8. október 2008
Fréttir, fundir og fleira...
Það er þunglyndisgefandi að hlusta á fréttir þessa dagana, fátt jákvætt en þó beið maður eftir blaðamannafundinum kl. 16 í dag og vonaðist eftir jákvæðum fréttum. Heldur var fundurinn efnislítill enda tilkynningin sem lesin var löngu komin á netið.
Það er þó alltaf traustvekjandi að sjá og heyra í Geir og hann á nú þegar að setja upp daglega blaðamannafundi. Það myndi slá á ólguna ef fólk vissi að daglega fengi það upplýsingar. Þegar blaðamannafundir eru haldnir óreglulega eins og nú er þá heldur maður ósjálfrátt að himinn og jörð sé að farast þegar forsætisráðherrann boðar til fundar. Slíkt eykur ekki stöðugleikann...
Þegar umrótinu linnir eftir hamagang undangenginna daga þá hlýtur þjóðin að sameinast í leit sinni að sannleikanum um það hvað það var sem gerðist hér í raun og veru og kannski ekki síður hvernig slíkir atburðir gátu gerst. Það mun verða nauðsynlegt til þess að við sem þjóð getum lært af þeim atburðum sem nú eiga sér stað. Það er ástæða til að óttast að græðgi, óhóflegt bruðl, óraunhæf bjartsýni og heimskulegar ákvarðanir örfárra einstaklinga hafi komið þjóðinni í þá stöðu sem við nú erum í, því miður.
Af því að ég er alin upp við það að verðmæti verði til með framleiðslu þá finnst mér eins og þeir sem mest hefur verið hampað hafi gleymt þeirri augljósu staðreynd. Ætli þeir hafi allir skrópað í fyrsta hagfræðitímanum og þá kannski líka sleppt fyrsta kaflanum í kennslubókinni... Peningar verða ekki til af engu. Framleiðsla og verðmætasköpun þarf að koma til til þess að verðmæti skapist. Þetta ættum við Íslendingar að vita manna best sem í gegnum tíðina höfum lifað af verðmætasköpun í sjávarútvegi og landbúnaði.
-------------------------
Annars byrjaði dagurinn á foreldradegi í grunnskólanum. Nemendur í bekknum hans Alberts kynntu námsefni vetrarins fyrir foreldrum og það sama var gert í öðrum bekkjum skólans. Mikill fjöldi foreldra fylgdi börnum sínum í morgun og var gaman að sjá hversu ánægðir allir voru með þessa breyttu tilhögun á námskynningunum. Að loknum foreldradegi afhentum við Jóhanna viðurkenningar í sundátaki sumarsins en ríflega 30 börn fengu viðurkenningu fyrir að hafa verið dugleg að mæta í sund. Nokkur fengu síðan sérstaka viðurkenningu fyrir að hafa komið oftar en 30 sinnum á tímabilinu, geri aðrir betur. þetta er i annað skipti sem Hveragerðisbær stofnar til átaks í þessa veru og þykir okkur hafa tekist vel til.
Fundur var með forsvarsmönnum Sunnlenskrar orku í dag þar sem bæjarstjórn voru kynntar hugmyndir stjórnarinnar varðandi nýtingu borholanna í Dalnum. Nokkrar umræður urðu um málið en tími ákvarðanatöku er ekki kominn.
Strax að loknum fundinum hófst fundur starfshóps um viðbyggingu við Grunnskólann í Hveragerði. Við lögðum lokahönd á skýrslu um rýmisþörf skólans til framtíðar en ljóst er að til að skólinn rúmi 3 bekkjardeildir í hverjum árgangi eins og stefnt er að þarf að byggja um 2500 nýja fermetra við húsið. Rýmisþörfina þarf núna að setja í endanlegan búning og í kjölfarið verður hún lögð fram til kynningar hjá hagsmunaðilum.
-----------------------------
Alveg óvart letilíf heima í kvöld sem var afar notalegt! ! !
