<$BlogRSDUrl$>

20. október 2008

Föstudagur og lífleg helgi!

Á föstudaginn funduðu sveitarstjórnamenn landsins um efnahagsvandann. Farið var yfir þá stöðu sem sveitarfélögin standa frammi fyrir en ljóst er af máli manna að höfuðborgarsvæðið fer verr útúr ástandinu heldur en landsbyggðin. Þar er búið að endurgreiða gatnagerðargjöld fyrir á sjötta milljarð og slíkt tekur í. Á landsbyggðinni, fjarri vaxtarsvæðum, hefur í raun ríkt kreppuástand mörg undanfarin ár. Vinnustaðir lagst af með tilheyrandi fólksflótta og verðfalli fasteigna. Þetta er veruleiki margra þéttbýliskjarna á landsbyggðinni sem höfuðborgarsvæðið stendur nú einnig frammi fyrir.

Þrátt fyrir að sveitarstjórnarmenn eigi nú að hefja fjárhagsáætlunargerð þá er ljóst að óvissan er svo gríðarleg að erfitt er um vik. Hverjar verða tekjur næsta árs? Mun aukið atvinnuleysi hafa áhrif á tekjustofna? Fá sveitarfélögin nauðsynlegt lánsfé? Við þessum spurningum og ótal fleiri fást engin svör.

Á fundinum tilkynnti Ólafur Áki, sveitarstjóri í Ölfusi, að Bitru virkjun væri aftur komin inná skipulag í Ölfusinu og kallaði hann eftir samstöðu Sunnlendinga um þá framkvæmd! Yfirlýsingin kom mér á óvart og olli mér vonbrigðum enda þykir mér sem nágrannar okkar nýti sér nú út í ystu æsar þá stöðu sem nú er uppi. Það á auðvitað ekki að hvika frá umhverfissjónarmiðum og þeim gildum sem við hingað til höfum haft í hávegum þrátt fyrir þann vanda sem nú ríkir. Við megum ekki sem þjóð fara á taugum og rýra þannig lífsgæði okkar sjálfra og allra þeirra sem í kjölfar okkar koma.
Eins og við höfum alltaf sagt Hvergerðingar, virkjum Hverahlíð og Gráuhnjúka, stækkum Hellisheiðarvirkjun enda hafa framkvæmdir á þessum svæðum minniháttar áhrif. Látum aftur á móti Bitru í friði þar sem virkjun þar er óásættanleg þó ekki væri nema vegna nálægðar við Hveragerðisbæ og þeirrar miklu röskunar sem hún mun hafa í för með sér. Gott er að minna á að fjarlægð borhola Bitruvirkjunar frá Hveragerðisbæ er eins og ef virkjun væri sett í Bústaðahverfið miðað við Alþingishúsið. Ef við miðum við ystu mörk byggðar Reykjavíkur þá er Bitruvirkjun í Heiðmörk! Það er skylda mín að berjast gegn því að hagsmunum Hveragerðisbæjar sé fórnað fyrir skammtímasjónarmið. Allir sveitarstjórnarmenn myndu gera slíkt hið sama væru þeir í okkar stöðu.

Opið hús Sjálfstæðismanna á laugardagsmorgninum var afar vel sótt enda var Ragnar Önundarson gestur dagsins. Ragnar hefur ríflega 30 ára reynslu úr bankakerfinu og hefur hann allt frá árinu 2005 varað við þeirri stöðu sem nú er komin upp hér. Það var afar fróðlegt en samt á vissan hátt niðurdrepandi að hlusta á Ragnar segja frá, því á hann var ekki hlustað, því miður!

Tók á móti hópi frá Sandgerði eftir hádegi á laugardag. Fór og sýndi þeim nýja hverasvæðið en nú er þónokkuð síðan ég kom þar síðast. Heilmikið hefur breyst en stór og kröftugur vatnshver hefur nýlega opnast í veginum neðan við Fífilbrekku.
Heldur minni kraftur fannst mér vera í Leirgerði en það er dagamunur á hverunum það er nokkuð ljóst.

Síðdegis fórum við Adda vinkona síðan til Reykjavíkur í virðulegt konuboð til Jóhönnu sem átti afmæli í gær. Ég held að sjaldan eða aldrei hafi umræðurnar verið fjörugri enda umræðuefnin næg þessa dagana.

Í dag sunnudag tók ég til í garðinum fyrir veturinn, rakaði saman laufi í massavís og breiddi yfir blómin mín svo þau fari ekki eins illa í vetur. Garðvinnan er eitt það skemmtilegasta sem ég geri og meira segja í morgun í snjófjúkinu og rokinu sem þá var. Ætluðum í bæinn en nenntum því svo alls ekki. Fórum í staðinn á Selfoss á sögusýningu Landsbankans sem er mjög skemmtileg. Vel til fundið að hafa hana í Tryggvaskála því þá er hægt að skoða endurbæturnar þar í leiðinni. Enduðum síðan í vöfflukaffi hjá Dísu og Guðmundi frænda. Alltaf gaman að koma þangað enda áhugamál þeirra margvísleg og áhugaverð.

