit Hveragerðis með frábæra útgáfu tónleika í gærkvöldi. Hinn íslenski Þursaflokkur sló í gegn í kirkjunni í kvöld. Í dag var líka afhjúpað skilti um sundlaugina í Laugaskarði. Njörður Sigurðsson sá um alla textagerð en systkinin sem kennd eru við Laugaskarð, Ester, Þorsteinn og Jóhanna afhjúpuðu síðan skiltið. Á myndunum má sjá þau Hjartarbörnin við þá athöfn. Strax á eftir var fyrsta brekkuhlaupið af þremur en þá var hlaupið upp Laugaskarðsbrekkuna. Ótrúlega strembið sögðu þeir sem tóku þátt. Á myndunum má sjá yngsta hópinn sem tók þátt og einnig má þarna sjá að það þarf svo sem ekki einhvern merkilega íþróttaútbúnað til að vera með en formaður HSK hljóp í jakkafötum og blankskóm ! ! ! Á morgun laugardag verður síðan hlaupið í Gossabrekkunni og þá mæta allir aftur og vonandi enn fleiri, það er lengsta brekkan. Á sunnudaginn verður hlaupið upp Laufskógabrekkuna og þá verða veittar viðurkenningar fyrir bestan sameiginlegan árangur. Á morgun laugardag verður aðal fjörið á Blómstrandi dögum og ótrúlega mikið að sjá, skoða og njóta. Dagskráin er inná www.hveragerði.is
26. ágúst 2009
Suma daga eru fjölmiðlar fyrirferðameiri en aðra og þessi var einn af þeim. Fyrir hádegi kom Magnús Hlynur og tók við mig viðtal fyrir sjónvarpið um mjúkhýsið eða loftborna íþróttahúsið eins og það ætti kannski frekar að kallast. Hann byrjaði hjá mér en fór síðan og tók viðtal við Dísu Þórðar sem er alfarið á móti þessari byggingu. Ég hef skilning á því að fólk sé á öndverðum meiði en geri þó þá kröfu að sýnd sé sanngirni og upplýsinga leitað áður en rangfærslur eru bornar á borð eins og borið hefur við í málflutningi minnihlutans í þessu máli. Loftborin íþróttahús hafa risið út um allan heim og verið þar í notkun til fjölda ára. Erlendis er þetta alþekkt byggingarform og þykir ekki einu sinni í frásögur færandi. Þegar starfsmenn Kjörís fóru til Montreal í haust fékk ég KSÍ til að finna fyrir mig mjúkhýsi til að skoða og var það auðsótt mál. Við Lárus leigðum bíl og keyrðum í eitt úthverfi borgarinnar til að skoða húsið en á leiðinni sáum við ein þrjú önnur svo þau voru á hverju strái. Heimsóttum við hús sem hýsti golfæfingavöll og hittum þar framkvæmdastjórann sem rekið hafði húsið í ein tíu ár. Hann var afar ánægður með það og þegar ég sagði honum frá umræðunni hérna heima þá skildi hann ekki hvað ég var að meina. Neikvæð afstaðan var honum algjörlega óskiljanleg svo algeng eru þessi hús þarna úti. Hús frá Duol er að finna í hverju einasta Norðurlandanna og sem dæmi þá er fótboltafélagið Rosenborg í Þrándheimi nýbúið að reisa rúmlega 10.000 m2 byggingu fyrir klúbbinn. Hér má sjá myndir af því þegar húsið er blásið upp og lesa um hrakfarir klúbbsins varðandi hús annarrar tegundar sem hvatti þá til að kaupa einmitt hús eins og það sem við erum að velta fyrir okkur. Myndin hér til hliðar er einmitt af Abrahöllinni í Þrándheimi (Abrakadabra altså!) Síðan má geta þess að Knattspyrnufélagið Fulham æfir í einu slíku, heimsmeistarakeppnin í handbolta kvenna var haldin í mjúkhýsi, sundlaug í Stokkhólmi er í mjúkhýsi og áfram mætti telja.
En hér sýnum við slíkan afturhaldshugsunarhátt, að þessu byggingarformi er fundið allt til foráttu. Núna er aftur á móti tíminn til að hugsa út fyrir kassann og leita leiða til að gera hlutina ódýrari en áður. Loftborið íþróttahús er mun ódýrara en hefðbundin íþróttahús miðað við þær forsendur sem við höfum gefið okkur. Og þó ekkert sé fast í hendi í þeim efnum þá bindum við vonir við að kostnaðurinn við 4500m2 hús væri eitthvað undir 300 milljónum króna.
Aftur á móti er mikilvægt að íbúar geri sér grein fyrir því að bygging hússins er ekki að hefjast á næstu mánuðum. Ýmis undirbúningur er eftir og síðan auðvitað fjármögnun og könnun á þeim möguleikum sem þar eru fyrir hendi. Við ætlum aftur á móti ótrauð að halda áfram með undirbúninginn því kreppan má aldrei verða til þess að við hættum að skipuleggja og marka okkur stefnur og móta leiðir.
-------------------------------
Eftir vinnu labbaði ég upp Gossabrekku, niður í Hvamm til Knúts og yfir hjá hverasvæðinu, niður sundlaugarbrekkuna og heim. Ferlega góður hringur með tveimur fínum brekkum. Á leiðinni hringdi sjónvarpið og núna vildu þeir viðtal vegna Bitru og áforma Ölfusinga um að setja þessa makalausu framkvæmd aftur á dagskrá. Viðtalið birtist í tíu fréttum. Áhugasamir geta lesið færslur á blogginu hans Eyþórs um málið en þær má finna hér.
Það er nokkuð ljóst að við Hvergerðingar munum mótmæla þessum áformum af sama krafti og áður því þessi framkvæmd er algjörlega óásættanleg. Eins og við höfum alltaf sagt þá ætti Orkuveitan að einbeita sér að virkjun við Hverahlíð og Gráuhnjúka, þar sem orkan er mun meiri en gert var ráð fyrir, umhverfisáhrifin hverfandi og svotil engar athugasemdir bárust við skipulag á því svæði. Virkjið þar en verndið Bitru....
En hér sýnum við slíkan afturhaldshugsunarhátt, að þessu byggingarformi er fundið allt til foráttu. Núna er aftur á móti tíminn til að hugsa út fyrir kassann og leita leiða til að gera hlutina ódýrari en áður. Loftborið íþróttahús er mun ódýrara en hefðbundin íþróttahús miðað við þær forsendur sem við höfum gefið okkur. Og þó ekkert sé fast í hendi í þeim efnum þá bindum við vonir við að kostnaðurinn við 4500m2 hús væri eitthvað undir 300 milljónum króna.
Aftur á móti er mikilvægt að íbúar geri sér grein fyrir því að bygging hússins er ekki að hefjast á næstu mánuðum. Ýmis undirbúningur er eftir og síðan auðvitað fjármögnun og könnun á þeim möguleikum sem þar eru fyrir hendi. Við ætlum aftur á móti ótrauð að halda áfram með undirbúninginn því kreppan má aldrei verða til þess að við hættum að skipuleggja og marka okkur stefnur og móta leiðir.
-------------------------------
Eftir vinnu labbaði ég upp Gossabrekku, niður í Hvamm til Knúts og yfir hjá hverasvæðinu, niður sundlaugarbrekkuna og heim. Ferlega góður hringur með tveimur fínum brekkum. Á leiðinni hringdi sjónvarpið og núna vildu þeir viðtal vegna Bitru og áforma Ölfusinga um að setja þessa makalausu framkvæmd aftur á dagskrá. Viðtalið birtist í tíu fréttum. Áhugasamir geta lesið færslur á blogginu hans Eyþórs um málið en þær má finna hér.
Það er nokkuð ljóst að við Hvergerðingar munum mótmæla þessum áformum af sama krafti og áður því þessi framkvæmd er algjörlega óásættanleg. Eins og við höfum alltaf sagt þá ætti Orkuveitan að einbeita sér að virkjun við Hverahlíð og Gráuhnjúka, þar sem orkan er mun meiri en gert var ráð fyrir, umhverfisáhrifin hverfandi og svotil engar athugasemdir bárust við skipulag á því svæði. Virkjið þar en verndið Bitru....
