26. október 2008
Fórum norður á Sauðárkrók á miðvikudagskvöldið til að verða á undan óveðrinu sem spáð var á fimmtudag. Vorum reyndar á undan eða eftir veðrinu alla helgina sem var nokkuð gott. Á fimmtudag keyrðum við í skafrenningi yfir til Hóla í Hjaltadal þar sem við hittum Sólrúnu frænku sem gaf sér góðan tíma til að sýna okkur Brúnastaði sem er stærsta hesthús landsins. Skoðuðum líka reiðhallirnar og kíktum á kennslustund í járningum. Gaman að fá að skoða þetta allt saman og sérstaklega með einhverjum sem þekkir þetta allt út og inn.
Það var varla stætt í rokinu á Hegranesinu þegar við stoppuðum til að taka myndir af látunum í hafinu þennan dag.
Eyddum föstudegi og fyrri parti laugardagsins á Akureyri með Valda og Sigrúnu. Veðrið alveg ótrúlega leiðinlegt, hríðarbylur og mikill snjór en í góðum félagsskap skiptir það ekki svo miklu máli.
Það rétt grillti í fjöllin þegar við keyrðum yfir til Sauðárkróks síðdegis á laugardegi og áfram snjóaði...
Árshátíð Lionsklúbbanna í Skagafirði á laugardagskvöldinu var hin ágætasta skemmtun en þangað fórum við í boði Bjarna og Dísu. Fórum síðan í gönguferð um Krókinn á sunnudagsmorgni og það var lygilegt hversu mikið hafði snjóað. Bærinn einstaklega fallegur og leit gamli bæjarhlutinn út eins og klipptur úr jólabók um Maddit.
Hér fyrir sunnan er ekki hægt að tala um snjó miðað við fannfergið fyrir norðan.
Það var varla stætt í rokinu á Hegranesinu þegar við stoppuðum til að taka myndir af látunum í hafinu þennan dag.
Eyddum föstudegi og fyrri parti laugardagsins á Akureyri með Valda og Sigrúnu. Veðrið alveg ótrúlega leiðinlegt, hríðarbylur og mikill snjór en í góðum félagsskap skiptir það ekki svo miklu máli.
Það rétt grillti í fjöllin þegar við keyrðum yfir til Sauðárkróks síðdegis á laugardegi og áfram snjóaði...
Árshátíð Lionsklúbbanna í Skagafirði á laugardagskvöldinu var hin ágætasta skemmtun en þangað fórum við í boði Bjarna og Dísu. Fórum síðan í gönguferð um Krókinn á sunnudagsmorgni og það var lygilegt hversu mikið hafði snjóað. Bærinn einstaklega fallegur og leit gamli bæjarhlutinn út eins og klipptur úr jólabók um Maddit.
Hér fyrir sunnan er ekki hægt að tala um snjó miðað við fannfergið fyrir norðan.
Comments:
Skrifa ummæli