18. ágúst 2009
Framkvæmdaráð bæjarins hittist í morgun en það skipa auk mín Helga skrifstofustjóri, María, félagsmálastjóri og Guðmundur skipulags- og byggingafulltrúi. Framkvæmdaráðið er einn hluti þeirra skipulagsbreytinga sem gerðar voru á kjörtímabilinu og ætlaðar til að auka skilvirkni og bæta stjórnskipulag bæjarins. Þónokkur mál voru rædd í morgun enda nokkuð síðan við hittumst síðast. Fórum meðal annars yfir vinnuferlið vegna gerðar viðbragðsáætlunar vegna svínaflensunnar en hópurinn mun hittast aftur í byrjun næstu viku og ganga frá áætluninni og í kjölfarið hitta forstöðumenn stofnana.
Verkefni dagsins voru næg þó að oft myndi maður vilja hafa meiri tíma en raun er á. Síðdegis leit Hjalti Þór Vignisson, bæjarstjóri á Hornafirði, við á skrifstofunni. Ræddum við meðal annars um fyrirkomulag Upplýsingamiðstöðva og Markaðsstofa en nú stendur fyrir dyrum endurskoðun á fyrirkomulagi þessara stofnana og því er mikilvægt að haldið sé utan um það góða sem gert er og frekar bætt í heldur en hitt. Það er fátt mikilvægara nú en það að halda vel utan um vaxtarbrodda í ferðaþjónustu sem er eitt af því fáa sem er í sókn hér á landi um þessar mundir.
Í kvöld fórum við mamma og Guðrún á tónleika með Djassbandi Suðurlands sem haldnir voru í Listasafninu. Fín mæting enda vissu gestir að þeir áttu von á góðri skemmtun. Enginn var heldur svikinn af dagskránni sem var bæði létt og skemmtileg. Þetta er í annað sinn sem sveitin spilar í Listasafninu þannig að þau eiga orðið góðan aðdáendaklúbb hér í Hveragerði.
Verkefni dagsins voru næg þó að oft myndi maður vilja hafa meiri tíma en raun er á. Síðdegis leit Hjalti Þór Vignisson, bæjarstjóri á Hornafirði, við á skrifstofunni. Ræddum við meðal annars um fyrirkomulag Upplýsingamiðstöðva og Markaðsstofa en nú stendur fyrir dyrum endurskoðun á fyrirkomulagi þessara stofnana og því er mikilvægt að haldið sé utan um það góða sem gert er og frekar bætt í heldur en hitt. Það er fátt mikilvægara nú en það að halda vel utan um vaxtarbrodda í ferðaþjónustu sem er eitt af því fáa sem er í sókn hér á landi um þessar mundir.
Í kvöld fórum við mamma og Guðrún á tónleika með Djassbandi Suðurlands sem haldnir voru í Listasafninu. Fín mæting enda vissu gestir að þeir áttu von á góðri skemmtun. Enginn var heldur svikinn af dagskránni sem var bæði létt og skemmtileg. Þetta er í annað sinn sem sveitin spilar í Listasafninu þannig að þau eiga orðið góðan aðdáendaklúbb hér í Hveragerði.
Comments:
Skrifa ummæli