<$BlogRSDUrl$>

2. október 2008

Afmælisferð Kjörís um síðustu helgi tókst afar vel og var gaman að koma Kanada. Flogið var til Montreal og dvalið þar í þrjá daga. Hefði gjarnan viljað vera lengur en nú vitum við hversu margt er hægt að sjá í þessu risastóra landi. Freistandi að keyra þarna og yfir til Bandaríkjanna. Þá þyrfti reyndar að hafa nokkuð margar vikur til ráðstöfunar svo gaman væri að því! Geri það einhvern tíma ;-)
Annars var þessi ferð farin í tilefni af 40 ára afmæli Kjörís, á 30 ára afmælinu var farið til Dublin og mér finnst alveg ótrúlega stutt síðan. Svona er tíminn fljótur að líða... Lokadaginn i Montreal leigðum við Lárus bíl og fórum út fyrir borgina í bæ sem heitir Kirkland. Þar höfðum við nefnilega frétt af þónokkrum mjúkhýsum og mæltum við okkur mót við eiganda eins þeirra. Virkilega gaman að sjá þetta hús og ekki síður að heyra hversu ánægður eigandinn er með mannvirkið sem nú er 10 ára. Þarna gerir miklar frosthörkur á veturna en frost fer allt niður í -30°C þegar verst er. Einnig snjóar mjög mikið og sem dæmi má nefna að síðasta vetur snjóaði 3 metra jafnfallið þegar mest var. Allt þetta þolir húsið og hefur reynst afar vel. Þarna inni er skot æfingasvæði fyrir golfara, mini golf og fleira sem gerir það að verkum að hægt er að iðka íþróttina allt árið um kring. Tvö önnur mjúkhýsi voru í þessum bæ, yfir hockey völl, yfir motocross braut og það þriðja í farvatninu yfir fótboltavöll. Alþekktur byggingamáti í Kanada rétt eins og í fjölmörgum öðrum löndum.
-------------------------------
Í vikunni hefur verið nóg að gera, bæjarráð í morgun þar sem meðal annars var samþykktur samningur við Heilbrigðisstofnun Suðurlands um heilsueflandi þjónustu við starfsmenn og trúnaðarlæknisþjónustu. Bindum við vonir við það að samningurinn auki enn gæði Hveragerðisbæjar sem vinnustaðar. Endurskoðaðri fjárhagsáætlun var vísað til fyrri umræðu í bæjarstjórn en sá fundur verður á fimmtudaginn í næstu viku. Niðurstaðan er að við gerum ráð fyrir 120 milljón króna tapi af rekstri og liggur það tap eingöngu í verbótum en verðbólgan reiknast nú 14,5% í stað 4,5% sem er sú tala sem við gerðum ráð fyrir við gerð fjárhagsáætlunar. Handbært fé frá rekstri er aftur á móti jákvætt uppá tæplega 40 milljónir sem sýnir að reksturinn er að búa til fjármuni sem aftur er afar jákvætt sérstaklega miðað við ástandið efnahagsmála í dag.
Hveragerðisbær er ekki með nein lán í erlendum myntum og prísum við okkur sæl í dag. Aftur á móti höfum við ekki notið gengishagnaðar undanfarin ár eins og mörg sveitarfélög hafa gert í staðinn. Mikil verðbólga mun aftur á móti hafa áhrif á lánasafn bæjarins til framtíðar og því verður að ná tökum á þeim vágesti strax. Svo ekki sé nú talað um áhrifin sem gengisfallið og verðbólgan hefur á fjárhag fyrirtækja og almennings í landinu. Ég eins og fleiri stend mig að því að fylgjast með þróun gengisvísitölunnar oft á dag og leist mér ekki á blikinu þegar hún var komin í 208 á tímabili í dag.

Stefnuræða Geirs Haarde á Alþingi í kvöld var góð og einnig fannst mér Illugi Gunnarsson tala af festu og skýrleika um ástand efnahagsmála. Aftur á móti er ótrúlegt að heyra þann besserwisser tón sem margir nota núna sem segjast hafa varað við þessari stöðu fyrir löngu. Fjölmargir gerðu það auðvitað og hallærislegt að einhverjir einstaklingar á Alþingi eigni sér þann málflutning núna. Vinur minn Jóhann Ísleifsson sagði til dæmis þessa gullnu setningu fyrir lifandis löngu síðan þegar við ræddum í góðum hópi um vöxtinn sem þá var í verktaka bransanum: það sem fer upp kemur niður aftur... Það er nú svo einfalt!

En við höfum alla burði til að ná okkur uppúr þessum öldudal og munum auðvitað gera það. Íslenska þrautsegjan er nú ekki horfin sem betur fer...

