<$BlogRSDUrl$>

4. ágúst 2009

Verslunarmannahelgin leið eins og örskot á Unglingalandsmóti UMFÍ á Sauðárkróki. Þetta er í þriðja sinn sem við eyðum Verslunarmannahelgi með þessum hætti og það er alltaf jafn gaman. Reyndar skemmtilegra núna en oft áður því í þetta sinn vorum við í tjaldbúðum HSK og því verður ekki sleppt í framtíðinni. Mjög góður hópur þar sem allir voru staðráðnir í að eiga góða helgi við spjall, söng og skemmtun. Krakkarnir höfðu síðan nóg við að vera enda var keppt í hinum ýmsu greinum og allt undir kjörorðinu að það skipti mestu máli að vera með. Tónleikar á kvöldin og alls konar uppákomur gerðu síðan sitt til að helgin væri vel lukkuð. Ég fór til dæmis í sögugöngu um gamla bæinn á Sauðárkrók og veit núna margt sem ég hafði ekki hugmynd um áður þrátt fyrir að hafa í 23 ár komið á Krókinn oft á ári. Hafði til dæmis ekki hugmynd um að Guðrún frá Lundi hefði búið á Króknum eða að Stefán Íslandi væri Króksari nú eða Hannes Pétursson. En þá hlýtur maður að spyrja hvers vegna í ósköpunum er ekki gert meira úr þessum andans sonum og dætrum byggðarlagsins. Skutlað svona eins og einu skilti á húsin sem þetta fólk bjó í? Slíkt gefur gönguferðum gesta miklu meira vægi.

Þess vegna erum við hér í Hveragerði núna að ganga frá skiltum sem verða afhjúpuð á Blómstrandi dögum. Það er söguskilti um sundlaugina í Laugaskarði og annað um sögu Varmahlíðarhússins sem er elsta hús bæjarins. Núverandi meirihluti ákvað að setja upp eitt skilti á ári og þannig myndum við smásaman ná að setja upp heildstæða sýningu á þeim stöðum sem við erum hvað stoltust af. Nú þegar eru komin upp skilti við Skáldagötuna og Mjólkurbúið þannig að þegar hin tvö bætast við þá er þetta orðið nokkuð veglegt. Svo er að halda áfram á sömu braut næstu árin. Nægir eru staðirnir til að minnast eins og til dæmis Gamla hótelið, Kvennaskólinn á Hverabökkum, gamla rafstöðin og fleira mætti telja.

Undirbjó bæjarráðsfund í dag sem haldinn verður á föstudag. Nokkur stór málefni verða þar tekin fyrir svo það þarf að líta í mörg horn fyrir fundinn. Því fundaði meirihlutinn venju samkvæmt í kvöld.

Fór í stutt viðtal vegna Suðurlandsvegarins í síðdegis útvarpi Bylgjunnar. Þorgeir Ástvaldsson hamrar járnið og gerir það vel. Það verður að sjá til þess að loforð ráðamanna verði efnd. Umferðin er með þeim hætti á þessum vegi.

Hitti Óla á tjaldsvæðinu í dag og lét hann vel af sér enda mikil aukning ferðamanna á svæðinu. Hann hefur gert miklar endurbætur og bryddað uppá nýjungum eins og þeim að bjóða fólki nýbökuð rúnstykki á tjaldskörina á morgnana. Þetta hefur spurst vel út og því eru vinsældir tjaldsvæðisins sífellt að aukast.

Ræddi við Soffíu á Fasteignasölunni Byr en hún er með íbúð bæjarins við Lækjarbrún til sölu. Þetta eru skemmtilegar íbúðir þannig að ég vona að hún seljist frekar fyrr en seinna. Bæði Soffía og Kristinn hjá Gimli segja mér að þónokkur gangur sé í sölu íbúða hér í Hveragerði. Markaðurinn sé svipaður og hann var 2004 sem var hið ágætasta ár sölulega séð. Réttast væri að taka árin 2006 og 2007 útúr öllum viðmiðunum í framtíðinni því ekkert sem þar gerðist og gekk á virðist vera nothæft í samanburði til framtíðar litið.

Fréttir kvöldsins og undanfarinna daga varðandi upplýsingar úr lánabók Kaupþings eru síðan með þvílíkum endemum að venjulegt fólk getur ekki skilið þetta. Reyndar held ég að það sé hverjum manni ómögulegt að skilja þær tölur sem rætt er um þessa dagana. Nú er rætt um milljarða eins og við áður fjölluðum um milljónir og svimandi upphæðir fljóta yfir sjónvarpsskjáinn og síður dagblaðanna. Hvernig geta örfáir aðilar komist upp með svona vinnubrögð í þokkalega siðmenntuðu þjóðfélagi?

