<$BlogRSDUrl$>

18. janúar 2006

Langloka að loknu hléi ...

Nú er nokkuð langt síðan síðast var skrifað á bloggið og fáar afsakanir á takteinum aðrar en þær hefðbundnu að nóg hefur verið við að vera á öðrum vígstöðvum.

Áður en ég eyði dýrmætum dálksentimetrum undir Eyktar málið sem er auðvitað það eina sem ég hugsa um þessa dagana, þá er nú kannski skemmtilegra að segja frá því að tilveran snýst líka um annað en stjórnmálavafstur. Fórum til dæmis fjölskyldan með Guðrúnu, Jóa og börnum (án Hauks) á forsýningu á Carmen í Borgarleikhúsinu á föstudagskvöldið. Afskaplega litrík og lífleg sýning og meira að segja yngstu gormunum fannst gaman. Kvöldið áður var skylduhlustun á Carmen hér heima og að því loknu leit sá stutti á móður sína mjög áhyggjufullur og spurði: “VERÐ ég að fara á þetta á morgun?” Var ekki alveg heillaður, en það breyttist eftir sýninguna ! !
Nú er litla frænka okkar hún Guðbjörg farin að æfa í Ronju þannig að næst verður væntanlega farið að sjá það verk. Erum reyndar ekki enn búin að sjá Sveppa í Kalla á þakinu. Spurning hvort það sé ekki skylda þegar maður er 9 ára?
------------------------
Á laugardagsmorguninn var fjölmenni í opnu húsi þar sem mikið var rætt um bæjarmálefnin. Eyþór Arnalds leit við en hann bíður sig nú fram í 1.sæti í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Árborg. Það er bæði gaman og nauðsynlegt að góð samskipti séu milli þessara bæjarfélaga og við hér fylgjumst grannt með þróun mála hjá Sjálfstæðismönnum þar. Nú stefnir í skemmtilegt prófkjör hjá grönnum okkar sem vonandi þjappar mönnum vel saman þannig að góð niðurstaða náist í kosningunum í vor.

Hér erum við aftur á móti á rólegu nótunum, ekki hefur enn verið tekin ákvörðun um prófkjör eða uppstillingu en tillaga uppstillingarnefndar um það verður væntanlega lögð fyrir félagsfund á allra næstu vikum.
-----------------
Nældi mér í leiðinda pest yfir helgina. Sem hafði þau ánægjulegu hliðaráhrif að ég las tvær bækur, en lestur einhvers annars en fundargerða og gagna situr því miður oftast á hakanum. “Krónprinsessan” eftir dönsku skáldkonuna Hanne Vibeke Holst er feiknalega góð, er eiginlega skyldulesning fyrir konur í stjórnmálum. Ber þess reyndar merki að vera skrifuð á tölvu eins og mamma myndi segja. Alltof löng! Síðan las ég pínulitla bók með mikinn boðskap. Sú bók heitir því skrýtna nafni “Fiskur”. Það tekur enga stund að lesa hana en hún skilur mikið eftir. Mæli með því að allir skundi nú á bókasafnið og lesi bókina “Fisk”, ef við tileinkum okkur lífspekina sem þar er sett fram verður nú gaman að vera til ! ! !
------------------------
Í kvöld var fyrri umræða í bæjarstjórn um Eyktarsamninginn. Aldrei þessu vant voru áheyrnarfulltrúar í salnum og gaf það fundinum annað og skemmtilegra yfirbragð en vanalega. Vil endilega hvetja alla til að mæta á fundi. Þetta er kannski ekki alltaf skemmtilegt en það er gagnlegt að sjá hvernig bæjarstjórnarfundir fara fram.
Á fundinum urðu miklar og snarpar umræður eins og við mátti búast. Það er nokkuð ljóst að meirihlutinn neitar að skoða málið í víðara samhengi en horfir einungis á samninginn sem slíkan. Þau neita að viðurkenna að í landinu felist verðmæti sem okkur leyfist ekki að fara svona með.
Á fundinum lögðum við fram tillögu um að bæjarbúar greiddu atkvæði um samninginn samhliða sveitarstjórnarkosningum í vor. Tillagan var felld með öllum atkvæðum meirihlutans og hlýtur maður að spyrja sig að því hvar á leiðinni Samfylkingin gufaði upp í bæjarstjórn Hveragerðisbæjar.
Framkomin mótmæli hafa þó áorkað því að tvær umræður verða um málið í bæjarstjórn og mun seinni umræða fara fram 10. febrúar. Ennfremur boðaði meirihlutinn borgarafund um Eyktarsamninginn milli umræðna og er því greinilegt að það hefur áhrif að láta heyra í sér.

Um 270 manns hafa nú skrifað undir undirskriftalistann á netinu og hvetjum við alla sem skoðun hafa á málinu að láta hana í ljós með því að rita nafn sitt á listann.

