30. október 2008
Í gær fimmtudag var haldið hóf fyrir Sjálfstæðiskonur í Suðurkjördæmi í Valhöll. Þar mætti stór hópur kvenna og gerði sér glaðan dag yfir góðum veitingum. Það var Landssamband Sjálfstæðiskvenna sem stóð fyrir boðinu en þar er Drífa Hjartardóttir nú framkvæmdastjóri. Ég, Unnur Brá og Björk ávörpuðum hópinn ásamt Drífu. Öllum varð tíðrætt um niðurstöðu nýjustu skoðanakönnunar Gallup á fylgi flokkanna en þar mælist Sjálfstæðisflokkurinn nú með 26% fylgi. Það sérkennilega við könnunina er aftur á móti sterk staða Samfylkingarinnar. Það vekur furðu að annar stjórnarflokkurinn fitnar eins og púkinn á fjósbitanum á meðan að hinn skreppur saman. Þetta er mál sem við Sjálfstæðismenn verðum að skoða til hlýtar og það verður gert á næstu vikum.
-----------------------
Kynningarfundur um Auga Óðins fyrir boðsgesti var haldinn á Hótel Örk í gærkvöldi. Hugmyndirnar eru ótrúlega magnaðar og gaman að því að stórhuga menn skuli enn halda dampi hér á Íslandi. Þeir sem standa að verkefninu hafa nú opnað heimasíðu sem vert er að skoða.
-----------------------
Kynningarfundur um Auga Óðins fyrir boðsgesti var haldinn á Hótel Örk í gærkvöldi. Hugmyndirnar eru ótrúlega magnaðar og gaman að því að stórhuga menn skuli enn halda dampi hér á Íslandi. Þeir sem standa að verkefninu hafa nú opnað heimasíðu sem vert er að skoða.
Comments:
Skrifa ummæli