31. október 2008
Byrjaði daginn í Grunnskólanum...
... þar sem ég og nemendur 7. bekkjar skrifuðum undir samning þar sem nemendurnir taka að sér umhverfishreinsun í bænum í vetur. Fyrir verkið fá þau pening í ferðasjóðinn sinn og bærinn hagnast því umhverfi okkar verður bæði snyrtilegra og betra. Að lokinni undirskriftinni bauð ég uppá umræður um það sem krökkunum lægi á hjarta og það var greinilegt að bætt aðstaða í sundlaug og þá sérstaklega rennibraut var eitthvað sem þau innilega óska sér. Það væri svo gaman ef hægt væri að láta þann draum verða að veruleika. Annars voru krakkarnir bæði kurteis og skemmtileg en ég hef ávallt mjög gaman af því að heimsækja skólana í bænum.
--------------------------------
Strax að lokinni undirskrift þurfti ég að fara á fund í Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga en fundurinn var langur og tók lungann úr deginum. Rætt var um fjármálalega samskipti ríkis og sveitarfélaga en afar brýnt er að þau séu í eins góðu lagi og mögulegt er nú þegar óvissutímar eru framundan í efnahagslífi þjóðarinnar. Kristján Möller, ráðherra sveitarstjórnarmála og samgangna, mætti á fundinn ásamt fríðu föruneyti. Spunnust miklar umræður milli hans og stjórnarmanna og væntanlega kemur jákvæð niðurstaða úr þessum viðræðum. Strax að loknum stjórnarfundinum hófst fundur í alþjóðanefnd Sambandsins þannig að deginum var að stærstu leyti eytt í Borgartúninu.
-------------------------------
Tók því ekki að fara austur og því kíkti ég í Kringluna ásamt Svövu vinkonu áður en Lalli og strákarnir mættu á svæðið því leiðin lá í Borgarleikhúsið þar sem við sáum Fólkið í blokkinni í kvöld. Afar skemmtileg sýning en uppsetningin ein og sér gerir sýninguna eftirminnilega. Þetta er sýning sem enginn ætti að láta framhjá sér fara. Skemmtum við öll okkur vel nema kannski helst Tim sem skyldi nú víst mest lítið af því sem fram fór á sviðinu :-)
-----------------------------
Laufey og Elli mætt á svæðið þegar við komum heim en hjá þeim stendur mikið til. Ferðalag í Þórsmörk á morgun á árshátíð Arctic. Víkingaklæðnaður áskilinn og mikið á sig lagt í þeim efnum.
... þar sem ég og nemendur 7. bekkjar skrifuðum undir samning þar sem nemendurnir taka að sér umhverfishreinsun í bænum í vetur. Fyrir verkið fá þau pening í ferðasjóðinn sinn og bærinn hagnast því umhverfi okkar verður bæði snyrtilegra og betra. Að lokinni undirskriftinni bauð ég uppá umræður um það sem krökkunum lægi á hjarta og það var greinilegt að bætt aðstaða í sundlaug og þá sérstaklega rennibraut var eitthvað sem þau innilega óska sér. Það væri svo gaman ef hægt væri að láta þann draum verða að veruleika. Annars voru krakkarnir bæði kurteis og skemmtileg en ég hef ávallt mjög gaman af því að heimsækja skólana í bænum.
--------------------------------
Strax að lokinni undirskrift þurfti ég að fara á fund í Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga en fundurinn var langur og tók lungann úr deginum. Rætt var um fjármálalega samskipti ríkis og sveitarfélaga en afar brýnt er að þau séu í eins góðu lagi og mögulegt er nú þegar óvissutímar eru framundan í efnahagslífi þjóðarinnar. Kristján Möller, ráðherra sveitarstjórnarmála og samgangna, mætti á fundinn ásamt fríðu föruneyti. Spunnust miklar umræður milli hans og stjórnarmanna og væntanlega kemur jákvæð niðurstaða úr þessum viðræðum. Strax að loknum stjórnarfundinum hófst fundur í alþjóðanefnd Sambandsins þannig að deginum var að stærstu leyti eytt í Borgartúninu.
-------------------------------
Tók því ekki að fara austur og því kíkti ég í Kringluna ásamt Svövu vinkonu áður en Lalli og strákarnir mættu á svæðið því leiðin lá í Borgarleikhúsið þar sem við sáum Fólkið í blokkinni í kvöld. Afar skemmtileg sýning en uppsetningin ein og sér gerir sýninguna eftirminnilega. Þetta er sýning sem enginn ætti að láta framhjá sér fara. Skemmtum við öll okkur vel nema kannski helst Tim sem skyldi nú víst mest lítið af því sem fram fór á sviðinu :-)
-----------------------------
Laufey og Elli mætt á svæðið þegar við komum heim en hjá þeim stendur mikið til. Ferðalag í Þórsmörk á morgun á árshátíð Arctic. Víkingaklæðnaður áskilinn og mikið á sig lagt í þeim efnum.
30. október 2008
Þetta er ægilega krúttlegt próf, sérstaklega hannað fyrir garðyrkjuáhugamenn...
Ég er semsagt páskalilja en Elfa sem sendi mér þetta er ljónsmunni. VIð erum afar ánægðar með það. Hér getið þið tekið prófið sjálf og fundið út hvaða blóm þið eruð ;-)
Ég er semsagt páskalilja en Elfa sem sendi mér þetta er ljónsmunni. VIð erum afar ánægðar með það. Hér getið þið tekið prófið sjálf og fundið út hvaða blóm þið eruð ;-)
Í gær fimmtudag var haldið hóf fyrir Sjálfstæðiskonur í Suðurkjördæmi í Valhöll. Þar mætti stór hópur kvenna og gerði sér glaðan dag yfir góðum veitingum. Það var Landssamband Sjálfstæðiskvenna sem stóð fyrir boðinu en þar er Drífa Hjartardóttir nú framkvæmdastjóri. Ég, Unnur Brá og Björk ávörpuðum hópinn ásamt Drífu. Öllum varð tíðrætt um niðurstöðu nýjustu skoðanakönnunar Gallup á fylgi flokkanna en þar mælist Sjálfstæðisflokkurinn nú með 26% fylgi. Það sérkennilega við könnunina er aftur á móti sterk staða Samfylkingarinnar. Það vekur furðu að annar stjórnarflokkurinn fitnar eins og púkinn á fjósbitanum á meðan að hinn skreppur saman. Þetta er mál sem við Sjálfstæðismenn verðum að skoða til hlýtar og það verður gert á næstu vikum.
-----------------------
Kynningarfundur um Auga Óðins fyrir boðsgesti var haldinn á Hótel Örk í gærkvöldi. Hugmyndirnar eru ótrúlega magnaðar og gaman að því að stórhuga menn skuli enn halda dampi hér á Íslandi. Þeir sem standa að verkefninu hafa nú opnað heimasíðu sem vert er að skoða.
-----------------------
Kynningarfundur um Auga Óðins fyrir boðsgesti var haldinn á Hótel Örk í gærkvöldi. Hugmyndirnar eru ótrúlega magnaðar og gaman að því að stórhuga menn skuli enn halda dampi hér á Íslandi. Þeir sem standa að verkefninu hafa nú opnað heimasíðu sem vert er að skoða.
29. október 2008
Miðvikudagur ...
Var komin til Reykjavíkur á fund kl. 10:30. Fundinn sóttu fulltrúar þeirra sveitarfélaga þar sem skil á lóðum hafa verið hvað mest að undanförnu. Þegar lóðum er skilað hafa sveitarfélögin velflest endurgreitt gatnagerðargjöld með verðbótum, endurgreitt stofngjald vatns- og fráveitu ásamt því að endurgreiða seldan byggingarrétt. Nú hafa aftur á móti skapast álitamál sem verður að skoða vel áður en lengra er haldið á þessari braut. Það er í raun harla sérkennilegt að hægt sé að skila lóðum og fá þær endurgreiddar með verðbótum mörgum árum eftir úthlutun, þegar aðstæður í þjóðfélaginu eru með allt öðrum hætti heldur en þegar lóðunum var upphaflega úthlutað.
Náði austur í tæka tíð fyrir fund með fulltrúum Myndstefs, Knúti Bruun og Kristínu Magnúsdóttur. Þau kynntu fyrir mér nýtt fyrirkomulag á greiðslum fyrir afnot af myndefni í grunnskólastarfi. Ótrúlegt sinnuleysi hefur lengi viðgengist gagnvart höfundarrétti og sést það best á niðurhali af netinu þar sem nýjustu bíómyndirnar og sjónvarpsþættir eru komnir á netið jafnvel fyrir frumsýningu. Erfitt að sporna við slíku en tillögur Myndstefs voru allrar athygli verðar.
Klukkan þrjú komu fulltrúar Heilbrigðisstofnunar Suðurlands og skrifuðum við undir samning milli Hveragerðisbæjar og stofnunarinnar um þjónustu þeirra síðarnefndu við starfsmenn bæjarins. Héðan í frá verða inflúensubólusetningar, heilsufarsmælingar og mat, ýmis konar fræðsla og trúnaðarlæknisþjónusta í boði fyrir starfsmenn bæjarins. Efast ég ekki um að þessi samningur mun geta orðið starfsmönnum til mikilla hagsbóta.
Ég og Herdís Þórðardóttir, oddviti minnihlutans, áttum afar gagnlegan fund í dag en gott samkomulag ríkir milli meiri- og minnihluta hér í Hveragerði. Er það mjög mikils virði bæði fyrir okkur öll sem bæjarfulltrúa en ekki síður fyrir bæjarbúa sem kunna að ég held vel að meta að það fólk sem velst í bæjarstjórn geti unnið vel saman.
Fundur í starfshópi um uppbyggingu Grunnskólans í Hveragerði var haldinn síðdegis en þar hefur hópurinn klárað fyrsta stig verkefnisins sem var að greina rýmisþörf þriggja hliðstæðna skóla. Með öðrum orðum að þá er stefnt að því að skólinn geti hýst þrjár bekkjardeildir í hverjum árgangi eða um 600 nemendur. Það yrði að sjálfsögðu stór og fjölmennur skóli en allar aðstæður eru með þeim hætti að þetta er vel mögulegt. Næsta skref er að kynna hagsmunaaðilum niðurstöður hópsins og kalla fram viðbrögð og umræður í þeim hópum.
Í kvöld var síðan boðað til fundar með fulltrúum Sjálfstæðisflokksins í nefndum og ráðum bæjarins. Þennan hóp myndu bæjarfulltrúar gjarnan vilja hitta með reglubundnum hætti og munum við reyna að boða til mánaðarlegra funda þar sem farið er yfir það sem efst er á baugi hverju sinni.
----------------------------
Inn á mili funda náði ég að fara í sundleikfimi og kalla ég það ansi gott. Setti örugglega nýtt hraðamet í að blása á mér hárið og setja upp andlitið eins og það er kallað. Kom samt aðeins of seint á fundinn í starfshópnum um Grunnskólann sem var strax á eftir sundleikfiminni. Þegar ég flýti mér svona mikið þá man ég alltaf eftir konu sem vann með mér á Hótel Sögu hér í Den en hún flýtti sér einu sinni svo mikið í vinnuna að hún fattaði það á miðri Miklubrautinni að hún hafði gleymt að fara í pilsið...
Tékka því alltaf til öryggis hvort ég sé nú ekki örugglega í öllu, svona rétt áður en ég mæti á fundina ;-)
Var komin til Reykjavíkur á fund kl. 10:30. Fundinn sóttu fulltrúar þeirra sveitarfélaga þar sem skil á lóðum hafa verið hvað mest að undanförnu. Þegar lóðum er skilað hafa sveitarfélögin velflest endurgreitt gatnagerðargjöld með verðbótum, endurgreitt stofngjald vatns- og fráveitu ásamt því að endurgreiða seldan byggingarrétt. Nú hafa aftur á móti skapast álitamál sem verður að skoða vel áður en lengra er haldið á þessari braut. Það er í raun harla sérkennilegt að hægt sé að skila lóðum og fá þær endurgreiddar með verðbótum mörgum árum eftir úthlutun, þegar aðstæður í þjóðfélaginu eru með allt öðrum hætti heldur en þegar lóðunum var upphaflega úthlutað.
