11. ágúst 2009
Bréfaskriftir og fleira fyrir hádegi en þá yfirgaf ég skrifstofuna með kvíðahnút í maganum. Ég hafði nefnilega látið hafa mig út í það að rafta niður Hvítá í dag í föruneyti fimmtán fjölskyldumeðlima. Hélt að slíkt myndi aldrei gerast en svo bregðast krosstrén...
Hvað gerir maður ekki fyrir börnin sín þegar þau velja að vinna við svona lagað? Elli og Laufey eru semsagt búin að halda til á Drumboddsstöðum í sumar þar sem þau rafta daglega niður Hvítá á milli þess sem þau ásamt fleirum sinna gestamóttöku á staðnum. Skemmtileg sumarvinna verð ég að viðurkenna.
En í dag fórum við stórfjölskyldan uppeftir og sigldum niður ánna í blíðskaparveðri. Miklu skemmtilegra en ég átti von á og mikið fjör. Auðvitað enduðu allir ítrekað í ánni sem gerði þetta bara eftirminnilegra. Takk fyrir skemmtilegan dag Elli og Laufey!
Enduðum síðan í grilli hjá Guðrúnu og Jóa í Brekkuskógi þannig að það var komið heim seint og um síðir...
----------------
Gat samt ekki staðist freistinguna og horfði á frétt í Íslandi í dag um AFS en þar var birt viðtal við mig um reynsluna af því að taka skiptinema. Kom ágætlega út held ég og hvetur vonandi einhverja til að hugsa málið.
----------------
Í dag hefði pabbi orðið 76 ára, ekki til betri leið til að halda uppá daginn en að við gerum eitthvað skemmtilegt saman fjölskyldan. Það er í hans anda.
Hvað gerir maður ekki fyrir börnin sín þegar þau velja að vinna við svona lagað? Elli og Laufey eru semsagt búin að halda til á Drumboddsstöðum í sumar þar sem þau rafta daglega niður Hvítá á milli þess sem þau ásamt fleirum sinna gestamóttöku á staðnum. Skemmtileg sumarvinna verð ég að viðurkenna.
En í dag fórum við stórfjölskyldan uppeftir og sigldum niður ánna í blíðskaparveðri. Miklu skemmtilegra en ég átti von á og mikið fjör. Auðvitað enduðu allir ítrekað í ánni sem gerði þetta bara eftirminnilegra. Takk fyrir skemmtilegan dag Elli og Laufey!
Enduðum síðan í grilli hjá Guðrúnu og Jóa í Brekkuskógi þannig að það var komið heim seint og um síðir...
----------------
Gat samt ekki staðist freistinguna og horfði á frétt í Íslandi í dag um AFS en þar var birt viðtal við mig um reynsluna af því að taka skiptinema. Kom ágætlega út held ég og hvetur vonandi einhverja til að hugsa málið.
----------------
Í dag hefði pabbi orðið 76 ára, ekki til betri leið til að halda uppá daginn en að við gerum eitthvað skemmtilegt saman fjölskyldan. Það er í hans anda.
Comments:
Skrifa ummæli