31. janúar 2006
Af Samfylkingu- og framsókn...
Það er ekki laust við að maður furði sig á vinnubrögðum Samfylkingar- og framsóknarmanna vítt og breitt um landið. Það er ekki einungis hér í bæ sem þeim finnst tilhlýðilegt að láta eðlilega stjórnsýslu lönd og leið heldur virðast félagar þeirra til dæmis í Reykjavíkurlistanum vera sömu skoðunar. Allavega finnst þeim ekki taka því að bjóða út fyrsta áfanga nýja tónlistarhússins. Það sló mig að í fréttum kom fram að hinir ýmsu verktakar vildu ekki koma fram undir nafni vegna málsins þar sem þeir óttuðust að verða misrétti beittir og jafnvel útilokaðir frá verkum í þessari stóru framkvæmd.
Í hvernig samfélagi lifum við ef sveitarstjórnarmenn geta tekið geðþóttaákvarðanir sem þessar og fáir þora að gagnrýna af ótta við afleiðingarnar?
Mér skilst að nú sé verið að dreifa hér í hús Bæjarblaðinu, málgagni Samfylkingarmanna í Hveragerði. Ef marka má orð þeirra sem hafa hringt í mig vegna málflutningsins sem þar kemur fram þá er hann þeim hvorki til sóma né framdráttar. Get varla beðið eftir að sjá blaðið, hlakka svo til að sjá "úlfa" myndina af mér ..
Það er tvennt sem er mikilvægt að hafa í huga:
1:
Ef við Sjálfstæðismenn hefðum ekki gagnrýnt samninginn jafn kröftuglega
og við gerðum hefði hann verið undirritaður á fundi bæjarstjórnar þann
12.janúar. Það var upphafleg ætlan meirihlutans.
Allar umræður og öll kynning á samningnum er að okkar frumkvæði ekki
Samfylkingar- og framsóknarmanna.
2:
Hversvegna vilja Samfylkingar- og framsóknarmenn ekki athuga hvers virði
landið fyrir austan Varmá er?
-------------------------
Samfylkingin og Framsókn er í meirhluta í sveitarfélaginu Árborg. Þar var í dag skrifað undir kaup verktaka á byggingarétti á tveimur lóðum. Sveitarfélagið fær þar rúmar 80 milljónir fyrir byggingarréttinn. Kíkið á fréttina.
Eftirfarandi upplýsingar fékk ég frá Árborgarmönnum:
"Lóðin Ástjörn 11 er 3318 m2. Ástjörn 13 er 4460 m2. Kaupverðið er rétt 82 millj. samtals fyrir báðar lóðirnar. Sami bjóðandi var hæstur í báðum tilvikum og fékk báðar lóðirnar. Eingöngu er verið að selja byggingarrétt. Gatnagerðargjöld greiðast til viðbótar og tengigjöld aðveitna og fráveitu, byggingarleyfisgj. og allt það. Síðan eru lögð á fasteignagjöld og lóðarleiga í framtíðinni eins og venja er. Níu tilboð bárust í hvora lóð. Veittur var 3% staðgr.afsláttur þannig að í kassann koma 79,5 millj.."
Það er ekki laust við að maður furði sig á vinnubrögðum Samfylkingar- og framsóknarmanna vítt og breitt um landið. Það er ekki einungis hér í bæ sem þeim finnst tilhlýðilegt að láta eðlilega stjórnsýslu lönd og leið heldur virðast félagar þeirra til dæmis í Reykjavíkurlistanum vera sömu skoðunar. Allavega finnst þeim ekki taka því að bjóða út fyrsta áfanga nýja tónlistarhússins. Það sló mig að í fréttum kom fram að hinir ýmsu verktakar vildu ekki koma fram undir nafni vegna málsins þar sem þeir óttuðust að verða misrétti beittir og jafnvel útilokaðir frá verkum í þessari stóru framkvæmd.
Í hvernig samfélagi lifum við ef sveitarstjórnarmenn geta tekið geðþóttaákvarðanir sem þessar og fáir þora að gagnrýna af ótta við afleiðingarnar?
Mér skilst að nú sé verið að dreifa hér í hús Bæjarblaðinu, málgagni Samfylkingarmanna í Hveragerði. Ef marka má orð þeirra sem hafa hringt í mig vegna málflutningsins sem þar kemur fram þá er hann þeim hvorki til sóma né framdráttar. Get varla beðið eftir að sjá blaðið, hlakka svo til að sjá "úlfa" myndina af mér ..
Það er tvennt sem er mikilvægt að hafa í huga:
1:
Ef við Sjálfstæðismenn hefðum ekki gagnrýnt samninginn jafn kröftuglega
og við gerðum hefði hann verið undirritaður á fundi bæjarstjórnar þann
12.janúar. Það var upphafleg ætlan meirihlutans.
Allar umræður og öll kynning á samningnum er að okkar frumkvæði ekki
Samfylkingar- og framsóknarmanna.
2:
Hversvegna vilja Samfylkingar- og framsóknarmenn ekki athuga hvers virði
landið fyrir austan Varmá er?
-------------------------
Samfylkingin og Framsókn er í meirhluta í sveitarfélaginu Árborg. Þar var í dag skrifað undir kaup verktaka á byggingarétti á tveimur lóðum. Sveitarfélagið fær þar rúmar 80 milljónir fyrir byggingarréttinn. Kíkið á fréttina.
Eftirfarandi upplýsingar fékk ég frá Árborgarmönnum:
"Lóðin Ástjörn 11 er 3318 m2. Ástjörn 13 er 4460 m2. Kaupverðið er rétt 82 millj. samtals fyrir báðar lóðirnar. Sami bjóðandi var hæstur í báðum tilvikum og fékk báðar lóðirnar. Eingöngu er verið að selja byggingarrétt. Gatnagerðargjöld greiðast til viðbótar og tengigjöld aðveitna og fráveitu, byggingarleyfisgj. og allt það. Síðan eru lögð á fasteignagjöld og lóðarleiga í framtíðinni eins og venja er. Níu tilboð bárust í hvora lóð. Veittur var 3% staðgr.afsláttur þannig að í kassann koma 79,5 millj.."
30. janúar 2006
Veðrið er ...
... eins og á góðum dögum að vori. Hitinn um 8 stig yfir daginn, logn en þungbúið enda rignir meira en góðu hófi gegnir. Skrapp á Selfoss í dag og sá þá að gríðarlega mikið er í Ölfusá, eyjan við Kjarnann er á kafi og mikill vatnsagi við kirkjuna. Fyrir nokkrum árum bjuggum við fjölskyldan á Bankaveginum á Selfossi. Þá var það mjög spennandi að fylgjast með hversu mikið væri í ánni á dögum sem þessum.
Risastór geitungur rataði inní sólstofuna hjá mömmu í dag, það segir manni að drottningarnar hafi ruglast í ríminu og séu komnar á kreik. Ef við erum heppin þá lifna fleiri leiðinda kvikindi núna og drepast síðan sem flest ef það gerir almennilegan frostakafla von bráðar :-)
Funduðum í skólanefnd Fjölbrautaskóla Suðurlands í dag. Enn og aftur var
heilmikil umræða um brottfall nemenda og hvað væri til ráða í þeim efnum. Námsráðgjafar skólans eru að vinna úttekt á ástæðum brottfallsins og verður fróðlegt að sjá hvað veldur. Vinna við nýjan skólasamning er á lokastigi og mun skólameistari undirrita hann innan skamms. Allt útlit er fyrir að "hestabraut" verði hluti af námsframboði skólans en lengi hefur verið umræða um nauðsyn slíkrar brautar. Reynslan af körfuboltaakademíunni er mjög góð og nú hafa bæði handbolta- og knattspyrnumenn sett sig í samband við skólann og óskað eftir svipuðum möguleikum varðandi sínar greinar. Skólanefnd var mjög jákvæð gagnvart hugmyndunum sem þarna komu fram og munu skólastjórnendur vinna áfram að málinu.
Settum hálft húsið á hvolf í kvöld og verðum sjálfsagt langt fram eftir vikunni að koma öllu í samt lag. Keyptum fleiri bókahillur og nú á að koma langþráðu skipulagi á fundargerðir, skýrslur og annað það sem hér hefur fyllt allar hillur og skápa. Annars er engin spurning að maður á að henda sem mestu af svona hlutum. Ef upplýsingar vantar seinna meir þá er maður fljótari að finna þær á netinu heldur en að leita að þessu í möppum og kössum heimafyrir.
Við Valdimar erum staðráðin í því að læra spænsku:-) Vantar reyndar lítið nema fleiri tíma í sólarhringinn til að það geti orðið að veruleika. Á meðan er Indiana með lagerkarlana í átaki og þeir læra eitt orð á dag. Ég aftur á móti fann þessa frábæru heimasíðu og þykist nú þegar vera búin að læra slatta. Þessi síða er þvílík snilld að hún er hérmeð komin í tengla hópinn.
... eins og á góðum dögum að vori. Hitinn um 8 stig yfir daginn, logn en þungbúið enda rignir meira en góðu hófi gegnir. Skrapp á Selfoss í dag og sá þá að gríðarlega mikið er í Ölfusá, eyjan við Kjarnann er á kafi og mikill vatnsagi við kirkjuna. Fyrir nokkrum árum bjuggum við fjölskyldan á Bankaveginum á Selfossi. Þá var það mjög spennandi að fylgjast með hversu mikið væri í ánni á dögum sem þessum.
