9. ágúst 2009
Bjarni afi kom í dag suður á vörubílnum og hafði unga kaupamanninn með sér. Hann hafði dvalið í góðu atlæti hjá afa og ömmu frá því um landsmót. Við eyddum síðan deginum með Bjarna í Reykjavík og enduðum í kaffiboði hjá Maríu systur hans þar sem setið var og spjallað fram eftir degi. Þau systkinin eru alin upp í Verslun Haraldar Júlíussonar sem rekin hefur verið óslitið í 90 ár. Hér er fín heimasíða um verslunina sem í dag er orðin angi af Byggðasafni Skagafjarðar. Á myndinni má sjá þá Albert og afa í búðinni sem nú er að verða landsfræg. Sá eldri laumaði því að okkur í dag að honum brygði fyrir í myndinni Roklandi sem nú er verið að taka upp á Króknum en einnig er Árni Gunnarsson í Flatatungu að vinna að heimildarmynd um búðina sem væntanlega verður sýnd á annarri hvorri sjónvarpsstöðinni í vetur.
Comments:
Skrifa ummæli