31. október 2008
Byrjaði daginn í Grunnskólanum...
... þar sem ég og nemendur 7. bekkjar skrifuðum undir samning þar sem nemendurnir taka að sér umhverfishreinsun í bænum í vetur. Fyrir verkið fá þau pening í ferðasjóðinn sinn og bærinn hagnast því umhverfi okkar verður bæði snyrtilegra og betra. Að lokinni undirskriftinni bauð ég uppá umræður um það sem krökkunum lægi á hjarta og það var greinilegt að bætt aðstaða í sundlaug og þá sérstaklega rennibraut var eitthvað sem þau innilega óska sér. Það væri svo gaman ef hægt væri að láta þann draum verða að veruleika. Annars voru krakkarnir bæði kurteis og skemmtileg en ég hef ávallt mjög gaman af því að heimsækja skólana í bænum.
--------------------------------
Strax að lokinni undirskrift þurfti ég að fara á fund í Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga en fundurinn var langur og tók lungann úr deginum. Rætt var um fjármálalega samskipti ríkis og sveitarfélaga en afar brýnt er að þau séu í eins góðu lagi og mögulegt er nú þegar óvissutímar eru framundan í efnahagslífi þjóðarinnar. Kristján Möller, ráðherra sveitarstjórnarmála og samgangna, mætti á fundinn ásamt fríðu föruneyti. Spunnust miklar umræður milli hans og stjórnarmanna og væntanlega kemur jákvæð niðurstaða úr þessum viðræðum. Strax að loknum stjórnarfundinum hófst fundur í alþjóðanefnd Sambandsins þannig að deginum var að stærstu leyti eytt í Borgartúninu.
-------------------------------
Tók því ekki að fara austur og því kíkti ég í Kringluna ásamt Svövu vinkonu áður en Lalli og strákarnir mættu á svæðið því leiðin lá í Borgarleikhúsið þar sem við sáum Fólkið í blokkinni í kvöld. Afar skemmtileg sýning en uppsetningin ein og sér gerir sýninguna eftirminnilega. Þetta er sýning sem enginn ætti að láta framhjá sér fara. Skemmtum við öll okkur vel nema kannski helst Tim sem skyldi nú víst mest lítið af því sem fram fór á sviðinu :-)
-----------------------------
Laufey og Elli mætt á svæðið þegar við komum heim en hjá þeim stendur mikið til. Ferðalag í Þórsmörk á morgun á árshátíð Arctic. Víkingaklæðnaður áskilinn og mikið á sig lagt í þeim efnum.
... þar sem ég og nemendur 7. bekkjar skrifuðum undir samning þar sem nemendurnir taka að sér umhverfishreinsun í bænum í vetur. Fyrir verkið fá þau pening í ferðasjóðinn sinn og bærinn hagnast því umhverfi okkar verður bæði snyrtilegra og betra. Að lokinni undirskriftinni bauð ég uppá umræður um það sem krökkunum lægi á hjarta og það var greinilegt að bætt aðstaða í sundlaug og þá sérstaklega rennibraut var eitthvað sem þau innilega óska sér. Það væri svo gaman ef hægt væri að láta þann draum verða að veruleika. Annars voru krakkarnir bæði kurteis og skemmtileg en ég hef ávallt mjög gaman af því að heimsækja skólana í bænum.
--------------------------------
Strax að lokinni undirskrift þurfti ég að fara á fund í Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga en fundurinn var langur og tók lungann úr deginum. Rætt var um fjármálalega samskipti ríkis og sveitarfélaga en afar brýnt er að þau séu í eins góðu lagi og mögulegt er nú þegar óvissutímar eru framundan í efnahagslífi þjóðarinnar. Kristján Möller, ráðherra sveitarstjórnarmála og samgangna, mætti á fundinn ásamt fríðu föruneyti. Spunnust miklar umræður milli hans og stjórnarmanna og væntanlega kemur jákvæð niðurstaða úr þessum viðræðum. Strax að loknum stjórnarfundinum hófst fundur í alþjóðanefnd Sambandsins þannig að deginum var að stærstu leyti eytt í Borgartúninu.
-------------------------------
Tók því ekki að fara austur og því kíkti ég í Kringluna ásamt Svövu vinkonu áður en Lalli og strákarnir mættu á svæðið því leiðin lá í Borgarleikhúsið þar sem við sáum Fólkið í blokkinni í kvöld. Afar skemmtileg sýning en uppsetningin ein og sér gerir sýninguna eftirminnilega. Þetta er sýning sem enginn ætti að láta framhjá sér fara. Skemmtum við öll okkur vel nema kannski helst Tim sem skyldi nú víst mest lítið af því sem fram fór á sviðinu :-)
-----------------------------
Laufey og Elli mætt á svæðið þegar við komum heim en hjá þeim stendur mikið til. Ferðalag í Þórsmörk á morgun á árshátíð Arctic. Víkingaklæðnaður áskilinn og mikið á sig lagt í þeim efnum.
Comments:
Skrifa ummæli