Risastór geitungur rataði inní sólstofuna hjá mömmu í dag, það segir manni að drottningarnar hafi ruglast í ríminu og séu komnar á kreik. Ef við erum heppin þá lifna fleiri leiðinda kvikindi núna og drepast síðan sem flest ef það gerir almennilegan frostakafla von bráðar :-)
Funduðum í skólanefnd Fjölbrautaskóla Suðurlands í dag. Enn og aftur var
heilmikil umræða um brottfall nemenda og hvað væri til ráða í þeim efnum. Námsráðgjafar skólans eru að vinna úttekt á ástæðum brottfallsins og verður fróðlegt að sjá hvað veldur. Vinna við nýjan skólasamning er á lokastigi og mun skólameistari undirrita hann innan skamms. Allt útlit er fyrir að "hestabraut" verði hluti af námsframboði skólans en lengi hefur verið umræða um nauðsyn slíkrar brautar. Reynslan af körfuboltaakademíunni er mjög góð og nú hafa bæði handbolta- og knattspyrnumenn sett sig í samband við skólann og óskað eftir svipuðum möguleikum varðandi sínar greinar. Skólanefnd var mjög jákvæð gagnvart hugmyndunum sem þarna komu fram og munu skólastjórnendur vinna áfram að málinu.
Settum hálft húsið á hvolf í kvöld og verðum sjálfsagt langt fram eftir vikunni að koma öllu í samt lag. Keyptum fleiri bókahillur og nú á að koma langþráðu skipulagi á fundargerðir, skýrslur og annað það sem hér hefur fyllt allar hillur og skápa. Annars er engin spurning að maður á að henda sem mestu af svona hlutum. Ef upplýsingar vantar seinna meir þá er maður fljótari að finna þær á netinu heldur en að leita að þessu í möppum og kössum heimafyrir.
Við Valdimar erum staðráðin í því að læra spænsku:-) Vantar reyndar lítið nema fleiri tíma í sólarhringinn til að það geti orðið að veruleika. Á meðan er Indiana með lagerkarlana í átaki og þeir læra eitt orð á dag. Ég aftur á móti fann þessa frábæru heimasíðu og þykist nú þegar vera búin að læra slatta. Þessi síða er þvílík snilld að hún er hérmeð komin í tengla hópinn.
29. janúar 2006
Enn ein helgin að baki og erill vinnuvikunnar tekinn við.
Prófkjör Framsóknarmanna í Reykjavík heltók fréttir helgarinnar og ótrúlegt að fylgjast með því hversu miklu er til kostað til að ná árangri í þessum slag. Sérstaklega þegar haft er í huga að Framsókn á ekki einu sinni öruggan mann í borgarstjórn. Það er reyndar margt gott sem hefst útúr svona baráttu og ekki síst er þetta gott fyrir fjölmiðlana sem selja auglýsingapláss sem aldrei fyrr.
Uppstillingar og prófkjör flokkanna fyrir sveitarstjórnarkosningar munu lita fréttir næstu vikna. Í sunnlensku blöðunum hafa að undanförnu birst upplýsingar um það hverjir munu hætta og hverjir ætla að halda áfram í sveitarstjórnum á svæðinu. Samkvæmt því er breytinga að vænta víða og margir gamalreyndir refir ætla að hætta eins og til dæmis Guðmundur Ingi, Sveinn Sæland, Hjörleifur og margir fleiri. Ég hef á tilfinningunni að óvenju margir ætli sér að segja skilið við sveitarstjónarstarfið í þetta skiptið. Það er skiljanlegt að fólk endist ekki í tugi ára í þessum störfum en mikilvægt samt að halda ákveðinni samfellu með því að allir hætti ekki í einu. Fjölmargir nýjir einstaklingar hafa aftur á móti bankað á dyrnar og er ekki að efa að sunnlenskir sveitarstjórnarmenn verða öflugir sem aldrei fyrr að afloknum kosningum í vor.
Prófkjör Framsóknarmanna í Reykjavík heltók fréttir helgarinnar og ótrúlegt að fylgjast með því hversu miklu er til kostað til að ná árangri í þessum slag. Sérstaklega þegar haft er í huga að Framsókn á ekki einu sinni öruggan mann í borgarstjórn. Það er reyndar margt gott sem hefst útúr svona baráttu og ekki síst er þetta gott fyrir fjölmiðlana sem selja auglýsingapláss sem aldrei fyrr.
Uppstillingar og prófkjör flokkanna fyrir sveitarstjórnarkosningar munu lita fréttir næstu vikna. Í sunnlensku blöðunum hafa að undanförnu birst upplýsingar um það hverjir munu hætta og hverjir ætla að halda áfram í sveitarstjórnum á svæðinu. Samkvæmt því er breytinga að vænta víða og margir gamalreyndir refir ætla að hætta eins og til dæmis Guðmundur Ingi, Sveinn Sæland, Hjörleifur og margir fleiri. Ég hef á tilfinningunni að óvenju margir ætli sér að segja skilið við sveitarstjónarstarfið í þetta skiptið. Það er skiljanlegt að fólk endist ekki í tugi ára í þessum störfum en mikilvægt samt að halda ákveðinni samfellu með því að allir hætti ekki í einu. Fjölmargir nýjir einstaklingar hafa aftur á móti bankað á dyrnar og er ekki að efa að sunnlenskir sveitarstjórnarmenn verða öflugir sem aldrei fyrr að afloknum kosningum í vor.
27. janúar 2006
Leiðrétting á afmælisumfjöllun...
Stundum fer maður aðeins framúr sér og því er rétt að leiðrétta það strax.
Hlíf Arndal og Jóna Einarsdóttir voru ekki settar í nefnd til að undirbúa 60 ára afmæli Hveragerðisbæjar heldur var þeim falið að leggja fram tillögu um bæjarlistamann á næsta fundi menningarmálanefndar.
Ákveðið var aftur á móti að hver flokkur myndi tilnefna einn fulltrúa í undirbúningsnefnd fyrir afmælið á næsta fundi bæjarstjórnar sem verður þann 16.febrúar.
-----------------------------
Bæjarstjórn hefur í sameiningu ákveðið að halda borgarafund um samninginn við Eykt. Verður hann haldinn sunnudaginn 12. febrúar.
-----------------------------
Geir Haarde, formaður Sjálfstæðisflokksins mætti á fund með sveitarstjórnarmönnum, formönnum og stjórnum Sjálfstæðisfélaga í Árnessýslu í gærkvöldi. Þetta var mjög góður fundur þar sem fólk skiptist á skoðunum um leið og Geir fór yfir stöðu landsmála.
Stundum fer maður aðeins framúr sér og því er rétt að leiðrétta það strax.
Hlíf Arndal og Jóna Einarsdóttir voru ekki settar í nefnd til að undirbúa 60 ára afmæli Hveragerðisbæjar heldur var þeim falið að leggja fram tillögu um bæjarlistamann á næsta fundi menningarmálanefndar.
Ákveðið var aftur á móti að hver flokkur myndi tilnefna einn fulltrúa í undirbúningsnefnd fyrir afmælið á næsta fundi bæjarstjórnar sem verður þann 16.febrúar.
-----------------------------
Bæjarstjórn hefur í sameiningu ákveðið að halda borgarafund um samninginn við Eykt. Verður hann haldinn sunnudaginn 12. febrúar.
-----------------------------
Geir Haarde, formaður Sjálfstæðisflokksins mætti á fund með sveitarstjórnarmönnum, formönnum og stjórnum Sjálfstæðisfélaga í Árnessýslu í gærkvöldi. Þetta var mjög góður fundur þar sem fólk skiptist á skoðunum um leið og Geir fór yfir stöðu landsmála.
25. janúar 2006
Í dag var...
...frí hjá nemendum grunnskólans en mæting í foreldraviðtal hjá báðum gaurunum eldsnemma í morgun. Það er gott að hitta kennara þeirra á þennan hátt og nemendurnir hafa gott af því að farið sé yfir stöðu þeirra með foreldrum og kennara.
Morguninn fór meðal annars í umræður um 60 ára afmæli Hveragerðisbæjar. Menningarmálanefnd hefur á fundi rætt um að saga bæjarins verði rituð af þessu tilefni en það stóra verkefni þarf mikinn undirbúning ef af verður.
Funduðum með vinum okkar af auglýsingastofunni Vatikaninu fyrir hádegi. Þar voru lagðar línur varðandi hönnun heimasíðu Kjörís og ennfremur ákveðið hver næstu skref vegna nýrrar vörulínu verða. Þetta er nú það skemmtilega við ísinn, það eru sífellt að koma nýjar vörur og nýtt útlit á því sem þegar er til. Vöruþróun þarf að vera hröð og skapandi og ávallt þarf að vera á tánum gagnvart því hvernig markaðurinn breytist. Okkur finnst við aldrei vera nógu fljót að því sem þarf að gera en það má ekki gleyma því að það er heilmikill gangur í hlutunum og frábært fólk að vinna góða vinnu.