Valdi, Sigrún, Jói og Guðbjörg komu síðan í kvöldmat og sjónvarpsgláp en Svartir englar og Dagvaktin eru ómissandi á sunnudagskvöldum!

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

  • Um Aldísi ...
  • Ræður og greinar ...
  • Aftur á forsíðu...
  • Tenglar
  • Mjúkhýsi í Hveragerði ?
  • Síða Sjálfstæðisflokksins
  • Sjálfstæðismenn í Hveragerði
  • Sjálfstæðiskonur
  • Sjálfstæðismenn í Suður.
  • Gagnagátt Sambandsins
  • Besti ísinn!
  • Morgunblaðið á netinu
  • Vísir.is
  • DFS - Fréttasíða Dagskrárinnar
  • Fleiri Sunnlenskar fréttir
  • Mælingar á loftgæðum í Hveragerði
  • Hveragerði
  • Heimasíður fyrirtækja í Hveragerði
  • Grunnskólinn í­ Hveragerði
  • Íþróttafélagið Hamar
  • Veðurspá fyrir Hveragerði
  • Fjölbrautaskóli Suðurlands
  • Gagnasöfn Hvar.is
  • Besti bloggarinn ! ! !
  • Vefbanki Valla...
  • SASS
  • Myndir Bjössa á Bláfelli
  • Nátturan.is
  • Orðaþýðingar - frábær síða
  • Færð og veður á SV-landi
  • Leitarvélin
  • Sí­maskráin
  • Ýmsar myndir
  • Myndasíða
  • Úr reisubókinni
  • Flórída janúar 2017
  • Litháen, Armenia og Karabakh 2015
  • Serbí­a og Svartfjallaland 2005
  • Istanbul í­ Tyrklandi 2005
  • Búkarest í Rúmení­u 2006
  • Ítalía 2007
  • Svartfjallaland 2008
  • Danmörk 2010
  • Heimsreisa Laufeyjar og Elvars 2011-2012
  • Hefur þú skoðun?
  • Hafðu samband!
    Eldri færslur
  • 1.1.2004 - 1.2.2004
  • 1.2.2004 - 1.3.2004
  • 1.3.2004 - 1.4.2004
  • 1.5.2004 - 1.6.2004
  • 1.6.2004 - 1.7.2004
  • 1.7.2004 - 1.8.2004
  • 1.8.2004 - 1.9.2004
  • 1.9.2004 - 1.10.2004
  • 1.10.2004 - 1.11.2004
  • 1.11.2004 - 1.12.2004
  • 1.12.2004 - 1.1.2005
  • 1.1.2005 - 1.2.2005
  • 1.3.2005 - 1.4.2005
  • 1.4.2005 - 1.5.2005
  • 1.5.2005 - 1.6.2005
  • 1.6.2005 - 1.7.2005
  • 1.7.2005 - 1.8.2005
  • 1.8.2005 - 1.9.2005
  • 1.9.2005 - 1.10.2005
  • 1.10.2005 - 1.11.2005
  • 1.11.2005 - 1.12.2005
  • 1.12.2005 - 1.1.2006
  • 1.1.2006 - 1.2.2006
  • 1.2.2006 - 1.3.2006
  • 1.3.2006 - 1.4.2006
  • 1.4.2006 - 1.5.2006
  • 1.5.2006 - 1.6.2006
  • 1.6.2006 - 1.7.2006
  • 1.7.2006 - 1.8.2006
  • 1.8.2006 - 1.9.2006
  • 1.9.2006 - 1.10.2006
  • 1.10.2006 - 1.11.2006
  • 1.11.2006 - 1.12.2006
  • 1.12.2006 - 1.1.2007
  • 1.1.2007 - 1.2.2007
  • 1.2.2007 - 1.3.2007
  • 1.3.2007 - 1.4.2007
  • 1.4.2007 - 1.5.2007
  • 1.5.2007 - 1.6.2007
  • 1.6.2007 - 1.7.2007
  • 1.7.2007 - 1.8.2007
  • 1.8.2007 - 1.9.2007
  • 1.9.2007 - 1.10.2007
  • 1.10.2007 - 1.11.2007
  • 1.11.2007 - 1.12.2007
  • 1.12.2007 - 1.1.2008
  • 1.1.2008 - 1.2.2008
  • 1.2.2008 - 1.3.2008
  • 1.3.2008 - 1.4.2008
  • 1.4.2008 - 1.5.2008
  • 1.5.2008 - 1.6.2008
  • 1.6.2008 - 1.7.2008
  • 1.7.2008 - 1.8.2008
  • 1.8.2008 - 1.9.2008
  • 1.9.2008 - 1.10.2008
  • 1.10.2008 - 1.11.2008
  • 1.11.2008 - 1.12.2008
  • 1.12.2008 - 1.1.2009
  • 1.1.2009 - 1.2.2009
  • 1.2.2009 - 1.3.2009