25. ágúst 2009
Ég er ekki hætt að blogga ef einhver skyldi halda það heldur er ég í sérstöku átaki sem felst í því að fara fyrr að sofa á kvöldin! Það veldur því að enginn tími gefst til að setja færslur á þessa ágætu síðu. Það er leiðinleg aukaverkun á annars metnaðarfullu markmiði. Annars er líf manns alltaf fullt af góðum markmiðum og mikið væri nú lífið notalegt ef maður næði þó ekki væri nema helmingnum af þeim ;-)
Annars sat ég í kvöld og lagaði til leiðbeiningar fyrir vettvangsstjórn og starfsmenn Hveragerðisbæjar um viðbrögð vegna svínaflensunnar. Er búin að boða til forstöðumannafundar á fimmtudagsmorgun þar sem plaggið verður kynnt og almennt farið yfir viðbrögð bæjarfélagsins skapist neyðarástand vegna flensunnar. Óskar Reykdalsson, trúnaðarlæknir bæjarins og sóttvarnalæknir okkar Árnesinga mun einnig mæta á fundinn og fara yfir stöðuna eins og hún er í dag, viðbrögð og varnir. Það er hætt við að flensan fari á fullan skrið núna eftir alla mannfagnaði síðustu helgar og ekki síður þegar skólarnir byrja.
Grunnskólinn var settur í gær og voru það eftirvæntingarfull börn sem lögðu leið sína í skólann þann dag. Mér heyrist skólastarfið fara vel af stað en heldur hefur nemendum fækkað á milli ára frekar en hitt. Börnum á leikskóla hefur aftur á móti fjölgað þannig að þrátt fyrir að vel flest börn sem náð hafa 18 mánaða aldri og sótt var um fyrir á réttum tíma séu komin inn á leikskóla þá lenda nokkur á biðlista strax í haust. Við þurfum að leggja höfuð í bleyti til að finna lausn á þeim málum.
Er búin að vera í samskiptum við Strætó undanfarið vegna almenningssamgangna milli Hveragerðis, Árborgar og Reykjavíkur. Það er alltaf hægt að gera betur í þeim efnum og brýnt að skoða alla fleti sem ekki leiða til beinna útgjalda fyrir bæinn....
Annars sat ég í kvöld og lagaði til leiðbeiningar fyrir vettvangsstjórn og starfsmenn Hveragerðisbæjar um viðbrögð vegna svínaflensunnar. Er búin að boða til forstöðumannafundar á fimmtudagsmorgun þar sem plaggið verður kynnt og almennt farið yfir viðbrögð bæjarfélagsins skapist neyðarástand vegna flensunnar. Óskar Reykdalsson, trúnaðarlæknir bæjarins og sóttvarnalæknir okkar Árnesinga mun einnig mæta á fundinn og fara yfir stöðuna eins og hún er í dag, viðbrögð og varnir. Það er hætt við að flensan fari á fullan skrið núna eftir alla mannfagnaði síðustu helgar og ekki síður þegar skólarnir byrja.
Grunnskólinn var settur í gær og voru það eftirvæntingarfull börn sem lögðu leið sína í skólann þann dag. Mér heyrist skólastarfið fara vel af stað en heldur hefur nemendum fækkað á milli ára frekar en hitt. Börnum á leikskóla hefur aftur á móti fjölgað þannig að þrátt fyrir að vel flest börn sem náð hafa 18 mánaða aldri og sótt var um fyrir á réttum tíma séu komin inn á leikskóla þá lenda nokkur á biðlista strax í haust. Við þurfum að leggja höfuð í bleyti til að finna lausn á þeim málum.
Er búin að vera í samskiptum við Strætó undanfarið vegna almenningssamgangna milli Hveragerðis, Árborgar og Reykjavíkur. Það er alltaf hægt að gera betur í þeim efnum og brýnt að skoða alla fleti sem ekki leiða til beinna útgjalda fyrir bæinn....
19. ágúst 2009
Þeir sem illa hanga á baki eiga auðvitað að forðast það eins og heitan eldinn að fara á hestbak. EN sumir læra ekki af illri reynslu eins og berlega hefur komið í ljós með forsetann okkar. En hann datt auðvitað illa af baki fyrir um 10 árum og síðan aftur núna nýlega. Hann Hjörtur okkar Benediktsson setti saman eftirfarandi vísur eftir slysið hér um árið og er ekki tilvalið að rifja þær upp hér ;-)
Ólafur Ragnar reið af stað
Í raun ber það að þakka
Það brotnaði bara herðablað
Á bænum Leirubakka
Tilhugalífsins ástartaut
Telst nú vera liðið
Eftir að hestur Ólafs hnaut
Hann ekkert getur riðið
Ólafur Ragnar reið af stað
Í raun ber það að þakka
Það brotnaði bara herðablað
Á bænum Leirubakka
Tilhugalífsins ástartaut
Telst nú vera liðið
Eftir að hestur Ólafs hnaut
Hann ekkert getur riðið
18. ágúst 2009
Framkvæmdaráð bæjarins hittist í morgun en það skipa auk mín Helga skrifstofustjóri, María, félagsmálastjóri og Guðmundur skipulags- og byggingafulltrúi. Framkvæmdaráðið er einn hluti þeirra skipulagsbreytinga sem gerðar voru á kjörtímabilinu og ætlaðar til að auka skilvirkni og bæta stjórnskipulag bæjarins. Þónokkur mál voru rædd í morgun enda nokkuð síðan við hittumst síðast. Fórum meðal annars yfir vinnuferlið vegna gerðar viðbragðsáætlunar vegna svínaflensunnar en hópurinn mun hittast aftur í byrjun næstu viku og ganga frá áætluninni og í kjölfarið hitta forstöðumenn stofnana.
Verkefni dagsins voru næg þó að oft myndi maður vilja hafa meiri tíma en raun er á. Síðdegis leit Hjalti Þór Vignisson, bæjarstjóri á Hornafirði, við á skrifstofunni. Ræddum við meðal annars um fyrirkomulag Upplýsingamiðstöðva og Markaðsstofa en nú stendur fyrir dyrum endurskoðun á fyrirkomulagi þessara stofnana og því er mikilvægt að haldið sé utan um það góða sem gert er og frekar bætt í heldur en hitt. Það er fátt mikilvægara nú en það að halda vel utan um vaxtarbrodda í ferðaþjónustu sem er eitt af því fáa sem er í sókn hér á landi um þessar mundir.
Í kvöld fórum við mamma og Guðrún á tónleika með Djassbandi Suðurlands sem haldnir voru í Listasafninu. Fín mæting enda vissu gestir að þeir áttu von á góðri skemmtun. Enginn var heldur svikinn af dagskránni sem var bæði létt og skemmtileg. Þetta er í annað sinn sem sveitin spilar í Listasafninu þannig að þau eiga orðið góðan aðdáendaklúbb hér í Hveragerði.
Verkefni dagsins voru næg þó að oft myndi maður vilja hafa meiri tíma en raun er á. Síðdegis leit Hjalti Þór Vignisson, bæjarstjóri á Hornafirði, við á skrifstofunni. Ræddum við meðal annars um fyrirkomulag Upplýsingamiðstöðva og Markaðsstofa en nú stendur fyrir dyrum endurskoðun á fyrirkomulagi þessara stofnana og því er mikilvægt að haldið sé utan um það góða sem gert er og frekar bætt í heldur en hitt. Það er fátt mikilvægara nú en það að halda vel utan um vaxtarbrodda í ferðaþjónustu sem er eitt af því fáa sem er í sókn hér á landi um þessar mundir.
Í kvöld fórum við mamma og Guðrún á tónleika með Djassbandi Suðurlands sem haldnir voru í Listasafninu. Fín mæting enda vissu gestir að þeir áttu von á góðri skemmtun. Enginn var heldur svikinn af dagskránni sem var bæði létt og skemmtileg. Þetta er í annað sinn sem sveitin spilar í Listasafninu þannig að þau eiga orðið góðan aðdáendaklúbb hér í Hveragerði.