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

  • Um Aldísi ...
  • Ræður og greinar ...
  • Aftur á forsíðu...
  • Tenglar
  • Mjúkhýsi í Hveragerði ?
  • Síða Sjálfstæðisflokksins
  • Sjálfstæðismenn í Hveragerði
  • Sjálfstæðiskonur
  • Sjálfstæðismenn í Suður.
  • Gagnagátt Sambandsins
  • Besti ísinn!
  • Morgunblaðið á netinu
  • Vísir.is
  • DFS - Fréttasíða Dagskrárinnar
  • Fleiri Sunnlenskar fréttir
  • Mælingar á loftgæðum í Hveragerði
  • Hveragerði
  • Heimasíður fyrirtækja í Hveragerði
  • Grunnskólinn í­ Hveragerði
  • Íþróttafélagið Hamar
  • Veðurspá fyrir Hveragerði
  • Fjölbrautaskóli Suðurlands
  • Gagnasöfn Hvar.is
  • Besti bloggarinn ! ! !
  • Vefbanki Valla...
  • SASS
  • Myndir Bjössa á Bláfelli
  • Nátturan.is
  • Orðaþýðingar - frábær síða
  • Færð og veður á SV-landi
  • Leitarvélin
  • Sí­maskráin
  • Ýmsar myndir
  • Myndasíða
  • Úr reisubókinni
  • Flórída janúar 2017
  • Litháen, Armenia og Karabakh 2015
  • Serbí­a og Svartfjallaland 2005
  • Istanbul í­ Tyrklandi 2005
  • Búkarest í Rúmení­u 2006
  • Ítalía 2007
  • Svartfjallaland 2008
  • Danmörk 2010
  • Heimsreisa Laufeyjar og Elvars 2011-2012
  • Hefur þú skoðun?
  • Hafðu samband!
    Eldri færslur
  • 1.1.2004 - 1.2.2004
  • 1.2.2004 - 1.3.2004
  • 1.3.2004 - 1.4.2004
  • 1.5.2004 - 1.6.2004
  • 1.6.2004 - 1.7.2004
  • 1.7.2004 - 1.8.2004
  • 1.8.2004 - 1.9.2004
  • 1.9.2004 - 1.10.2004
  • 1.10.2004 - 1.11.2004
  • 1.11.2004 - 1.12.2004
  • 1.12.2004 - 1.1.2005
  • 1.1.2005 - 1.2.2005
  • 1.3.2005 - 1.4.2005
  • 1.4.2005 - 1.5.2005
  • 1.5.2005 - 1.6.2005
  • 1.6.2005 - 1.7.2005
  • 1.7.2005 - 1.8.2005
  • 1.8.2005 - 1.9.2005
  • 1.9.2005 - 1.10.2005
  • 1.10.2005 - 1.11.2005
  • 1.11.2005 - 1.12.2005
  • 1.12.2005 - 1.1.2006
  • 1.1.2006 - 1.2.2006
  • 1.2.2006 - 1.3.2006
  • 1.3.2006 - 1.4.2006
  • 1.4.2006 - 1.5.2006
  • 1.5.2006 - 1.6.2006
  • 1.6.2006 - 1.7.2006
  • 1.7.2006 - 1.8.2006
  • 1.8.2006 - 1.9.2006
  • 1.9.2006 - 1.10.2006
  • 1.10.2006 - 1.11.2006
  • 1.11.2006 - 1.12.2006
  • 1.12.2006 - 1.1.2007
  • 1.1.2007 - 1.2.2007
  • 1.2.2007 - 1.3.2007
  • 1.3.2007 - 1.4.2007
  • 1.4.2007 - 1.5.2007
  • 1.5.2007 - 1.6.2007
  • 1.6.2007 - 1.7.2007
  • 1.7.2007 - 1.8.2007
  • 1.8.2007 - 1.9.2007
  • 1.9.2007 - 1.10.2007
  • 1.10.2007 - 1.11.2007
  • 1.11.2007 - 1.12.2007
  • 1.12.2007 - 1.1.2008
  • 1.1.2008 - 1.2.2008
  • 1.2.2008 - 1.3.2008
  • 1.3.2008 - 1.4.2008
  • 1.4.2008 - 1.5.2008
  • 1.5.2008 - 1.6.2008
  • 1.6.2008 - 1.7.2008
  • 1.7.2008 - 1.8.2008
  • 1.8.2008 - 1.9.2008
  • 1.9.2008 - 1.10.2008
  • 1.10.2008 - 1.11.2008
  • 1.11.2008 - 1.12.2008
  • 1.12.2008 - 1.1.2009
  • 1.1.2009 - 1.2.2009
  • 1.2.2009 - 1.3.2009
  • 1.3.2009 - 1.4.2009
  • 1.4.2009 - 1.5.2009
