19. ágúst 2009
Þeir sem illa hanga á baki eiga auðvitað að forðast það eins og heitan eldinn að fara á hestbak. EN sumir læra ekki af illri reynslu eins og berlega hefur komið í ljós með forsetann okkar. En hann datt auðvitað illa af baki fyrir um 10 árum og síðan aftur núna nýlega. Hann Hjörtur okkar Benediktsson setti saman eftirfarandi vísur eftir slysið hér um árið og er ekki tilvalið að rifja þær upp hér ;-)
Ólafur Ragnar reið af stað
Í raun ber það að þakka
Það brotnaði bara herðablað
Á bænum Leirubakka
Tilhugalífsins ástartaut
Telst nú vera liðið
Eftir að hestur Ólafs hnaut
Hann ekkert getur riðið
Ólafur Ragnar reið af stað
Í raun ber það að þakka
Það brotnaði bara herðablað
Á bænum Leirubakka
Tilhugalífsins ástartaut
Telst nú vera liðið
Eftir að hestur Ólafs hnaut
Hann ekkert getur riðið
Comments:
Skrifa ummæli