Náði austur í tæka tíð fyrir fund með fulltrúum Myndstefs, Knúti Bruun og Kristínu Magnúsdóttur. Þau kynntu fyrir mér nýtt fyrirkomulag á greiðslum fyrir afnot af myndefni í grunnskólastarfi. Ótrúlegt sinnuleysi hefur lengi viðgengist gagnvart höfundarrétti og sést það best á niðurhali af netinu þar sem nýjustu bíómyndirnar og sjónvarpsþættir eru komnir á netið jafnvel fyrir frumsýningu. Erfitt að sporna við slíku en tillögur Myndstefs voru allrar athygli verðar.
Klukkan þrjú komu fulltrúar Heilbrigðisstofnunar Suðurlands og skrifuðum við undir samning milli Hveragerðisbæjar og stofnunarinnar um þjónustu þeirra síðarnefndu við starfsmenn bæjarins. Héðan í frá verða inflúensubólusetningar, heilsufarsmælingar og mat, ýmis konar fræðsla og trúnaðarlæknisþjónusta í boði fyrir starfsmenn bæjarins. Efast ég ekki um að þessi samningur mun geta orðið starfsmönnum til mikilla hagsbóta.
Ég og Herdís Þórðardóttir, oddviti minnihlutans, áttum afar gagnlegan fund í dag en gott samkomulag ríkir milli meiri- og minnihluta hér í Hveragerði. Er það mjög mikils virði bæði fyrir okkur öll sem bæjarfulltrúa en ekki síður fyrir bæjarbúa sem kunna að ég held vel að meta að það fólk sem velst í bæjarstjórn geti unnið vel saman.
Fundur í starfshópi um uppbyggingu Grunnskólans í Hveragerði var haldinn síðdegis en þar hefur hópurinn klárað fyrsta stig verkefnisins sem var að greina rýmisþörf þriggja hliðstæðna skóla. Með öðrum orðum að þá er stefnt að því að skólinn geti hýst þrjár bekkjardeildir í hverjum árgangi eða um 600 nemendur. Það yrði að sjálfsögðu stór og fjölmennur skóli en allar aðstæður eru með þeim hætti að þetta er vel mögulegt. Næsta skref er að kynna hagsmunaaðilum niðurstöður hópsins og kalla fram viðbrögð og umræður í þeim hópum.
Í kvöld var síðan boðað til fundar með fulltrúum Sjálfstæðisflokksins í nefndum og ráðum bæjarins. Þennan hóp myndu bæjarfulltrúar gjarnan vilja hitta með reglubundnum hætti og munum við reyna að boða til mánaðarlegra funda þar sem farið er yfir það sem efst er á baugi hverju sinni.
----------------------------
Inn á mili funda náði ég að fara í sundleikfimi og kalla ég það ansi gott. Setti örugglega nýtt hraðamet í að blása á mér hárið og setja upp andlitið eins og það er kallað. Kom samt aðeins of seint á fundinn í starfshópnum um Grunnskólann sem var strax á eftir sundleikfiminni. Þegar ég flýti mér svona mikið þá man ég alltaf eftir konu sem vann með mér á Hótel Sögu hér í Den en hún flýtti sér einu sinni svo mikið í vinnuna að hún fattaði það á miðri Miklubrautinni að hún hafði gleymt að fara í pilsið...
Tékka því alltaf til öryggis hvort ég sé nú ekki örugglega í öllu, svona rétt áður en ég mæti á fundina ;-)
28. október 2008
Mótmæli og stýrivextir...
Tæplega 65.000 hafa nú mótmælt meðferð Breta á íslensku þjóðinni með því að skrá sig á heimsíðunni indefence.is. Þar má líka sjá myndir af fjölda ofurvenjulegra Íslendinga sem allir mótmæla því að við séum skilgreind sem hryðjuverkamenn. Flott framtak sem vonandi á eftir að vekja heimsathygli. Ekki veitir af því sífellt fréttir maður af fleiri Íslendingum sem verða fyrir áreiti erlendis vegna fréttaflutnings af málum þjóðarinnar. Það er sérkennilegt að þurfa að segjast vera Finni til að fá frið fyrir leiðinlegum athugasemdum erlendis. Það hafa margir upplifað að undanförnu. Það er algjörlega óþolandi að svona skuli komið fyrir mannorði þjóðarinnar en það er eitt það verðmætasta sem hver einstaklingur og hvað þá þjóðir eiga.
--------------------------------
Það er lítill sómi að stýrivaxtahækkuninni í dag sem runnin er undan rifjum Alþjóða gjaldeyrissjóðsins. Það verður síðan fróðlegt að sjá hvernig fer fyrir gjaldeyrisvísitölunni þegar krónunni verður sleppt lausri á næstunni. Það er ekki margt sem vekur vonir um að hún muni standa sig betur en um daginn. Það er aftur á móti lífsnauðsynlegt að fyrirtækin haldi lífi því án þeirra verður hér stórfellt atvinnuleysi sem er það versta sem þjóðin getur lent í. Með 18% stýrivöxtum og gengisvísitölu yfir 200 krónum þá er fátt sem komið getur í veg fyrir að fjöldi fyrirtækja leggi upp laupana með grafalvarlegum afleiðingum fyrir þjóðina.
------------------------
Einn af garðyrkjubændum Hveragerðisbæjar fékk ekki gjaldeyri nú nýverið til að leysa út lauka sem þarf að setja niður núna eigi að fást uppskera í garðyrkjustöðinni. Vonaðist bóndinn eftir því að bankinn héldi að laukarnir væru til manneldis og að þannig fengist gjaldeyrir en svo fór þó ekki. Enginn gjaldeyrir til að rekstur gæti haldið áfram í garðyrkjustöðinni með eðlilegum hætti. Svona er þetta í fjölmörgum fyrirtækjum. Stökkið er stórt til fortíðar... Reyndar bætti þessi sami garðyrkjubóndi við að það væri þó aðdáunarvert að sjá hversu viðbragðsfljótir við Íslendingar værum. Eins og hendi sé veifað eru allir hættir að eyða. Ekkert nema nauðsynjar er keypt og sparnaður og ráðdeild á hvers manns vörum. Þetta eru aðdáunarverð viðbrögð við þeirri stöðu sem við nú erum í.
------------------------
Og litla stelpan mín á afmæli í dag. Innilega til hamingju með afmælið, Laufey mín, mikið er nú tíminn fljótur að líða ;-)
Tæplega 65.000 hafa nú mótmælt meðferð Breta á íslensku þjóðinni með því að skrá sig á heimsíðunni indefence.is. Þar má líka sjá myndir af fjölda ofurvenjulegra Íslendinga sem allir mótmæla því að við séum skilgreind sem hryðjuverkamenn. Flott framtak sem vonandi á eftir að vekja heimsathygli. Ekki veitir af því sífellt fréttir maður af fleiri Íslendingum sem verða fyrir áreiti erlendis vegna fréttaflutnings af málum þjóðarinnar. Það er sérkennilegt að þurfa að segjast vera Finni til að fá frið fyrir leiðinlegum athugasemdum erlendis. Það hafa margir upplifað að undanförnu. Það er algjörlega óþolandi að svona skuli komið fyrir mannorði þjóðarinnar en það er eitt það verðmætasta sem hver einstaklingur og hvað þá þjóðir eiga.
--------------------------------
Það er lítill sómi að stýrivaxtahækkuninni í dag sem runnin er undan rifjum Alþjóða gjaldeyrissjóðsins. Það verður síðan fróðlegt að sjá hvernig fer fyrir gjaldeyrisvísitölunni þegar krónunni verður sleppt lausri á næstunni. Það er ekki margt sem vekur vonir um að hún muni standa sig betur en um daginn. Það er aftur á móti lífsnauðsynlegt að fyrirtækin haldi lífi því án þeirra verður hér stórfellt atvinnuleysi sem er það versta sem þjóðin getur lent í. Með 18% stýrivöxtum og gengisvísitölu yfir 200 krónum þá er fátt sem komið getur í veg fyrir að fjöldi fyrirtækja leggi upp laupana með grafalvarlegum afleiðingum fyrir þjóðina.
------------------------
Einn af garðyrkjubændum Hveragerðisbæjar fékk ekki gjaldeyri nú nýverið til að leysa út lauka sem þarf að setja niður núna eigi að fást uppskera í garðyrkjustöðinni. Vonaðist bóndinn eftir því að bankinn héldi að laukarnir væru til manneldis og að þannig fengist gjaldeyrir en svo fór þó ekki. Enginn gjaldeyrir til að rekstur gæti haldið áfram í garðyrkjustöðinni með eðlilegum hætti. Svona er þetta í fjölmörgum fyrirtækjum. Stökkið er stórt til fortíðar... Reyndar bætti þessi sami garðyrkjubóndi við að það væri þó aðdáunarvert að sjá hversu viðbragðsfljótir við Íslendingar værum. Eins og hendi sé veifað eru allir hættir að eyða. Ekkert nema nauðsynjar er keypt og sparnaður og ráðdeild á hvers manns vörum. Þetta eru aðdáunarverð viðbrögð við þeirri stöðu sem við nú erum í.
------------------------
Og litla stelpan mín á afmæli í dag. Innilega til hamingju með afmælið, Laufey mín, mikið er nú tíminn fljótur að líða ;-)
27. október 2008
Gjörningahópurinn Weird girls leikur í nýjasta myndabandi Emilíönu Torrini við lagið I´ve heard it all before.
Slíkt væri auðvitað ekki fréttnæmt hér fyrir austan fjall nema af þeirri ástæðu að sviðsmyndin sem varð fyrir valinu er ekki af verri endanum, sjálf Sundlaugin í Laugaskarði.
Þá vitum við hvað verið var að gera í sundlauginni daginn góða sem lokað var vegna veru erlendra myndatökumanna. Það færist sífellt í vöxt að sundlaugin sé notuð sem sviðsmynd enda er laugin einstaklega falleg og umhverfið stórbrotið.
Orkuveita Reykjavíkur tók til dæmis glæsilegar myndir í sundlauginni sem prýða ársskýrslu OR. Allt er þetta góð auglýsing fyrir sundlaugina okkar og slíkt er ávallt vel þegið.
Fleiri myndir af tökustað er hægt að sjá hér.
---------------------------
Það er svo merkilegt að á meðan endalausum upplýsingum í formi greinaskrifa og viðtala er dengt yfir þjóðina þá kalla hópar fólks eftir enn frekari upplýsingum. Getur það verið að öll blöð og fjölmiðlar séu uppfull af gagnslausum upplýsingum sem lítið gera annað en að rugla þjóðina? Nú koma auðmennirnir til dæmis allir í fjölmiðla og láta taka við sig löng og ítarleg viðtöl ætla væntanlega með því að slá á reiði almennings gagnvart þeim. Virkar ekki! Klögurnar ganga á víxl og enginn virðist ætla að taka ábyrgð á því ástandi sem hér hefur skapast. Það kemur svo sem ekki á óvart. Þess mikilvægara er að fá nú þegar hlutlausa aðila til að fara yfir þá atburðarás sem hér átti sér stað. Hvað í veröldinni varð til þess að við sem þjóð erum komin í þá stöðu sem nú er raunin? Stöðu sem vel að merkja getur ekki annað en versnað þegar líður á veturinn. Stöðu sem gerir það að verkum að 70% þjóðarinnar sér ekki aðra leið út úr ógöngunum en að ganga í Evrópusambandið og taka upp Evruna. Það er svosem ekki skrýtið þó að leitað sé í örvæntingu að útleið sem bætt gæti ástandið en það kann ekki góðri lukku að stýra að jafn örlagaríkar ákvarðanir séu teknar undir þeim óveðursskýjum sem nú hrannst upp. Ég hef verið eindreginn andstæðingur þess að við gengum í Evrópusambandið enda hefur mér verið afar annt um sjálfstæði okkar sem þjóðar og hugnast lítt að Íslendingar verði húskarlar í vistarböndum í hinni stóru Evrópu. Nú er aftur á móti svo komið að þjóðin sér enga aðra útleið en að ganga Evrópu á hönd og kannski skiljanlega. Það er sorglegt að sjá hvernig spilað var úr sjálfstæðinu sem svo hart var barist fyrir. Stutt en laggott verður það tímabil ef gengið verður í Evrópusambandið, en við sem þjóð höfum heldur ekki kunnað fótum okkar forráð, því miður!