17. ágúst 2009
Að lokinni helgi...
... sem leið eins og örskot svona eins og þær gera allar. Fórum í laugina bæði laugardag og sunnudag en það er varla hægt að byrja daginn með betri hætti en þeim. Á sunnudeginum var fjöldi manns í lauginni sem ekki var uppá teningnum á laugardaginn þar spilaði án vafa góða veðrið stóra rullu.
Með dyggri aðstoð mömmu voru týnd ógrynnin öll af berjum hér í garðinum og sultaði sú sem þetta ritar ótrúlegt magn af hlaupi bæði sólberja og rifsberja. Nú þarf ég að komast í bláber og þá mun kreppusóttinni væntanlega linna í bili. Í sjálfumgleði minni set ég hér inn mynd af afrakstri helgarinnar....
Á sunnudag mætti á fjórða tug manna í menningargöngu hér í Hveragerði þar sem labbað var á milli húsa og listakonur fyrri tíma kynntar. Fróðlegt og skemmtilegt enda veðrið sérstaklega gott. Endað í Listasafni Árnesinga þar sem enn stendur yfir sýning á verkum Nínu Tryggvadóttur og Gerðar Helgadóttur. Þetta er ein sú albesta sýning sem safnið hefur staðið fyrir og um að gera að allir drífi sig nú að skoða.
Í gærkvöldi buðum við góðum gestum í mat og varð kvöldið afar líflegt og skemmtilegt. Var svo sem ekki við öðru að búast miðað við gestalistann...
Í dag mánudag var fundað um athyglisverðar nýjungar í tölvumálum sem við Helga ætlum að skoða enn betur.
Sífelldar uppákomur eru vegna hunda í bæjarfélaginu og dagurinn í dag brást ekki í þeim efnum! ! !
Hitti Guðjón skólastjóra Grunnskólans en í dag hófst undirbúningur fyrir skólastarf vetrarins með kennarafundi. Endanlegur nemendafjöldi liggur ekki fyrir þar sem enn er verið að skrá börn í og úr skóla en allt útlit er fyrir að ekki fjölgi þetta árið heldur.
Verið er að leggja lokahönd á skiltin sem setja á upp við Varmahlíð og Sundlaugina Laugaskarði, á báðum skiltunum verður stuttur texti á ensku en það fórst fyrir á hinum skiltunum tveimur. Þurfum að bæta úr því með einhverjum hætti þar sem það er fátt ömurlegra en að sjá erlenda gesti okkar reyna að stauta sig framúr íslenskunni í örvæntingarfullri leit eftir upplýsingum og fróðleik. Aðal úrlausnarefnið varðandi skiltin er sú spurning hvort brekkan ofan við Varmahlíð heiti Gosabrekka eða Gossabrekka? Nú þurfum við leiðbeiningar frá eldri Hvergerðingum. Ég þekki ekki annað heiti en Gossabrekka en eldri heimildir eru víst til fyrir hinu. Okkur er vandi á höndum svo við endum ekki eins og Mývetningar þar sem íbúar skiptust í fylkingar vegna fjallsins sem ekki var hægt að ákveðia hvort héti Hverfell eða Hverfjall ;-)
Meirihlutafundur var síðan venju samkvæmt síðdegis í dag. Nú fundum við fyrir kvöldmat svo Unnur geti sinnt Loga litla á kvöldin, ótrúlegt hvað tíminn flýgur hratt, hann er rúmlega fjögurra mánaða barnið.
En talandi um útlendinga þá hitti ég nokkra Veraldarvini í kvöld sem þurftu leiðsögn til síns heima í Hveragerði. Hafði bara gaman af að koma þeim á rétta staði, en nú er hópur mættur til bæjarfélagsins og annar mættur til starfa á Heilsustofnun. Það munar um svona margar vinnufúsar hendur. Síðan fór ég í gönguferð um bæinn í kvöld og endaði eins og svo oft áður á nýja hverasvæðinu þar hitti ég tvo hópa ferðamanna sem komnir voru til að skoða nýju hverina en vissu ekki leiðina, eða hvað átti að skoða og hvernig. Þarna verður að drífa í að koma upp merkingum og að þó að þetta sé í Ölfusinu þá verðum við Hvergerðingar að koma að því máli, að sjálfsögðu í góðu samstarfi við Landbúnaðarháskólann á Reykjum.
... sem leið eins og örskot svona eins og þær gera allar. Fórum í laugina bæði laugardag og sunnudag en það er varla hægt að byrja daginn með betri hætti en þeim. Á sunnudeginum var fjöldi manns í lauginni sem ekki var uppá teningnum á laugardaginn þar spilaði án vafa góða veðrið stóra rullu.
Með dyggri aðstoð mömmu voru týnd ógrynnin öll af berjum hér í garðinum og sultaði sú sem þetta ritar ótrúlegt magn af hlaupi bæði sólberja og rifsberja. Nú þarf ég að komast í bláber og þá mun kreppusóttinni væntanlega linna í bili. Í sjálfumgleði minni set ég hér inn mynd af afrakstri helgarinnar....
Á sunnudag mætti á fjórða tug manna í menningargöngu hér í Hveragerði þar sem labbað var á milli húsa og listakonur fyrri tíma kynntar. Fróðlegt og skemmtilegt enda veðrið sérstaklega gott. Endað í Listasafni Árnesinga þar sem enn stendur yfir sýning á verkum Nínu Tryggvadóttur og Gerðar Helgadóttur. Þetta er ein sú albesta sýning sem safnið hefur staðið fyrir og um að gera að allir drífi sig nú að skoða.
Í gærkvöldi buðum við góðum gestum í mat og varð kvöldið afar líflegt og skemmtilegt. Var svo sem ekki við öðru að búast miðað við gestalistann...
Í dag mánudag var fundað um athyglisverðar nýjungar í tölvumálum sem við Helga ætlum að skoða enn betur.
Sífelldar uppákomur eru vegna hunda í bæjarfélaginu og dagurinn í dag brást ekki í þeim efnum! ! !
Hitti Guðjón skólastjóra Grunnskólans en í dag hófst undirbúningur fyrir skólastarf vetrarins með kennarafundi. Endanlegur nemendafjöldi liggur ekki fyrir þar sem enn er verið að skrá börn í og úr skóla en allt útlit er fyrir að ekki fjölgi þetta árið heldur.
Verið er að leggja lokahönd á skiltin sem setja á upp við Varmahlíð og Sundlaugina Laugaskarði, á báðum skiltunum verður stuttur texti á ensku en það fórst fyrir á hinum skiltunum tveimur. Þurfum að bæta úr því með einhverjum hætti þar sem það er fátt ömurlegra en að sjá erlenda gesti okkar reyna að stauta sig framúr íslenskunni í örvæntingarfullri leit eftir upplýsingum og fróðleik. Aðal úrlausnarefnið varðandi skiltin er sú spurning hvort brekkan ofan við Varmahlíð heiti Gosabrekka eða Gossabrekka? Nú þurfum við leiðbeiningar frá eldri Hvergerðingum. Ég þekki ekki annað heiti en Gossabrekka en eldri heimildir eru víst til fyrir hinu. Okkur er vandi á höndum svo við endum ekki eins og Mývetningar þar sem íbúar skiptust í fylkingar vegna fjallsins sem ekki var hægt að ákveðia hvort héti Hverfell eða Hverfjall ;-)
Meirihlutafundur var síðan venju samkvæmt síðdegis í dag. Nú fundum við fyrir kvöldmat svo Unnur geti sinnt Loga litla á kvöldin, ótrúlegt hvað tíminn flýgur hratt, hann er rúmlega fjögurra mánaða barnið.