Mikið spjallað í gærkvöldi en þá duttu hér inn þær Grundarsystur með boð í hið árlega og eftirsóknarverða húsmæðraorlof, Guðrún systir leit við að loknum aðalfundi sunddeildarinnar og mamma var í kvöldmat. Afskaplega ánægð með skemmtanaþjónustu Þjóðhildar Halvorssen sem lætur ekki sitt eftir liggja við að létta okkur stundir í skammdeginu!!!
...frí hjá nemendum grunnskólans en mæting í foreldraviðtal hjá báðum gaurunum eldsnemma í morgun. Það er gott að hitta kennara þeirra á þennan hátt og nemendurnir hafa gott af því að farið sé yfir stöðu þeirra með foreldrum og kennara.
Morguninn fór meðal annars í umræður um 60 ára afmæli Hveragerðisbæjar. Menningarmálanefnd hefur á fundi rætt um að saga bæjarins verði rituð af þessu tilefni en það stóra verkefni þarf mikinn undirbúning ef af verður.
Funduðum með vinum okkar af auglýsingastofunni Vatikaninu fyrir hádegi. Þar voru lagðar línur varðandi hönnun heimasíðu Kjörís og ennfremur ákveðið hver næstu skref vegna nýrrar vörulínu verða. Þetta er nú það skemmtilega við ísinn, það eru sífellt að koma nýjar vörur og nýtt útlit á því sem þegar er til. Vöruþróun þarf að vera hröð og skapandi og ávallt þarf að vera á tánum gagnvart því hvernig markaðurinn breytist. Okkur finnst við aldrei vera nógu fljót að því sem þarf að gera en það má ekki gleyma því að það er heilmikill gangur í hlutunum og frábært fólk að vinna góða vinnu.
Mikið spjallað í gærkvöldi en þá duttu hér inn þær Grundarsystur með boð í hið árlega og eftirsóknarverða húsmæðraorlof, Guðrún systir leit við að loknum aðalfundi sunddeildarinnar og mamma var í kvöldmat. Afskaplega ánægð með skemmtanaþjónustu Þjóðhildar Halvorssen sem lætur ekki sitt eftir liggja við að létta okkur stundir í skammdeginu!!!
24. janúar 2006
Athugasemdir við aðalskipulag ..
Nú er runninn út fresturinn sem gefinn var til að gera athugasemdir við nýja aðalskipulagið. Fjöldi athugasemda barst og verður fróðlegt að sjá hvernig tekið verður á þeim málum. Fyrirhuguð uppbyggingaráform austan Varmár setja eðlilega svip sinn á margar athugasemdanna enda er ekki skrýtið þó að landeigendur í kringum Hveragerði spyrji sig hvernig bæjaryfirvöld hafa hugsað sér að taka á þeirra áformum. Landið fyrir neðan þjóðveg er til dæmis í eigu einkaaðila sem fyrir þónokkru síðan höfðu samband og báðu um viðræður vegna fyrirhugaðrar byggðar þar. Hvernig ætli meirihlutinn hafi hugsað sér að taka á því máli? Held því miður að samningsstaða bæjarins sé orðin ansi léleg eftir þetta síðasta útspil ! !
Minni á undirskriftalistann á þessari slóð. Þeir sem vilja að bæjarstjórn hugsi sinn gang endilega setjið nafn ykkar á listann.
Nú er runninn út fresturinn sem gefinn var til að gera athugasemdir við nýja aðalskipulagið. Fjöldi athugasemda barst og verður fróðlegt að sjá hvernig tekið verður á þeim málum. Fyrirhuguð uppbyggingaráform austan Varmár setja eðlilega svip sinn á margar athugasemdanna enda er ekki skrýtið þó að landeigendur í kringum Hveragerði spyrji sig hvernig bæjaryfirvöld hafa hugsað sér að taka á þeirra áformum. Landið fyrir neðan þjóðveg er til dæmis í eigu einkaaðila sem fyrir þónokkru síðan höfðu samband og báðu um viðræður vegna fyrirhugaðrar byggðar þar. Hvernig ætli meirihlutinn hafi hugsað sér að taka á því máli? Held því miður að samningsstaða bæjarins sé orðin ansi léleg eftir þetta síðasta útspil ! !
Minni á undirskriftalistann á þessari slóð. Þeir sem vilja að bæjarstjórn hugsi sinn gang endilega setjið nafn ykkar á listann.
22. janúar 2006
Á fimmtudagsmorgun var einn sá stysti bæjarráðsfundur sem ég hef setið. Fundir slitið eftir 20 mínútur enda var grínast með að við hefðum getað gert þetta í einhverju fundarhléanna á bæjarstjórnarfundinum. Fyrirferðamestar voru nýráðningar við Leikskólann Óskaland. Hér virðist vandræðaástand höfuðborgarsvæðisins ekki vera fyrir hendi enda fengu færri en vildu stöður við leikskólann.
Á föstudagsmorgun var fundur hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga þar sem mættu fulltrúar Sambandsins í nefnd sem endurskoða á hluta úr lögum um tekjustofna sveitarfélaga er fjallar um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga. Ennfremur voru boðaðir nefndarmenn ráðgjafanefndar um Jöfnunarsjóð og fulltrúar bakhóps er vera á fulltrúunum í endurskoðunarnefndinni til fulltingis og samráðs. Fundurinn stóð framyfir hádegi enda ljóst að margt þarf að skoða þó að umboði til breytinga sé þröngt skorinn stakkur. Eftir hádegi héldu flestir til launaráðstefnu sveitarfélaganna sem beðið hafði verið með heilmikilli eftirvæntingu. Ég slapp þó við þau fundahöld en fylgdist með niðurstöðunni í fréttatímum dagsins. Heldur var rýr hin opinbera niðurstaða þó að án vafa hafi umræðurnar verið mun meira krassandi heldur en umfjöllun fjölmiðla gaf tilefni til að halda. Það er afar mikilvægt að samstaða sveitarfélaga haldi, því fátt er verra en sú staða sem sveitarstjórnarmenn geta lent í fari þeir að semja við starfsmenn bæjarfélaga hver í sínu lagi.
Á laugardagskvöldinu skruppum við í bæinn að sjá hina víðrómuðu mynd "Brokeback Mountain". Það eru engar ýkjur að þetta er með betri myndum sem rekið hefur á fjörurnar lengi. En þeir sem halda að þetta sé hefðbundin kúrekamynd verða fyrir vonbrigðum því þetta er saga um mikil örlög og ástir tveggja karla sem sýna vel hvernig fordómar geta leikið tilveru manna.
Á föstudagsmorgun var fundur hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga þar sem mættu fulltrúar Sambandsins í nefnd sem endurskoða á hluta úr lögum um tekjustofna sveitarfélaga er fjallar um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga. Ennfremur voru boðaðir nefndarmenn ráðgjafanefndar um Jöfnunarsjóð og fulltrúar bakhóps er vera á fulltrúunum í endurskoðunarnefndinni til fulltingis og samráðs. Fundurinn stóð framyfir hádegi enda ljóst að margt þarf að skoða þó að umboði til breytinga sé þröngt skorinn stakkur. Eftir hádegi héldu flestir til launaráðstefnu sveitarfélaganna sem beðið hafði verið með heilmikilli eftirvæntingu. Ég slapp þó við þau fundahöld en fylgdist með niðurstöðunni í fréttatímum dagsins. Heldur var rýr hin opinbera niðurstaða þó að án vafa hafi umræðurnar verið mun meira krassandi heldur en umfjöllun fjölmiðla gaf tilefni til að halda. Það er afar mikilvægt að samstaða sveitarfélaga haldi, því fátt er verra en sú staða sem sveitarstjórnarmenn geta lent í fari þeir að semja við starfsmenn bæjarfélaga hver í sínu lagi.
Á laugardagskvöldinu skruppum við í bæinn að sjá hina víðrómuðu mynd "Brokeback Mountain". Það eru engar ýkjur að þetta er með betri myndum sem rekið hefur á fjörurnar lengi. En þeir sem halda að þetta sé hefðbundin kúrekamynd verða fyrir vonbrigðum því þetta er saga um mikil örlög og ástir tveggja karla sem sýna vel hvernig fordómar geta leikið tilveru manna.
18. janúar 2006
Í dag kynntum við fyrir verslunum 3 tegundir af ís sem við höfum flutt inn frá Danmörku. Ísinn er framleiddur fyrir "De danske vægtkonsulenter" eða DDV eins og þau samtök eru betur þekkt undir. Við höfum sterklega á tilfinningunni að þetta muni seljast eins og heitar lummur allavega fengum við viðbrögð frá verslunum eftir ótrúlega skamman tíma.
Skrapp á Selfoss seinnipartinn og heimsótti nýbakaða foreldra þau Idu og Brósa. Mamma hennar Idu, Birgit, er í heimsókn hjá þeim en henni kynntist ég á vinabæjamóti í Hveragerði fyrir mörgum árum og við höfum haldið sambandi síðan. Í sumar er fyrirhugað að halda vinabæjamót hér í Hveragerði og munu þá mæta til leiks vinir og kunningjar frá vinabæjunum, Brande í Danmörku, Sigdal í Noregi, Örnskjöldsvik í Svíþjóð og Äänekoski í Finnlandi.
Stórfjölskyldan var síðan boðin til ættmóðurinnar í slátur. Hún veit að slíkt er nauðsynlegt þar sem allavega elsta dóttirin hefur ekki tekið slátur í mörg ár. Þjóðlegum matarhefðum skal samt sem áður haldið að drengjunum þrátt fyrir dugleysi foreldranna í þeim efnum ! !
