18. janúar 2006
Í dag kynntum við fyrir verslunum 3 tegundir af ís sem við höfum flutt inn frá Danmörku. Ísinn er framleiddur fyrir "De danske vægtkonsulenter" eða DDV eins og þau samtök eru betur þekkt undir. Við höfum sterklega á tilfinningunni að þetta muni seljast eins og heitar lummur allavega fengum við viðbrögð frá verslunum eftir ótrúlega skamman tíma.
Skrapp á Selfoss seinnipartinn og heimsótti nýbakaða foreldra þau Idu og Brósa. Mamma hennar Idu, Birgit, er í heimsókn hjá þeim en henni kynntist ég á vinabæjamóti í Hveragerði fyrir mörgum árum og við höfum haldið sambandi síðan. Í sumar er fyrirhugað að halda vinabæjamót hér í Hveragerði og munu þá mæta til leiks vinir og kunningjar frá vinabæjunum, Brande í Danmörku, Sigdal í Noregi, Örnskjöldsvik í Svíþjóð og Äänekoski í Finnlandi.
Stórfjölskyldan var síðan boðin til ættmóðurinnar í slátur. Hún veit að slíkt er nauðsynlegt þar sem allavega elsta dóttirin hefur ekki tekið slátur í mörg ár. Þjóðlegum matarhefðum skal samt sem áður haldið að drengjunum þrátt fyrir dugleysi foreldranna í þeim efnum ! !
Skrapp á Selfoss seinnipartinn og heimsótti nýbakaða foreldra þau Idu og Brósa. Mamma hennar Idu, Birgit, er í heimsókn hjá þeim en henni kynntist ég á vinabæjamóti í Hveragerði fyrir mörgum árum og við höfum haldið sambandi síðan. Í sumar er fyrirhugað að halda vinabæjamót hér í Hveragerði og munu þá mæta til leiks vinir og kunningjar frá vinabæjunum, Brande í Danmörku, Sigdal í Noregi, Örnskjöldsvik í Svíþjóð og Äänekoski í Finnlandi.
Stórfjölskyldan var síðan boðin til ættmóðurinnar í slátur. Hún veit að slíkt er nauðsynlegt þar sem allavega elsta dóttirin hefur ekki tekið slátur í mörg ár. Þjóðlegum matarhefðum skal samt sem áður haldið að drengjunum þrátt fyrir dugleysi foreldranna í þeim efnum ! !
Comments:
Skrifa ummæli