<$BlogRSDUrl$>

26. ágúst 2009

Suma daga eru fjölmiðlar fyrirferðameiri en aðra og þessi var einn af þeim. Fyrir hádegi kom Magnús Hlynur og tók við mig viðtal fyrir sjónvarpið um mjúkhýsið eða loftborna íþróttahúsið eins og það ætti kannski frekar að kallast. Hann byrjaði hjá mér en fór síðan og tók viðtal við Dísu Þórðar sem er alfarið á móti þessari byggingu. Ég hef skilning á því að fólk sé á öndverðum meiði en geri þó þá kröfu að sýnd sé sanngirni og upplýsinga leitað áður en rangfærslur eru bornar á borð eins og borið hefur við í málflutningi minnihlutans í þessu máli. Loftborin íþróttahús hafa risið út um allan heim og verið þar í notkun til fjölda ára. Erlendis er þetta alþekkt byggingarform og þykir ekki einu sinni í frásögur færandi. Þegar starfsmenn Kjörís fóru til Montreal í haust fékk ég KSÍ til að finna fyrir mig mjúkhýsi til að skoða og var það auðsótt mál. Við Lárus leigðum bíl og keyrðum í eitt úthverfi borgarinnar til að skoða húsið en á leiðinni sáum við ein þrjú önnur svo þau voru á hverju strái. Heimsóttum við hús sem hýsti golfæfingavöll og hittum þar framkvæmdastjórann sem rekið hafði húsið í ein tíu ár. Hann var afar ánægður með það og þegar ég sagði honum frá umræðunni hérna heima þá skildi hann ekki hvað ég var að meina. Neikvæð afstaðan var honum algjörlega óskiljanleg svo algeng eru þessi hús þarna úti. Hús frá Duol er að finna í hverju einasta Norðurlandanna og sem dæmi þá er fótboltafélagið Rosenborg í Þrándheimi nýbúið að reisa rúmlega 10.000 m2 byggingu fyrir klúbbinn. Hér má sjá myndir af því þegar húsið er blásið upp og lesa um hrakfarir klúbbsins varðandi hús annarrar tegundar sem hvatti þá til að kaupa einmitt hús eins og það sem við erum að velta fyrir okkur. Myndin hér til hliðar er einmitt af Abrahöllinni í Þrándheimi (Abrakadabra altså!) Síðan má geta þess að Knattspyrnufélagið Fulham æfir í einu slíku, heimsmeistarakeppnin í handbolta kvenna var haldin í mjúkhýsi, sundlaug í Stokkhólmi er í mjúkhýsi og áfram mætti telja.
En hér sýnum við slíkan afturhaldshugsunarhátt, að þessu byggingarformi er fundið allt til foráttu. Núna er aftur á móti tíminn til að hugsa út fyrir kassann og leita leiða til að gera hlutina ódýrari en áður. Loftborið íþróttahús er mun ódýrara en hefðbundin íþróttahús miðað við þær forsendur sem við höfum gefið okkur. Og þó ekkert sé fast í hendi í þeim efnum þá bindum við vonir við að kostnaðurinn við 4500m2 hús væri eitthvað undir 300 milljónum króna.
Aftur á móti er mikilvægt að íbúar geri sér grein fyrir því að bygging hússins er ekki að hefjast á næstu mánuðum. Ýmis undirbúningur er eftir og síðan auðvitað fjármögnun og könnun á þeim möguleikum sem þar eru fyrir hendi. Við ætlum aftur á móti ótrauð að halda áfram með undirbúninginn því kreppan má aldrei verða til þess að við hættum að skipuleggja og marka okkur stefnur og móta leiðir.
-------------------------------
Eftir vinnu labbaði ég upp Gossabrekku, niður í Hvamm til Knúts og yfir hjá hverasvæðinu, niður sundlaugarbrekkuna og heim. Ferlega góður hringur með tveimur fínum brekkum. Á leiðinni hringdi sjónvarpið og núna vildu þeir viðtal vegna Bitru og áforma Ölfusinga um að setja þessa makalausu framkvæmd aftur á dagskrá. Viðtalið birtist í tíu fréttum. Áhugasamir geta lesið færslur á blogginu hans Eyþórs um málið en þær má finna hér.
Það er nokkuð ljóst að við Hvergerðingar munum mótmæla þessum áformum af sama krafti og áður því þessi framkvæmd er algjörlega óásættanleg. Eins og við höfum alltaf sagt þá ætti Orkuveitan að einbeita sér að virkjun við Hverahlíð og Gráuhnjúka, þar sem orkan er mun meiri en gert var ráð fyrir, umhverfisáhrifin hverfandi og svotil engar athugasemdir bárust við skipulag á því svæði. Virkjið þar en verndið Bitru....

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

  • Um Aldísi ...
  • Ræður og greinar ...
  • Aftur á forsíðu...
  • Tenglar
  • Mjúkhýsi í Hveragerði ?