Skrapp á Selfoss seinnipartinn og heimsótti nýbakaða foreldra þau Idu og Brósa. Mamma hennar Idu, Birgit, er í heimsókn hjá þeim en henni kynntist ég á vinabæjamóti í Hveragerði fyrir mörgum árum og við höfum haldið sambandi síðan. Í sumar er fyrirhugað að halda vinabæjamót hér í Hveragerði og munu þá mæta til leiks vinir og kunningjar frá vinabæjunum, Brande í Danmörku, Sigdal í Noregi, Örnskjöldsvik í Svíþjóð og Äänekoski í Finnlandi.
Stórfjölskyldan var síðan boðin til ættmóðurinnar í slátur. Hún veit að slíkt er nauðsynlegt þar sem allavega elsta dóttirin hefur ekki tekið slátur í mörg ár. Þjóðlegum matarhefðum skal samt sem áður haldið að drengjunum þrátt fyrir dugleysi foreldranna í þeim efnum ! !
Langloka að loknu hléi ...
Nú er nokkuð langt síðan síðast var skrifað á bloggið og fáar afsakanir á takteinum aðrar en þær hefðbundnu að nóg hefur verið við að vera á öðrum vígstöðvum.
Áður en ég eyði dýrmætum dálksentimetrum undir Eyktar málið sem er auðvitað það eina sem ég hugsa um þessa dagana, þá er nú kannski skemmtilegra að segja frá því að tilveran snýst líka um annað en stjórnmálavafstur. Fórum til dæmis fjölskyldan með Guðrúnu, Jóa og börnum (án Hauks) á forsýningu á Carmen í Borgarleikhúsinu á föstudagskvöldið. Afskaplega litrík og lífleg sýning og meira að segja yngstu gormunum fannst gaman. Kvöldið áður var skylduhlustun á Carmen hér heima og að því loknu leit sá stutti á móður sína mjög áhyggjufullur og spurði: “VERÐ ég að fara á þetta á morgun?” Var ekki alveg heillaður, en það breyttist eftir sýninguna ! !
Nú er litla frænka okkar hún Guðbjörg farin að æfa í Ronju þannig að næst verður væntanlega farið að sjá það verk. Erum reyndar ekki enn búin að sjá Sveppa í Kalla á þakinu. Spurning hvort það sé ekki skylda þegar maður er 9 ára?
------------------------
Á laugardagsmorguninn var fjölmenni í opnu húsi þar sem mikið var rætt um bæjarmálefnin. Eyþór Arnalds leit við en hann bíður sig nú fram í 1.sæti í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Árborg. Það er bæði gaman og nauðsynlegt að góð samskipti séu milli þessara bæjarfélaga og við hér fylgjumst grannt með þróun mála hjá Sjálfstæðismönnum þar. Nú stefnir í skemmtilegt prófkjör hjá grönnum okkar sem vonandi þjappar mönnum vel saman þannig að góð niðurstaða náist í kosningunum í vor.
Hér erum við aftur á móti á rólegu nótunum, ekki hefur enn verið tekin ákvörðun um prófkjör eða uppstillingu en tillaga uppstillingarnefndar um það verður væntanlega lögð fyrir félagsfund á allra næstu vikum.
-----------------
Nældi mér í leiðinda pest yfir helgina. Sem hafði þau ánægjulegu hliðaráhrif að ég las tvær bækur, en lestur einhvers annars en fundargerða og gagna situr því miður oftast á hakanum. “Krónprinsessan” eftir dönsku skáldkonuna Hanne Vibeke Holst er feiknalega góð, er eiginlega skyldulesning fyrir konur í stjórnmálum. Ber þess reyndar merki að vera skrifuð á tölvu eins og mamma myndi segja. Alltof löng! Síðan las ég pínulitla bók með mikinn boðskap. Sú bók heitir því skrýtna nafni “Fiskur”. Það tekur enga stund að lesa hana en hún skilur mikið eftir. Mæli með því að allir skundi nú á bókasafnið og lesi bókina “Fisk”, ef við tileinkum okkur lífspekina sem þar er sett fram verður nú gaman að vera til ! ! !
------------------------
Í kvöld var fyrri umræða í bæjarstjórn um Eyktarsamninginn. Aldrei þessu vant voru áheyrnarfulltrúar í salnum og gaf það fundinum annað og skemmtilegra yfirbragð en vanalega. Vil endilega hvetja alla til að mæta á fundi. Þetta er kannski ekki alltaf skemmtilegt en það er gagnlegt að sjá hvernig bæjarstjórnarfundir fara fram.
Á fundinum urðu miklar og snarpar umræður eins og við mátti búast. Það er nokkuð ljóst að meirihlutinn neitar að skoða málið í víðara samhengi en horfir einungis á samninginn sem slíkan. Þau neita að viðurkenna að í landinu felist verðmæti sem okkur leyfist ekki að fara svona með.
Á fundinum lögðum við fram tillögu um að bæjarbúar greiddu atkvæði um samninginn samhliða sveitarstjórnarkosningum í vor. Tillagan var felld með öllum atkvæðum meirihlutans og hlýtur maður að spyrja sig að því hvar á leiðinni Samfylkingin gufaði upp í bæjarstjórn Hveragerðisbæjar.
Framkomin mótmæli hafa þó áorkað því að tvær umræður verða um málið í bæjarstjórn og mun seinni umræða fara fram 10. febrúar. Ennfremur boðaði meirihlutinn borgarafund um Eyktarsamninginn milli umræðna og er því greinilegt að það hefur áhrif að láta heyra í sér.
Um 270 manns hafa nú skrifað undir undirskriftalistann á netinu og hvetjum við alla sem skoðun hafa á málinu að láta hana í ljós með því að rita nafn sitt á listann.
Nú er nokkuð langt síðan síðast var skrifað á bloggið og fáar afsakanir á takteinum aðrar en þær hefðbundnu að nóg hefur verið við að vera á öðrum vígstöðvum.
Áður en ég eyði dýrmætum dálksentimetrum undir Eyktar málið sem er auðvitað það eina sem ég hugsa um þessa dagana, þá er nú kannski skemmtilegra að segja frá því að tilveran snýst líka um annað en stjórnmálavafstur. Fórum til dæmis fjölskyldan með Guðrúnu, Jóa og börnum (án Hauks) á forsýningu á Carmen í Borgarleikhúsinu á föstudagskvöldið. Afskaplega litrík og lífleg sýning og meira að segja yngstu gormunum fannst gaman. Kvöldið áður var skylduhlustun á Carmen hér heima og að því loknu leit sá stutti á móður sína mjög áhyggjufullur og spurði: “VERÐ ég að fara á þetta á morgun?” Var ekki alveg heillaður, en það breyttist eftir sýninguna ! !
Nú er litla frænka okkar hún Guðbjörg farin að æfa í Ronju þannig að næst verður væntanlega farið að sjá það verk. Erum reyndar ekki enn búin að sjá Sveppa í Kalla á þakinu. Spurning hvort það sé ekki skylda þegar maður er 9 ára?
------------------------
Á laugardagsmorguninn var fjölmenni í opnu húsi þar sem mikið var rætt um bæjarmálefnin. Eyþór Arnalds leit við en hann bíður sig nú fram í 1.sæti í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Árborg. Það er bæði gaman og nauðsynlegt að góð samskipti séu milli þessara bæjarfélaga og við hér fylgjumst grannt með þróun mála hjá Sjálfstæðismönnum þar. Nú stefnir í skemmtilegt prófkjör hjá grönnum okkar sem vonandi þjappar mönnum vel saman þannig að góð niðurstaða náist í kosningunum í vor.
Hér erum við aftur á móti á rólegu nótunum, ekki hefur enn verið tekin ákvörðun um prófkjör eða uppstillingu en tillaga uppstillingarnefndar um það verður væntanlega lögð fyrir félagsfund á allra næstu vikum.
-----------------
Nældi mér í leiðinda pest yfir helgina. Sem hafði þau ánægjulegu hliðaráhrif að ég las tvær bækur, en lestur einhvers annars en fundargerða og gagna situr því miður oftast á hakanum. “Krónprinsessan” eftir dönsku skáldkonuna Hanne Vibeke Holst er feiknalega góð, er eiginlega skyldulesning fyrir konur í stjórnmálum. Ber þess reyndar merki að vera skrifuð á tölvu eins og mamma myndi segja. Alltof löng! Síðan las ég pínulitla bók með mikinn boðskap. Sú bók heitir því skrýtna nafni “Fiskur”. Það tekur enga stund að lesa hana en hún skilur mikið eftir. Mæli með því að allir skundi nú á bókasafnið og lesi bókina “Fisk”, ef við tileinkum okkur lífspekina sem þar er sett fram verður nú gaman að vera til ! ! !
------------------------
Í kvöld var fyrri umræða í bæjarstjórn um Eyktarsamninginn. Aldrei þessu vant voru áheyrnarfulltrúar í salnum og gaf það fundinum annað og skemmtilegra yfirbragð en vanalega. Vil endilega hvetja alla til að mæta á fundi. Þetta er kannski ekki alltaf skemmtilegt en það er gagnlegt að sjá hvernig bæjarstjórnarfundir fara fram.