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

  • Um Aldísi ...
  • Ræður og greinar ...
  • Aftur á forsíðu...
  • Tenglar
  • Mjúkhýsi í Hveragerði ?
  • Síða Sjálfstæðisflokksins
  • Sjálfstæðismenn í Hveragerði
  • Sjálfstæðiskonur
  • Sjálfstæðismenn í Suður.
  • Gagnagátt Sambandsins
  • Besti ísinn!
  • Morgunblaðið á netinu
  • Vísir.is
  • DFS - Fréttasíða Dagskrárinnar
  • Fleiri Sunnlenskar fréttir
  • Mælingar á loftgæðum í Hveragerði
  • Hveragerði
  • Heimasíður fyrirtækja í Hveragerði
  • Grunnskólinn í­ Hveragerði
  • Íþróttafélagið Hamar
  • Veðurspá fyrir Hveragerði
  • Fjölbrautaskóli Suðurlands
  • Gagnasöfn Hvar.is
  • Besti bloggarinn ! ! !
  • Vefbanki Valla...
  • SASS
  • Myndir Bjössa á Bláfelli
  • Nátturan.is
  • Orðaþýðingar - frábær síða
  • Færð og veður á SV-landi
  • Leitarvélin
  • Sí­maskráin
  • Ýmsar myndir
  • Myndasíða
  • Úr reisubókinni
  • Flórída janúar 2017
  • Litháen, Armenia og Karabakh 2015
  • Serbí­a og Svartfjallaland 2005
  • Istanbul í­ Tyrklandi 2005
  • Búkarest í Rúmení­u 2006
  • Ítalía 2007
  • Svartfjallaland 2008
  • Danmörk 2010
  • Heimsreisa Laufeyjar og Elvars 2011-2012
  • Hefur þú skoðun?
  • Hafðu samband!
    Eldri færslur
  • 1.1.2004 - 1.2.2004
  • 1.2.2004 - 1.3.2004
  • 1.3.2004 - 1.4.2004
  • 1.5.2004 - 1.6.2004
  • 1.6.2004 - 1.7.2004
  • 1.7.2004 - 1.8.2004
  • 1.8.2004 - 1.9.2004
  • 1.9.2004 - 1.10.2004
  • 1.10.2004 - 1.11.2004
  • 1.11.2004 - 1.12.2004
  • 1.12.2004 - 1.1.2005
  • 1.1.2005 - 1.2.2005
  • 1.3.2005 - 1.4.2005
  • 1.4.2005 - 1.5.2005
  • 1.5.2005 - 1.6.2005
  • 1.6.2005 - 1.7.2005
  • 1.7.2005 - 1.8.2005
  • 1.8.2005 - 1.9.2005
  • 1.9.2005 - 1.10.2005
  • 1.10.2005 - 1.11.2005
  • 1.11.2005 - 1.12.2005
  • 1.12.2005 - 1.1.2006
  • 1.1.2006 - 1.2.2006
  • 1.2.2006 - 1.3.2006
  • 1.3.2006 - 1.4.2006
  • 1.4.2006 - 1.5.2006
  • 1.5.2006 - 1.6.2006
  • 1.6.2006 - 1.7.2006
  • 1.7.2006 - 1.8.2006
  • 1.8.2006 - 1.9.2006
  • 1.9.2006 - 1.10.2006
  • 1.10.2006 - 1.11.2006
  • 1.11.2006 - 1.12.2006
  • 1.12.2006 - 1.1.2007
  • 1.1.2007 - 1.2.2007
  • 1.2.2007 - 1.3.2007
  • 1.3.2007 - 1.4.2007
  • 1.4.2007 - 1.5.2007
  • 1.5.2007 - 1.6.2007
  • 1.6.2007 - 1.7.2007
  • 1.7.2007 - 1.8.2007
  • 1.8.2007 - 1.9.2007
  • 1.9.2007 - 1.10.2007
  • 1.10.2007 - 1.11.2007
  • 1.11.2007 - 1.12.2007
  • 1.12.2007 - 1.1.2008
  • 1.1.2008 - 1.2.2008
  • 1.2.2008 - 1.3.2008
  • 1.3.2008 - 1.4.2008
  • 1.4.2008 - 1.5.2008
  • 1.5.2008 - 1.6.2008
  • 1.6.2008 - 1.7.2008
  • 1.7.2008 - 1.8.2008
  • 1.8.2008 - 1.9.2008
  • 1.9.2008 - 1.10.2008
  • 1.10.2008 - 1.11.2008
  • 1.11.2008 - 1.12.2008
  • 1.12.2008 - 1.1.2009
  • 1.1.2009 - 1.2.2009
  • 1.2.2009 - 1.3.2009
  • 1.3.2009 - 1.4.2009
  • 1.4.2009 - 1.5.2009