  • Síða Sjálfstæðisflokksins
  • Sjálfstæðismenn í Hveragerði
  • Sjálfstæðiskonur
  • Sjálfstæðismenn í Suður.
  • Gagnagátt Sambandsins
  • Besti ísinn!
  • Morgunblaðið á netinu
  • Vísir.is
  • DFS - Fréttasíða Dagskrárinnar
  • Fleiri Sunnlenskar fréttir
  • Mælingar á loftgæðum í Hveragerði
  • Hveragerði
  • Heimasíður fyrirtækja í Hveragerði
  • Grunnskólinn í­ Hveragerði
  • Íþróttafélagið Hamar
  • Veðurspá fyrir Hveragerði
  • Fjölbrautaskóli Suðurlands
  • Gagnasöfn Hvar.is
  • Besti bloggarinn ! ! !
  • Vefbanki Valla...
  • SASS
  • Myndir Bjössa á Bláfelli
  • Nátturan.is
  • Orðaþýðingar - frábær síða
  • Færð og veður á SV-landi
  • Leitarvélin
  • Sí­maskráin
  • Ýmsar myndir
  • Myndasíða
  • Úr reisubókinni
  • Flórída janúar 2017
  • Litháen, Armenia og Karabakh 2015
  • Serbí­a og Svartfjallaland 2005
  • Istanbul í­ Tyrklandi 2005
  • Búkarest í Rúmení­u 2006
  • Ítalía 2007
  • Svartfjallaland 2008
  • Danmörk 2010
  • Heimsreisa Laufeyjar og Elvars 2011-2012
  • Hefur þú skoðun?
  • Hafðu samband!
    Eldri færslur
  • 1.1.2004 - 1.2.2004
  • 1.2.2004 - 1.3.2004
  • 1.3.2004 - 1.4.2004
  • 1.5.2004 - 1.6.2004
  • 1.6.2004 - 1.7.2004
  • 1.7.2004 - 1.8.2004
  • 1.8.2004 - 1.9.2004
  • 1.9.2004 - 1.10.2004
  • 1.10.2004 - 1.11.2004
  • 1.11.2004 - 1.12.2004
  • 1.12.2004 - 1.1.2005
  • 1.1.2005 - 1.2.2005
  • 1.3.2005 - 1.4.2005
  • 1.4.2005 - 1.5.2005
  • 1.5.2005 - 1.6.2005
  • 1.6.2005 - 1.7.2005
  • 1.7.2005 - 1.8.2005
  • 1.8.2005 - 1.9.2005
  • 1.9.2005 - 1.10.2005
  • 1.10.2005 - 1.11.2005
  • 1.11.2005 - 1.12.2005
  • 1.12.2005 - 1.1.2006
  • 1.1.2006 - 1.2.2006
  • 1.2.2006 - 1.3.2006
  • 1.3.2006 - 1.4.2006
  • 1.4.2006 - 1.5.2006
  • 1.5.2006 - 1.6.2006
  • 1.6.2006 - 1.7.2006
  • 1.7.2006 - 1.8.2006
  • 1.8.2006 - 1.9.2006
  • 1.9.2006 - 1.10.2006
  • 1.10.2006 - 1.11.2006
  • 1.11.2006 - 1.12.2006
  • 1.12.2006 - 1.1.2007
  • 1.1.2007 - 1.2.2007
  • 1.2.2007 - 1.3.2007
  • 1.3.2007 - 1.4.2007
  • 1.4.2007 - 1.5.2007
  • 1.5.2007 - 1.6.2007
  • 1.6.2007 - 1.7.2007
  • 1.7.2007 - 1.8.2007
  • 1.8.2007 - 1.9.2007
  • 1.9.2007 - 1.10.2007
  • 1.10.2007 - 1.11.2007
  • 1.11.2007 - 1.12.2007
  • 1.12.2007 - 1.1.2008
  • 1.1.2008 - 1.2.2008
  • 1.2.2008 - 1.3.2008
  • 1.3.2008 - 1.4.2008
  • 1.4.2008 - 1.5.2008
  • 1.5.2008 - 1.6.2008
  • 1.6.2008 - 1.7.2008
  • 1.7.2008 - 1.8.2008
  • 1.8.2008 - 1.9.2008
  • 1.9.2008 - 1.10.2008
  • 1.10.2008 - 1.11.2008
  • 1.11.2008 - 1.12.2008
  • 1.12.2008 - 1.1.2009
  • 1.1.2009 - 1.2.2009
  • 1.2.2009 - 1.3.2009
  • 1.3.2009 - 1.4.2009
  • 1.4.2009 - 1.5.2009
  • 1.5.2009 - 1.6.2009
  • 1.6.2009 - 1.7.2009
  • 1.7.2009 - 1.8.2009
  • 1.8.2009 - 1.9.2009