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

  • Um Aldísi ...
  • Ræður og greinar ...
  • Aftur á forsíðu...
  • Tenglar
  • Mjúkhýsi í Hveragerði ?
  • Síða Sjálfstæðisflokksins
  • Sjálfstæðismenn í Hveragerði
  • Sjálfstæðiskonur
  • Sjálfstæðismenn í Suður.
  • Gagnagátt Sambandsins
  • Besti ísinn!
  • Morgunblaðið á netinu
  • Vísir.is
  • DFS - Fréttasíða Dagskrárinnar
  • Fleiri Sunnlenskar fréttir
  • Mælingar á loftgæðum í Hveragerði
  • Hveragerði
  • Heimasíður fyrirtækja í Hveragerði
  • Grunnskólinn í­ Hveragerði
  • Íþróttafélagið Hamar
  • Veðurspá fyrir Hveragerði
  • Fjölbrautaskóli Suðurlands
  • Gagnasöfn Hvar.is
  • Besti bloggarinn ! ! !
  • Vefbanki Valla...
  • SASS
  • Myndir Bjössa á Bláfelli
  • Nátturan.is
  • Orðaþýðingar - frábær síða
  • Færð og veður á SV-landi
  • Leitarvélin
  • Sí­maskráin
  • Ýmsar myndir
  • Myndasíða
  • Úr reisubókinni
  • Flórída janúar 2017
  • Litháen, Armenia og Karabakh 2015
  • Serbí­a og Svartfjallaland 2005
  • Istanbul í­ Tyrklandi 2005
  • Búkarest í Rúmení­u 2006
  • Ítalía 2007
  • Svartfjallaland 2008
  • Danmörk 2010
  • Heimsreisa Laufeyjar og Elvars 2011-2012
  • Hefur þú skoðun?
  • Hafðu samband!
    Eldri færslur
  • 1.1.2004 - 1.2.2004
  • 1.2.2004 - 1.3.2004
  • 1.3.2004 - 1.4.2004
  • 1.5.2004 - 1.6.2004
  • 1.6.2004 - 1.7.2004
  • 1.7.2004 - 1.8.2004
  • 1.8.2004 - 1.9.2004
  • 1.9.2004 - 1.10.2004
  • 1.10.2004 - 1.11.2004
  • 1.11.2004 - 1.12.2004
  • 1.12.2004 - 1.1.2005
  • 1.1.2005 - 1.2.2005
  • 1.3.2005 - 1.4.2005
  • 1.4.2005 - 1.5.2005
  • 1.5.2005 - 1.6.2005
  • 1.6.2005 - 1.7.2005
  • 1.7.2005 - 1.8.2005
  • 1.8.2005 - 1.9.2005
  • 1.9.2005 - 1.10.2005
  • 1.10.2005 - 1.11.2005
  • 1.11.2005 - 1.12.2005
  • 1.12.2005 - 1.1.2006
  • 1.1.2006 - 1.2.2006
  • 1.2.2006 - 1.3.2006
  • 1.3.2006 - 1.4.2006
  • 1.4.2006 - 1.5.2006
  • 1.5.2006 - 1.6.2006
  • 1.6.2006 - 1.7.2006
  • 1.7.2006 - 1.8.2006
  • 1.8.2006 - 1.9.2006
  • 1.9.2006 - 1.10.2006
  • 1.10.2006 - 1.11.2006
  • 1.11.2006 - 1.12.2006
  • 1.12.2006 - 1.1.2007
  • 1.1.2007 - 1.2.2007
  • 1.2.2007 - 1.3.2007
  • 1.3.2007 - 1.4.2007
  • 1.4.2007 - 1.5.2007
  • 1.5.2007 - 1.6.2007
  • 1.6.2007 - 1.7.2007
  • 1.7.2007 - 1.8.2007
  • 1.8.2007 - 1.9.2007
  • 1.9.2007 - 1.10.2007
  • 1.10.2007 - 1.11.2007
  • 1.11.2007 - 1.12.2007
  • 1.12.2007 - 1.1.2008
  • 1.1.2008 - 1.2.2008
  • 1.2.2008 - 1.3.2008
  • 1.3.2008 - 1.4.2008
  • 1.4.2008 - 1.5.2008
  • 1.5.2008 - 1.6.2008
  • 1.6.2008 - 1.7.2008
  • 1.7.2008 - 1.8.2008
  • 1.8.2008 - 1.9.2008
  • 1.9.2008 - 1.10.2008
  • 1.10.2008 - 1.11.2008
  • 1.11.2008 - 1.12.2008
  • 1.12.2008 - 1.1.2009
  • 1.1.2009 - 1.2.2009
  • 1.2.2009 - 1.3.2009
  • 1.3.2009 - 1.4.2009
  • 1.4.2009 - 1.5.2009