Slíkt væri auðvitað ekki fréttnæmt hér fyrir austan fjall nema af þeirri ástæðu að sviðsmyndin sem varð fyrir valinu er ekki af verri endanum, sjálf Sundlaugin í Laugaskarði.
Þá vitum við hvað verið var að gera í sundlauginni daginn góða sem lokað var vegna veru erlendra myndatökumanna. Það færist sífellt í vöxt að sundlaugin sé notuð sem sviðsmynd enda er laugin einstaklega falleg og umhverfið stórbrotið.
Orkuveita Reykjavíkur tók til dæmis glæsilegar myndir í sundlauginni sem prýða ársskýrslu OR. Allt er þetta góð auglýsing fyrir sundlaugina okkar og slíkt er ávallt vel þegið.
Fleiri myndir af tökustað er hægt að sjá hér.
---------------------------
Það er svo merkilegt að á meðan endalausum upplýsingum í formi greinaskrifa og viðtala er dengt yfir þjóðina þá kalla hópar fólks eftir enn frekari upplýsingum. Getur það verið að öll blöð og fjölmiðlar séu uppfull af gagnslausum upplýsingum sem lítið gera annað en að rugla þjóðina? Nú koma auðmennirnir til dæmis allir í fjölmiðla og láta taka við sig löng og ítarleg viðtöl ætla væntanlega með því að slá á reiði almennings gagnvart þeim. Virkar ekki! Klögurnar ganga á víxl og enginn virðist ætla að taka ábyrgð á því ástandi sem hér hefur skapast. Það kemur svo sem ekki á óvart. Þess mikilvægara er að fá nú þegar hlutlausa aðila til að fara yfir þá atburðarás sem hér átti sér stað. Hvað í veröldinni varð til þess að við sem þjóð erum komin í þá stöðu sem nú er raunin? Stöðu sem vel að merkja getur ekki annað en versnað þegar líður á veturinn. Stöðu sem gerir það að verkum að 70% þjóðarinnar sér ekki aðra leið út úr ógöngunum en að ganga í Evrópusambandið og taka upp Evruna. Það er svosem ekki skrýtið þó að leitað sé í örvæntingu að útleið sem bætt gæti ástandið en það kann ekki góðri lukku að stýra að jafn örlagaríkar ákvarðanir séu teknar undir þeim óveðursskýjum sem nú hrannst upp. Ég hef verið eindreginn andstæðingur þess að við gengum í Evrópusambandið enda hefur mér verið afar annt um sjálfstæði okkar sem þjóðar og hugnast lítt að Íslendingar verði húskarlar í vistarböndum í hinni stóru Evrópu. Nú er aftur á móti svo komið að þjóðin sér enga aðra útleið en að ganga Evrópu á hönd og kannski skiljanlega. Það er sorglegt að sjá hvernig spilað var úr sjálfstæðinu sem svo hart var barist fyrir. Stutt en laggott verður það tímabil ef gengið verður í Evrópusambandið, en við sem þjóð höfum heldur ekki kunnað fótum okkar forráð, því miður!
26. október 2008
Fórum norður á Sauðárkrók á miðvikudagskvöldið til að verða á undan óveðrinu sem spáð var á fimmtudag. Vorum reyndar á undan eða eftir veðrinu alla helgina sem var nokkuð gott. Á fimmtudag keyrðum við í skafrenningi yfir til Hóla í Hjaltadal þar sem við hittum Sólrúnu frænku sem gaf sér góðan tíma til að sýna okkur Brúnastaði sem er stærsta hesthús landsins. Skoðuðum líka reiðhallirnar og kíktum á kennslustund í járningum. Gaman að fá að skoða þetta allt saman og sérstaklega með einhverjum sem þekkir þetta allt út og inn.
Það var varla stætt í rokinu á Hegranesinu þegar við stoppuðum til að taka myndir af látunum í hafinu þennan dag.
Eyddum föstudegi og fyrri parti laugardagsins á Akureyri með Valda og Sigrúnu. Veðrið alveg ótrúlega leiðinlegt, hríðarbylur og mikill snjór en í góðum félagsskap skiptir það ekki svo miklu máli.
Það rétt grillti í fjöllin þegar við keyrðum yfir til Sauðárkróks síðdegis á laugardegi og áfram snjóaði...
Árshátíð Lionsklúbbanna í Skagafirði á laugardagskvöldinu var hin ágætasta skemmtun en þangað fórum við í boði Bjarna og Dísu. Fórum síðan í gönguferð um Krókinn á sunnudagsmorgni og það var lygilegt hversu mikið hafði snjóað. Bærinn einstaklega fallegur og leit gamli bæjarhlutinn út eins og klipptur úr jólabók um Maddit.
Hér fyrir sunnan er ekki hægt að tala um snjó miðað við fannfergið fyrir norðan.
Það var varla stætt í rokinu á Hegranesinu þegar við stoppuðum til að taka myndir af látunum í hafinu þennan dag.
Eyddum föstudegi og fyrri parti laugardagsins á Akureyri með Valda og Sigrúnu. Veðrið alveg ótrúlega leiðinlegt, hríðarbylur og mikill snjór en í góðum félagsskap skiptir það ekki svo miklu máli.
Það rétt grillti í fjöllin þegar við keyrðum yfir til Sauðárkróks síðdegis á laugardegi og áfram snjóaði...
Árshátíð Lionsklúbbanna í Skagafirði á laugardagskvöldinu var hin ágætasta skemmtun en þangað fórum við í boði Bjarna og Dísu. Fórum síðan í gönguferð um Krókinn á sunnudagsmorgni og það var lygilegt hversu mikið hafði snjóað. Bærinn einstaklega fallegur og leit gamli bæjarhlutinn út eins og klipptur úr jólabók um Maddit.
Hér fyrir sunnan er ekki hægt að tala um snjó miðað við fannfergið fyrir norðan.
21. október 2008
Stutt og laggott...
Ég vakna ávallt með mikilli tilhlökkun því það er svo gaman að honum Gissuri Sigurðssyni í morgunfréttunum á Bylgjunni. Hann er mjög hnyttinn og svo aldeilis ekki að lesa upp eftir einhverju handriti þegar kemur að fréttunum. Nei hann segir þær eins og hann vill hafa þær og oft verða fréttir í hans meðförum óborganlega skemmtilegar. Hann er heldur ekki að skafa af því ef honum mislíkar eitthvað sem hefur gerst. Gaman að svona mönnum!
Er að vinna í greinargerð starfshóps um viðbyggingu við Grunnskólann í Hveragerði. Starfshópurinn mun funda í næstu viku og þá verður endanlega gengið frá plagginu sem mun síðan fara í kynningu til hagsmunaaðila.
Fundur í framkvæmdaráði bæjarins síðdegis. Hópinn skipa sú sem þetta skrifar, Guðmundur Baldursson, María Kristjánsdóttir og Helga Kristjánsdóttir. Fórum við yfir þau mál sem efst eru á baugi en af nógu var að taka.
Ég vakna ávallt með mikilli tilhlökkun því það er svo gaman að honum Gissuri Sigurðssyni í morgunfréttunum á Bylgjunni. Hann er mjög hnyttinn og svo aldeilis ekki að lesa upp eftir einhverju handriti þegar kemur að fréttunum. Nei hann segir þær eins og hann vill hafa þær og oft verða fréttir í hans meðförum óborganlega skemmtilegar. Hann er heldur ekki að skafa af því ef honum mislíkar eitthvað sem hefur gerst. Gaman að svona mönnum!
Er að vinna í greinargerð starfshóps um viðbyggingu við Grunnskólann í Hveragerði. Starfshópurinn mun funda í næstu viku og þá verður endanlega gengið frá plagginu sem mun síðan fara í kynningu til hagsmunaaðila.
Fundur í framkvæmdaráði bæjarins síðdegis. Hópinn skipa sú sem þetta skrifar, Guðmundur Baldursson, María Kristjánsdóttir og Helga Kristjánsdóttir. Fórum við yfir þau mál sem efst eru á baugi en af nógu var að taka.
20. október 2008
Mánudagur í rólegri kantinum
Sumir dagar eru einhvern veginn bara ljúfir. Dagurinn í dag var einn af þeim. Byrjaði daginn með því að sinna áríðandi beiðni frá starfsmönnum grunnskólans um að halda Guðjóni skólastjóra uppteknum í nokkrar mínútur á meðan að þeir skipulögðu óvænta uppákomu honum til handa í tilefni af 60 ára afmæli hans í gær. Það var náfölur og óttasleginn Guðjón sem hljóp útaf skrifstofunni minni eftir símtal þar sem honum var sagt að koma í skyndi uppí skóla því þar hefði alvarlegur atburður gerst. Eftir honum biðu aftur á móti allir nemendur og starfsmenn skólans og sungu afmælissönginn. Hefði viljað vera vitni að því. Guðjón hringdi aftur á móti í mig síðar um morguninn því hann vildi endilega ljúka fundi okkar. Mér fannst það fyndið ;-)
Ræddi ýmis mál við starfsmenn og fórum við yfir stöðu mála í dag. Einnig átti ég óvanalega mikil samskipti við bankamenn í dag vegna tveggja mála sem bæði skipta bæjarfélagið miklu. Það er mikilvægt að vera í góðum samskiptum við hina ýmsu aðila sem sinna málum er snerta bæjarfélagið. Einnig er nauðsynlegt að vera í góðu sambandi við íbúa og vona ég að ég sé það. Allavega er alltaf opið og hver sem er getur komið eða hringt ef á þarf að halda. Einnig hitti ég marga í lauginni og ef ég bregð mér í búðina sem er reyndar alltof sjaldgæft og þá alltaf örfáum mínútum fyrir lokun og ég eini viðskiptavinurinn!! Ætla reyndar fara í búðarferð fljótlega og kíkja þá til hennar Gullu í hannyrðabúðinni Hef nefnilega hugsað mér að slást í hóp þeirra fjölmörgu sem prjóna þessa dagana. Gunna og Svava koma reglulega í heimsókn og sífellt með eitthvað nýtt á prjónunum. Handavinnan mín felst í því að brjóta saman þvottinn, gera við saumsprettur og festa tölur. Slíkt er klárlega ekki nógu metnaðarfullt...
Síðdegis kom Margrét Leifsdóttir, arkitekt, á fund okkar til að ræða Sundlaugina í Laugaskarði. Hún er barnabarn Gísla Halldórssonar, arkitekts, sem teiknaði laugarhúsið á sínum tíma. Hann er enn á lífi í hárri elli en hún sinnir hans höfundarverkum. Öll vorum við sammála sem sátum fundinn að mikilvægt væri að sýna fallegri hönnun sundlaugarhússins virðingu við uppbyggingu á staðnum. Einnig bæri að nýta þá einstöku staðsetningu og náttúru sem skapað hefur Laugaskarði þá sérstöðu sem laugin sannanlega hefur. Starfshópur hefur tekið til starfa og vinnur hann að stefnumótun um framtíðaruppbyggingu laugarsvæðisins það verður gaman að fylgjast með þeirri vinnu.
Heyrði í Svövu Ósk vinkonu minni í Danmörku í kvöld en hún fylgist eins og aðrir Íslendingar í útlöndum náið með ástandi mála hér heima. Heimurinn hefur breyst mikið frá því að við Lárus bjuggum í Danmörku og fengum símtal einu sinni í mánuði og síðan "hefðbundin bréf" með úrklippum úr blöðunum því það þótti nú ekki ástæða til að vera að senda heil dagblöð á milli landa. Nú er hægt að hlusta á alla fréttatíma út um allan heim og upplýsingaflæðið er stöðugt. Ætli manni líði eitthvað betur með það?
Er búin að setja þónokkuð margar nýjar síður inn á "Heimasíður Hvergerðinga". Þar má nú skoða síður frá þrjátíu og einum einstaklingi sem allir eru Hvergerðingar. Búa ýmist hér heima eða erlendis. Það er sérstaklega gaman að fylgjast með unga fólkinu sem nú býr erlendis. Þónokkrir dugnaðarforkar sem það gera...
Endilega látið mig vita ef þið vitið af fleiri bloggurum eða heimasíðum Hvergerðinga.