En talandi um útlendinga þá hitti ég nokkra Veraldarvini í kvöld sem þurftu leiðsögn til síns heima í Hveragerði. Hafði bara gaman af að koma þeim á rétta staði, en nú er hópur mættur til bæjarfélagsins og annar mættur til starfa á Heilsustofnun. Það munar um svona margar vinnufúsar hendur. Síðan fór ég í gönguferð um bæinn í kvöld og endaði eins og svo oft áður á nýja hverasvæðinu þar hitti ég tvo hópa ferðamanna sem komnir voru til að skoða nýju hverina en vissu ekki leiðina, eða hvað átti að skoða og hvernig. Þarna verður að drífa í að koma upp merkingum og að þó að þetta sé í Ölfusinu þá verðum við Hvergerðingar að koma að því máli, að sjálfsögðu í góðu samstarfi við Landbúnaðarháskólann á Reykjum.
14. ágúst 2009
Fór ásamt Helgu Kristjáns í heimsókn í dagdvölina fyrir eldri borgara sem tók til starfa í gömlu bæjarskrifstofunum á mánudag. Þarna hefur orðið gjörbylting á húsnæðinu og varla að maður þekki sig innandyra í húsinu í dag. Allt orðið svo miklu opnara og léttara yfirbragð á öllu. Þarna er stórt og mikið eldhús þar sem unnið er í sameiningu að smærri máltiðum. Verið er að helluleggja palla í kringum húsið og þar eiga að koma matjurtabeð í góðri vinnuhæð fyrir hjólastóla. Hænsnakofinn kemur bráðlega á lóðina og köttur er væntanlegur í húsið. Okkur mætti dagdvalarfólkið sem var á leiðinni út til að týna rifs sem síðan var sultað í eldhúsinu. Eyrún sinnti fótsnyrtingu á meðan aðrir slöppuðu af við spil og lestur í setustofunni. Virkilega heimilislegt. Starfsemin hefur aðeins breyst frá því sem áætlanri gerðu ráð fyrir því þarna munu vera fjórir heimilisfastir, eitt pláss í hvíldarinnlögn og síðan plássin okkar fimm í dagdvölinni.
Eftir þessa heimsókn fórum við niður á Undraland þar sem við kíktum á yngstu bæjarbúana. Þar var nú ekki síður líf og fjör enda mörg börn að hefja sína leikskólagöngu þessa dagana. Þau eru ansi lítil finnst manni mörg hver. Á Undralandi var húsnæðið tekið í gegn í sumarfríinu svo þar batnar húsakostur með hverju árinu. Á leið okkar um miðbæinn hljóp framúr okkur laus og ómerktur hundur sem var ágætt á okkur vegna þeirrar miklu umræðu sem verið hefur að undanförnu um lausagöngu hunda hér í Hveragerði. Margir bæjarbúar eru orðnir langþreyttir á því að þurfa að þola lausa hunda í hverfum bæjarins og á opnum svæðum enda á maður ekki að þurfa að umbera slíkt í bæjarfélagi þar sem strangar reglur gilda um hundahald. Við náðum ekki hundinum en komumst að því að erfitt er að halda ólarlausum hundi. Fengum þá menn í málið sem náðu hund greyinu nokkru síðar....
Í dag ræddi ég við Forsætisáðuneytið vegna kostnaðar sem fellur á bæinn vegna jarðskjálftans en ég er í reglulegum samskiptum við ráðuneytið vegna þessa. Heyrði í forsvarsmönnum Strætós vegna útboðsins sem opnað var í gær. Hagstæð tilboð bárust sem er afar ánægjulegt. En á næsta fundi bæjarráðs verður málið kynnt bæjarfulltrúum. Ræddi við fulltrúa Vegagerðarinnar vegna framlags þeirra til almenningssamgangna sem að ósekju mætti vera meira. Það er þjóðhagslega hagkvæmt að auka almennings samgöngur og því ætti ríkisvaldið að styðja myndarlega við bakið á sveitarfélögum eins og Árborg og Hveragerði sem sýna frumkvæði í þessum málum.
Eftir vinnu fór ég til Reykjavíkur að hitta Silke og Bärbel, þýskar mæðgur sem ég kynntist þegar ég fór á Interrail 1985. Við höfum haldið sambandi síðan þá og þær ásamt Ute yngri systurinni margoft komið til Íslands og við farið til þeirra. Núna eru þær hér í stuttu stoppi á leið sinni til Grænlands þar sem þær munu dvelja næstu átta daga. Hálfskammaðist mín þegar ég þurfti að viðurkenna að ég hefði aldrei komið til Grænlands sem greinilega er mikið draumaland í augum þeirra mæðgna.
En við röltum um miðbæð Reykjavíkur þar sem var óvanalega mikið líf enda samstöðufundur í fullum gangi. Þeim fannst afar merkilegt að sjá mótmæli Íslendinga og fannst við afar dannaðir mótmælendur. Ég reyndi þó eftir bestu getu að útskýra fyrir þeim búsáhaldabyltinguna og sem betur fer var þarna einn maður með pott svo þær gátu ímyndað sér hvað gekk á í vetur!
Eftir þessa heimsókn fórum við niður á Undraland þar sem við kíktum á yngstu bæjarbúana. Þar var nú ekki síður líf og fjör enda mörg börn að hefja sína leikskólagöngu þessa dagana. Þau eru ansi lítil finnst manni mörg hver. Á Undralandi var húsnæðið tekið í gegn í sumarfríinu svo þar batnar húsakostur með hverju árinu. Á leið okkar um miðbæinn hljóp framúr okkur laus og ómerktur hundur sem var ágætt á okkur vegna þeirrar miklu umræðu sem verið hefur að undanförnu um lausagöngu hunda hér í Hveragerði. Margir bæjarbúar eru orðnir langþreyttir á því að þurfa að þola lausa hunda í hverfum bæjarins og á opnum svæðum enda á maður ekki að þurfa að umbera slíkt í bæjarfélagi þar sem strangar reglur gilda um hundahald. Við náðum ekki hundinum en komumst að því að erfitt er að halda ólarlausum hundi. Fengum þá menn í málið sem náðu hund greyinu nokkru síðar....
Í dag ræddi ég við Forsætisáðuneytið vegna kostnaðar sem fellur á bæinn vegna jarðskjálftans en ég er í reglulegum samskiptum við ráðuneytið vegna þessa. Heyrði í forsvarsmönnum Strætós vegna útboðsins sem opnað var í gær. Hagstæð tilboð bárust sem er afar ánægjulegt. En á næsta fundi bæjarráðs verður málið kynnt bæjarfulltrúum. Ræddi við fulltrúa Vegagerðarinnar vegna framlags þeirra til almenningssamgangna sem að ósekju mætti vera meira. Það er þjóðhagslega hagkvæmt að auka almennings samgöngur og því ætti ríkisvaldið að styðja myndarlega við bakið á sveitarfélögum eins og Árborg og Hveragerði sem sýna frumkvæði í þessum málum.
Eftir vinnu fór ég til Reykjavíkur að hitta Silke og Bärbel, þýskar mæðgur sem ég kynntist þegar ég fór á Interrail 1985. Við höfum haldið sambandi síðan þá og þær ásamt Ute yngri systurinni margoft komið til Íslands og við farið til þeirra. Núna eru þær hér í stuttu stoppi á leið sinni til Grænlands þar sem þær munu dvelja næstu átta daga. Hálfskammaðist mín þegar ég þurfti að viðurkenna að ég hefði aldrei komið til Grænlands sem greinilega er mikið draumaland í augum þeirra mæðgna.
En við röltum um miðbæð Reykjavíkur þar sem var óvanalega mikið líf enda samstöðufundur í fullum gangi. Þeim fannst afar merkilegt að sjá mótmæli Íslendinga og fannst við afar dannaðir mótmælendur. Ég reyndi þó eftir bestu getu að útskýra fyrir þeim búsáhaldabyltinguna og sem betur fer var þarna einn maður með pott svo þær gátu ímyndað sér hvað gekk á í vetur!
