22. janúar 2006
Á fimmtudagsmorgun var einn sá stysti bæjarráðsfundur sem ég hef setið. Fundir slitið eftir 20 mínútur enda var grínast með að við hefðum getað gert þetta í einhverju fundarhléanna á bæjarstjórnarfundinum. Fyrirferðamestar voru nýráðningar við Leikskólann Óskaland. Hér virðist vandræðaástand höfuðborgarsvæðisins ekki vera fyrir hendi enda fengu færri en vildu stöður við leikskólann.
Á föstudagsmorgun var fundur hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga þar sem mættu fulltrúar Sambandsins í nefnd sem endurskoða á hluta úr lögum um tekjustofna sveitarfélaga er fjallar um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga. Ennfremur voru boðaðir nefndarmenn ráðgjafanefndar um Jöfnunarsjóð og fulltrúar bakhóps er vera á fulltrúunum í endurskoðunarnefndinni til fulltingis og samráðs. Fundurinn stóð framyfir hádegi enda ljóst að margt þarf að skoða þó að umboði til breytinga sé þröngt skorinn stakkur. Eftir hádegi héldu flestir til launaráðstefnu sveitarfélaganna sem beðið hafði verið með heilmikilli eftirvæntingu. Ég slapp þó við þau fundahöld en fylgdist með niðurstöðunni í fréttatímum dagsins. Heldur var rýr hin opinbera niðurstaða þó að án vafa hafi umræðurnar verið mun meira krassandi heldur en umfjöllun fjölmiðla gaf tilefni til að halda. Það er afar mikilvægt að samstaða sveitarfélaga haldi, því fátt er verra en sú staða sem sveitarstjórnarmenn geta lent í fari þeir að semja við starfsmenn bæjarfélaga hver í sínu lagi.
Á laugardagskvöldinu skruppum við í bæinn að sjá hina víðrómuðu mynd "Brokeback Mountain". Það eru engar ýkjur að þetta er með betri myndum sem rekið hefur á fjörurnar lengi. En þeir sem halda að þetta sé hefðbundin kúrekamynd verða fyrir vonbrigðum því þetta er saga um mikil örlög og ástir tveggja karla sem sýna vel hvernig fordómar geta leikið tilveru manna.
Á föstudagsmorgun var fundur hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga þar sem mættu fulltrúar Sambandsins í nefnd sem endurskoða á hluta úr lögum um tekjustofna sveitarfélaga er fjallar um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga. Ennfremur voru boðaðir nefndarmenn ráðgjafanefndar um Jöfnunarsjóð og fulltrúar bakhóps er vera á fulltrúunum í endurskoðunarnefndinni til fulltingis og samráðs. Fundurinn stóð framyfir hádegi enda ljóst að margt þarf að skoða þó að umboði til breytinga sé þröngt skorinn stakkur. Eftir hádegi héldu flestir til launaráðstefnu sveitarfélaganna sem beðið hafði verið með heilmikilli eftirvæntingu. Ég slapp þó við þau fundahöld en fylgdist með niðurstöðunni í fréttatímum dagsins. Heldur var rýr hin opinbera niðurstaða þó að án vafa hafi umræðurnar verið mun meira krassandi heldur en umfjöllun fjölmiðla gaf tilefni til að halda. Það er afar mikilvægt að samstaða sveitarfélaga haldi, því fátt er verra en sú staða sem sveitarstjórnarmenn geta lent í fari þeir að semja við starfsmenn bæjarfélaga hver í sínu lagi.
Á laugardagskvöldinu skruppum við í bæinn að sjá hina víðrómuðu mynd "Brokeback Mountain". Það eru engar ýkjur að þetta er með betri myndum sem rekið hefur á fjörurnar lengi. En þeir sem halda að þetta sé hefðbundin kúrekamynd verða fyrir vonbrigðum því þetta er saga um mikil örlög og ástir tveggja karla sem sýna vel hvernig fordómar geta leikið tilveru manna.
Comments:
Skrifa ummæli