30. ágúst 2009
Sunnudagskvöld ...
Blómstrandi dögum 2009 lauk í dag með glæsilegu listamannafestivali í Þinghúsinu(gamla Hótel Hveragerði). Þar steig á stokk hópur glæsilegra Hvergerðinga og fluttu þau ljóð, texta og lög eftir listamenn sem hér hafa búið. Þetta var afskaplega skemmtileg dagskrá og til virkilegs sóma þeim sem að henni stóðu. Húsið troðfullt og greinilegt á viðstöddum að þeir skemmtu sér vel. Á undan gekk hópur fólks um slóðir listamannanna í bænum með leikurum í Leikfélaginu og Birni Pálssyni, sagnfræðingi. Allaf gaman að gönguferðum um sagnaslóðir. Í ár var í fyrsta sinn handverksmarkaður á göngum grunnskólans og var gaman að sjá hversu miklu máli skiptir að umhverfið sé notalegt á svona stöðum. Grunnskólinn er flott húsnæði og sérlega gaman að nýta hann enn betur en gert hefur verið. Í dag skoðuðum við sýningu félags eldri borgara á munum Árnýja Filipusdóttur. Ótrúlegt hversu miklu þessi kjarnorkukona hefur áorkað. Hvet ykkur til að lesa ævisögu hennar "Lifir eik þótt laufið fjúki". Fyrir yngstu kynslóðina var nóg um að vera, leiksýning Hara systra, hestar, aparólan yfir fossinn, kajakar á ánni, hoppukastalar, laser tag og margt fleira.
Það er gaman að vera Hvergerðingur á svona dögum, maður verður svo stoltur af bænum sínum og öllu því frábæra fólki sem í honum býr. Takk öll sömul fyrir yndislega daga!
Hér koma nokkrar myndir sem reyndar virðast raðast ansi furðulega ;-)
Blómstrandi dögum 2009 lauk í dag með glæsilegu listamannafestivali í Þinghúsinu(gamla Hótel Hveragerði). Þar steig á stokk hópur glæsilegra Hvergerðinga og fluttu þau ljóð, texta og lög eftir listamenn sem hér hafa búið. Þetta var afskaplega skemmtileg dagskrá og til virkilegs sóma þeim sem að henni stóðu. Húsið troðfullt og greinilegt á viðstöddum að þeir skemmtu sér vel. Á undan gekk hópur fólks um slóðir listamannanna í bænum með leikurum í Leikfélaginu og Birni Pálssyni, sagnfræðingi. Allaf gaman að gönguferðum um sagnaslóðir. Í ár var í fyrsta sinn handverksmarkaður á göngum grunnskólans og var gaman að sjá hversu miklu máli skiptir að umhverfið sé notalegt á svona stöðum. Grunnskólinn er flott húsnæði og sérlega gaman að nýta hann enn betur en gert hefur verið. Í dag skoðuðum við sýningu félags eldri borgara á munum Árnýja Filipusdóttur. Ótrúlegt hversu miklu þessi kjarnorkukona hefur áorkað. Hvet ykkur til að lesa ævisögu hennar "Lifir eik þótt laufið fjúki". Fyrir yngstu kynslóðina var nóg um að vera, leiksýning Hara systra, hestar, aparólan yfir fossinn, kajakar á ánni, hoppukastalar, laser tag og margt fleira.
Það er gaman að vera Hvergerðingur á svona dögum, maður verður svo stoltur af bænum sínum og öllu því frábæra fólki sem í honum býr. Takk öll sömul fyrir yndislega daga!
Hér koma nokkrar myndir sem reyndar virðast raðast ansi furðulega ;-)
Comments:
Skrifa ummæli