29. janúar 2006
Enn ein helgin að baki og erill vinnuvikunnar tekinn við.
Prófkjör Framsóknarmanna í Reykjavík heltók fréttir helgarinnar og ótrúlegt að fylgjast með því hversu miklu er til kostað til að ná árangri í þessum slag. Sérstaklega þegar haft er í huga að Framsókn á ekki einu sinni öruggan mann í borgarstjórn. Það er reyndar margt gott sem hefst útúr svona baráttu og ekki síst er þetta gott fyrir fjölmiðlana sem selja auglýsingapláss sem aldrei fyrr.
Uppstillingar og prófkjör flokkanna fyrir sveitarstjórnarkosningar munu lita fréttir næstu vikna. Í sunnlensku blöðunum hafa að undanförnu birst upplýsingar um það hverjir munu hætta og hverjir ætla að halda áfram í sveitarstjórnum á svæðinu. Samkvæmt því er breytinga að vænta víða og margir gamalreyndir refir ætla að hætta eins og til dæmis Guðmundur Ingi, Sveinn Sæland, Hjörleifur og margir fleiri. Ég hef á tilfinningunni að óvenju margir ætli sér að segja skilið við sveitarstjónarstarfið í þetta skiptið. Það er skiljanlegt að fólk endist ekki í tugi ára í þessum störfum en mikilvægt samt að halda ákveðinni samfellu með því að allir hætti ekki í einu. Fjölmargir nýjir einstaklingar hafa aftur á móti bankað á dyrnar og er ekki að efa að sunnlenskir sveitarstjórnarmenn verða öflugir sem aldrei fyrr að afloknum kosningum í vor.
Prófkjör Framsóknarmanna í Reykjavík heltók fréttir helgarinnar og ótrúlegt að fylgjast með því hversu miklu er til kostað til að ná árangri í þessum slag. Sérstaklega þegar haft er í huga að Framsókn á ekki einu sinni öruggan mann í borgarstjórn. Það er reyndar margt gott sem hefst útúr svona baráttu og ekki síst er þetta gott fyrir fjölmiðlana sem selja auglýsingapláss sem aldrei fyrr.
Uppstillingar og prófkjör flokkanna fyrir sveitarstjórnarkosningar munu lita fréttir næstu vikna. Í sunnlensku blöðunum hafa að undanförnu birst upplýsingar um það hverjir munu hætta og hverjir ætla að halda áfram í sveitarstjórnum á svæðinu. Samkvæmt því er breytinga að vænta víða og margir gamalreyndir refir ætla að hætta eins og til dæmis Guðmundur Ingi, Sveinn Sæland, Hjörleifur og margir fleiri. Ég hef á tilfinningunni að óvenju margir ætli sér að segja skilið við sveitarstjónarstarfið í þetta skiptið. Það er skiljanlegt að fólk endist ekki í tugi ára í þessum störfum en mikilvægt samt að halda ákveðinni samfellu með því að allir hætti ekki í einu. Fjölmargir nýjir einstaklingar hafa aftur á móti bankað á dyrnar og er ekki að efa að sunnlenskir sveitarstjórnarmenn verða öflugir sem aldrei fyrr að afloknum kosningum í vor.
Comments:
Skrifa ummæli