12. ágúst 2009
Viðtalið um AFS birtist í gærkvöldi á Íslandi í dag. Kötturinn Gulli sást ekki í mynd mér til mikillar furðu en annars voru myndirnar fínar og ég vona að Tim geti séð þetta hjá sér í Hong KOng. Allavega set ég hér slóðina á fréttina. Verst ef Lárus kemur aldrei heim aftur eftir þessa frétt, er að fara hringinn með ís. Hann var eitthvað ósáttur við myndaval frúarinnar þessi elska ;-)
11. ágúst 2009
Bréfaskriftir og fleira fyrir hádegi en þá yfirgaf ég skrifstofuna með kvíðahnút í maganum. Ég hafði nefnilega látið hafa mig út í það að rafta niður Hvítá í dag í föruneyti fimmtán fjölskyldumeðlima. Hélt að slíkt myndi aldrei gerast en svo bregðast krosstrén...
Hvað gerir maður ekki fyrir börnin sín þegar þau velja að vinna við svona lagað? Elli og Laufey eru semsagt búin að halda til á Drumboddsstöðum í sumar þar sem þau rafta daglega niður Hvítá á milli þess sem þau ásamt fleirum sinna gestamóttöku á staðnum. Skemmtileg sumarvinna verð ég að viðurkenna.
En í dag fórum við stórfjölskyldan uppeftir og sigldum niður ánna í blíðskaparveðri. Miklu skemmtilegra en ég átti von á og mikið fjör. Auðvitað enduðu allir ítrekað í ánni sem gerði þetta bara eftirminnilegra. Takk fyrir skemmtilegan dag Elli og Laufey!
Enduðum síðan í grilli hjá Guðrúnu og Jóa í Brekkuskógi þannig að það var komið heim seint og um síðir...
----------------
Gat samt ekki staðist freistinguna og horfði á frétt í Íslandi í dag um AFS en þar var birt viðtal við mig um reynsluna af því að taka skiptinema. Kom ágætlega út held ég og hvetur vonandi einhverja til að hugsa málið.
----------------
Í dag hefði pabbi orðið 76 ára, ekki til betri leið til að halda uppá daginn en að við gerum eitthvað skemmtilegt saman fjölskyldan. Það er í hans anda.
Hvað gerir maður ekki fyrir börnin sín þegar þau velja að vinna við svona lagað? Elli og Laufey eru semsagt búin að halda til á Drumboddsstöðum í sumar þar sem þau rafta daglega niður Hvítá á milli þess sem þau ásamt fleirum sinna gestamóttöku á staðnum. Skemmtileg sumarvinna verð ég að viðurkenna.
En í dag fórum við stórfjölskyldan uppeftir og sigldum niður ánna í blíðskaparveðri. Miklu skemmtilegra en ég átti von á og mikið fjör. Auðvitað enduðu allir ítrekað í ánni sem gerði þetta bara eftirminnilegra. Takk fyrir skemmtilegan dag Elli og Laufey!
Enduðum síðan í grilli hjá Guðrúnu og Jóa í Brekkuskógi þannig að það var komið heim seint og um síðir...
----------------
Gat samt ekki staðist freistinguna og horfði á frétt í Íslandi í dag um AFS en þar var birt viðtal við mig um reynsluna af því að taka skiptinema. Kom ágætlega út held ég og hvetur vonandi einhverja til að hugsa málið.
----------------
Í dag hefði pabbi orðið 76 ára, ekki til betri leið til að halda uppá daginn en að við gerum eitthvað skemmtilegt saman fjölskyldan. Það er í hans anda.
10. ágúst 2009
Upphaf vinnuviku
Í upphafi vinnuvikunnar fer alltaf meiri tími en ella í að fara yfir tölvupósta og svara þeim. En þessir dagar núna í sumar eru búnir að vera frekar rólegir þar sem samfélagið allt virðist á hálfum afköstum vegna sumarfría. Hef iðulega viðrað þá skoðun að skoða bæri sameiginlegt sumarfrí landsmanna (fællesferie) eins og tíðkast víða erlendis. Þá slokknar meira og minna á heilu samfélögunum í einn mánuð en þau eru ekki hálflömuð í eina þrjá eins og hér er!
Síðan byrjaði ég á svari til Samgönguráðuneytisins vegna stjórnsýslukæru sem ráðuneytinu barst vegna ráðninga deilarstjóra við Grunnskólann. Nú eru þeir sem vinna þurfa svarið með mér að skila sér úr sumarfríi og því ágætt að klára þetta eins fljótt og auðið er. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem bærinn sendir umsögn vegna kærumála til ráðuneytisins en við höfum enn sem komið er ekki fengið miklar skammir fyrir stjórnsýsluna. Vona að sú verði heldur ekki raunin í þetta skipti. Það er aftur á móti sjálfsagt að þeir sem telja á sér brotið leiti réttar síns með þessum hætti en þetta er leið sem er opin öllum og einföld fyrir þá sem vilja nýta sér þennan möguleika.
---------------------------
Setti fréttir og tilkynningar á heimasíðu bæjarins meðal annars um Manndrápshverinn sem skyndilega hefur gengið í endurnýjun lífdaga. Hér má sjá myndband þar sem hann þenur sig kröftulega fyrir myndatökumanninn. Set þessa gömlu mynd af hverasvæðinu ykkur til skemmtunar en síðan hún var tekin er búið að gera manir, laga göngustíga og snurfusa svæðið enn frekar.
---------------------------
Eftir hádegi komu aðilar frá Nýsköpunarmiðstöð Íslands í heimsókn en þar á bæ er nú unnið að sóknaráætlun fyrir Ísland 20/20 á vegum ríkisstjórnarinnar. Svaraði ég þónokkrum spurningum varðandi framtíðarhorfur, ástæður hrunsins og almennt um möguleika íslenskrar þjóðar. Þetta varð hið skemmtilegasta spjall þar sem ég gat látið gamminn geisa undir friðhelgi nafnleyndarinnar. Skemmti mér vel við það. Fann aftur á móti vel hvernig Hreiðurs genin espuðust upp við umræðurnar. Hreiðurs fólkið er nefnilega íhaldssamt með afbrigðum og virðir gamlar dyggðir jafnvel alltof lengi að því að mörgum finnst. En ég held nú samt að snillingarnir sem komu okkur í þessa stöðu hefðu gott af góðum skammti af Hreiðurs innrætingu ;-)
Annars hef ég heilmikla trú á Íslendingum og þrautsegjunni sem býr í fólkinu í landinu. Held að við komum til með að spjara okkur takk ágætlega þrátt fyrir allt.
Við sem þjóð megum alls ekki missa sjónar á öllu því góða sem okkur er gefið í þessu landi og eitt af því besta er fólkið, fámennið, tengslin og samstaðan. Í smábæ eins og Hveragerði gefst okkur besta tækifærið til að hlúa einmitt að þessu. Hér eigum við að búa til vinalegasta bæinn á landinu og þó víðar væri leitað. Það er svo einfalt og við erum á góðri leið. Mér var til dæmis bent á það um daginn hvað það væri sérstakt að hér heilsast allir á förnum vegi. Þetta er ekki sjálfgefið en er eitthvað sem við sem eldri erum eigum að kenna börnunum því þetta er svo jákvætt og gott. Blómstrandi dagar eru núna í undirbúningi og þá gefst okkur gott tækifæri til að efla samskiptin og eiga góðar stundir með nágrönnum, fjölskyldu og vinum. Skreytingarnar í bænum hafa vakið upp bæði skemmtun og aukið samheldni og ég hef grun um að nú muni taka út yfir allan þjófabálk í þeim efnum. Jóhanna Hjartar er á fullu við að undirbúa dagskrána og við fórum yfir hana í dag. Það er enginn kreppubragur á henni en samt haldið vel utan um alla hluti og mikið gert úr litlu. Með samstilltu átaki allra verður ein flottasta bæjarhátíð landsins haldin hér í Hveragerði síðustu helgina í ágúst.
------------------
Fór í gönguferð með Svövu í kvöld og röltum við meðal annars í gegnum Drullusundið þar sem við litum á Geirlandsholuna sem Guðmundur Baldursson hefur miklar áhyggjur af. Hún er farin að gjósa ansi kröftuglega en ákveðin hætta er á að hún brjóti úr sér steypu sem sett var í hana fyrir nokkrum árum með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Spurningin er hvort við neyðumst til að steypa í hana aftur og það frekar fyrr en seinna? Guðmundur tók þessa fínu mynd af holunni góðu í dag.
