5. janúar 2006
Orri mætir á opið hús að ræða Eyktar samning
Á bæjarráðsfundi í morgun var samþykkt að vísa samningnum við Verktakafyrirtækið Eykt til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Beiðni minni um að afgreiðslu málsins yrði frestað til reglulegs fundar bæjarstjórnar í febrúar var hafnað. Þess í stað hliðrar meirihlutinn fundinum í næstu viku til 17. janúar. Við fáum þar með 3 virka daga aukalega til að kynna okkur málið og ekki síður til að kynna það bæjarbúum. Það er nokkuð ljóst að meirihluti Samfylkingar og Framsóknar hefur ekki í hyggju að halda fund um þennan samning eða með öðrum hætti að virkja hið svokallaða íbúalýðræði.
Ekki að ég ætti von á því nú frekar en fyrri daginn !!
Það er samt nauðsynlegt að bæjarbúar séu meðvitaðir um það sem hér er að gerast og þau áhrif sem fyrirhugaður samningur hefur.
Það er tvennt sem vekur sérstaka furðu við samninginn. Við erum hér að tala um 80 hektara sem er megnið af því byggingarlandi sem Hveragerðisbær á.
Í fyrsta lagi, hvers vegna er ekki leitað tilboða í svæðið því það er næsta öruggt að með því móti hefði náðst fram raunverulegt virði þess sem byggingalands.
Í öðru lagi, hvað veldur því að Eykt borgar lítið sem ekkert fyrir byggingaréttinn á öllu þessu landi. Það að þeir skuli ætla að byggja tvær deildir af sex deilda leikskóla er svo lítið að það tekur því varla að tala um það. Á tímabilinu skuldbindur bærinn sig aftur á móti til að byggja heildstæðan grunnskóla (924 milljónir) og fjórar deildir til viðbótar (ca. 150-200 milljónir) við fyrirhugaðann leikskóla. Vel að merkja án þess að hafa fengið tekjur af sölu landsins til að standa straum af kostnaði við þessa uppbyggingu.
Hvað vakir fyrir meirihlutanum með því að gera þennan samning ? Þeir sem til þekkja telja þetta land vera um 700 - 800 milljón króna virði. Hvers vegna vill ekki meirihlutinn láta reyna á það hvert raunverulegt verðgildi landsins er með því að bjóða það út? Það ætti auðvitað ekki að vera heimilt að fjórir fulltrúar geti með þessum hætti tekið jafn afdrifaríka ákvörðun og borið þannig fyrir borð hagsmuni og fjármuni bæjarbúa. Fjármuni sem eru okkur nauðsynlegir til að byggja upp þjónustu við bæjarbúa.
Til þess að svara þessum spurningum og fleirum sem vaknað hafa í umræðunum höfum við Sjálfstæðismenn fengið Orra Hlöðversson, bæjarstjóra, til að mæta á opið hús sem haldið er venju samkvæmt næstkomandi laugardag klukkan 10:30 til 12.
Ég hvet alla Hvergerðinga hvar í flokki sem þeir standa til að koma og hlýða á bæjarstjórann okkar útskýra málið.
-------------------------
Ég legg mig oft virkilega fram um það að reyna að skilja þankagang meirihlutamanna hér í Hveragerði. En alveg sama hvernig ég reyni þeim tekst alltaf að koma mér á óvart með ákvörðunum sínum.
Undanfarið hafa borist mörg erindi frá hinum ýmsu aðilum sem falast eftir lóðum undir athafnastarfsemi á svæðinu niður við Suðurlandsveg. Ávallt hefur svarið verið það sama: lóðirnar eru ekki lausar til úthlutunar enda hafa þær ekki verið auglýstar. Í dag bar svo við að það var tekið fyrir erindi frá fyrirtækinu Afli þar sem þeir óska eftir viðræðum við bæjaryfirvöld um húsnæði undir slökkvistöð og áhaldahús á lóð austan verslunarmiðstöðvarinnar við Sunnumörk. Erindinu var hafnað með vísan í það að lóðirnar hefðu ekki verið auglýstar lausar til umsókna. Afgreiðsluna og tillögu mína í málinu má sjá hér.
Næsta erindi á eftir var lóðaumsókn frá Rarik þar sem þeir sækja um hornlóðina við Suðurlandsveg og Grænumörk undir þjónustumiðstöð og vinnuflokkastarfsemi sína sem nú er staðsett á Selfossi. Nú bar svo við að umsóknin var samþykkt án nokkurs hiks þrátt fyrir að þessi lóð hafi ekki verið auglýst frekar en aðrar á svæðinu ! ! !
Þrátt fyrir að ég fagni vilja Rarik til að byggja upp starfsemi sína í Hveragerði er ekki annað hægt en að undrast vinnubrögð meirihlutans.
Ekki síður harma ég það að þessi lóð sem ekki er síðri lóð fyrir verslun og þjónustu en lóð verslunarmiðstöðvarinnar við Sunnumörk skuli vera tekin undir starfsemi af þessu tagi. Með þessari ákvörðun er ekki verið að framfylgja þeirri stefnu sem lögð hefur verið í breytta ásýnd bæjarfélagsins og uppbyggingu þjónustu við Suðurlandsveg.