Sumir dagar eru einhvern veginn bara ljúfir. Dagurinn í dag var einn af þeim. Byrjaði daginn með því að sinna áríðandi beiðni frá starfsmönnum grunnskólans um að halda Guðjóni skólastjóra uppteknum í nokkrar mínútur á meðan að þeir skipulögðu óvænta uppákomu honum til handa í tilefni af 60 ára afmæli hans í gær. Það var náfölur og óttasleginn Guðjón sem hljóp útaf skrifstofunni minni eftir símtal þar sem honum var sagt að koma í skyndi uppí skóla því þar hefði alvarlegur atburður gerst. Eftir honum biðu aftur á móti allir nemendur og starfsmenn skólans og sungu afmælissönginn. Hefði viljað vera vitni að því. Guðjón hringdi aftur á móti í mig síðar um morguninn því hann vildi endilega ljúka fundi okkar. Mér fannst það fyndið ;-)
Ræddi ýmis mál við starfsmenn og fórum við yfir stöðu mála í dag. Einnig átti ég óvanalega mikil samskipti við bankamenn í dag vegna tveggja mála sem bæði skipta bæjarfélagið miklu. Það er mikilvægt að vera í góðum samskiptum við hina ýmsu aðila sem sinna málum er snerta bæjarfélagið. Einnig er nauðsynlegt að vera í góðu sambandi við íbúa og vona ég að ég sé það. Allavega er alltaf opið og hver sem er getur komið eða hringt ef á þarf að halda. Einnig hitti ég marga í lauginni og ef ég bregð mér í búðina sem er reyndar alltof sjaldgæft og þá alltaf örfáum mínútum fyrir lokun og ég eini viðskiptavinurinn!! Ætla reyndar fara í búðarferð fljótlega og kíkja þá til hennar Gullu í hannyrðabúðinni Hef nefnilega hugsað mér að slást í hóp þeirra fjölmörgu sem prjóna þessa dagana. Gunna og Svava koma reglulega í heimsókn og sífellt með eitthvað nýtt á prjónunum. Handavinnan mín felst í því að brjóta saman þvottinn, gera við saumsprettur og festa tölur. Slíkt er klárlega ekki nógu metnaðarfullt...
Síðdegis kom Margrét Leifsdóttir, arkitekt, á fund okkar til að ræða Sundlaugina í Laugaskarði. Hún er barnabarn Gísla Halldórssonar, arkitekts, sem teiknaði laugarhúsið á sínum tíma. Hann er enn á lífi í hárri elli en hún sinnir hans höfundarverkum. Öll vorum við sammála sem sátum fundinn að mikilvægt væri að sýna fallegri hönnun sundlaugarhússins virðingu við uppbyggingu á staðnum. Einnig bæri að nýta þá einstöku staðsetningu og náttúru sem skapað hefur Laugaskarði þá sérstöðu sem laugin sannanlega hefur. Starfshópur hefur tekið til starfa og vinnur hann að stefnumótun um framtíðaruppbyggingu laugarsvæðisins það verður gaman að fylgjast með þeirri vinnu.
Heyrði í Svövu Ósk vinkonu minni í Danmörku í kvöld en hún fylgist eins og aðrir Íslendingar í útlöndum náið með ástandi mála hér heima. Heimurinn hefur breyst mikið frá því að við Lárus bjuggum í Danmörku og fengum símtal einu sinni í mánuði og síðan "hefðbundin bréf" með úrklippum úr blöðunum því það þótti nú ekki ástæða til að vera að senda heil dagblöð á milli landa. Nú er hægt að hlusta á alla fréttatíma út um allan heim og upplýsingaflæðið er stöðugt. Ætli manni líði eitthvað betur með það?
Er búin að setja þónokkuð margar nýjar síður inn á "Heimasíður Hvergerðinga". Þar má nú skoða síður frá þrjátíu og einum einstaklingi sem allir eru Hvergerðingar. Búa ýmist hér heima eða erlendis. Það er sérstaklega gaman að fylgjast með unga fólkinu sem nú býr erlendis. Þónokkrir dugnaðarforkar sem það gera...
Endilega látið mig vita ef þið vitið af fleiri bloggurum eða heimasíðum Hvergerðinga.
Föstudagur og lífleg helgi!
Á föstudaginn funduðu sveitarstjórnamenn landsins um efnahagsvandann. Farið var yfir þá stöðu sem sveitarfélögin standa frammi fyrir en ljóst er af máli manna að höfuðborgarsvæðið fer verr útúr ástandinu heldur en landsbyggðin. Þar er búið að endurgreiða gatnagerðargjöld fyrir á sjötta milljarð og slíkt tekur í. Á landsbyggðinni, fjarri vaxtarsvæðum, hefur í raun ríkt kreppuástand mörg undanfarin ár. Vinnustaðir lagst af með tilheyrandi fólksflótta og verðfalli fasteigna. Þetta er veruleiki margra þéttbýliskjarna á landsbyggðinni sem höfuðborgarsvæðið stendur nú einnig frammi fyrir.
Þrátt fyrir að sveitarstjórnarmenn eigi nú að hefja fjárhagsáætlunargerð þá er ljóst að óvissan er svo gríðarleg að erfitt er um vik. Hverjar verða tekjur næsta árs? Mun aukið atvinnuleysi hafa áhrif á tekjustofna? Fá sveitarfélögin nauðsynlegt lánsfé? Við þessum spurningum og ótal fleiri fást engin svör.
Á fundinum tilkynnti Ólafur Áki, sveitarstjóri í Ölfusi, að Bitru virkjun væri aftur komin inná skipulag í Ölfusinu og kallaði hann eftir samstöðu Sunnlendinga um þá framkvæmd! Yfirlýsingin kom mér á óvart og olli mér vonbrigðum enda þykir mér sem nágrannar okkar nýti sér nú út í ystu æsar þá stöðu sem nú er uppi. Það á auðvitað ekki að hvika frá umhverfissjónarmiðum og þeim gildum sem við hingað til höfum haft í hávegum þrátt fyrir þann vanda sem nú ríkir. Við megum ekki sem þjóð fara á taugum og rýra þannig lífsgæði okkar sjálfra og allra þeirra sem í kjölfar okkar koma.
Eins og við höfum alltaf sagt Hvergerðingar, virkjum Hverahlíð og Gráuhnjúka, stækkum Hellisheiðarvirkjun enda hafa framkvæmdir á þessum svæðum minniháttar áhrif. Látum aftur á móti Bitru í friði þar sem virkjun þar er óásættanleg þó ekki væri nema vegna nálægðar við Hveragerðisbæ og þeirrar miklu röskunar sem hún mun hafa í för með sér. Gott er að minna á að fjarlægð borhola Bitruvirkjunar frá Hveragerðisbæ er eins og ef virkjun væri sett í Bústaðahverfið miðað við Alþingishúsið. Ef við miðum við ystu mörk byggðar Reykjavíkur þá er Bitruvirkjun í Heiðmörk! Það er skylda mín að berjast gegn því að hagsmunum Hveragerðisbæjar sé fórnað fyrir skammtímasjónarmið. Allir sveitarstjórnarmenn myndu gera slíkt hið sama væru þeir í okkar stöðu.
Opið hús Sjálfstæðismanna á laugardagsmorgninum var afar vel sótt enda var Ragnar Önundarson gestur dagsins. Ragnar hefur ríflega 30 ára reynslu úr bankakerfinu og hefur hann allt frá árinu 2005 varað við þeirri stöðu sem nú er komin upp hér. Það var afar fróðlegt en samt á vissan hátt niðurdrepandi að hlusta á Ragnar segja frá, því á hann var ekki hlustað, því miður!
Tók á móti hópi frá Sandgerði eftir hádegi á laugardag. Fór og sýndi þeim nýja hverasvæðið en nú er þónokkuð síðan ég kom þar síðast. Heilmikið hefur breyst en stór og kröftugur vatnshver hefur nýlega opnast í veginum neðan við Fífilbrekku.
Heldur minni kraftur fannst mér vera í Leirgerði en það er dagamunur á hverunum það er nokkuð ljóst.
Síðdegis fórum við Adda vinkona síðan til Reykjavíkur í virðulegt konuboð til Jóhönnu sem átti afmæli í gær. Ég held að sjaldan eða aldrei hafi umræðurnar verið fjörugri enda umræðuefnin næg þessa dagana.
Í dag sunnudag tók ég til í garðinum fyrir veturinn, rakaði saman laufi í massavís og breiddi yfir blómin mín svo þau fari ekki eins illa í vetur. Garðvinnan er eitt það skemmtilegasta sem ég geri og meira segja í morgun í snjófjúkinu og rokinu sem þá var. Ætluðum í bæinn en nenntum því svo alls ekki. Fórum í staðinn á Selfoss á sögusýningu Landsbankans sem er mjög skemmtileg. Vel til fundið að hafa hana í Tryggvaskála því þá er hægt að skoða endurbæturnar þar í leiðinni. Enduðum síðan í vöfflukaffi hjá Dísu og Guðmundi frænda. Alltaf gaman að koma þangað enda áhugamál þeirra margvísleg og áhugaverð.
Valdi, Sigrún, Jói og Guðbjörg komu síðan í kvöldmat og sjónvarpsgláp en Svartir englar og Dagvaktin eru ómissandi á sunnudagskvöldum!
Á föstudaginn funduðu sveitarstjórnamenn landsins um efnahagsvandann. Farið var yfir þá stöðu sem sveitarfélögin standa frammi fyrir en ljóst er af máli manna að höfuðborgarsvæðið fer verr útúr ástandinu heldur en landsbyggðin. Þar er búið að endurgreiða gatnagerðargjöld fyrir á sjötta milljarð og slíkt tekur í. Á landsbyggðinni, fjarri vaxtarsvæðum, hefur í raun ríkt kreppuástand mörg undanfarin ár. Vinnustaðir lagst af með tilheyrandi fólksflótta og verðfalli fasteigna. Þetta er veruleiki margra þéttbýliskjarna á landsbyggðinni sem höfuðborgarsvæðið stendur nú einnig frammi fyrir.
Þrátt fyrir að sveitarstjórnarmenn eigi nú að hefja fjárhagsáætlunargerð þá er ljóst að óvissan er svo gríðarleg að erfitt er um vik. Hverjar verða tekjur næsta árs? Mun aukið atvinnuleysi hafa áhrif á tekjustofna? Fá sveitarfélögin nauðsynlegt lánsfé? Við þessum spurningum og ótal fleiri fást engin svör.
Á fundinum tilkynnti Ólafur Áki, sveitarstjóri í Ölfusi, að Bitru virkjun væri aftur komin inná skipulag í Ölfusinu og kallaði hann eftir samstöðu Sunnlendinga um þá framkvæmd! Yfirlýsingin kom mér á óvart og olli mér vonbrigðum enda þykir mér sem nágrannar okkar nýti sér nú út í ystu æsar þá stöðu sem nú er uppi. Það á auðvitað ekki að hvika frá umhverfissjónarmiðum og þeim gildum sem við hingað til höfum haft í hávegum þrátt fyrir þann vanda sem nú ríkir. Við megum ekki sem þjóð fara á taugum og rýra þannig lífsgæði okkar sjálfra og allra þeirra sem í kjölfar okkar koma.
Eins og við höfum alltaf sagt Hvergerðingar, virkjum Hverahlíð og Gráuhnjúka, stækkum Hellisheiðarvirkjun enda hafa framkvæmdir á þessum svæðum minniháttar áhrif. Látum aftur á móti Bitru í friði þar sem virkjun þar er óásættanleg þó ekki væri nema vegna nálægðar við Hveragerðisbæ og þeirrar miklu röskunar sem hún mun hafa í för með sér. Gott er að minna á að fjarlægð borhola Bitruvirkjunar frá Hveragerðisbæ er eins og ef virkjun væri sett í Bústaðahverfið miðað við Alþingishúsið. Ef við miðum við ystu mörk byggðar Reykjavíkur þá er Bitruvirkjun í Heiðmörk! Það er skylda mín að berjast gegn því að hagsmunum Hveragerðisbæjar sé fórnað fyrir skammtímasjónarmið. Allir sveitarstjórnarmenn myndu gera slíkt hið sama væru þeir í okkar stöðu.