Í upphafi vinnuvikunnar fer alltaf meiri tími en ella í að fara yfir tölvupósta og svara þeim. En þessir dagar núna í sumar eru búnir að vera frekar rólegir þar sem samfélagið allt virðist á hálfum afköstum vegna sumarfría. Hef iðulega viðrað þá skoðun að skoða bæri sameiginlegt sumarfrí landsmanna (fællesferie) eins og tíðkast víða erlendis. Þá slokknar meira og minna á heilu samfélögunum í einn mánuð en þau eru ekki hálflömuð í eina þrjá eins og hér er!
Síðan byrjaði ég á svari til Samgönguráðuneytisins vegna stjórnsýslukæru sem ráðuneytinu barst vegna ráðninga deilarstjóra við Grunnskólann. Nú eru þeir sem vinna þurfa svarið með mér að skila sér úr sumarfríi og því ágætt að klára þetta eins fljótt og auðið er. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem bærinn sendir umsögn vegna kærumála til ráðuneytisins en við höfum enn sem komið er ekki fengið miklar skammir fyrir stjórnsýsluna. Vona að sú verði heldur ekki raunin í þetta skipti. Það er aftur á móti sjálfsagt að þeir sem telja á sér brotið leiti réttar síns með þessum hætti en þetta er leið sem er opin öllum og einföld fyrir þá sem vilja nýta sér þennan möguleika.
---------------------------
Setti fréttir og tilkynningar á heimasíðu bæjarins meðal annars um Manndrápshverinn sem skyndilega hefur gengið í endurnýjun lífdaga. Hér má sjá myndband þar sem hann þenur sig kröftulega fyrir myndatökumanninn. Set þessa gömlu mynd af hverasvæðinu ykkur til skemmtunar en síðan hún var tekin er búið að gera manir, laga göngustíga og snurfusa svæðið enn frekar.
---------------------------
Eftir hádegi komu aðilar frá Nýsköpunarmiðstöð Íslands í heimsókn en þar á bæ er nú unnið að sóknaráætlun fyrir Ísland 20/20 á vegum ríkisstjórnarinnar. Svaraði ég þónokkrum spurningum varðandi framtíðarhorfur, ástæður hrunsins og almennt um möguleika íslenskrar þjóðar. Þetta varð hið skemmtilegasta spjall þar sem ég gat látið gamminn geisa undir friðhelgi nafnleyndarinnar. Skemmti mér vel við það. Fann aftur á móti vel hvernig Hreiðurs genin espuðust upp við umræðurnar. Hreiðurs fólkið er nefnilega íhaldssamt með afbrigðum og virðir gamlar dyggðir jafnvel alltof lengi að því að mörgum finnst. En ég held nú samt að snillingarnir sem komu okkur í þessa stöðu hefðu gott af góðum skammti af Hreiðurs innrætingu ;-)
Annars hef ég heilmikla trú á Íslendingum og þrautsegjunni sem býr í fólkinu í landinu. Held að við komum til með að spjara okkur takk ágætlega þrátt fyrir allt.
Við sem þjóð megum alls ekki missa sjónar á öllu því góða sem okkur er gefið í þessu landi og eitt af því besta er fólkið, fámennið, tengslin og samstaðan. Í smábæ eins og Hveragerði gefst okkur besta tækifærið til að hlúa einmitt að þessu. Hér eigum við að búa til vinalegasta bæinn á landinu og þó víðar væri leitað. Það er svo einfalt og við erum á góðri leið. Mér var til dæmis bent á það um daginn hvað það væri sérstakt að hér heilsast allir á förnum vegi. Þetta er ekki sjálfgefið en er eitthvað sem við sem eldri erum eigum að kenna börnunum því þetta er svo jákvætt og gott. Blómstrandi dagar eru núna í undirbúningi og þá gefst okkur gott tækifæri til að efla samskiptin og eiga góðar stundir með nágrönnum, fjölskyldu og vinum. Skreytingarnar í bænum hafa vakið upp bæði skemmtun og aukið samheldni og ég hef grun um að nú muni taka út yfir allan þjófabálk í þeim efnum. Jóhanna Hjartar er á fullu við að undirbúa dagskrána og við fórum yfir hana í dag. Það er enginn kreppubragur á henni en samt haldið vel utan um alla hluti og mikið gert úr litlu. Með samstilltu átaki allra verður ein flottasta bæjarhátíð landsins haldin hér í Hveragerði síðustu helgina í ágúst.
------------------
Fór í gönguferð með Svövu í kvöld og röltum við meðal annars í gegnum Drullusundið þar sem við litum á Geirlandsholuna sem Guðmundur Baldursson hefur miklar áhyggjur af. Hún er farin að gjósa ansi kröftuglega en ákveðin hætta er á að hún brjóti úr sér steypu sem sett var í hana fyrir nokkrum árum með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Spurningin er hvort við neyðumst til að steypa í hana aftur og það frekar fyrr en seinna? Guðmundur tók þessa fínu mynd af holunni góðu í dag.
9. ágúst 2009
Bjarni afi kom í dag suður á vörubílnum og hafði unga kaupamanninn með sér. Hann hafði dvalið í góðu atlæti hjá afa og ömmu frá því um landsmót. Við eyddum síðan deginum með Bjarna í Reykjavík og enduðum í kaffiboði hjá Maríu systur hans þar sem setið var og spjallað fram eftir degi. Þau systkinin eru alin upp í Verslun Haraldar Júlíussonar sem rekin hefur verið óslitið í 90 ár. Hér er fín heimasíða um verslunina sem í dag er orðin angi af Byggðasafni Skagafjarðar. Á myndinni má sjá þá Albert og afa í búðinni sem nú er að verða landsfræg. Sá eldri laumaði því að okkur í dag að honum brygði fyrir í myndinni Roklandi sem nú er verið að taka upp á Króknum en einnig er Árni Gunnarsson í Flatatungu að vinna að heimildarmynd um búðina sem væntanlega verður sýnd á annarri hvorri sjónvarpsstöðinni í vetur.
7. ágúst 2009
Bæjarráðsfundur í morgun þar sem meðal annars var tekið fyrir bréf frá forsvarsmönnum Eyktar þar sem þeir biðja um viðræður við Hveragerðisbæ um samninginn sem gerður var milli þessara tveggja aðila fyrir rétt rúmum þremur árum síðan. Hafa þeir hug á að slíta samningnum. Mér ásamt forseta bæjarstjórnar og lögmönnum var falið að ræða við Eyktarmenn áður en lengra er haldið.
Auga Óðins deplar líka enn og aftur eins og þeir sögðu sjálfir í bréfi til bæjarráðs þar sem þeir báðu um lengingu á tímafrestum í samkomulagi milli bæjarins og þeirra sem gert var í janúar 2008. Bæjarráð veitti þeim tveggja ára framlengingu en setti mikla fyrirvara um að fjármögnun verkefnisins væri tryggð áður en nokkrar framkvæmdir myndu hefjast. Ýmislegt annað var á dagskrá fundarins sem áhugasamir eru hvattir til að kynna sér hér.
Strax eftir fundinn fór ég heim en þar átti ég von á mönnum frá Íslandi í dag sem vildu taka viðtal við mig um reynsluna af því að hafa skiptinema búandi á heimilinu. Þetta var hið skondnasta viðtal. Reyndar held ég að kötturinn Gulli hafi að mestu stolið athyglinni því hann stökk inní mynd og sat þar síðan sem fastast. Athyglisjúkur með afbrigðum ;-) Það verður gaman að sjá hvernig þetta kemur út því þeir fengu líka fullt af myndum af Tim og fjölskyldunni sem notaðar verða í þættinum. Viðtalið verður sýnt á þriðjudagskvöldið strax á eftir fréttum á Stöð2.
Annars bráðvantar fjölskyldur fyrir skiptinema hér á landi. Kíkið á heimasíðu AFS ef þið hafið áhuga á skemmtilegri upplifun.