Á bæjarráðsfundi í morgun var samþykkt að vísa samningnum við Verktakafyrirtækið Eykt til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Beiðni minni um að afgreiðslu málsins yrði frestað til reglulegs fundar bæjarstjórnar í febrúar var hafnað. Þess í stað hliðrar meirihlutinn fundinum í næstu viku til 17. janúar. Við fáum þar með 3 virka daga aukalega til að kynna okkur málið og ekki síður til að kynna það bæjarbúum. Það er nokkuð ljóst að meirihluti Samfylkingar og Framsóknar hefur ekki í hyggju að halda fund um þennan samning eða með öðrum hætti að virkja hið svokallaða íbúalýðræði.
Ekki að ég ætti von á því nú frekar en fyrri daginn !!
Það er samt nauðsynlegt að bæjarbúar séu meðvitaðir um það sem hér er að gerast og þau áhrif sem fyrirhugaður samningur hefur.
Það er tvennt sem vekur sérstaka furðu við samninginn. Við erum hér að tala um 80 hektara sem er megnið af því byggingarlandi sem Hveragerðisbær á.
Í fyrsta lagi, hvers vegna er ekki leitað tilboða í svæðið því það er næsta öruggt að með því móti hefði náðst fram raunverulegt virði þess sem byggingalands.
Í öðru lagi, hvað veldur því að Eykt borgar lítið sem ekkert fyrir byggingaréttinn á öllu þessu landi. Það að þeir skuli ætla að byggja tvær deildir af sex deilda leikskóla er svo lítið að það tekur því varla að tala um það. Á tímabilinu skuldbindur bærinn sig aftur á móti til að byggja heildstæðan grunnskóla (924 milljónir) og fjórar deildir til viðbótar (ca. 150-200 milljónir) við fyrirhugaðann leikskóla. Vel að merkja án þess að hafa fengið tekjur af sölu landsins til að standa straum af kostnaði við þessa uppbyggingu.
Hvað vakir fyrir meirihlutanum með því að gera þennan samning ? Þeir sem til þekkja telja þetta land vera um 700 - 800 milljón króna virði. Hvers vegna vill ekki meirihlutinn láta reyna á það hvert raunverulegt verðgildi landsins er með því að bjóða það út? Það ætti auðvitað ekki að vera heimilt að fjórir fulltrúar geti með þessum hætti tekið jafn afdrifaríka ákvörðun og borið þannig fyrir borð hagsmuni og fjármuni bæjarbúa. Fjármuni sem eru okkur nauðsynlegir til að byggja upp þjónustu við bæjarbúa.
Til þess að svara þessum spurningum og fleirum sem vaknað hafa í umræðunum höfum við Sjálfstæðismenn fengið Orra Hlöðversson, bæjarstjóra, til að mæta á opið hús sem haldið er venju samkvæmt næstkomandi laugardag klukkan 10:30 til 12.
Ég hvet alla Hvergerðinga hvar í flokki sem þeir standa til að koma og hlýða á bæjarstjórann okkar útskýra málið.
-------------------------
Ég legg mig oft virkilega fram um það að reyna að skilja þankagang meirihlutamanna hér í Hveragerði. En alveg sama hvernig ég reyni þeim tekst alltaf að koma mér á óvart með ákvörðunum sínum.
Undanfarið hafa borist mörg erindi frá hinum ýmsu aðilum sem falast eftir lóðum undir athafnastarfsemi á svæðinu niður við Suðurlandsveg. Ávallt hefur svarið verið það sama: lóðirnar eru ekki lausar til úthlutunar enda hafa þær ekki verið auglýstar. Í dag bar svo við að það var tekið fyrir erindi frá fyrirtækinu Afli þar sem þeir óska eftir viðræðum við bæjaryfirvöld um húsnæði undir slökkvistöð og áhaldahús á lóð austan verslunarmiðstöðvarinnar við Sunnumörk. Erindinu var hafnað með vísan í það að lóðirnar hefðu ekki verið auglýstar lausar til umsókna. Afgreiðsluna og tillögu mína í málinu má sjá hér.
Næsta erindi á eftir var lóðaumsókn frá Rarik þar sem þeir sækja um hornlóðina við Suðurlandsveg og Grænumörk undir þjónustumiðstöð og vinnuflokkastarfsemi sína sem nú er staðsett á Selfossi. Nú bar svo við að umsóknin var samþykkt án nokkurs hiks þrátt fyrir að þessi lóð hafi ekki verið auglýst frekar en aðrar á svæðinu ! ! !
Þrátt fyrir að ég fagni vilja Rarik til að byggja upp starfsemi sína í Hveragerði er ekki annað hægt en að undrast vinnubrögð meirihlutans.
Ekki síður harma ég það að þessi lóð sem ekki er síðri lóð fyrir verslun og þjónustu en lóð verslunarmiðstöðvarinnar við Sunnumörk skuli vera tekin undir starfsemi af þessu tagi. Með þessari ákvörðun er ekki verið að framfylgja þeirri stefnu sem lögð hefur verið í breytta ásýnd bæjarfélagsins og uppbyggingu þjónustu við Suðurlandsveg.
Comments:
Skrifa ummæli