  • 1.3.2009 - 1.4.2009
  • 1.4.2009 - 1.5.2009
  • 1.5.2009 - 1.6.2009
  • 1.6.2009 - 1.7.2009
  • 1.7.2009 - 1.8.2009
  • 1.8.2009 - 1.9.2009
  • 1.9.2009 - 1.10.2009
  • 1.10.2009 - 1.11.2009
  • 1.11.2009 - 1.12.2009
  • 1.12.2009 - 1.1.2010
  • 1.1.2010 - 1.2.2010
  • 1.2.2010 - 1.3.2010
  • 1.3.2010 - 1.4.2010
  • 1.4.2010 - 1.5.2010
  • 1.5.2010 - 1.6.2010
  • 1.6.2010 - 1.7.2010
  • 1.7.2010 - 1.8.2010
  • 1.8.2010 - 1.9.2010
  • 1.9.2010 - 1.10.2010
  • 1.10.2010 - 1.11.2010
  • 1.11.2010 - 1.12.2010
  • 1.12.2010 - 1.1.2011
  • 1.1.2011 - 1.2.2011
  • 1.2.2011 - 1.3.2011
  • 1.3.2011 - 1.4.2011
  • 1.4.2011 - 1.5.2011
  • 1.5.2011 - 1.6.2011
  • 1.6.2011 - 1.7.2011
  • 1.7.2011 - 1.8.2011
  • 1.8.2011 - 1.9.2011
  • 1.9.2011 - 1.10.2011
  • 1.10.2011 - 1.11.2011
  • 1.11.2011 - 1.12.2011
  • 1.12.2011 - 1.1.2012
  • 1.1.2012 - 1.2.2012
  • 1.2.2012 - 1.3.2012
  • 1.3.2012 - 1.4.2012
  • 1.4.2012 - 1.5.2012
  • 1.5.2012 - 1.6.2012
  • 1.6.2012 - 1.7.2012
  • 1.7.2012 - 1.8.2012
  • 1.8.2012 - 1.9.2012
  • 1.9.2012 - 1.10.2012
  • 1.10.2012 - 1.11.2012
  • 1.11.2012 - 1.12.2012
  • 1.12.2012 - 1.1.2013
  • 1.1.2013 - 1.2.2013
  • 1.2.2013 - 1.3.2013
  • 1.3.2013 - 1.4.2013
  • 1.4.2013 - 1.5.2013
  • 1.5.2013 - 1.6.2013
  • 1.6.2013 - 1.7.2013
  • 1.7.2013 - 1.8.2013
  • 1.8.2013 - 1.9.2013
  • 1.9.2013 - 1.10.2013
  • 1.10.2013 - 1.11.2013
  • 1.11.2013 - 1.12.2013
  • 1.12.2013 - 1.1.2014
  • 1.1.2014 - 1.2.2014
  • 1.2.2014 - 1.3.2014
  • 1.3.2014 - 1.4.2014
  • 1.4.2014 - 1.5.2014
  • 1.5.2014 - 1.6.2014
  • 1.8.2014 - 1.9.2014
  • 1.9.2014 - 1.10.2014
  • 1.10.2014 - 1.11.2014
  • 1.11.2014 - 1.12.2014
  • 1.12.2014 - 1.1.2015
  • 1.1.2015 - 1.2.2015
  • 1.2.2015 - 1.3.2015
  • 1.3.2015 - 1.4.2015
  • 1.4.2015 - 1.5.2015
  • 1.6.2015 - 1.7.2015
  • 1.7.2015 - 1.8.2015
  • 1.8.2015 - 1.9.2015
  • 1.9.2015 - 1.10.2015
  • 1.10.2015 - 1.11.2015
  • 1.11.2015 - 1.12.2015
  • 1.12.2015 - 1.1.2016
  • 1.1.2016 - 1.2.2016
  • 1.2.2016 - 1.3.2016
  • 1.3.2016 - 1.4.2016
  • 1.4.2016 - 1.5.2016
  • 1.5.2016 - 1.6.2016
  • 1.6.2016 - 1.7.2016
  • 1.7.2016 - 1.8.2016
  • 1.8.2016 - 1.9.2016
  • 1.9.2016 - 1.10.2016
  • 1.10.2016 - 1.11.2016
  • 1.11.2016 - 1.12.2016
  • 1.12.2016 - 1.1.2017
  • 1.1.2017 - 1.2.2017
  • 1.2.2017 - 1.3.2017
  • 1.3.2017 - 1.4.2017
  • 1.5.2017 - 1.6.2017
  • 1.6.2017 - 1.7.2017
  • 1.8.2017 - 1.9.2017
  • 1.9.2017 - 1.10.2017
  • 1.10.2017 - 1.11.2017
  • 1.11.2017 - 1.12.2017
  • 1.12.2017 - 1.1.2018
  • 1.1.2018 - 1.2.2018
  • 1.2.2018 - 1.3.2018
  • 1.3.2018 - 1.4.2018
  • 1.4.2018 - 1.5.2018
  • 1.5.2018 - 1.6.2018
  • 1.8.2018 - 1.9.2018
  • 1.11.2018 - 1.12.2018
  • 1.4.2021 - 1.5.2021
  • 1.5.2021 - 1.6.2021
  • 1.6.2021 - 1.7.2021
  • 1.7.2021 - 1.8.2021
  • Free Guestbook from Bravenet Free Guestbook from Bravenet