  • 1.5.2009 - 1.6.2009
  • 1.6.2009 - 1.7.2009
  • 1.7.2009 - 1.8.2009
  • 1.8.2009 - 1.9.2009
  • 1.9.2009 - 1.10.2009
  • 1.10.2009 - 1.11.2009
  • 1.11.2009 - 1.12.2009
  • 1.12.2009 - 1.1.2010
  • 1.1.2010 - 1.2.2010
  • 1.2.2010 - 1.3.2010
  • 1.3.2010 - 1.4.2010
  • 1.4.2010 - 1.5.2010
  • 1.5.2010 - 1.6.2010
  • 1.6.2010 - 1.7.2010
  • 1.7.2010 - 1.8.2010
  • 1.8.2010 - 1.9.2010
  • 1.9.2010 - 1.10.2010
  • 1.10.2010 - 1.11.2010
  • 1.11.2010 - 1.12.2010
  • 1.12.2010 - 1.1.2011
  • 1.1.2011 - 1.2.2011
  • 1.2.2011 - 1.3.2011
  • 1.3.2011 - 1.4.2011
  • 1.4.2011 - 1.5.2011
  • 1.5.2011 - 1.6.2011
  • 1.6.2011 - 1.7.2011
  • 1.7.2011 - 1.8.2011
  • 1.8.2011 - 1.9.2011
  • 1.9.2011 - 1.10.2011
  • 1.10.2011 - 1.11.2011
  • 1.11.2011 - 1.12.2011
  • 1.12.2011 - 1.1.2012
  • 1.1.2012 - 1.2.2012
  • 1.2.2012 - 1.3.2012
  • 1.3.2012 - 1.4.2012
  • 1.4.2012 - 1.5.2012
  • 1.5.2012 - 1.6.2012
  • 1.6.2012 - 1.7.2012
  • 1.7.2012 - 1.8.2012
  • 1.8.2012 - 1.9.2012
  • 1.9.2012 - 1.10.2012
  • 1.10.2012 - 1.11.2012
  • 1.11.2012 - 1.12.2012
  • 1.12.2012 - 1.1.2013
  • 1.1.2013 - 1.2.2013
  • 1.2.2013 - 1.3.2013
  • 1.3.2013 - 1.4.2013
  • 1.4.2013 - 1.5.2013
  • 1.5.2013 - 1.6.2013
  • 1.6.2013 - 1.7.2013
  • 1.7.2013 - 1.8.2013
  • 1.8.2013 - 1.9.2013
  • 1.9.2013 - 1.10.2013
  • 1.10.2013 - 1.11.2013
  • 1.11.2013 - 1.12.2013
  • 1.12.2013 - 1.1.2014
  • 1.1.2014 - 1.2.2014
  • 1.2.2014 - 1.3.2014
  • 1.3.2014 - 1.4.2014
  • 1.4.2014 - 1.5.2014
  • 1.5.2014 - 1.6.2014
  • 1.8.2014 - 1.9.2014
  • 1.9.2014 - 1.10.2014
  • 1.10.2014 - 1.11.2014
  • 1.11.2014 - 1.12.2014
  • 1.12.2014 - 1.1.2015
  • 1.1.2015 - 1.2.2015
  • 1.2.2015 - 1.3.2015
  • 1.3.2015 - 1.4.2015
  • 1.4.2015 - 1.5.2015
  • 1.6.2015 - 1.7.2015
  • 1.7.2015 - 1.8.2015
  • 1.8.2015 - 1.9.2015
  • 1.9.2015 - 1.10.2015
  • 1.10.2015 - 1.11.2015
  • 1.11.2015 - 1.12.2015
  • 1.12.2015 - 1.1.2016
  • 1.1.2016 - 1.2.2016
  • 1.2.2016 - 1.3.2016
  • 1.3.2016 - 1.4.2016
  • 1.4.2016 - 1.5.2016
  • 1.5.2016 - 1.6.2016
  • 1.6.2016 - 1.7.2016
  • 1.7.2016 - 1.8.2016
  • 1.8.2016 - 1.9.2016
  • 1.9.2016 - 1.10.2016
  • 1.10.2016 - 1.11.2016
  • 1.11.2016 - 1.12.2016
  • 1.12.2016 - 1.1.2017
  • 1.1.2017 - 1.2.2017
  • 1.2.2017 - 1.3.2017
  • 1.3.2017 - 1.4.2017
  • 1.5.2017 - 1.6.2017
  • 1.6.2017 - 1.7.2017
  • 1.8.2017 - 1.9.2017
  • 1.9.2017 - 1.10.2017
  • 1.10.2017 - 1.11.2017
  • 1.11.2017 - 1.12.2017
  • 1.12.2017 - 1.1.2018
  • 1.1.2018 - 1.2.2018
  • 1.2.2018 - 1.3.2018
  • 1.3.2018 - 1.4.2018
  • 1.4.2018 - 1.5.2018
  • 1.5.2018 - 1.6.2018
  • 1.8.2018 - 1.9.2018
  • 1.11.2018 - 1.12.2018
  • 1.4.2021 - 1.5.2021
  • 1.5.2021 - 1.6.2021
  • 1.6.2021 - 1.7.2021
  • 1.7.2021 - 1.8.2021
  • Free Guestbook from Bravenet Free Guestbook from Bravenet