Opið hús Sjálfstæðismanna á laugardagsmorgninum var afar vel sótt enda var Ragnar Önundarson gestur dagsins. Ragnar hefur ríflega 30 ára reynslu úr bankakerfinu og hefur hann allt frá árinu 2005 varað við þeirri stöðu sem nú er komin upp hér. Það var afar fróðlegt en samt á vissan hátt niðurdrepandi að hlusta á Ragnar segja frá, því á hann var ekki hlustað, því miður!
Tók á móti hópi frá Sandgerði eftir hádegi á laugardag. Fór og sýndi þeim nýja hverasvæðið en nú er þónokkuð síðan ég kom þar síðast. Heilmikið hefur breyst en stór og kröftugur vatnshver hefur nýlega opnast í veginum neðan við Fífilbrekku.
Heldur minni kraftur fannst mér vera í Leirgerði en það er dagamunur á hverunum það er nokkuð ljóst.
Síðdegis fórum við Adda vinkona síðan til Reykjavíkur í virðulegt konuboð til Jóhönnu sem átti afmæli í gær. Ég held að sjaldan eða aldrei hafi umræðurnar verið fjörugri enda umræðuefnin næg þessa dagana.
Í dag sunnudag tók ég til í garðinum fyrir veturinn, rakaði saman laufi í massavís og breiddi yfir blómin mín svo þau fari ekki eins illa í vetur. Garðvinnan er eitt það skemmtilegasta sem ég geri og meira segja í morgun í snjófjúkinu og rokinu sem þá var. Ætluðum í bæinn en nenntum því svo alls ekki. Fórum í staðinn á Selfoss á sögusýningu Landsbankans sem er mjög skemmtileg. Vel til fundið að hafa hana í Tryggvaskála því þá er hægt að skoða endurbæturnar þar í leiðinni. Enduðum síðan í vöfflukaffi hjá Dísu og Guðmundi frænda. Alltaf gaman að koma þangað enda áhugamál þeirra margvísleg og áhugaverð.
Valdi, Sigrún, Jói og Guðbjörg komu síðan í kvöldmat og sjónvarpsgláp en Svartir englar og Dagvaktin eru ómissandi á sunnudagskvöldum!
17. október 2008
Af Gordon Brown...
Þessar tvær fékk ég sendar í morgun frá einum starfsmanni Fjölbrautaskóla Suðurlands. Þar starfa greinilega einhverjir sem kunna að setja saman vísur:
Hlakka ég til að bregða Brown
svo brók hann væti
og finna hann í fjöru í Down-
ing-fokking-stræti. (GS)
Þingið gránar – þokuskán
þræðir ána, up and down.
Læðist clown um Londontown.
Líkist smánin Gordon Brown.
(BEB)
Þessar tvær fékk ég sendar í morgun frá einum starfsmanni Fjölbrautaskóla Suðurlands. Þar starfa greinilega einhverjir sem kunna að setja saman vísur:
Hlakka ég til að bregða Brown
svo brók hann væti
og finna hann í fjöru í Down-
ing-fokking-stræti. (GS)
Þingið gránar – þokuskán
þræðir ána, up and down.
Læðist clown um Londontown.
Líkist smánin Gordon Brown.
(BEB)
16. október 2008
Bæjarráð, gestir frá Noregi og hverasvæðið
Stuttur og rólegur bæjarráðsfundur í morgun. Þar bar hæst að bæjarráð samþykkti að taka 30 milljón króna lán til að fjármagna framkvæmdir ársins. Þar með höfum við tekið þau lán sem voru á áætlun ársins 2008. Verðum að vona að það dugi þrátt fyrir að ytri aðstæður séu jafn óhagstæðar og raun er á.
Las á mbl.is að Kópavogur væri að taka við lóðum og endurgræða á milli 4 og 5 milljarða. Það er ansi stór biti að kyngja. En tekjurnar undanfarin ár af lóðasölunni hafa líka verið gríðarlegar þannig að auðvitað jafnast þetta út. Hér í Hveragerði höfum við endurgreitt á fjórða tug milljóna vegna lóða sem skilað hefur verið inn. Þetta er ansi mikið fyrir lítið sveitarfélag en þó ekki meira en svo að við ráðum við það. Ég vona að með þessu sé lóðaskilum lokið. Í næstu viku byrjum við á fjárhagsáætlun ársins 2009. Það verður sérstakt en ekki síður ögrandi verkefni að koma henni saman í því umhverfi sem nú ríkir.
Dágóður tími dagsins fór í að taka á móti hópi frá Forsund kommune í Noregi. Fámennt sveitarfélag en gríðarlega stórt. Þar er eitt þekktasta náttúruundur Noregs Preikestolen. Man að pabbi og mamma áttu myndabók frá Noregi þegar ég var lítil og þar var mynd af Preikestolen sú allra flottasta. Norsk náttúra er stórfengleg um það blandast engum hugur.
Hinir norsku gestir voru afar uppteknir af því hvað allt væri ódýrt hér á landi og er það alveg ný tilfinning fyrir mig sem gestgjafa. Bjórinn er helmingi ódýrari hér en í Noregi og fannst þeim mikið til um það. Staða krónunnar gerir að verkum að nú flykkjast hingað erlendir túristar til að gera góð kaup. Frá fjölda bæja í Noregi eru nú skipulagðar ferðir hingað til lands í jólahlaðborðin. Þau eru miklu ódýrari hér en úti svo þar hefur skapast viðskiptatækifæri fyrir veitingahús og hótel.
Fór hringferð um bæinn með gestina og meðal annars á hverasvæðin bæði tvö. Þau koma manni sífellt á óvart en nú er komið vatn aftur í alla hverina á hverasvæðinu í miðbænum. Alla reyndar nema ruslahverinn sem er sjóðheitur sér maður en vatnslaus. Merkilegt. Hverasvæðið tæmdist af vatni í jarðskjálftanum í maí og var þurrt í allt sumar, því er það ánægjulegt að nú skuli það aftur vera að falla í sitt gamla horf.
Stuttur og rólegur bæjarráðsfundur í morgun. Þar bar hæst að bæjarráð samþykkti að taka 30 milljón króna lán til að fjármagna framkvæmdir ársins. Þar með höfum við tekið þau lán sem voru á áætlun ársins 2008. Verðum að vona að það dugi þrátt fyrir að ytri aðstæður séu jafn óhagstæðar og raun er á.
Las á mbl.is að Kópavogur væri að taka við lóðum og endurgræða á milli 4 og 5 milljarða. Það er ansi stór biti að kyngja. En tekjurnar undanfarin ár af lóðasölunni hafa líka verið gríðarlegar þannig að auðvitað jafnast þetta út. Hér í Hveragerði höfum við endurgreitt á fjórða tug milljóna vegna lóða sem skilað hefur verið inn. Þetta er ansi mikið fyrir lítið sveitarfélag en þó ekki meira en svo að við ráðum við það. Ég vona að með þessu sé lóðaskilum lokið. Í næstu viku byrjum við á fjárhagsáætlun ársins 2009. Það verður sérstakt en ekki síður ögrandi verkefni að koma henni saman í því umhverfi sem nú ríkir.
Dágóður tími dagsins fór í að taka á móti hópi frá Forsund kommune í Noregi. Fámennt sveitarfélag en gríðarlega stórt. Þar er eitt þekktasta náttúruundur Noregs Preikestolen. Man að pabbi og mamma áttu myndabók frá Noregi þegar ég var lítil og þar var mynd af Preikestolen sú allra flottasta. Norsk náttúra er stórfengleg um það blandast engum hugur.
Hinir norsku gestir voru afar uppteknir af því hvað allt væri ódýrt hér á landi og er það alveg ný tilfinning fyrir mig sem gestgjafa. Bjórinn er helmingi ódýrari hér en í Noregi og fannst þeim mikið til um það. Staða krónunnar gerir að verkum að nú flykkjast hingað erlendir túristar til að gera góð kaup. Frá fjölda bæja í Noregi eru nú skipulagðar ferðir hingað til lands í jólahlaðborðin. Þau eru miklu ódýrari hér en úti svo þar hefur skapast viðskiptatækifæri fyrir veitingahús og hótel.
Fór hringferð um bæinn með gestina og meðal annars á hverasvæðin bæði tvö. Þau koma manni sífellt á óvart en nú er komið vatn aftur í alla hverina á hverasvæðinu í miðbænum. Alla reyndar nema ruslahverinn sem er sjóðheitur sér maður en vatnslaus. Merkilegt. Hverasvæðið tæmdist af vatni í jarðskjálftanum í maí og var þurrt í allt sumar, því er það ánægjulegt að nú skuli það aftur vera að falla í sitt gamla horf.
15. október 2008
Fór í dag og skoðaði aðstöðuhúsið sem nú rís við fótboltavöllinn inn í Dal. Þetta verður stórt og mikið hús, tveir búningsklefar, sérstakt búningsherbergi fyrir dómara, alls konar geymslur, rúmgóð starfsmannaaðstaða og síðast en ekki síst er í húsinu ca. 50 m2 opið rými sem opnast út á yfirbyggðan pall. Salurinn er bjartur og skemmtilegur og þar má strax sjá ótal notkunarmöguleika. Með þessu húsi verður bylting á aðstöðu knattspyrnumanna og kvenna sem vonandi eflir starf þeirra enn frekar. Reyndar eru enn einhverjir mánuðir í að húsið verði tilbúið en það er klárlega á góðri siglingu.
Fyrst við vorum nú farin á rúntinn þá litum við líka við í áhaldahúsinu nýja. Þar er nú verið að innrétta húsnæðið en Orkuveita Reykjavíkur keypti gamla áhaldahúsið fyrir nokkrum árum og nú er komið að því að rýma það. Nýja húsið er við hlið slökkvistöðvarinnar við Austurmörk, á besta stað í bænum. Það er ekki stórt en ætti að nýtast starfsemi áhaldahússins vel. Vona að strákarnir verði ánægðir með flutninginn.
Annars var lítið um heimsóknir og hringingar í dag þannig að góður tími gafst til að klára mál, skrifa bréf og undirbúa bæjarráðsfundinn í fyrramálið.
Hér vöknuðum við fyrir allar aldir enda Albert á körfuboltaæfingu kl. 6:30, því ákváðum við Tim að skella okkur í laugina sem við höfum reyndar gert svolítið af að undanförnu. Ótrúlega notalegt að synda svona á morgnana. Síðan fór ég aftur í laugina síðdegis til að fara í mína ómissandi sundleikfimi. Hópurinn er svo yndislegur að það er ekki síst hann sem dregur mig í leikfimina, en síðan er auðvitað sundleikfimi alveg frábærlega skemmtileg! ! !
Fyrst við vorum nú farin á rúntinn þá litum við líka við í áhaldahúsinu nýja. Þar er nú verið að innrétta húsnæðið en Orkuveita Reykjavíkur keypti gamla áhaldahúsið fyrir nokkrum árum og nú er komið að því að rýma það. Nýja húsið er við hlið slökkvistöðvarinnar við Austurmörk, á besta stað í bænum. Það er ekki stórt en ætti að nýtast starfsemi áhaldahússins vel. Vona að strákarnir verði ánægðir með flutninginn.
Annars var lítið um heimsóknir og hringingar í dag þannig að góður tími gafst til að klára mál, skrifa bréf og undirbúa bæjarráðsfundinn í fyrramálið.
Hér vöknuðum við fyrir allar aldir enda Albert á körfuboltaæfingu kl. 6:30, því ákváðum við Tim að skella okkur í laugina sem við höfum reyndar gert svolítið af að undanförnu. Ótrúlega notalegt að synda svona á morgnana. Síðan fór ég aftur í laugina síðdegis til að fara í mína ómissandi sundleikfimi. Hópurinn er svo yndislegur að það er ekki síst hann sem dregur mig í leikfimina, en síðan er auðvitað sundleikfimi alveg frábærlega skemmtileg! ! !
14. október 2008
Af erli dagsins...
Dagurinn byrjaði með forstöðumannafundi þar sem farið var yfir endurskoðun fjárhagsáætlunar, gerð fjárhagsáætlunar 2009, samninginn um heilsueflingu starfsmanna og breytingar á skipuriti og nefndakerfi bæjarins. Þær breytingar voru lagðar fram til fyrri umræðu í bæjarstjórn í síðustu viku og verða væntanlega samþykktar á næsta fundi bæjarstjórnar. Minnihluti og meirihluti hefur í sameiningu unnið að þessum breytingum sem vonandi skila okkur skilvirkara stjórnkerfi. Helsta breytingin er að framvegis verða nefndir bæjarins fimm (fækkar um þrjár) verði tillagan samþykkt.