Á fundinum urðu miklar og snarpar umræður eins og við mátti búast. Það er nokkuð ljóst að meirihlutinn neitar að skoða málið í víðara samhengi en horfir einungis á samninginn sem slíkan. Þau neita að viðurkenna að í landinu felist verðmæti sem okkur leyfist ekki að fara svona með.
Á fundinum lögðum við fram tillögu um að bæjarbúar greiddu atkvæði um samninginn samhliða sveitarstjórnarkosningum í vor. Tillagan var felld með öllum atkvæðum meirihlutans og hlýtur maður að spyrja sig að því hvar á leiðinni Samfylkingin gufaði upp í bæjarstjórn Hveragerðisbæjar.
Framkomin mótmæli hafa þó áorkað því að tvær umræður verða um málið í bæjarstjórn og mun seinni umræða fara fram 10. febrúar. Ennfremur boðaði meirihlutinn borgarafund um Eyktarsamninginn milli umræðna og er því greinilegt að það hefur áhrif að láta heyra í sér.
Um 270 manns hafa nú skrifað undir undirskriftalistann á netinu og hvetjum við alla sem skoðun hafa á málinu að láta hana í ljós með því að rita nafn sitt á listann.
12. janúar 2006
Uppúr hádegi opnaði undirskriftalisti á netinu þar sem allir þeir sem vilja mótmæla fyrirhuguðum samningi við Eykt geta komið skoðunum sínum á framfæri.
Smellið hér og styðjið baráttuna gegn vanhugsuðum ákvörðunum meirihlutans í þessu máli.
Smellið hér og styðjið baráttuna gegn vanhugsuðum ákvörðunum meirihlutans í þessu máli.
10. janúar 2006
Þegar svona stór mál eru gangi gengur illa að samræma aðalstarfið og áhugamálið. Verð að viðurkenna að vinnan í Kjörís hefur setið á hakanum sem í dag hefði getað bitnað leiðinlega á framleiðslunni ef sjónvarpskokkur allra landsmanna væri ekki eins liðlegur og raun ber vitni.
NFS var með símaviðtal við mig um Eyktarmálið og vonandi var það skammlaust. Jafn gott að upplýsa höfuðborgarbúa um þetta. Við náum nefnilega ekki NFS sjónvarpinu hér í Hveragerði enda ekki með Digital Ísland í bæjarfélaginu.
Seinnipartinn vorum ég og Þorsteinn síðan í viðræðuþætti á svæðisútvarpi Suðurlands. Hann reyndar í símanum frá Reykjavík en ég á Selfossi. Sigmundur hélt ágætri stjórn á viðmælendunum en við hefðum án vafa geta rætt þetta í klukkutíma í viðbót. Alltaf leiðinlegt þegar fólk verður uppvíst að því að segja ekki sannleikann í málum sem þessum. Meirihlutinn hefur valið að dreifa til bæjarbúa röngum upplýsingum sem mikilvægt er að leiðrétta.
Í kvöld hittist blaðstjórn, stjórn félagsins og bæjarfulltrúar til að vinna í framhaldi málsins. Við erum að undirbúa vinnu sem koma mun í ljós á næstu dögum.
NFS var með símaviðtal við mig um Eyktarmálið og vonandi var það skammlaust. Jafn gott að upplýsa höfuðborgarbúa um þetta. Við náum nefnilega ekki NFS sjónvarpinu hér í Hveragerði enda ekki með Digital Ísland í bæjarfélaginu.
Seinnipartinn vorum ég og Þorsteinn síðan í viðræðuþætti á svæðisútvarpi Suðurlands. Hann reyndar í símanum frá Reykjavík en ég á Selfossi. Sigmundur hélt ágætri stjórn á viðmælendunum en við hefðum án vafa geta rætt þetta í klukkutíma í viðbót. Alltaf leiðinlegt þegar fólk verður uppvíst að því að segja ekki sannleikann í málum sem þessum. Meirihlutinn hefur valið að dreifa til bæjarbúa röngum upplýsingum sem mikilvægt er að leiðrétta.
Í kvöld hittist blaðstjórn, stjórn félagsins og bæjarfulltrúar til að vinna í framhaldi málsins. Við erum að undirbúa vinnu sem koma mun í ljós á næstu dögum.
9. janúar 2006
Ekkert lát er á símhringingum frá hinum ýmsu aðilum sem vilja koma á framfæri upplýsingum um efnisatriði hins fyrirhugaða samnings við Eykt.
Fékk upplýsingar um það að búið væri að selja hlutafélagið sem stofnað var í kringum Tívolí lóðina svokölluðu. Hef fyrir því nokkuð öruggar heimildir að það félag hafi verið selt á rétt rúmar 460 milljónir króna. Bærinn seldi aftur á móti byggingarréttinn á lóðinni, í útboði vel að merkja, fyrir 50 milljónir og þótti flestum gott. Ef þetta er rétt þá erum við að sjá hér alveg ný viðmið í lóðaverði. Þarna er gert ráð fyrir miklum fjölda íbúða, en miðað við þetta verð hlýtur að vera gert ráð fyrir um 200 íbúðum á svæðinu. Þessar tölur geta auðveldlega staðist ef rétt er að nýverið hafi byggingaréttur að rúmlega 20 íbúða fjölbýlishúsi á Selfossi verið seldur á rúmar 40 milljónir. Byggingaréttur pr. íbúð að leggja sig á ca. 2 milljónir sem er ekki ósvipað og á Tívolí lóðinni ef gert er ráð fyrir 200 íbúðum þar. Þetta hlýtur að vekja upp enn áleitnari spurningar um Eyktar samninginn þar sem má segja að hektarinn sé seldur á rétt rúma milljón. Er búin að setja upp töflu sem sýnir þær nettótekjur sem bærinn gæti haft af þessu landi. Alveg sama hversu léleg verð ég gef mér, bærinn er að lágmarki að afsala sér hundruðum milljóna, vil ekki segja eitt par milljörðum en það er nú ekki langt frá því.
Mun kynna þessa útreikninga síðar.
Fékk upplýsingar um það að búið væri að selja hlutafélagið sem stofnað var í kringum Tívolí lóðina svokölluðu. Hef fyrir því nokkuð öruggar heimildir að það félag hafi verið selt á rétt rúmar 460 milljónir króna. Bærinn seldi aftur á móti byggingarréttinn á lóðinni, í útboði vel að merkja, fyrir 50 milljónir og þótti flestum gott. Ef þetta er rétt þá erum við að sjá hér alveg ný viðmið í lóðaverði. Þarna er gert ráð fyrir miklum fjölda íbúða, en miðað við þetta verð hlýtur að vera gert ráð fyrir um 200 íbúðum á svæðinu. Þessar tölur geta auðveldlega staðist ef rétt er að nýverið hafi byggingaréttur að rúmlega 20 íbúða fjölbýlishúsi á Selfossi verið seldur á rúmar 40 milljónir. Byggingaréttur pr. íbúð að leggja sig á ca. 2 milljónir sem er ekki ósvipað og á Tívolí lóðinni ef gert er ráð fyrir 200 íbúðum þar. Þetta hlýtur að vekja upp enn áleitnari spurningar um Eyktar samninginn þar sem má segja að hektarinn sé seldur á rétt rúma milljón. Er búin að setja upp töflu sem sýnir þær nettótekjur sem bærinn gæti haft af þessu landi. Alveg sama hversu léleg verð ég gef mér, bærinn er að lágmarki að afsala sér hundruðum milljóna, vil ekki segja eitt par milljörðum en það er nú ekki langt frá því.
Mun kynna þessa útreikninga síðar.
8. janúar 2006
Af íbúafundi, þrettándabrennu og fleiru
Miklu fleiri mættu en búist hafði verið við á íbúafundinn sem haldinn var í sal Verkalýðsfélagsins Boðans í gærmorgun. Setið var í öllum sætum og þykir okkur það frábært miðað við hve skammur tími gafst til að auglýsa fundinn.
Á fundinum skýrðust línur og vonandi að gestir hafi farið fróðari heim. Orri bæjarstjóri kynnti samninginn, ég skýrði sjónarmið minnihlutans og Þorsteinn, forseti bæjarstjórnar, var með pólitískt innlegg á fundinum. Hann var reyndar svolítið æstur og vildi frekar tala um flest annað en málið sem lá fyrir fundinum enda kannski skiljanlegt.
Ef hægt er að tala um niðurstöðu af fundi sem þessum þá var það kannski helst það að ljóst er að meirihlutinn ætlar sér að keyra þennan samning í gegn hvað sem líður öllum mótmælum. Jafnvel þótt það bærist annað tilboð betra myndi það ekki skipta máli. Lítið var gert úr undirskriftalistum en Þorsteinn ætlaði að hugsa málið þegar hann var spurður hvort íbúafundur yrði haldinn, svona í ljósi íbúalýðræðisins svokallaða! ! !
Fundurinn gaf bæjarbúum tækifæri til að kynna sér málið til hlýtar og vonandi skilar það sér í mikilli umræðu manna á meðal. Hægt er að nálgast samninginn á bæjarskrifstofunni og hvet ég alla sem áhuga hafa að gera það.