Eftir vinnu fór ég í klippingu og leit síðan við hjá Guðmundi og Ásdísi á Selfossi. Þau voru eins og alltaf afar hress og gefa þeim yngri ekkert eftir þegar kemur að umræðum um landsins gagn og nauðsynjar.
Auga Óðins deplar líka enn og aftur eins og þeir sögðu sjálfir í bréfi til bæjarráðs þar sem þeir báðu um lengingu á tímafrestum í samkomulagi milli bæjarins og þeirra sem gert var í janúar 2008. Bæjarráð veitti þeim tveggja ára framlengingu en setti mikla fyrirvara um að fjármögnun verkefnisins væri tryggð áður en nokkrar framkvæmdir myndu hefjast. Ýmislegt annað var á dagskrá fundarins sem áhugasamir eru hvattir til að kynna sér hér.
Strax eftir fundinn fór ég heim en þar átti ég von á mönnum frá Íslandi í dag sem vildu taka viðtal við mig um reynsluna af því að hafa skiptinema búandi á heimilinu. Þetta var hið skondnasta viðtal. Reyndar held ég að kötturinn Gulli hafi að mestu stolið athyglinni því hann stökk inní mynd og sat þar síðan sem fastast. Athyglisjúkur með afbrigðum ;-) Það verður gaman að sjá hvernig þetta kemur út því þeir fengu líka fullt af myndum af Tim og fjölskyldunni sem notaðar verða í þættinum. Viðtalið verður sýnt á þriðjudagskvöldið strax á eftir fréttum á Stöð2.
Annars bráðvantar fjölskyldur fyrir skiptinema hér á landi. Kíkið á heimasíðu AFS ef þið hafið áhuga á skemmtilegri upplifun.
Eftir vinnu fór ég í klippingu og leit síðan við hjá Guðmundi og Ásdísi á Selfossi. Þau voru eins og alltaf afar hress og gefa þeim yngri ekkert eftir þegar kemur að umræðum um landsins gagn og nauðsynjar.
6. ágúst 2009
Ert þú með tónlist í æðunum ?
Indverskir listamenn hafa í tvígang dvalið í Listamannahúsinu Varmahlíð og stundað listsköpun ásamt því að vera með vinnustofur fyrir börn í Listasafni Árnesinga. Þessi indælu hjón heita Baniprosonno og Putul. Þau eru núna stödd í Himalaya fjöllunum þar sem þau sinna list sinni og gleðja börnin þar um slóðir. Hann Bani er fjölhæfur listamaður og sendi mér um daginn fallegt ljóð. Í gær kom síðan annað sem mér finnst ekki síðra. Ákvað að deila því með ykkur svona í tilefni af þessari yndislegu rigningu sem hér er í dag:
If you have music ...
in your veins
release it
loosen the fetters
loosen the reins
come out in the open
embrace the heaven
get drenched in the the rain
... if you have music in your veins ...
Indverskir listamenn hafa í tvígang dvalið í Listamannahúsinu Varmahlíð og stundað listsköpun ásamt því að vera með vinnustofur fyrir börn í Listasafni Árnesinga. Þessi indælu hjón heita Baniprosonno og Putul. Þau eru núna stödd í Himalaya fjöllunum þar sem þau sinna list sinni og gleðja börnin þar um slóðir. Hann Bani er fjölhæfur listamaður og sendi mér um daginn fallegt ljóð. Í gær kom síðan annað sem mér finnst ekki síðra. Ákvað að deila því með ykkur svona í tilefni af þessari yndislegu rigningu sem hér er í dag:
If you have music ...
in your veins
release it
loosen the fetters
loosen the reins
come out in the open
embrace the heaven
get drenched in the the rain
... if you have music in your veins ...
5. ágúst 2009
Fundaði með lögmönnum bæjarins í morgun varðandi nokkur mál sem þarf að fá nánari skýringar og útlistanir á. Var búin að safna saman nokkrum vafamálum til að nýta ferðina úr því farið var til höfuðborgarinnar á annað borð. Sem betur fer höfum við lítið þurft að nota þjónustu lögfræðinga en þó er það nauðsynlegt annað veifið.
Annars var dagurinn hefðbundinn að flestu leiti. Skipulags- og byggingafulltrúi sendi áskoranir til nokkurra lóðarhafa sem þurfa að ganga betur um lóðir sínar og vonum við auðvitað að nauðsynlegar úrbætur verði gerðar án þess að þurfi að koma til frekari aðgerða. Oftast er það reyndar raunin enda vilja flestir ganga vel og fallega um.
Sem betur fer er ekki algengt að grípa þurfi til aðgerða á borð við þær sem Súðavík þarf nú að gera þegar fjarlægja þarf hundruðir bílhræja af einni jörð. Ótrúlegar myndirnar sem fylgdu fréttinni á RÚV í kvöld !
Eftir vinnu rölti ég í gæludýrabúðina í Verslunarmiðstöðinni sem er einstaklega skemmtileg en þar fæst allt sem Gulli gæðaköttur þarf á að halda. Þar var Sigrún Símonardóttir að vinna og hafði yndislegan silki terrier með sér í vinnuna. Sjarmerandi hundategund sem ekki fer úr hárum. Slíkt væri mikill munur frá gæðakettinum á Heiðmörkinni ;-) Skrapp síðan yfir á bókasafnið og hitti Önnu Kristínu bókavörð. Komumst við að því að smekkur okkar á bókum er keimlíkur þannig að ég fór heim með nýjustu bókina hennar Sophie Kinsella. Verð því að drífa mig i að klára "Karla sem hata konur" svo ég geti byrjað á hinni bókinni. Þorkell Siglaugsson og ný framtíðarsýn Íslands verður því að bíða á meðan ég les eintómt léttmeti...
Annars fæ ég stundum spurningar um það hvers vegna ég sé ekki beittari og pólitískari á blogginu. Ástæðan er aftur á móti sú að ég tel mig hafa nóg að gera við að sinna störfum fyrir alla Hvergerðinga og í þágu bæjarins. Því þarf ég ekki að vera að básúna skoðanir mínar á landsmálunum frekar en ég vil. Og í augnablikinu vil ég það ekki...
Annars var dagurinn hefðbundinn að flestu leiti. Skipulags- og byggingafulltrúi sendi áskoranir til nokkurra lóðarhafa sem þurfa að ganga betur um lóðir sínar og vonum við auðvitað að nauðsynlegar úrbætur verði gerðar án þess að þurfi að koma til frekari aðgerða. Oftast er það reyndar raunin enda vilja flestir ganga vel og fallega um.
Sem betur fer er ekki algengt að grípa þurfi til aðgerða á borð við þær sem Súðavík þarf nú að gera þegar fjarlægja þarf hundruðir bílhræja af einni jörð. Ótrúlegar myndirnar sem fylgdu fréttinni á RÚV í kvöld !
Eftir vinnu rölti ég í gæludýrabúðina í Verslunarmiðstöðinni sem er einstaklega skemmtileg en þar fæst allt sem Gulli gæðaköttur þarf á að halda. Þar var Sigrún Símonardóttir að vinna og hafði yndislegan silki terrier með sér í vinnuna. Sjarmerandi hundategund sem ekki fer úr hárum. Slíkt væri mikill munur frá gæðakettinum á Heiðmörkinni ;-) Skrapp síðan yfir á bókasafnið og hitti Önnu Kristínu bókavörð. Komumst við að því að smekkur okkar á bókum er keimlíkur þannig að ég fór heim með nýjustu bókina hennar Sophie Kinsella. Verð því að drífa mig i að klára "Karla sem hata konur" svo ég geti byrjað á hinni bókinni. Þorkell Siglaugsson og ný framtíðarsýn Íslands verður því að bíða á meðan ég les eintómt léttmeti...
Annars fæ ég stundum spurningar um það hvers vegna ég sé ekki beittari og pólitískari á blogginu. Ástæðan er aftur á móti sú að ég tel mig hafa nóg að gera við að sinna störfum fyrir alla Hvergerðinga og í þágu bæjarins. Því þarf ég ekki að vera að básúna skoðanir mínar á landsmálunum frekar en ég vil. Og í augnablikinu vil ég það ekki...