Forstöðumannafundir eru afar góðir en mættu vera oftar. Þar er ekki við annan að sakast en mig svo ég lofa sífellt bót og betrun á því sviði.
Þurfti að ganga frá ýmsum fjárhagslegum málum í morgun enda Helga Kristjáns enn í fríi. Tókst að klára þónokkur erindi og svara tölvupósti.
Eftir hádegi skruppum við Elfa út að skoða mögulegt viðrunarsvæði fyrir hunda og hef ég trú á að nú hafi fundist farsæl lausn á því máli. Fínt, stórt afgirt svæði í passlegu göngufæri frá bænum. Elfa mun vinna áfram að málinu en mikið væri það nú gott ef við gætum komið þessu máli í góðan farveg. Vona að það gerist á allra næstu vikum.
Húsmæðraskólagengna dóttir mín beið með kreppumáltíð þegar ég kom heim. Alíslenskt saltkjöt með íslenskum rófum, gulrótum og kartöflum. Síðan kom mamma í kvöldkaffi og var með upplýsingar á reiðum höndum um kreppumáltíðir undir 1000 kalli fyrir fjölskylduna. Plokkfiskur, fiskbökur, afgangar á pönnu og fleira í þeim dúr gætu sparað íslenskum heimilum drjúgan skilding þegar upp er staðið :-)
Ragnar Önundarson, hagfræðingur, hefur í nokkur ár varað við yfirvofandi hruni bankanna í greinum í Morgunblaðinu sem vakið hafa mikla athygli. Hann er einn af þeim mönnum sem með sanni geta sagt að þeir hafi varað við því ástandi sem nú hefur skapast. Ragnar hefur samþykkt að vera gestur á opnu húsi Sjálfstæðisfélagsins næstkomandi laugardag og þykist ég vita að miklar og góðar umræður muni skapast á þeim fundi. Ég hlakka til að heyra það sem hann hefur fram að færa.
Dagurinn byrjaði með forstöðumannafundi þar sem farið var yfir endurskoðun fjárhagsáætlunar, gerð fjárhagsáætlunar 2009, samninginn um heilsueflingu starfsmanna og breytingar á skipuriti og nefndakerfi bæjarins. Þær breytingar voru lagðar fram til fyrri umræðu í bæjarstjórn í síðustu viku og verða væntanlega samþykktar á næsta fundi bæjarstjórnar. Minnihluti og meirihluti hefur í sameiningu unnið að þessum breytingum sem vonandi skila okkur skilvirkara stjórnkerfi. Helsta breytingin er að framvegis verða nefndir bæjarins fimm (fækkar um þrjár) verði tillagan samþykkt.
Forstöðumannafundir eru afar góðir en mættu vera oftar. Þar er ekki við annan að sakast en mig svo ég lofa sífellt bót og betrun á því sviði.
Þurfti að ganga frá ýmsum fjárhagslegum málum í morgun enda Helga Kristjáns enn í fríi. Tókst að klára þónokkur erindi og svara tölvupósti.
Eftir hádegi skruppum við Elfa út að skoða mögulegt viðrunarsvæði fyrir hunda og hef ég trú á að nú hafi fundist farsæl lausn á því máli. Fínt, stórt afgirt svæði í passlegu göngufæri frá bænum. Elfa mun vinna áfram að málinu en mikið væri það nú gott ef við gætum komið þessu máli í góðan farveg. Vona að það gerist á allra næstu vikum.
Húsmæðraskólagengna dóttir mín beið með kreppumáltíð þegar ég kom heim. Alíslenskt saltkjöt með íslenskum rófum, gulrótum og kartöflum. Síðan kom mamma í kvöldkaffi og var með upplýsingar á reiðum höndum um kreppumáltíðir undir 1000 kalli fyrir fjölskylduna. Plokkfiskur, fiskbökur, afgangar á pönnu og fleira í þeim dúr gætu sparað íslenskum heimilum drjúgan skilding þegar upp er staðið :-)
Ragnar Önundarson, hagfræðingur, hefur í nokkur ár varað við yfirvofandi hruni bankanna í greinum í Morgunblaðinu sem vakið hafa mikla athygli. Hann er einn af þeim mönnum sem með sanni geta sagt að þeir hafi varað við því ástandi sem nú hefur skapast. Ragnar hefur samþykkt að vera gestur á opnu húsi Sjálfstæðisfélagsins næstkomandi laugardag og þykist ég vita að miklar og góðar umræður muni skapast á þeim fundi. Ég hlakka til að heyra það sem hann hefur fram að færa.
13. október 2008
Af kreppusótt og örbirgðarótta...
Eftir að kreppusóttin heltók mig síðasta þriðjudag þá hef ég varla fundið fyrir henni síðan. Það er auðvitað ekki mjög flókið að það er bara tvennt í stöðunni eins og sérfræðingarnir segja og það er að duga, nú eða að drepast. Eftir að þriðjudagsfárið gekk yfir ákvað ég að duga...
Eftir niðurdrepandi fréttir liðinnar viku þá alla vega hefur mánudagurinn liðið án teljandi stórtíðinda. Kompás undirlagður ráðleggingum til sparnaðar og fullt af snillingum miðlaði þar af reynslu sinni. Erlendir vinir fjölskyldunnar hafa líka boðið fram aðstoð ef við skyldum liða skort hér og fer þar fremst í flokki hún Dorelis í Þýskalandi "tengda" móðir hennar Guðrúnar systur. Hún er þegar farin að leita að fötum til að létta fjölskyldunni á Iðjumörkinni lífið, mat hefur hún einnig hug á að senda en peninga vill hún ekki leggja undir endi hverfi þeir jafnóðum í óðaverðbólgunni sem hér ríkir að hennar mati. Hún Doralis er nefnilega með margfalda kreppureynslu frá Þýskalandi eftirstríðsáranna og miðlar því óspart. Við Lalli höfum fengið hughreystandi skilaboð frá Danmörku, Noregi og Bretlandi frá þarlendum vinum okkar þannig að almenningur um alla Evrópu er vel meðvitaður um ástand mála hér. Hefði nú reyndar frekar viljað bíða eftir hefðbundnum jólaóskum heldur en að fá núna meinfýsislegar athugasemdir um ástand mála á skerinu.
Ræddi í dag lengi við framkvæmdasjóra Vinnumálastofnunar á Suðurlandi og fórum við vel yfir ástand mála á atvinnumarkaðnum. Ljóst er að afar lítið atvinnuleysi er á Suðurlandi eða 0,8%. Samkvæmt fræðunum er náttúrulegt atvinnuleysi í kringum 3% en það eru alltaf einhverjir sem á hverjum tíma eru án atvinnu af hinum ýmsu ástæðum. Því er ljóst að um atvinnuleysi er ekki að ræða hér á Suðurland allavega ekki eins og er.
Hitti einnig Jón Ragnarsson, sóknarprest, og ræddum við meðal annars ástand mála í þjóðfélaginu. Það er mikilvægt á tímum sem þessum að fá reglulega upplýsingar frá þeim sem vinna við að aðstoða þá sem eiga í erfiðleikum.
Eftir að kreppusóttin heltók mig síðasta þriðjudag þá hef ég varla fundið fyrir henni síðan. Það er auðvitað ekki mjög flókið að það er bara tvennt í stöðunni eins og sérfræðingarnir segja og það er að duga, nú eða að drepast. Eftir að þriðjudagsfárið gekk yfir ákvað ég að duga...
Eftir niðurdrepandi fréttir liðinnar viku þá alla vega hefur mánudagurinn liðið án teljandi stórtíðinda. Kompás undirlagður ráðleggingum til sparnaðar og fullt af snillingum miðlaði þar af reynslu sinni. Erlendir vinir fjölskyldunnar hafa líka boðið fram aðstoð ef við skyldum liða skort hér og fer þar fremst í flokki hún Dorelis í Þýskalandi "tengda" móðir hennar Guðrúnar systur. Hún er þegar farin að leita að fötum til að létta fjölskyldunni á Iðjumörkinni lífið, mat hefur hún einnig hug á að senda en peninga vill hún ekki leggja undir endi hverfi þeir jafnóðum í óðaverðbólgunni sem hér ríkir að hennar mati. Hún Doralis er nefnilega með margfalda kreppureynslu frá Þýskalandi eftirstríðsáranna og miðlar því óspart. Við Lalli höfum fengið hughreystandi skilaboð frá Danmörku, Noregi og Bretlandi frá þarlendum vinum okkar þannig að almenningur um alla Evrópu er vel meðvitaður um ástand mála hér. Hefði nú reyndar frekar viljað bíða eftir hefðbundnum jólaóskum heldur en að fá núna meinfýsislegar athugasemdir um ástand mála á skerinu.
Ræddi í dag lengi við framkvæmdasjóra Vinnumálastofnunar á Suðurlandi og fórum við vel yfir ástand mála á atvinnumarkaðnum. Ljóst er að afar lítið atvinnuleysi er á Suðurlandi eða 0,8%. Samkvæmt fræðunum er náttúrulegt atvinnuleysi í kringum 3% en það eru alltaf einhverjir sem á hverjum tíma eru án atvinnu af hinum ýmsu ástæðum. Því er ljóst að um atvinnuleysi er ekki að ræða hér á Suðurland allavega ekki eins og er.
Hitti einnig Jón Ragnarsson, sóknarprest, og ræddum við meðal annars ástand mála í þjóðfélaginu. Það er mikilvægt á tímum sem þessum að fá reglulega upplýsingar frá þeim sem vinna við að aðstoða þá sem eiga í erfiðleikum.
8. október 2008
Fréttir, fundir og fleira...
Það er þunglyndisgefandi að hlusta á fréttir þessa dagana, fátt jákvætt en þó beið maður eftir blaðamannafundinum kl. 16 í dag og vonaðist eftir jákvæðum fréttum. Heldur var fundurinn efnislítill enda tilkynningin sem lesin var löngu komin á netið.
Það er þó alltaf traustvekjandi að sjá og heyra í Geir og hann á nú þegar að setja upp daglega blaðamannafundi. Það myndi slá á ólguna ef fólk vissi að daglega fengi það upplýsingar. Þegar blaðamannafundir eru haldnir óreglulega eins og nú er þá heldur maður ósjálfrátt að himinn og jörð sé að farast þegar forsætisráðherrann boðar til fundar. Slíkt eykur ekki stöðugleikann...
Þegar umrótinu linnir eftir hamagang undangenginna daga þá hlýtur þjóðin að sameinast í leit sinni að sannleikanum um það hvað það var sem gerðist hér í raun og veru og kannski ekki síður hvernig slíkir atburðir gátu gerst. Það mun verða nauðsynlegt til þess að við sem þjóð getum lært af þeim atburðum sem nú eiga sér stað. Það er ástæða til að óttast að græðgi, óhóflegt bruðl, óraunhæf bjartsýni og heimskulegar ákvarðanir örfárra einstaklinga hafi komið þjóðinni í þá stöðu sem við nú erum í, því miður.
Af því að ég er alin upp við það að verðmæti verði til með framleiðslu þá finnst mér eins og þeir sem mest hefur verið hampað hafi gleymt þeirri augljósu staðreynd. Ætli þeir hafi allir skrópað í fyrsta hagfræðitímanum og þá kannski líka sleppt fyrsta kaflanum í kennslubókinni... Peningar verða ekki til af engu. Framleiðsla og verðmætasköpun þarf að koma til til þess að verðmæti skapist. Þetta ættum við Íslendingar að vita manna best sem í gegnum tíðina höfum lifað af verðmætasköpun í sjávarútvegi og landbúnaði.
