24. janúar 2006
Athugasemdir við aðalskipulag ..
Nú er runninn út fresturinn sem gefinn var til að gera athugasemdir við nýja aðalskipulagið. Fjöldi athugasemda barst og verður fróðlegt að sjá hvernig tekið verður á þeim málum. Fyrirhuguð uppbyggingaráform austan Varmár setja eðlilega svip sinn á margar athugasemdanna enda er ekki skrýtið þó að landeigendur í kringum Hveragerði spyrji sig hvernig bæjaryfirvöld hafa hugsað sér að taka á þeirra áformum. Landið fyrir neðan þjóðveg er til dæmis í eigu einkaaðila sem fyrir þónokkru síðan höfðu samband og báðu um viðræður vegna fyrirhugaðrar byggðar þar. Hvernig ætli meirihlutinn hafi hugsað sér að taka á því máli? Held því miður að samningsstaða bæjarins sé orðin ansi léleg eftir þetta síðasta útspil ! !
Minni á undirskriftalistann á þessari slóð. Þeir sem vilja að bæjarstjórn hugsi sinn gang endilega setjið nafn ykkar á listann.
Nú er runninn út fresturinn sem gefinn var til að gera athugasemdir við nýja aðalskipulagið. Fjöldi athugasemda barst og verður fróðlegt að sjá hvernig tekið verður á þeim málum. Fyrirhuguð uppbyggingaráform austan Varmár setja eðlilega svip sinn á margar athugasemdanna enda er ekki skrýtið þó að landeigendur í kringum Hveragerði spyrji sig hvernig bæjaryfirvöld hafa hugsað sér að taka á þeirra áformum. Landið fyrir neðan þjóðveg er til dæmis í eigu einkaaðila sem fyrir þónokkru síðan höfðu samband og báðu um viðræður vegna fyrirhugaðrar byggðar þar. Hvernig ætli meirihlutinn hafi hugsað sér að taka á því máli? Held því miður að samningsstaða bæjarins sé orðin ansi léleg eftir þetta síðasta útspil ! !
Minni á undirskriftalistann á þessari slóð. Þeir sem vilja að bæjarstjórn hugsi sinn gang endilega setjið nafn ykkar á listann.
Comments:
Skrifa ummæli