  • 1.9.2009 - 1.10.2009
  • 1.10.2009 - 1.11.2009
  • 1.11.2009 - 1.12.2009
  • 1.12.2009 - 1.1.2010
  • 1.1.2010 - 1.2.2010
  • 1.2.2010 - 1.3.2010
  • 1.3.2010 - 1.4.2010
  • 1.4.2010 - 1.5.2010
  • 1.5.2010 - 1.6.2010
  • 1.6.2010 - 1.7.2010
  • 1.7.2010 - 1.8.2010
  • 1.8.2010 - 1.9.2010
  • 1.9.2010 - 1.10.2010
  • 1.10.2010 - 1.11.2010
  • 1.11.2010 - 1.12.2010
  • 1.12.2010 - 1.1.2011
  • 1.1.2011 - 1.2.2011
  • 1.2.2011 - 1.3.2011
  • 1.3.2011 - 1.4.2011
  • 1.4.2011 - 1.5.2011
  • 1.5.2011 - 1.6.2011
  • 1.6.2011 - 1.7.2011
  • 1.7.2011 - 1.8.2011
  • 1.8.2011 - 1.9.2011
  • 1.9.2011 - 1.10.2011
  • 1.10.2011 - 1.11.2011
  • 1.11.2011 - 1.12.2011
  • 1.12.2011 - 1.1.2012
  • 1.1.2012 - 1.2.2012
  • 1.2.2012 - 1.3.2012
  • 1.3.2012 - 1.4.2012
  • 1.4.2012 - 1.5.2012
  • 1.5.2012 - 1.6.2012
  • 1.6.2012 - 1.7.2012
  • 1.7.2012 - 1.8.2012
  • 1.8.2012 - 1.9.2012
  • 1.9.2012 - 1.10.2012
  • 1.10.2012 - 1.11.2012
  • 1.11.2012 - 1.12.2012
  • 1.12.2012 - 1.1.2013
  • 1.1.2013 - 1.2.2013
  • 1.2.2013 - 1.3.2013
  • 1.3.2013 - 1.4.2013
  • 1.4.2013 - 1.5.2013
  • 1.5.2013 - 1.6.2013
  • 1.6.2013 - 1.7.2013
  • 1.7.2013 - 1.8.2013
  • 1.8.2013 - 1.9.2013
  • 1.9.2013 - 1.10.2013
  • 1.10.2013 - 1.11.2013
  • 1.11.2013 - 1.12.2013
  • 1.12.2013 - 1.1.2014
  • 1.1.2014 - 1.2.2014
  • 1.2.2014 - 1.3.2014
  • 1.3.2014 - 1.4.2014
  • 1.4.2014 - 1.5.2014
  • 1.5.2014 - 1.6.2014
  • 1.8.2014 - 1.9.2014
  • 1.9.2014 - 1.10.2014
  • 1.10.2014 - 1.11.2014
  • 1.11.2014 - 1.12.2014
  • 1.12.2014 - 1.1.2015
  • 1.1.2015 - 1.2.2015
  • 1.2.2015 - 1.3.2015
  • 1.3.2015 - 1.4.2015
  • 1.4.2015 - 1.5.2015
  • 1.6.2015 - 1.7.2015
  • 1.7.2015 - 1.8.2015
  • 1.8.2015 - 1.9.2015
  • 1.9.2015 - 1.10.2015
  • 1.10.2015 - 1.11.2015
  • 1.11.2015 - 1.12.2015
  • 1.12.2015 - 1.1.2016
  • 1.1.2016 - 1.2.2016
  • 1.2.2016 - 1.3.2016
  • 1.3.2016 - 1.4.2016
  • 1.4.2016 - 1.5.2016
  • 1.5.2016 - 1.6.2016
  • 1.6.2016 - 1.7.2016
  • 1.7.2016 - 1.8.2016
  • 1.8.2016 - 1.9.2016
  • 1.9.2016 - 1.10.2016
  • 1.10.2016 - 1.11.2016
  • 1.11.2016 - 1.12.2016
  • 1.12.2016 - 1.1.2017
  • 1.1.2017 - 1.2.2017
  • 1.2.2017 - 1.3.2017
  • 1.3.2017 - 1.4.2017
  • 1.5.2017 - 1.6.2017
  • 1.6.2017 - 1.7.2017
  • 1.8.2017 - 1.9.2017
  • 1.9.2017 - 1.10.2017
  • 1.10.2017 - 1.11.2017
  • 1.11.2017 - 1.12.2017
  • 1.12.2017 - 1.1.2018
  • 1.1.2018 - 1.2.2018
  • 1.2.2018 - 1.3.2018
  • 1.3.2018 - 1.4.2018
  • 1.4.2018 - 1.5.2018
  • 1.5.2018 - 1.6.2018
  • 1.8.2018 - 1.9.2018
  • 1.11.2018 - 1.12.2018
  • 1.4.2021 - 1.5.2021
  • 1.5.2021 - 1.6.2021
  • 1.6.2021 - 1.7.2021
  • 1.7.2021 - 1.8.2021
  • Free Guestbook from Bravenet Free Guestbook from Bravenet