-------------------------
Annars byrjaði dagurinn á foreldradegi í grunnskólanum. Nemendur í bekknum hans Alberts kynntu námsefni vetrarins fyrir foreldrum og það sama var gert í öðrum bekkjum skólans. Mikill fjöldi foreldra fylgdi börnum sínum í morgun og var gaman að sjá hversu ánægðir allir voru með þessa breyttu tilhögun á námskynningunum. Að loknum foreldradegi afhentum við Jóhanna viðurkenningar í sundátaki sumarsins en ríflega 30 börn fengu viðurkenningu fyrir að hafa verið dugleg að mæta í sund. Nokkur fengu síðan sérstaka viðurkenningu fyrir að hafa komið oftar en 30 sinnum á tímabilinu, geri aðrir betur. þetta er i annað skipti sem Hveragerðisbær stofnar til átaks í þessa veru og þykir okkur hafa tekist vel til.
Fundur var með forsvarsmönnum Sunnlenskrar orku í dag þar sem bæjarstjórn voru kynntar hugmyndir stjórnarinnar varðandi nýtingu borholanna í Dalnum. Nokkrar umræður urðu um málið en tími ákvarðanatöku er ekki kominn.
Strax að loknum fundinum hófst fundur starfshóps um viðbyggingu við Grunnskólann í Hveragerði. Við lögðum lokahönd á skýrslu um rýmisþörf skólans til framtíðar en ljóst er að til að skólinn rúmi 3 bekkjardeildir í hverjum árgangi eins og stefnt er að þarf að byggja um 2500 nýja fermetra við húsið. Rýmisþörfina þarf núna að setja í endanlegan búning og í kjölfarið verður hún lögð fram til kynningar hjá hagsmunaðilum.
-----------------------------
Alveg óvart letilíf heima í kvöld sem var afar notalegt! ! !
Það er þunglyndisgefandi að hlusta á fréttir þessa dagana, fátt jákvætt en þó beið maður eftir blaðamannafundinum kl. 16 í dag og vonaðist eftir jákvæðum fréttum. Heldur var fundurinn efnislítill enda tilkynningin sem lesin var löngu komin á netið.
Það er þó alltaf traustvekjandi að sjá og heyra í Geir og hann á nú þegar að setja upp daglega blaðamannafundi. Það myndi slá á ólguna ef fólk vissi að daglega fengi það upplýsingar. Þegar blaðamannafundir eru haldnir óreglulega eins og nú er þá heldur maður ósjálfrátt að himinn og jörð sé að farast þegar forsætisráðherrann boðar til fundar. Slíkt eykur ekki stöðugleikann...
Þegar umrótinu linnir eftir hamagang undangenginna daga þá hlýtur þjóðin að sameinast í leit sinni að sannleikanum um það hvað það var sem gerðist hér í raun og veru og kannski ekki síður hvernig slíkir atburðir gátu gerst. Það mun verða nauðsynlegt til þess að við sem þjóð getum lært af þeim atburðum sem nú eiga sér stað. Það er ástæða til að óttast að græðgi, óhóflegt bruðl, óraunhæf bjartsýni og heimskulegar ákvarðanir örfárra einstaklinga hafi komið þjóðinni í þá stöðu sem við nú erum í, því miður.
Af því að ég er alin upp við það að verðmæti verði til með framleiðslu þá finnst mér eins og þeir sem mest hefur verið hampað hafi gleymt þeirri augljósu staðreynd. Ætli þeir hafi allir skrópað í fyrsta hagfræðitímanum og þá kannski líka sleppt fyrsta kaflanum í kennslubókinni... Peningar verða ekki til af engu. Framleiðsla og verðmætasköpun þarf að koma til til þess að verðmæti skapist. Þetta ættum við Íslendingar að vita manna best sem í gegnum tíðina höfum lifað af verðmætasköpun í sjávarútvegi og landbúnaði.
-------------------------
Annars byrjaði dagurinn á foreldradegi í grunnskólanum. Nemendur í bekknum hans Alberts kynntu námsefni vetrarins fyrir foreldrum og það sama var gert í öðrum bekkjum skólans. Mikill fjöldi foreldra fylgdi börnum sínum í morgun og var gaman að sjá hversu ánægðir allir voru með þessa breyttu tilhögun á námskynningunum. Að loknum foreldradegi afhentum við Jóhanna viðurkenningar í sundátaki sumarsins en ríflega 30 börn fengu viðurkenningu fyrir að hafa verið dugleg að mæta í sund. Nokkur fengu síðan sérstaka viðurkenningu fyrir að hafa komið oftar en 30 sinnum á tímabilinu, geri aðrir betur. þetta er i annað skipti sem Hveragerðisbær stofnar til átaks í þessa veru og þykir okkur hafa tekist vel til.
Fundur var með forsvarsmönnum Sunnlenskrar orku í dag þar sem bæjarstjórn voru kynntar hugmyndir stjórnarinnar varðandi nýtingu borholanna í Dalnum. Nokkrar umræður urðu um málið en tími ákvarðanatöku er ekki kominn.
Strax að loknum fundinum hófst fundur starfshóps um viðbyggingu við Grunnskólann í Hveragerði. Við lögðum lokahönd á skýrslu um rýmisþörf skólans til framtíðar en ljóst er að til að skólinn rúmi 3 bekkjardeildir í hverjum árgangi eins og stefnt er að þarf að byggja um 2500 nýja fermetra við húsið. Rýmisþörfina þarf núna að setja í endanlegan búning og í kjölfarið verður hún lögð fram til kynningar hjá hagsmunaðilum.
-----------------------------
Alveg óvart letilíf heima í kvöld sem var afar notalegt! ! !
7. október 2008
Af fjármálum og fundum...
Geir flutti afar gott ávarp til þjóðarinnar í gær. Var hreinskilinn og gerði grein fyrir stöðunni eins og hún er. Um leið talaði hann kjark í landann og það veitir ekki af. Hann ítrekaði að við hin fullorðnu yrðum að ræða málin við börnin og ég komst að því í gærkvöldi að þau eru að velta afleiðingum atburða líðandi daga mun meira fyrir sér en ég allavega gerði mér grein fyrir. Við erum að upplifa núna hamfarir í annað sinn á árinu og það tekur á. Því er nauðsynlegt að allir geri sér grein fyrir því að innviðir landsins eru traustir og ef rétt er haldið á spilum munum við vinna okkur útúr þessari stöðu hratt og vel. Það er aftur á móti nauðsynlegt núna að sýna ýtrasta aðhald og á það við um alla sem með fjármuni fara. Það getur aftur á móti falist viss ögrun í því og tækifæri að gera gott úr litlu. Það er síðan afar mikilvægt að tryggt verði að sveitarfélögin hafi aðgang að lánsfjármagni næstu árin því framkvæmdir mega ekki stöðvast þó vitaskuld verði dregið úr því sem var á áætlun.
-------------------------
Í dag sendi ég út fundarboð bæjarstjórnar en á dagskrá er m.a. endurskoðun fjárhagsáætlunar. Einhverjum þykir kannski hálf tilgangslaust að eyða tíma í slíkt á meðan að ástandið er með þeim hætti sem það er. En endurskoðunin gefur manni tækifæri til að kryfja rekstur bæjarins til mergjar áður en farið er í fjárhagsáætlunargerð og það þykir mér gott. Ég get oft verið alltof smámunasöm á þessu sviði en er að reyna að venja mig af því ;-)
-------------------------
Fundur í morgun í héraðsráði þar sem við lögðum lokahönd á dagskrá fundar Héraðsnefndar Árnessýslu. Drjúgur tími fór samt í að ræða efnahagsmálin sem eru efst í huga allra þessa dagana.
-------------------------
Talaði við nokkra aðila sem hafa ýmiskonar tengsl við Hveragerðisbæ og það var gott að heyra engan uppgjafartón hjá þeim.
Geir flutti afar gott ávarp til þjóðarinnar í gær. Var hreinskilinn og gerði grein fyrir stöðunni eins og hún er. Um leið talaði hann kjark í landann og það veitir ekki af. Hann ítrekaði að við hin fullorðnu yrðum að ræða málin við börnin og ég komst að því í gærkvöldi að þau eru að velta afleiðingum atburða líðandi daga mun meira fyrir sér en ég allavega gerði mér grein fyrir. Við erum að upplifa núna hamfarir í annað sinn á árinu og það tekur á. Því er nauðsynlegt að allir geri sér grein fyrir því að innviðir landsins eru traustir og ef rétt er haldið á spilum munum við vinna okkur útúr þessari stöðu hratt og vel. Það er aftur á móti nauðsynlegt núna að sýna ýtrasta aðhald og á það við um alla sem með fjármuni fara. Það getur aftur á móti falist viss ögrun í því og tækifæri að gera gott úr litlu. Það er síðan afar mikilvægt að tryggt verði að sveitarfélögin hafi aðgang að lánsfjármagni næstu árin því framkvæmdir mega ekki stöðvast þó vitaskuld verði dregið úr því sem var á áætlun.
-------------------------
Í dag sendi ég út fundarboð bæjarstjórnar en á dagskrá er m.a. endurskoðun fjárhagsáætlunar. Einhverjum þykir kannski hálf tilgangslaust að eyða tíma í slíkt á meðan að ástandið er með þeim hætti sem það er. En endurskoðunin gefur manni tækifæri til að kryfja rekstur bæjarins til mergjar áður en farið er í fjárhagsáætlunargerð og það þykir mér gott. Ég get oft verið alltof smámunasöm á þessu sviði en er að reyna að venja mig af því ;-)
-------------------------
Fundur í morgun í héraðsráði þar sem við lögðum lokahönd á dagskrá fundar Héraðsnefndar Árnessýslu. Drjúgur tími fór samt í að ræða efnahagsmálin sem eru efst í huga allra þessa dagana.
-------------------------
Talaði við nokkra aðila sem hafa ýmiskonar tengsl við Hveragerðisbæ og það var gott að heyra engan uppgjafartón hjá þeim.
5. október 2008
Viðburðarrík helgi að baki...
...þar sem allt snérist um ástand efnahagsmála. Árni Johnsen mætti á fyrsta opna hús Sjálfstæðisfélagsins í vetur og það gerðu einnig hátt í 30 gestir sem greinilega voru orðnir langeygir eftir hittingi! Miklar umræður og líflegar og greinilegt að hver hefur sína skoðun á máli málanna. Stefnt er að öðrum gesti á þarnæsta opna hús sem einnig mun fjalla um efnahagsmálin.
Annars held ég að þjóðin hafi beðið með andakt eftir Silfri Egils í dag enda óvanalega mikið um að vera í samfélaginu. Það var gaman að heyra afstöðu Þorvalds Gylfasonar sem pakkaði í huggulegan búning þeim skoðunum sem til dæmis voru mjög ofarlega í huga gesta í opna húsinu á laugardag. Síðan fannst mér stórkostlegt að heyra í forsvarsmönnum matvöruverslana hvetja þjóðina til að kaupa íslenskar vörur. Það var aldeilis tími til kominn verð ég að segja að fólk áttaði sig á mikilvægi þess að þjóðin sé þokkalega sjálfbær með matvæli. Það er aumt þjóðríki sem reiðir sig á matvælaframleiðslu annarra þjóða og því vona ég að hið mjög svo umdeilda matvæla frumvarp verði ekki lagt fram aftur á Alþingi. Við verðum að standa vörð um framleiðslu nauðsynjavara eins og matvæla, það held ég að við séum að uppgötva núna þegar við sjáum að það þarf gjaldeyri til að versla útlendu ostana, kjúklingabringurnar og pizzurnar. Gjaldeyri sem ekki er jafn sjálfgefinn og við hingað til höfum haldið. Spurning hvað Jónas Kristjáns. segir núna ?
------------------------
Á laugardeginum fórum við Svava á tónleika með hljómsveit Tónlistarskólans í Reykjavík, þar lék Chrissie Telma Guðmundsdóttir einleik með sveitinni. Stóð sig frábærlega. Irena nágranni okkar lék með hljómsveitinni svo það var margfalt tilefni til að mæta á tónleikana. Það er gaman að sjá hversu efnilega unglinga við eigum hér Hvergerðingar.
Ný sýning var opnuð í Listasafninu í dag sunnudag. Picasso á Íslandi heitir hún en sýningarstjóri er Helgi Þorgils Friðjónsson. Á sýningunni má sjá listaverk íslenskra listamanna sem orðið hafa fyrir áhrifum af Picasso. Mjög skemmtileg sýning enda mörg þekktustu verka þjóðarinnar komin hingað austur fyrir fjall. Sem auka bónus er hið fræga listaverk "Jacqueline" Picassos núna komin austur fyrir fjall og er það örugglega í fyrsta skipti sem Picasso ratar útfyrir höfuðborgina...