Bæjarstjórinn kveinkaði sér ógurlega undan ágangi fjölmiðla en ég aftur á móti fagna ágangi fjölmiðla enda tel ég afar brýnt að samningurinn sé vel kynntur fyrir bæjarbúum og þeir geti þannig tekið málefnalega afstöðu til hans.
Fjölmiðlaumfjöllunin hefur verið ágæt, til dæmis birti Fréttablaðið grein um málið og Morgunblaðið er með stóra umfjöllun í sunnudagsblaðinu. Bæði Ríkisútvarpið og sjónvarpið hafa fjallað ýtarlega um samninginn og ljóst á þeim viðbrögðum sem ég hef fengið að þetta hefur ýtt við fólki. Fjöldi fólks hefur haft samband og það er gott að finna á viðbrögðunum að við erum ekki á villigötum í umfjöllun okkar um þennan samning.
........................................
Kveikt var í “þrettándabrennunni” síðdegis í gær í blíðskaparveðri. Veðrið minnti okkur á það hversu fallegt getur verið á yndislegum vetrardögum. Nokkur fjöldi safnaðist saman við brennuna og það var ekki laust við að manni hlýnaði um hjartarætur þegar Hjálparsveitarmenn kveiktu á rauðum kyndlum á Hamarsbrúninni og reykurinn liðaðist niður hlíðina. Við gengum síðan niður eftir, í gegnum bæinn, í yndislegasta jólaveðri sem hægt er að hugsa sér, logndrífu.
............................................
Fór til Reykjavíkur í dag og hitti Laufeyju sem er búin að vera á sundþjálfaranámskeiði alla helgina. Við mæðgur náðum að fara á handahlaupum á nokkrar útsölur áður en hún flaug austur aftur seinnipartinn. Þau eru ótrúleg útsölu-afköstin þegar hlutirnir eru vel skipulagðir...
Nú er dóttirin semsagt búin að yfirgefa okkur eftir mánaðar jólafrí, við söknum hennar nú þegar L
........................................
Í kvöld hittist stjórn Sjálfstæðisfélagsins, blaðstjórn og bæjarfulltrúar til að leggja línur fyrir næstu daga. Það verður nóg að gera enda verður málinu fylgt eftir alla leið.
Miklu fleiri mættu en búist hafði verið við á íbúafundinn sem haldinn var í sal Verkalýðsfélagsins Boðans í gærmorgun. Setið var í öllum sætum og þykir okkur það frábært miðað við hve skammur tími gafst til að auglýsa fundinn.
Á fundinum skýrðust línur og vonandi að gestir hafi farið fróðari heim. Orri bæjarstjóri kynnti samninginn, ég skýrði sjónarmið minnihlutans og Þorsteinn, forseti bæjarstjórnar, var með pólitískt innlegg á fundinum. Hann var reyndar svolítið æstur og vildi frekar tala um flest annað en málið sem lá fyrir fundinum enda kannski skiljanlegt.
Ef hægt er að tala um niðurstöðu af fundi sem þessum þá var það kannski helst það að ljóst er að meirihlutinn ætlar sér að keyra þennan samning í gegn hvað sem líður öllum mótmælum. Jafnvel þótt það bærist annað tilboð betra myndi það ekki skipta máli. Lítið var gert úr undirskriftalistum en Þorsteinn ætlaði að hugsa málið þegar hann var spurður hvort íbúafundur yrði haldinn, svona í ljósi íbúalýðræðisins svokallaða! ! !
Fundurinn gaf bæjarbúum tækifæri til að kynna sér málið til hlýtar og vonandi skilar það sér í mikilli umræðu manna á meðal. Hægt er að nálgast samninginn á bæjarskrifstofunni og hvet ég alla sem áhuga hafa að gera það.
Bæjarstjórinn kveinkaði sér ógurlega undan ágangi fjölmiðla en ég aftur á móti fagna ágangi fjölmiðla enda tel ég afar brýnt að samningurinn sé vel kynntur fyrir bæjarbúum og þeir geti þannig tekið málefnalega afstöðu til hans.
Fjölmiðlaumfjöllunin hefur verið ágæt, til dæmis birti Fréttablaðið grein um málið og Morgunblaðið er með stóra umfjöllun í sunnudagsblaðinu. Bæði Ríkisútvarpið og sjónvarpið hafa fjallað ýtarlega um samninginn og ljóst á þeim viðbrögðum sem ég hef fengið að þetta hefur ýtt við fólki. Fjöldi fólks hefur haft samband og það er gott að finna á viðbrögðunum að við erum ekki á villigötum í umfjöllun okkar um þennan samning.
........................................
Kveikt var í “þrettándabrennunni” síðdegis í gær í blíðskaparveðri. Veðrið minnti okkur á það hversu fallegt getur verið á yndislegum vetrardögum. Nokkur fjöldi safnaðist saman við brennuna og það var ekki laust við að manni hlýnaði um hjartarætur þegar Hjálparsveitarmenn kveiktu á rauðum kyndlum á Hamarsbrúninni og reykurinn liðaðist niður hlíðina. Við gengum síðan niður eftir, í gegnum bæinn, í yndislegasta jólaveðri sem hægt er að hugsa sér, logndrífu.
............................................
Fór til Reykjavíkur í dag og hitti Laufeyju sem er búin að vera á sundþjálfaranámskeiði alla helgina. Við mæðgur náðum að fara á handahlaupum á nokkrar útsölur áður en hún flaug austur aftur seinnipartinn. Þau eru ótrúleg útsölu-afköstin þegar hlutirnir eru vel skipulagðir...
Nú er dóttirin semsagt búin að yfirgefa okkur eftir mánaðar jólafrí, við söknum hennar nú þegar L
........................................
Í kvöld hittist stjórn Sjálfstæðisfélagsins, blaðstjórn og bæjarfulltrúar til að leggja línur fyrir næstu daga. Það verður nóg að gera enda verður málinu fylgt eftir alla leið.
6. janúar 2006
Af fréttum ...
Sumir dagar eru annasamari en aðrir þó alltaf sé reyndar nóg að gera og harla sjaldgæfar stundirnar þar sem maður fléttar fingur og lætur sér leiðast.
Dagurinn í dag fór að mestu í undirbúning fundarins á morgun þar sem Orri bæjarstjóri mun kynna fyrir bæjarbúum fyrirhugaðan samning við Eykt. Þar sem fundurinn var ákveðinn með mjög stuttum fyrirvara gafst ekki tími til að auglýsa hann með neinum öðrum hætti en maður á mann. Reyndar hengdum við upp auglýsingar í verslunum í dag og létum tilkynningar liggja frammi þannig að vonandi eru sem flestir meðvitaðir um fundinn.
Fjölmiðlarnir tóku við sér í dag og höfðu Morgunblaðið, Fréttablaðið, Ríkisútvarpið. Suðurland.is og fleiri samband. Það vakti athygli mína að í viðtali í kvöldfréttum RÚV sagði Herdís Þórðardóttir, það misskilning að um sölu á landinu sé að ræða, þetta sé samstarfsverkefni aðila. Ég fór að velta fyrir mér hvort það hefði eitthvað vantað í fundarboð meirihlutans. Því að þegar ég sé skjal sem heitir kaupsamningur, þar sem fjallað eru um hið selda og hið keypta, tilgreint er ákveðið kaupverð og sölu lýkur með afsali, þá allavega tel ég, í fávisku minn, að um sölu á eign sé að ræða. Held meira að segja að það sé almennur skilningur manna á meðal ! !
Um miðjan dag fór ég með ljósmyndara Fréttablaðsins út á Krossmel í myndatöku og mesta furða hvað hann náði þokkalegum myndum miðað við veðrið sem hér hefur verið í dag. Sunnlenskt slagveður, rok og rigning, eins og það gerist best/verst! !
Gamlársdagsbrennunni sem frestað var til þrettándans aflýst aftur og gárungarnir höfðu á orði hvort bæjarstarfsmenn myndu bara ekki skila öllu því efni til föðurhúsanna sem komið er í brennuna.
Sumir dagar eru annasamari en aðrir þó alltaf sé reyndar nóg að gera og harla sjaldgæfar stundirnar þar sem maður fléttar fingur og lætur sér leiðast.
Dagurinn í dag fór að mestu í undirbúning fundarins á morgun þar sem Orri bæjarstjóri mun kynna fyrir bæjarbúum fyrirhugaðan samning við Eykt. Þar sem fundurinn var ákveðinn með mjög stuttum fyrirvara gafst ekki tími til að auglýsa hann með neinum öðrum hætti en maður á mann. Reyndar hengdum við upp auglýsingar í verslunum í dag og létum tilkynningar liggja frammi þannig að vonandi eru sem flestir meðvitaðir um fundinn.
Fjölmiðlarnir tóku við sér í dag og höfðu Morgunblaðið, Fréttablaðið, Ríkisútvarpið. Suðurland.is og fleiri samband. Það vakti athygli mína að í viðtali í kvöldfréttum RÚV sagði Herdís Þórðardóttir, það misskilning að um sölu á landinu sé að ræða, þetta sé samstarfsverkefni aðila. Ég fór að velta fyrir mér hvort það hefði eitthvað vantað í fundarboð meirihlutans. Því að þegar ég sé skjal sem heitir kaupsamningur, þar sem fjallað eru um hið selda og hið keypta, tilgreint er ákveðið kaupverð og sölu lýkur með afsali, þá allavega tel ég, í fávisku minn, að um sölu á eign sé að ræða. Held meira að segja að það sé almennur skilningur manna á meðal ! !