Það er þunglyndisgefandi að hlusta á fréttir þessa dagana, fátt jákvætt en þó beið maður eftir blaðamannafundinum kl. 16 í dag og vonaðist eftir jákvæðum fréttum. Heldur var fundurinn efnislítill enda tilkynningin sem lesin var löngu komin á netið.
Það er þó alltaf traustvekjandi að sjá og heyra í Geir og hann á nú þegar að setja upp daglega blaðamannafundi. Það myndi slá á ólguna ef fólk vissi að daglega fengi það upplýsingar. Þegar blaðamannafundir eru haldnir óreglulega eins og nú er þá heldur maður ósjálfrátt að himinn og jörð sé að farast þegar forsætisráðherrann boðar til fundar. Slíkt eykur ekki stöðugleikann...
Þegar umrótinu linnir eftir hamagang undangenginna daga þá hlýtur þjóðin að sameinast í leit sinni að sannleikanum um það hvað það var sem gerðist hér í raun og veru og kannski ekki síður hvernig slíkir atburðir gátu gerst. Það mun verða nauðsynlegt til þess að við sem þjóð getum lært af þeim atburðum sem nú eiga sér stað. Það er ástæða til að óttast að græðgi, óhóflegt bruðl, óraunhæf bjartsýni og heimskulegar ákvarðanir örfárra einstaklinga hafi komið þjóðinni í þá stöðu sem við nú erum í, því miður.
Af því að ég er alin upp við það að verðmæti verði til með framleiðslu þá finnst mér eins og þeir sem mest hefur verið hampað hafi gleymt þeirri augljósu staðreynd. Ætli þeir hafi allir skrópað í fyrsta hagfræðitímanum og þá kannski líka sleppt fyrsta kaflanum í kennslubókinni... Peningar verða ekki til af engu. Framleiðsla og verðmætasköpun þarf að koma til til þess að verðmæti skapist. Þetta ættum við Íslendingar að vita manna best sem í gegnum tíðina höfum lifað af verðmætasköpun í sjávarútvegi og landbúnaði.
-------------------------
Annars byrjaði dagurinn á foreldradegi í grunnskólanum. Nemendur í bekknum hans Alberts kynntu námsefni vetrarins fyrir foreldrum og það sama var gert í öðrum bekkjum skólans. Mikill fjöldi foreldra fylgdi börnum sínum í morgun og var gaman að sjá hversu ánægðir allir voru með þessa breyttu tilhögun á námskynningunum. Að loknum foreldradegi afhentum við Jóhanna viðurkenningar í sundátaki sumarsins en ríflega 30 börn fengu viðurkenningu fyrir að hafa verið dugleg að mæta í sund. Nokkur fengu síðan sérstaka viðurkenningu fyrir að hafa komið oftar en 30 sinnum á tímabilinu, geri aðrir betur. þetta er i annað skipti sem Hveragerðisbær stofnar til átaks í þessa veru og þykir okkur hafa tekist vel til.
Fundur var með forsvarsmönnum Sunnlenskrar orku í dag þar sem bæjarstjórn voru kynntar hugmyndir stjórnarinnar varðandi nýtingu borholanna í Dalnum. Nokkrar umræður urðu um málið en tími ákvarðanatöku er ekki kominn.
Strax að loknum fundinum hófst fundur starfshóps um viðbyggingu við Grunnskólann í Hveragerði. Við lögðum lokahönd á skýrslu um rýmisþörf skólans til framtíðar en ljóst er að til að skólinn rúmi 3 bekkjardeildir í hverjum árgangi eins og stefnt er að þarf að byggja um 2500 nýja fermetra við húsið. Rýmisþörfina þarf núna að setja í endanlegan búning og í kjölfarið verður hún lögð fram til kynningar hjá hagsmunaðilum.
-----------------------------
Alveg óvart letilíf heima í kvöld sem var afar notalegt! ! !
Comments:
Skrifa ummæli