Flokkurinn hans Alberts í körfubolta keppti hér í Hveragerði um helgina og sá ég tvo leiki hjá ungu mönnunum. Þetta eru flottir strákar sem greinilega þrífast vel undir styrkri stjórn Odds Benedikssonar.
Það er alltaf stórskemmtilegt að lesa pistla dótturinnar á Hvanneyri og þar er núverandi pistill engin undantekning!!
...þar sem allt snérist um ástand efnahagsmála. Árni Johnsen mætti á fyrsta opna hús Sjálfstæðisfélagsins í vetur og það gerðu einnig hátt í 30 gestir sem greinilega voru orðnir langeygir eftir hittingi! Miklar umræður og líflegar og greinilegt að hver hefur sína skoðun á máli málanna. Stefnt er að öðrum gesti á þarnæsta opna hús sem einnig mun fjalla um efnahagsmálin.
Annars held ég að þjóðin hafi beðið með andakt eftir Silfri Egils í dag enda óvanalega mikið um að vera í samfélaginu. Það var gaman að heyra afstöðu Þorvalds Gylfasonar sem pakkaði í huggulegan búning þeim skoðunum sem til dæmis voru mjög ofarlega í huga gesta í opna húsinu á laugardag. Síðan fannst mér stórkostlegt að heyra í forsvarsmönnum matvöruverslana hvetja þjóðina til að kaupa íslenskar vörur. Það var aldeilis tími til kominn verð ég að segja að fólk áttaði sig á mikilvægi þess að þjóðin sé þokkalega sjálfbær með matvæli. Það er aumt þjóðríki sem reiðir sig á matvælaframleiðslu annarra þjóða og því vona ég að hið mjög svo umdeilda matvæla frumvarp verði ekki lagt fram aftur á Alþingi. Við verðum að standa vörð um framleiðslu nauðsynjavara eins og matvæla, það held ég að við séum að uppgötva núna þegar við sjáum að það þarf gjaldeyri til að versla útlendu ostana, kjúklingabringurnar og pizzurnar. Gjaldeyri sem ekki er jafn sjálfgefinn og við hingað til höfum haldið. Spurning hvað Jónas Kristjáns. segir núna ?
------------------------
Á laugardeginum fórum við Svava á tónleika með hljómsveit Tónlistarskólans í Reykjavík, þar lék Chrissie Telma Guðmundsdóttir einleik með sveitinni. Stóð sig frábærlega. Irena nágranni okkar lék með hljómsveitinni svo það var margfalt tilefni til að mæta á tónleikana. Það er gaman að sjá hversu efnilega unglinga við eigum hér Hvergerðingar.
Ný sýning var opnuð í Listasafninu í dag sunnudag. Picasso á Íslandi heitir hún en sýningarstjóri er Helgi Þorgils Friðjónsson. Á sýningunni má sjá listaverk íslenskra listamanna sem orðið hafa fyrir áhrifum af Picasso. Mjög skemmtileg sýning enda mörg þekktustu verka þjóðarinnar komin hingað austur fyrir fjall. Sem auka bónus er hið fræga listaverk "Jacqueline" Picassos núna komin austur fyrir fjall og er það örugglega í fyrsta skipti sem Picasso ratar útfyrir höfuðborgina...
Flokkurinn hans Alberts í körfubolta keppti hér í Hveragerði um helgina og sá ég tvo leiki hjá ungu mönnunum. Þetta eru flottir strákar sem greinilega þrífast vel undir styrkri stjórn Odds Benedikssonar.
Það er alltaf stórskemmtilegt að lesa pistla dótturinnar á Hvanneyri og þar er núverandi pistill engin undantekning!!
2. október 2008
Afmælisferð Kjörís um síðustu helgi tókst afar vel og var gaman að koma Kanada. Flogið var til Montreal og dvalið þar í þrjá daga. Hefði gjarnan viljað vera lengur en nú vitum við hversu margt er hægt að sjá í þessu risastóra landi. Freistandi að keyra þarna og yfir til Bandaríkjanna. Þá þyrfti reyndar að hafa nokkuð margar vikur til ráðstöfunar svo gaman væri að því! Geri það einhvern tíma ;-)
Annars var þessi ferð farin í tilefni af 40 ára afmæli Kjörís, á 30 ára afmælinu var farið til Dublin og mér finnst alveg ótrúlega stutt síðan. Svona er tíminn fljótur að líða... Lokadaginn i Montreal leigðum við Lárus bíl og fórum út fyrir borgina í bæ sem heitir Kirkland. Þar höfðum við nefnilega frétt af þónokkrum mjúkhýsum og mæltum við okkur mót við eiganda eins þeirra. Virkilega gaman að sjá þetta hús og ekki síður að heyra hversu ánægður eigandinn er með mannvirkið sem nú er 10 ára. Þarna gerir miklar frosthörkur á veturna en frost fer allt niður í -30°C þegar verst er. Einnig snjóar mjög mikið og sem dæmi má nefna að síðasta vetur snjóaði 3 metra jafnfallið þegar mest var. Allt þetta þolir húsið og hefur reynst afar vel. Þarna inni er skot æfingasvæði fyrir golfara, mini golf og fleira sem gerir það að verkum að hægt er að iðka íþróttina allt árið um kring. Tvö önnur mjúkhýsi voru í þessum bæ, yfir hockey völl, yfir motocross braut og það þriðja í farvatninu yfir fótboltavöll. Alþekktur byggingamáti í Kanada rétt eins og í fjölmörgum öðrum löndum.
-------------------------------
Í vikunni hefur verið nóg að gera, bæjarráð í morgun þar sem meðal annars var samþykktur samningur við Heilbrigðisstofnun Suðurlands um heilsueflandi þjónustu við starfsmenn og trúnaðarlæknisþjónustu. Bindum við vonir við það að samningurinn auki enn gæði Hveragerðisbæjar sem vinnustaðar. Endurskoðaðri fjárhagsáætlun var vísað til fyrri umræðu í bæjarstjórn en sá fundur verður á fimmtudaginn í næstu viku. Niðurstaðan er að við gerum ráð fyrir 120 milljón króna tapi af rekstri og liggur það tap eingöngu í verbótum en verðbólgan reiknast nú 14,5% í stað 4,5% sem er sú tala sem við gerðum ráð fyrir við gerð fjárhagsáætlunar. Handbært fé frá rekstri er aftur á móti jákvætt uppá tæplega 40 milljónir sem sýnir að reksturinn er að búa til fjármuni sem aftur er afar jákvætt sérstaklega miðað við ástandið efnahagsmála í dag.
Hveragerðisbær er ekki með nein lán í erlendum myntum og prísum við okkur sæl í dag. Aftur á móti höfum við ekki notið gengishagnaðar undanfarin ár eins og mörg sveitarfélög hafa gert í staðinn. Mikil verðbólga mun aftur á móti hafa áhrif á lánasafn bæjarins til framtíðar og því verður að ná tökum á þeim vágesti strax. Svo ekki sé nú talað um áhrifin sem gengisfallið og verðbólgan hefur á fjárhag fyrirtækja og almennings í landinu. Ég eins og fleiri stend mig að því að fylgjast með þróun gengisvísitölunnar oft á dag og leist mér ekki á blikinu þegar hún var komin í 208 á tímabili í dag.
Stefnuræða Geirs Haarde á Alþingi í kvöld var góð og einnig fannst mér Illugi Gunnarsson tala af festu og skýrleika um ástand efnahagsmála. Aftur á móti er ótrúlegt að heyra þann besserwisser tón sem margir nota núna sem segjast hafa varað við þessari stöðu fyrir löngu. Fjölmargir gerðu það auðvitað og hallærislegt að einhverjir einstaklingar á Alþingi eigni sér þann málflutning núna. Vinur minn Jóhann Ísleifsson sagði til dæmis þessa gullnu setningu fyrir lifandis löngu síðan þegar við ræddum í góðum hópi um vöxtinn sem þá var í verktaka bransanum: það sem fer upp kemur niður aftur... Það er nú svo einfalt!
En við höfum alla burði til að ná okkur uppúr þessum öldudal og munum auðvitað gera það. Íslenska þrautsegjan er nú ekki horfin sem betur fer...
Annars var þessi ferð farin í tilefni af 40 ára afmæli Kjörís, á 30 ára afmælinu var farið til Dublin og mér finnst alveg ótrúlega stutt síðan. Svona er tíminn fljótur að líða... Lokadaginn i Montreal leigðum við Lárus bíl og fórum út fyrir borgina í bæ sem heitir Kirkland. Þar höfðum við nefnilega frétt af þónokkrum mjúkhýsum og mæltum við okkur mót við eiganda eins þeirra. Virkilega gaman að sjá þetta hús og ekki síður að heyra hversu ánægður eigandinn er með mannvirkið sem nú er 10 ára. Þarna gerir miklar frosthörkur á veturna en frost fer allt niður í -30°C þegar verst er. Einnig snjóar mjög mikið og sem dæmi má nefna að síðasta vetur snjóaði 3 metra jafnfallið þegar mest var. Allt þetta þolir húsið og hefur reynst afar vel. Þarna inni er skot æfingasvæði fyrir golfara, mini golf og fleira sem gerir það að verkum að hægt er að iðka íþróttina allt árið um kring. Tvö önnur mjúkhýsi voru í þessum bæ, yfir hockey völl, yfir motocross braut og það þriðja í farvatninu yfir fótboltavöll. Alþekktur byggingamáti í Kanada rétt eins og í fjölmörgum öðrum löndum.
-------------------------------
Í vikunni hefur verið nóg að gera, bæjarráð í morgun þar sem meðal annars var samþykktur samningur við Heilbrigðisstofnun Suðurlands um heilsueflandi þjónustu við starfsmenn og trúnaðarlæknisþjónustu. Bindum við vonir við það að samningurinn auki enn gæði Hveragerðisbæjar sem vinnustaðar. Endurskoðaðri fjárhagsáætlun var vísað til fyrri umræðu í bæjarstjórn en sá fundur verður á fimmtudaginn í næstu viku. Niðurstaðan er að við gerum ráð fyrir 120 milljón króna tapi af rekstri og liggur það tap eingöngu í verbótum en verðbólgan reiknast nú 14,5% í stað 4,5% sem er sú tala sem við gerðum ráð fyrir við gerð fjárhagsáætlunar. Handbært fé frá rekstri er aftur á móti jákvætt uppá tæplega 40 milljónir sem sýnir að reksturinn er að búa til fjármuni sem aftur er afar jákvætt sérstaklega miðað við ástandið efnahagsmála í dag.
Hveragerðisbær er ekki með nein lán í erlendum myntum og prísum við okkur sæl í dag. Aftur á móti höfum við ekki notið gengishagnaðar undanfarin ár eins og mörg sveitarfélög hafa gert í staðinn. Mikil verðbólga mun aftur á móti hafa áhrif á lánasafn bæjarins til framtíðar og því verður að ná tökum á þeim vágesti strax. Svo ekki sé nú talað um áhrifin sem gengisfallið og verðbólgan hefur á fjárhag fyrirtækja og almennings í landinu. Ég eins og fleiri stend mig að því að fylgjast með þróun gengisvísitölunnar oft á dag og leist mér ekki á blikinu þegar hún var komin í 208 á tímabili í dag.
Stefnuræða Geirs Haarde á Alþingi í kvöld var góð og einnig fannst mér Illugi Gunnarsson tala af festu og skýrleika um ástand efnahagsmála. Aftur á móti er ótrúlegt að heyra þann besserwisser tón sem margir nota núna sem segjast hafa varað við þessari stöðu fyrir löngu. Fjölmargir gerðu það auðvitað og hallærislegt að einhverjir einstaklingar á Alþingi eigni sér þann málflutning núna. Vinur minn Jóhann Ísleifsson sagði til dæmis þessa gullnu setningu fyrir lifandis löngu síðan þegar við ræddum í góðum hópi um vöxtinn sem þá var í verktaka bransanum: það sem fer upp kemur niður aftur... Það er nú svo einfalt!
En við höfum alla burði til að ná okkur uppúr þessum öldudal og munum auðvitað gera það. Íslenska þrautsegjan er nú ekki horfin sem betur fer...