Þessi ótrúlega fallega rós var keypt hjá Lars í Borg í fyrra og ég var alveg sannfærð um að hún hefði drepist í vetur enda var hún í potti á pallinum allan veturinn. En núna er hún sprelllifandi og blómstrar ríkulega. Komin til að vera þessi ;-)
4. ágúst 2009
Verslunarmannahelgin leið eins og örskot á Unglingalandsmóti UMFÍ á Sauðárkróki. Þetta er í þriðja sinn sem við eyðum Verslunarmannahelgi með þessum hætti og það er alltaf jafn gaman. Reyndar skemmtilegra núna en oft áður því í þetta sinn vorum við í tjaldbúðum HSK og því verður ekki sleppt í framtíðinni. Mjög góður hópur þar sem allir voru staðráðnir í að eiga góða helgi við spjall, söng og skemmtun. Krakkarnir höfðu síðan nóg við að vera enda var keppt í hinum ýmsu greinum og allt undir kjörorðinu að það skipti mestu máli að vera með. Tónleikar á kvöldin og alls konar uppákomur gerðu síðan sitt til að helgin væri vel lukkuð. Ég fór til dæmis í sögugöngu um gamla bæinn á Sauðárkrók og veit núna margt sem ég hafði ekki hugmynd um áður þrátt fyrir að hafa í 23 ár komið á Krókinn oft á ári. Hafði til dæmis ekki hugmynd um að Guðrún frá Lundi hefði búið á Króknum eða að Stefán Íslandi væri Króksari nú eða Hannes Pétursson. En þá hlýtur maður að spyrja hvers vegna í ósköpunum er ekki gert meira úr þessum andans sonum og dætrum byggðarlagsins. Skutlað svona eins og einu skilti á húsin sem þetta fólk bjó í? Slíkt gefur gönguferðum gesta miklu meira vægi.
Þess vegna erum við hér í Hveragerði núna að ganga frá skiltum sem verða afhjúpuð á Blómstrandi dögum. Það er söguskilti um sundlaugina í Laugaskarði og annað um sögu Varmahlíðarhússins sem er elsta hús bæjarins. Núverandi meirihluti ákvað að setja upp eitt skilti á ári og þannig myndum við smásaman ná að setja upp heildstæða sýningu á þeim stöðum sem við erum hvað stoltust af. Nú þegar eru komin upp skilti við Skáldagötuna og Mjólkurbúið þannig að þegar hin tvö bætast við þá er þetta orðið nokkuð veglegt. Svo er að halda áfram á sömu braut næstu árin. Nægir eru staðirnir til að minnast eins og til dæmis Gamla hótelið, Kvennaskólinn á Hverabökkum, gamla rafstöðin og fleira mætti telja.
Undirbjó bæjarráðsfund í dag sem haldinn verður á föstudag. Nokkur stór málefni verða þar tekin fyrir svo það þarf að líta í mörg horn fyrir fundinn. Því fundaði meirihlutinn venju samkvæmt í kvöld.
Fór í stutt viðtal vegna Suðurlandsvegarins í síðdegis útvarpi Bylgjunnar. Þorgeir Ástvaldsson hamrar járnið og gerir það vel. Það verður að sjá til þess að loforð ráðamanna verði efnd. Umferðin er með þeim hætti á þessum vegi.
Hitti Óla á tjaldsvæðinu í dag og lét hann vel af sér enda mikil aukning ferðamanna á svæðinu. Hann hefur gert miklar endurbætur og bryddað uppá nýjungum eins og þeim að bjóða fólki nýbökuð rúnstykki á tjaldskörina á morgnana. Þetta hefur spurst vel út og því eru vinsældir tjaldsvæðisins sífellt að aukast.
Ræddi við Soffíu á Fasteignasölunni Byr en hún er með íbúð bæjarins við Lækjarbrún til sölu. Þetta eru skemmtilegar íbúðir þannig að ég vona að hún seljist frekar fyrr en seinna. Bæði Soffía og Kristinn hjá Gimli segja mér að þónokkur gangur sé í sölu íbúða hér í Hveragerði. Markaðurinn sé svipaður og hann var 2004 sem var hið ágætasta ár sölulega séð. Réttast væri að taka árin 2006 og 2007 útúr öllum viðmiðunum í framtíðinni því ekkert sem þar gerðist og gekk á virðist vera nothæft í samanburði til framtíðar litið.
Fréttir kvöldsins og undanfarinna daga varðandi upplýsingar úr lánabók Kaupþings eru síðan með þvílíkum endemum að venjulegt fólk getur ekki skilið þetta. Reyndar held ég að það sé hverjum manni ómögulegt að skilja þær tölur sem rætt er um þessa dagana. Nú er rætt um milljarða eins og við áður fjölluðum um milljónir og svimandi upphæðir fljóta yfir sjónvarpsskjáinn og síður dagblaðanna. Hvernig geta örfáir aðilar komist upp með svona vinnubrögð í þokkalega siðmenntuðu þjóðfélagi?
Þess vegna erum við hér í Hveragerði núna að ganga frá skiltum sem verða afhjúpuð á Blómstrandi dögum. Það er söguskilti um sundlaugina í Laugaskarði og annað um sögu Varmahlíðarhússins sem er elsta hús bæjarins. Núverandi meirihluti ákvað að setja upp eitt skilti á ári og þannig myndum við smásaman ná að setja upp heildstæða sýningu á þeim stöðum sem við erum hvað stoltust af. Nú þegar eru komin upp skilti við Skáldagötuna og Mjólkurbúið þannig að þegar hin tvö bætast við þá er þetta orðið nokkuð veglegt. Svo er að halda áfram á sömu braut næstu árin. Nægir eru staðirnir til að minnast eins og til dæmis Gamla hótelið, Kvennaskólinn á Hverabökkum, gamla rafstöðin og fleira mætti telja.
Undirbjó bæjarráðsfund í dag sem haldinn verður á föstudag. Nokkur stór málefni verða þar tekin fyrir svo það þarf að líta í mörg horn fyrir fundinn. Því fundaði meirihlutinn venju samkvæmt í kvöld.
Fór í stutt viðtal vegna Suðurlandsvegarins í síðdegis útvarpi Bylgjunnar. Þorgeir Ástvaldsson hamrar járnið og gerir það vel. Það verður að sjá til þess að loforð ráðamanna verði efnd. Umferðin er með þeim hætti á þessum vegi.
Hitti Óla á tjaldsvæðinu í dag og lét hann vel af sér enda mikil aukning ferðamanna á svæðinu. Hann hefur gert miklar endurbætur og bryddað uppá nýjungum eins og þeim að bjóða fólki nýbökuð rúnstykki á tjaldskörina á morgnana. Þetta hefur spurst vel út og því eru vinsældir tjaldsvæðisins sífellt að aukast.
Ræddi við Soffíu á Fasteignasölunni Byr en hún er með íbúð bæjarins við Lækjarbrún til sölu. Þetta eru skemmtilegar íbúðir þannig að ég vona að hún seljist frekar fyrr en seinna. Bæði Soffía og Kristinn hjá Gimli segja mér að þónokkur gangur sé í sölu íbúða hér í Hveragerði. Markaðurinn sé svipaður og hann var 2004 sem var hið ágætasta ár sölulega séð. Réttast væri að taka árin 2006 og 2007 útúr öllum viðmiðunum í framtíðinni því ekkert sem þar gerðist og gekk á virðist vera nothæft í samanburði til framtíðar litið.
Fréttir kvöldsins og undanfarinna daga varðandi upplýsingar úr lánabók Kaupþings eru síðan með þvílíkum endemum að venjulegt fólk getur ekki skilið þetta. Reyndar held ég að það sé hverjum manni ómögulegt að skilja þær tölur sem rætt er um þessa dagana. Nú er rætt um milljarða eins og við áður fjölluðum um milljónir og svimandi upphæðir fljóta yfir sjónvarpsskjáinn og síður dagblaðanna. Hvernig geta örfáir aðilar komist upp með svona vinnubrögð í þokkalega siðmenntuðu þjóðfélagi?