15. október 2008
Fór í dag og skoðaði aðstöðuhúsið sem nú rís við fótboltavöllinn inn í Dal. Þetta verður stórt og mikið hús, tveir búningsklefar, sérstakt búningsherbergi fyrir dómara, alls konar geymslur, rúmgóð starfsmannaaðstaða og síðast en ekki síst er í húsinu ca. 50 m2 opið rými sem opnast út á yfirbyggðan pall. Salurinn er bjartur og skemmtilegur og þar má strax sjá ótal notkunarmöguleika. Með þessu húsi verður bylting á aðstöðu knattspyrnumanna og kvenna sem vonandi eflir starf þeirra enn frekar. Reyndar eru enn einhverjir mánuðir í að húsið verði tilbúið en það er klárlega á góðri siglingu.
Fyrst við vorum nú farin á rúntinn þá litum við líka við í áhaldahúsinu nýja. Þar er nú verið að innrétta húsnæðið en Orkuveita Reykjavíkur keypti gamla áhaldahúsið fyrir nokkrum árum og nú er komið að því að rýma það. Nýja húsið er við hlið slökkvistöðvarinnar við Austurmörk, á besta stað í bænum. Það er ekki stórt en ætti að nýtast starfsemi áhaldahússins vel. Vona að strákarnir verði ánægðir með flutninginn.
Annars var lítið um heimsóknir og hringingar í dag þannig að góður tími gafst til að klára mál, skrifa bréf og undirbúa bæjarráðsfundinn í fyrramálið.
Hér vöknuðum við fyrir allar aldir enda Albert á körfuboltaæfingu kl. 6:30, því ákváðum við Tim að skella okkur í laugina sem við höfum reyndar gert svolítið af að undanförnu. Ótrúlega notalegt að synda svona á morgnana. Síðan fór ég aftur í laugina síðdegis til að fara í mína ómissandi sundleikfimi. Hópurinn er svo yndislegur að það er ekki síst hann sem dregur mig í leikfimina, en síðan er auðvitað sundleikfimi alveg frábærlega skemmtileg! ! !
Fyrst við vorum nú farin á rúntinn þá litum við líka við í áhaldahúsinu nýja. Þar er nú verið að innrétta húsnæðið en Orkuveita Reykjavíkur keypti gamla áhaldahúsið fyrir nokkrum árum og nú er komið að því að rýma það. Nýja húsið er við hlið slökkvistöðvarinnar við Austurmörk, á besta stað í bænum. Það er ekki stórt en ætti að nýtast starfsemi áhaldahússins vel. Vona að strákarnir verði ánægðir með flutninginn.
Annars var lítið um heimsóknir og hringingar í dag þannig að góður tími gafst til að klára mál, skrifa bréf og undirbúa bæjarráðsfundinn í fyrramálið.
Hér vöknuðum við fyrir allar aldir enda Albert á körfuboltaæfingu kl. 6:30, því ákváðum við Tim að skella okkur í laugina sem við höfum reyndar gert svolítið af að undanförnu. Ótrúlega notalegt að synda svona á morgnana. Síðan fór ég aftur í laugina síðdegis til að fara í mína ómissandi sundleikfimi. Hópurinn er svo yndislegur að það er ekki síst hann sem dregur mig í leikfimina, en síðan er auðvitað sundleikfimi alveg frábærlega skemmtileg! ! !
Comments:
Skrifa ummæli