  • 1.5.2009 - 1.6.2009
  • 1.6.2009 - 1.7.2009
  • 1.7.2009 - 1.8.2009
  • 1.8.2009 - 1.9.2009
  • 1.9.2009 - 1.10.2009
  • 1.10.2009 - 1.11.2009
  • 1.11.2009 - 1.12.2009
  • 1.12.2009 - 1.1.2010
  • 1.1.2010 - 1.2.2010
  • 1.2.2010 - 1.3.2010
  • 1.3.2010 - 1.4.2010
  • 1.4.2010 - 1.5.2010
  • 1.5.2010 - 1.6.2010
  • 1.6.2010 - 1.7.2010
  • 1.7.2010 - 1.8.2010
  • 1.8.2010 - 1.9.2010
  • 1.9.2010 - 1.10.2010
  • 1.10.2010 - 1.11.2010
  • 1.11.2010 - 1.12.2010
  • 1.12.2010 - 1.1.2011
  • 1.1.2011 - 1.2.2011
  • 1.2.2011 - 1.3.2011
  • 1.3.2011 - 1.4.2011
  • 1.4.2011 - 1.5.2011
  • 1.5.2011 - 1.6.2011
  • 1.6.2011 - 1.7.2011
  • 1.7.2011 - 1.8.2011
  • 1.8.2011 - 1.9.2011
  • 1.9.2011 - 1.10.2011
  • 1.10.2011 - 1.11.2011
  • 1.11.2011 - 1.12.2011
  • 1.12.2011 - 1.1.2012
  • 1.1.2012 - 1.2.2012
  • 1.2.2012 - 1.3.2012
  • 1.3.2012 - 1.4.2012
  • 1.4.2012 - 1.5.2012
  • 1.5.2012 - 1.6.2012
  • 1.6.2012 - 1.7.2012
  • 1.7.2012 - 1.8.2012
  • 1.8.2012 - 1.9.2012
  • 1.9.2012 - 1.10.2012
  • 1.10.2012 - 1.11.2012
  • 1.11.2012 - 1.12.2012
  • 1.12.2012 - 1.1.2013
  • 1.1.2013 - 1.2.2013
  • 1.2.2013 - 1.3.2013
  • 1.3.2013 - 1.4.2013
  • 1.4.2013 - 1.5.2013
  • 1.5.2013 - 1.6.2013
  • 1.6.2013 - 1.7.2013
  • 1.7.2013 - 1.8.2013
  • 1.8.2013 - 1.9.2013
  • 1.9.2013 - 1.10.2013
  • 1.10.2013 - 1.11.2013
  • 1.11.2013 - 1.12.2013
  • 1.12.2013 - 1.1.2014
  • 1.1.2014 - 1.2.2014
  • 1.2.2014 - 1.3.2014
  • 1.3.2014 - 1.4.2014
  • 1.4.2014 - 1.5.2014
  • 1.5.2014 - 1.6.2014
  • 1.8.2014 - 1.9.2014
  • 1.9.2014 - 1.10.2014
  • 1.10.2014 - 1.11.2014
  • 1.11.2014 - 1.12.2014
  • 1.12.2014 - 1.1.2015
  • 1.1.2015 - 1.2.2015
  • 1.2.2015 - 1.3.2015
  • 1.3.2015 - 1.4.2015
  • 1.4.2015 - 1.5.2015
  • 1.6.2015 - 1.7.2015
  • 1.7.2015 - 1.8.2015
  • 1.8.2015 - 1.9.2015
  • 1.9.2015 - 1.10.2015
  • 1.10.2015 - 1.11.2015
  • 1.11.2015 - 1.12.2015
  • 1.12.2015 - 1.1.2016
  • 1.1.2016 - 1.2.2016
  • 1.2.2016 - 1.3.2016
  • 1.3.2016 - 1.4.2016
  • 1.4.2016 - 1.5.2016
  • 1.5.2016 - 1.6.2016
  • 1.6.2016 - 1.7.2016
  • 1.7.2016 - 1.8.2016
  • 1.8.2016 - 1.9.2016
  • 1.9.2016 - 1.10.2016
  • 1.10.2016 - 1.11.2016
  • 1.11.2016 - 1.12.2016
  • 1.12.2016 - 1.1.2017
  • 1.1.2017 - 1.2.2017
  • 1.2.2017 - 1.3.2017
  • 1.3.2017 - 1.4.2017
  • 1.5.2017 - 1.6.2017
  • 1.6.2017 - 1.7.2017
  • 1.8.2017 - 1.9.2017
  • 1.9.2017 - 1.10.2017
  • 1.10.2017 - 1.11.2017
  • 1.11.2017 - 1.12.2017
  • 1.12.2017 - 1.1.2018
  • 1.1.2018 - 1.2.2018
  • 1.2.2018 - 1.3.2018
  • 1.3.2018 - 1.4.2018
  • 1.4.2018 - 1.5.2018
  • 1.5.2018 - 1.6.2018
  • 1.8.2018 - 1.9.2018
  • 1.11.2018 - 1.12.2018
  • 1.4.2021 - 1.5.2021
  • 1.5.2021 - 1.6.2021
  • 1.6.2021 - 1.7.2021
  • 1.7.2021 - 1.8.2021
  • Free Guestbook from Bravenet Free Guestbook from Bravenet