  • 1.5.2009 - 1.6.2009
  • 1.6.2009 - 1.7.2009
  • 1.7.2009 - 1.8.2009
  • 1.8.2009 - 1.9.2009
  • 1.9.2009 - 1.10.2009
  • 1.10.2009 - 1.11.2009
  • 1.11.2009 - 1.12.2009
  • 1.12.2009 - 1.1.2010
  • 1.1.2010 - 1.2.2010
  • 1.2.2010 - 1.3.2010
  • 1.3.2010 - 1.4.2010
  • 1.4.2010 - 1.5.2010
  • 1.5.2010 - 1.6.2010
  • 1.6.2010 - 1.7.2010
  • 1.7.2010 - 1.8.2010
  • 1.8.2010 - 1.9.2010
  • 1.9.2010 - 1.10.2010
  • 1.10.2010 - 1.11.2010
  • 1.11.2010 - 1.12.2010
  • 1.12.2010 - 1.1.2011
  • 1.1.2011 - 1.2.2011
  • 1.2.2011 - 1.3.2011
  • 1.3.2011 - 1.4.2011
  • 1.4.2011 - 1.5.2011
  • 1.5.2011 - 1.6.2011
  • 1.6.2011 - 1.7.2011
  • 1.7.2011 - 1.8.2011
  • 1.8.2011 - 1.9.2011
  • 1.9.2011 - 1.10.2011
  • 1.10.2011 - 1.11.2011
  • 1.11.2011 - 1.12.2011
  • 1.12.2011 - 1.1.2012
  • 1.1.2012 - 1.2.2012
  • 1.2.2012 - 1.3.2012
  • 1.3.2012 - 1.4.2012
  • 1.4.2012 - 1.5.2012
  • 1.5.2012 - 1.6.2012
  • 1.6.2012 - 1.7.2012
  • 1.7.2012 - 1.8.2012
  • 1.8.2012 - 1.9.2012
  • 1.9.2012 - 1.10.2012
  • 1.10.2012 - 1.11.2012
  • 1.11.2012 - 1.12.2012
  • 1.12.2012 - 1.1.2013
  • 1.1.2013 - 1.2.2013
  • 1.2.2013 - 1.3.2013
  • 1.3.2013 - 1.4.2013
  • 1.4.2013 - 1.5.2013
  • 1.5.2013 - 1.6.2013
  • 1.6.2013 - 1.7.2013
  • 1.7.2013 - 1.8.2013
  • 1.8.2013 - 1.9.2013
  • 1.9.2013 - 1.10.2013
  • 1.10.2013 - 1.11.2013
  • 1.11.2013 - 1.12.2013
  • 1.12.2013 - 1.1.2014
  • 1.1.2014 - 1.2.2014
  • 1.2.2014 - 1.3.2014
  • 1.3.2014 - 1.4.2014
  • 1.4.2014 - 1.5.2014
  • 1.5.2014 - 1.6.2014
  • 1.8.2014 - 1.9.2014
  • 1.9.2014 - 1.10.2014
  • 1.10.2014 - 1.11.2014
  • 1.11.2014 - 1.12.2014
  • 1.12.2014 - 1.1.2015
  • 1.1.2015 - 1.2.2015
  • 1.2.2015 - 1.3.2015
  • 1.3.2015 - 1.4.2015
  • 1.4.2015 - 1.5.2015
  • 1.6.2015 - 1.7.2015
  • 1.7.2015 - 1.8.2015
  • 1.8.2015 - 1.9.2015
  • 1.9.2015 - 1.10.2015
  • 1.10.2015 - 1.11.2015
  • 1.11.2015 - 1.12.2015
  • 1.12.2015 - 1.1.2016
  • 1.1.2016 - 1.2.2016
  • 1.2.2016 - 1.3.2016
  • 1.3.2016 - 1.4.2016
  • 1.4.2016 - 1.5.2016
  • 1.5.2016 - 1.6.2016
  • 1.6.2016 - 1.7.2016
  • 1.7.2016 - 1.8.2016
  • 1.8.2016 - 1.9.2016
  • 1.9.2016 - 1.10.2016
  • 1.10.2016 - 1.11.2016
  • 1.11.2016 - 1.12.2016
  • 1.12.2016 - 1.1.2017
  • 1.1.2017 - 1.2.2017
  • 1.2.2017 - 1.3.2017
  • 1.3.2017 - 1.4.2017
  • 1.5.2017 - 1.6.2017
  • 1.6.2017 - 1.7.2017
  • 1.8.2017 - 1.9.2017
  • 1.9.2017 - 1.10.2017
  • 1.10.2017 - 1.11.2017
  • 1.11.2017 - 1.12.2017
  • 1.12.2017 - 1.1.2018
  • 1.1.2018 - 1.2.2018
  • 1.2.2018 - 1.3.2018
  • 1.3.2018 - 1.4.2018
  • 1.4.2018 - 1.5.2018
  • 1.5.2018 - 1.6.2018
  • 1.8.2018 - 1.9.2018
  • 1.11.2018 - 1.12.2018
  • 1.4.2021 - 1.5.2021
  • 1.5.2021 - 1.6.2021
  • 1.6.2021 - 1.7.2021
  • 1.7.2021 - 1.8.2021
  • Free Guestbook from Bravenet Free Guestbook from Bravenet