Um miðjan dag fór ég með ljósmyndara Fréttablaðsins út á Krossmel í myndatöku og mesta furða hvað hann náði þokkalegum myndum miðað við veðrið sem hér hefur verið í dag. Sunnlenskt slagveður, rok og rigning, eins og það gerist best/verst! !
Gamlársdagsbrennunni sem frestað var til þrettándans aflýst aftur og gárungarnir höfðu á orði hvort bæjarstarfsmenn myndu bara ekki skila öllu því efni til föðurhúsanna sem komið er í brennuna.
Fjölmennum á fund í sal Verkalýðsfélagsins Boðans í fyrramálið, laugardag, milli klukkan 10:30 og 12. Orri Hlöðversson mun mæta og kynna samninginn við Eykt.
Ég hvet bæjarbúa hvar í flokki sem þeir standa til að mæta og kynna sér málið.
Sjá nánar í færslunni hér fyrir neðan.
Ég hvet bæjarbúa hvar í flokki sem þeir standa til að mæta og kynna sér málið.
Sjá nánar í færslunni hér fyrir neðan.
5. janúar 2006
Orri mætir á opið hús að ræða Eyktar samning
Á bæjarráðsfundi í morgun var samþykkt að vísa samningnum við Verktakafyrirtækið Eykt til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Beiðni minni um að afgreiðslu málsins yrði frestað til reglulegs fundar bæjarstjórnar í febrúar var hafnað. Þess í stað hliðrar meirihlutinn fundinum í næstu viku til 17. janúar. Við fáum þar með 3 virka daga aukalega til að kynna okkur málið og ekki síður til að kynna það bæjarbúum. Það er nokkuð ljóst að meirihluti Samfylkingar og Framsóknar hefur ekki í hyggju að halda fund um þennan samning eða með öðrum hætti að virkja hið svokallaða íbúalýðræði.
Ekki að ég ætti von á því nú frekar en fyrri daginn !!
Það er samt nauðsynlegt að bæjarbúar séu meðvitaðir um það sem hér er að gerast og þau áhrif sem fyrirhugaður samningur hefur.
Það er tvennt sem vekur sérstaka furðu við samninginn. Við erum hér að tala um 80 hektara sem er megnið af því byggingarlandi sem Hveragerðisbær á.
Í fyrsta lagi, hvers vegna er ekki leitað tilboða í svæðið því það er næsta öruggt að með því móti hefði náðst fram raunverulegt virði þess sem byggingalands.
Í öðru lagi, hvað veldur því að Eykt borgar lítið sem ekkert fyrir byggingaréttinn á öllu þessu landi. Það að þeir skuli ætla að byggja tvær deildir af sex deilda leikskóla er svo lítið að það tekur því varla að tala um það. Á tímabilinu skuldbindur bærinn sig aftur á móti til að byggja heildstæðan grunnskóla (924 milljónir) og fjórar deildir til viðbótar (ca. 150-200 milljónir) við fyrirhugaðann leikskóla. Vel að merkja án þess að hafa fengið tekjur af sölu landsins til að standa straum af kostnaði við þessa uppbyggingu.
Hvað vakir fyrir meirihlutanum með því að gera þennan samning ? Þeir sem til þekkja telja þetta land vera um 700 - 800 milljón króna virði. Hvers vegna vill ekki meirihlutinn láta reyna á það hvert raunverulegt verðgildi landsins er með því að bjóða það út? Það ætti auðvitað ekki að vera heimilt að fjórir fulltrúar geti með þessum hætti tekið jafn afdrifaríka ákvörðun og borið þannig fyrir borð hagsmuni og fjármuni bæjarbúa. Fjármuni sem eru okkur nauðsynlegir til að byggja upp þjónustu við bæjarbúa.
Til þess að svara þessum spurningum og fleirum sem vaknað hafa í umræðunum höfum við Sjálfstæðismenn fengið Orra Hlöðversson, bæjarstjóra, til að mæta á opið hús sem haldið er venju samkvæmt næstkomandi laugardag klukkan 10:30 til 12.
Ég hvet alla Hvergerðinga hvar í flokki sem þeir standa til að koma og hlýða á bæjarstjórann okkar útskýra málið.
-------------------------
Ég legg mig oft virkilega fram um það að reyna að skilja þankagang meirihlutamanna hér í Hveragerði. En alveg sama hvernig ég reyni þeim tekst alltaf að koma mér á óvart með ákvörðunum sínum.
Undanfarið hafa borist mörg erindi frá hinum ýmsu aðilum sem falast eftir lóðum undir athafnastarfsemi á svæðinu niður við Suðurlandsveg. Ávallt hefur svarið verið það sama: lóðirnar eru ekki lausar til úthlutunar enda hafa þær ekki verið auglýstar. Í dag bar svo við að það var tekið fyrir erindi frá fyrirtækinu Afli þar sem þeir óska eftir viðræðum við bæjaryfirvöld um húsnæði undir slökkvistöð og áhaldahús á lóð austan verslunarmiðstöðvarinnar við Sunnumörk. Erindinu var hafnað með vísan í það að lóðirnar hefðu ekki verið auglýstar lausar til umsókna. Afgreiðsluna og tillögu mína í málinu má sjá hér.
Næsta erindi á eftir var lóðaumsókn frá Rarik þar sem þeir sækja um hornlóðina við Suðurlandsveg og Grænumörk undir þjónustumiðstöð og vinnuflokkastarfsemi sína sem nú er staðsett á Selfossi. Nú bar svo við að umsóknin var samþykkt án nokkurs hiks þrátt fyrir að þessi lóð hafi ekki verið auglýst frekar en aðrar á svæðinu ! ! !
Þrátt fyrir að ég fagni vilja Rarik til að byggja upp starfsemi sína í Hveragerði er ekki annað hægt en að undrast vinnubrögð meirihlutans.
Ekki síður harma ég það að þessi lóð sem ekki er síðri lóð fyrir verslun og þjónustu en lóð verslunarmiðstöðvarinnar við Sunnumörk skuli vera tekin undir starfsemi af þessu tagi. Með þessari ákvörðun er ekki verið að framfylgja þeirri stefnu sem lögð hefur verið í breytta ásýnd bæjarfélagsins og uppbyggingu þjónustu við Suðurlandsveg.
Á bæjarráðsfundi í morgun var samþykkt að vísa samningnum við Verktakafyrirtækið Eykt til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Beiðni minni um að afgreiðslu málsins yrði frestað til reglulegs fundar bæjarstjórnar í febrúar var hafnað. Þess í stað hliðrar meirihlutinn fundinum í næstu viku til 17. janúar. Við fáum þar með 3 virka daga aukalega til að kynna okkur málið og ekki síður til að kynna það bæjarbúum. Það er nokkuð ljóst að meirihluti Samfylkingar og Framsóknar hefur ekki í hyggju að halda fund um þennan samning eða með öðrum hætti að virkja hið svokallaða íbúalýðræði.
Ekki að ég ætti von á því nú frekar en fyrri daginn !!
Það er samt nauðsynlegt að bæjarbúar séu meðvitaðir um það sem hér er að gerast og þau áhrif sem fyrirhugaður samningur hefur.
Það er tvennt sem vekur sérstaka furðu við samninginn. Við erum hér að tala um 80 hektara sem er megnið af því byggingarlandi sem Hveragerðisbær á.
Í fyrsta lagi, hvers vegna er ekki leitað tilboða í svæðið því það er næsta öruggt að með því móti hefði náðst fram raunverulegt virði þess sem byggingalands.
Í öðru lagi, hvað veldur því að Eykt borgar lítið sem ekkert fyrir byggingaréttinn á öllu þessu landi. Það að þeir skuli ætla að byggja tvær deildir af sex deilda leikskóla er svo lítið að það tekur því varla að tala um það. Á tímabilinu skuldbindur bærinn sig aftur á móti til að byggja heildstæðan grunnskóla (924 milljónir) og fjórar deildir til viðbótar (ca. 150-200 milljónir) við fyrirhugaðann leikskóla. Vel að merkja án þess að hafa fengið tekjur af sölu landsins til að standa straum af kostnaði við þessa uppbyggingu.
Hvað vakir fyrir meirihlutanum með því að gera þennan samning ? Þeir sem til þekkja telja þetta land vera um 700 - 800 milljón króna virði. Hvers vegna vill ekki meirihlutinn láta reyna á það hvert raunverulegt verðgildi landsins er með því að bjóða það út? Það ætti auðvitað ekki að vera heimilt að fjórir fulltrúar geti með þessum hætti tekið jafn afdrifaríka ákvörðun og borið þannig fyrir borð hagsmuni og fjármuni bæjarbúa. Fjármuni sem eru okkur nauðsynlegir til að byggja upp þjónustu við bæjarbúa.
Til þess að svara þessum spurningum og fleirum sem vaknað hafa í umræðunum höfum við Sjálfstæðismenn fengið Orra Hlöðversson, bæjarstjóra, til að mæta á opið hús sem haldið er venju samkvæmt næstkomandi laugardag klukkan 10:30 til 12.
Ég hvet alla Hvergerðinga hvar í flokki sem þeir standa til að koma og hlýða á bæjarstjórann okkar útskýra málið.
-------------------------
Ég legg mig oft virkilega fram um það að reyna að skilja þankagang meirihlutamanna hér í Hveragerði. En alveg sama hvernig ég reyni þeim tekst alltaf að koma mér á óvart með ákvörðunum sínum.
Undanfarið hafa borist mörg erindi frá hinum ýmsu aðilum sem falast eftir lóðum undir athafnastarfsemi á svæðinu niður við Suðurlandsveg. Ávallt hefur svarið verið það sama: lóðirnar eru ekki lausar til úthlutunar enda hafa þær ekki verið auglýstar. Í dag bar svo við að það var tekið fyrir erindi frá fyrirtækinu Afli þar sem þeir óska eftir viðræðum við bæjaryfirvöld um húsnæði undir slökkvistöð og áhaldahús á lóð austan verslunarmiðstöðvarinnar við Sunnumörk. Erindinu var hafnað með vísan í það að lóðirnar hefðu ekki verið auglýstar lausar til umsókna. Afgreiðsluna og tillögu mína í málinu má sjá hér.
Næsta erindi á eftir var lóðaumsókn frá Rarik þar sem þeir sækja um hornlóðina við Suðurlandsveg og Grænumörk undir þjónustumiðstöð og vinnuflokkastarfsemi sína sem nú er staðsett á Selfossi. Nú bar svo við að umsóknin var samþykkt án nokkurs hiks þrátt fyrir að þessi lóð hafi ekki verið auglýst frekar en aðrar á svæðinu ! ! !
Þrátt fyrir að ég fagni vilja Rarik til að byggja upp starfsemi sína í Hveragerði er ekki annað hægt en að undrast vinnubrögð meirihlutans.
Ekki síður harma ég það að þessi lóð sem ekki er síðri lóð fyrir verslun og þjónustu en lóð verslunarmiðstöðvarinnar við Sunnumörk skuli vera tekin undir starfsemi af þessu tagi. Með þessari ákvörðun er ekki verið að framfylgja þeirri stefnu sem lögð hefur verið í breytta ásýnd bæjarfélagsins og uppbyggingu þjónustu við Suðurlandsveg.
4. janúar 2006
Sala á landi austan Varmár
Mikið að gera í dag við að undirbúa bæjarráðsfund í fyrramálið. Fundarboðið ekki þykkt en málin samt stór. Þar ber hæst samning við Verktakafyrirtækið Eykt um kaup fyrirtækisins á 78,5 ha í eigu Hveragerðisbæjar, austan við Varmá. Bæjarstjóri hefur verið í viðræðum við fyrirtækið nokkuð lengi og meðal annars átt með þeim 11 fundi. Við í minnihlutanum fengum aftur á móti samninginn í hendur seinnipartinn í gær en fundurinn verður í fyrramálið klukkan 8. Þetta er auðvitað alltof stuttur tími til að hægt sé að kynna sér jafn viðamikið mál enda teljum við augljóst að við verðum að leita til sérfróðra aðila og ennfremur verður að kynna málið fyrir bæjarbúum. Til þessa þarf tíma, enda ekki rétt að flana að neinu í jafn viðamiklu máli.
Áhugi Eyktarmanna sýnir það og sannar að mikill áhugi er á Hveragerðisbæ og enginn spurning að hér mun uppbygging verða hröð í framtíðinni. Því er mikilvægt að halda vel á spilunum og tryggja með bestum hætti hag bæjarfélagsins.
Við fyrstu sýn tel ég að bærinn sé ekki að fá nærri því nóg í sinn hlut fyrir landið. Ekki verður um formlegar greiðslur að ræða frá Eykt fyrir þessa rétt tæpu 80 hektara en fyrirtækið mun sjá um gatnagerð og uppbyggingu á svæðinu og byggja 2 deilda leikskóla. Bærinn aftur á móti skuldbindur sig til að byggja grunnskóla fyrir 950 milljónir og fjögurra deilda viðbyggingu við leikskólann. Margir fleiri fletir eru á málinu sem alltof langt mál yrði að telja upp hér og því hvet ég fólk til að kynna sér málið og mæta til dæmis á opna húsið hjá okkur Sjálfstæðismönnum á laugardaginn og taka þar þátt í spjalli um bæjarmálefnin.
Hópur fólks hefur tekið að sér að stýra söfnun fyrir Hjálparsveitina og Skátafélagið Strók hér í Hveragerði og funduðum við í gær. Það er mikið starf framundan við að koma þessum félögum í starfhæft ástand en greinilegt er að allir eru boðnir og búnir að koma til hjálpar. Það er líka mjög mikilvægt að Hjálparsveitin verði sem allra fyrst starfhæf því hún leikur lykilhlutverk hér á svæðinu og starf hennar verður seint nógsamlega þakkað. Ekki má heldur gleyma Skátafélaginu Stróki sem einnig missti húsnæði sitt í brunanum á Gamlársdag, hluti söfnunarfésins mun renna til þeirra til að tryggja áframhaldandi starf félagsins.
Hægt er að leggja Hjálparsveitinni og skátunum lið með því að leggjá inná reikning númer: 314-13-146782 kennitala: 580876-0139.
Mikið að gera í dag við að undirbúa bæjarráðsfund í fyrramálið. Fundarboðið ekki þykkt en málin samt stór. Þar ber hæst samning við Verktakafyrirtækið Eykt um kaup fyrirtækisins á 78,5 ha í eigu Hveragerðisbæjar, austan við Varmá. Bæjarstjóri hefur verið í viðræðum við fyrirtækið nokkuð lengi og meðal annars átt með þeim 11 fundi. Við í minnihlutanum fengum aftur á móti samninginn í hendur seinnipartinn í gær en fundurinn verður í fyrramálið klukkan 8. Þetta er auðvitað alltof stuttur tími til að hægt sé að kynna sér jafn viðamikið mál enda teljum við augljóst að við verðum að leita til sérfróðra aðila og ennfremur verður að kynna málið fyrir bæjarbúum. Til þessa þarf tíma, enda ekki rétt að flana að neinu í jafn viðamiklu máli.
Áhugi Eyktarmanna sýnir það og sannar að mikill áhugi er á Hveragerðisbæ og enginn spurning að hér mun uppbygging verða hröð í framtíðinni. Því er mikilvægt að halda vel á spilunum og tryggja með bestum hætti hag bæjarfélagsins.
Við fyrstu sýn tel ég að bærinn sé ekki að fá nærri því nóg í sinn hlut fyrir landið. Ekki verður um formlegar greiðslur að ræða frá Eykt fyrir þessa rétt tæpu 80 hektara en fyrirtækið mun sjá um gatnagerð og uppbyggingu á svæðinu og byggja 2 deilda leikskóla. Bærinn aftur á móti skuldbindur sig til að byggja grunnskóla fyrir 950 milljónir og fjögurra deilda viðbyggingu við leikskólann. Margir fleiri fletir eru á málinu sem alltof langt mál yrði að telja upp hér og því hvet ég fólk til að kynna sér málið og mæta til dæmis á opna húsið hjá okkur Sjálfstæðismönnum á laugardaginn og taka þar þátt í spjalli um bæjarmálefnin.
Hópur fólks hefur tekið að sér að stýra söfnun fyrir Hjálparsveitina og Skátafélagið Strók hér í Hveragerði og funduðum við í gær. Það er mikið starf framundan við að koma þessum félögum í starfhæft ástand en greinilegt er að allir eru boðnir og búnir að koma til hjálpar. Það er líka mjög mikilvægt að Hjálparsveitin verði sem allra fyrst starfhæf því hún leikur lykilhlutverk hér á svæðinu og starf hennar verður seint nógsamlega þakkað. Ekki má heldur gleyma Skátafélaginu Stróki sem einnig missti húsnæði sitt í brunanum á Gamlársdag, hluti söfnunarfésins mun renna til þeirra til að tryggja áframhaldandi starf félagsins.
Hægt er að leggja Hjálparsveitinni og skátunum lið með því að leggjá inná reikning númer: 314-13-146782 kennitala: 580876-0139.
Af heimasíðum ...
Við hugsum sem betur fer ekki öll eftir sömu brautum og það er alltaf gaman að sjá þegar fólk fær snilldarlegar hugmyndir. Rúmlega tvítugur Breti er búinn að græða milljón dollara á því að selja pixla á heimasíðunni sinni. Þetta er ein sú besta hugmynd sem ég hef lengi séð og auðvelt að missa sig í surf á þessari síðu ! ! !
Af því að Bjarni Rúnar, tvíbura pjakkarnir og fleiri góðir í kringum mig eru svo miklir Liverpool aðdáendur þá hafa þeir áreiðanlega gaman af því að sjá nýju búningana!
Við hugsum sem betur fer ekki öll eftir sömu brautum og það er alltaf gaman að sjá þegar fólk fær snilldarlegar hugmyndir. Rúmlega tvítugur Breti er búinn að græða milljón dollara á því að selja pixla á heimasíðunni sinni. Þetta er ein sú besta hugmynd sem ég hef lengi séð og auðvelt að missa sig í surf á þessari síðu ! ! !
Af því að Bjarni Rúnar, tvíbura pjakkarnir og fleiri góðir í kringum mig eru svo miklir Liverpool aðdáendur þá hafa þeir áreiðanlega gaman af því að sjá nýju búningana!