8. janúar 2006
Af íbúafundi, þrettándabrennu og fleiru
Miklu fleiri mættu en búist hafði verið við á íbúafundinn sem haldinn var í sal Verkalýðsfélagsins Boðans í gærmorgun. Setið var í öllum sætum og þykir okkur það frábært miðað við hve skammur tími gafst til að auglýsa fundinn.
Á fundinum skýrðust línur og vonandi að gestir hafi farið fróðari heim. Orri bæjarstjóri kynnti samninginn, ég skýrði sjónarmið minnihlutans og Þorsteinn, forseti bæjarstjórnar, var með pólitískt innlegg á fundinum. Hann var reyndar svolítið æstur og vildi frekar tala um flest annað en málið sem lá fyrir fundinum enda kannski skiljanlegt.
Ef hægt er að tala um niðurstöðu af fundi sem þessum þá var það kannski helst það að ljóst er að meirihlutinn ætlar sér að keyra þennan samning í gegn hvað sem líður öllum mótmælum. Jafnvel þótt það bærist annað tilboð betra myndi það ekki skipta máli. Lítið var gert úr undirskriftalistum en Þorsteinn ætlaði að hugsa málið þegar hann var spurður hvort íbúafundur yrði haldinn, svona í ljósi íbúalýðræðisins svokallaða! ! !
Fundurinn gaf bæjarbúum tækifæri til að kynna sér málið til hlýtar og vonandi skilar það sér í mikilli umræðu manna á meðal. Hægt er að nálgast samninginn á bæjarskrifstofunni og hvet ég alla sem áhuga hafa að gera það.
Bæjarstjórinn kveinkaði sér ógurlega undan ágangi fjölmiðla en ég aftur á móti fagna ágangi fjölmiðla enda tel ég afar brýnt að samningurinn sé vel kynntur fyrir bæjarbúum og þeir geti þannig tekið málefnalega afstöðu til hans.
Fjölmiðlaumfjöllunin hefur verið ágæt, til dæmis birti Fréttablaðið grein um málið og Morgunblaðið er með stóra umfjöllun í sunnudagsblaðinu. Bæði Ríkisútvarpið og sjónvarpið hafa fjallað ýtarlega um samninginn og ljóst á þeim viðbrögðum sem ég hef fengið að þetta hefur ýtt við fólki. Fjöldi fólks hefur haft samband og það er gott að finna á viðbrögðunum að við erum ekki á villigötum í umfjöllun okkar um þennan samning.
........................................
Kveikt var í “þrettándabrennunni” síðdegis í gær í blíðskaparveðri. Veðrið minnti okkur á það hversu fallegt getur verið á yndislegum vetrardögum. Nokkur fjöldi safnaðist saman við brennuna og það var ekki laust við að manni hlýnaði um hjartarætur þegar Hjálparsveitarmenn kveiktu á rauðum kyndlum á Hamarsbrúninni og reykurinn liðaðist niður hlíðina. Við gengum síðan niður eftir, í gegnum bæinn, í yndislegasta jólaveðri sem hægt er að hugsa sér, logndrífu.
............................................
Fór til Reykjavíkur í dag og hitti Laufeyju sem er búin að vera á sundþjálfaranámskeiði alla helgina. Við mæðgur náðum að fara á handahlaupum á nokkrar útsölur áður en hún flaug austur aftur seinnipartinn. Þau eru ótrúleg útsölu-afköstin þegar hlutirnir eru vel skipulagðir...
Nú er dóttirin semsagt búin að yfirgefa okkur eftir mánaðar jólafrí, við söknum hennar nú þegar L
........................................
Í kvöld hittist stjórn Sjálfstæðisfélagsins, blaðstjórn og bæjarfulltrúar til að leggja línur fyrir næstu daga. Það verður nóg að gera enda verður málinu fylgt eftir alla leið.
Miklu fleiri mættu en búist hafði verið við á íbúafundinn sem haldinn var í sal Verkalýðsfélagsins Boðans í gærmorgun. Setið var í öllum sætum og þykir okkur það frábært miðað við hve skammur tími gafst til að auglýsa fundinn.
Á fundinum skýrðust línur og vonandi að gestir hafi farið fróðari heim. Orri bæjarstjóri kynnti samninginn, ég skýrði sjónarmið minnihlutans og Þorsteinn, forseti bæjarstjórnar, var með pólitískt innlegg á fundinum. Hann var reyndar svolítið æstur og vildi frekar tala um flest annað en málið sem lá fyrir fundinum enda kannski skiljanlegt.
Ef hægt er að tala um niðurstöðu af fundi sem þessum þá var það kannski helst það að ljóst er að meirihlutinn ætlar sér að keyra þennan samning í gegn hvað sem líður öllum mótmælum. Jafnvel þótt það bærist annað tilboð betra myndi það ekki skipta máli. Lítið var gert úr undirskriftalistum en Þorsteinn ætlaði að hugsa málið þegar hann var spurður hvort íbúafundur yrði haldinn, svona í ljósi íbúalýðræðisins svokallaða! ! !
Fundurinn gaf bæjarbúum tækifæri til að kynna sér málið til hlýtar og vonandi skilar það sér í mikilli umræðu manna á meðal. Hægt er að nálgast samninginn á bæjarskrifstofunni og hvet ég alla sem áhuga hafa að gera það.
Bæjarstjórinn kveinkaði sér ógurlega undan ágangi fjölmiðla en ég aftur á móti fagna ágangi fjölmiðla enda tel ég afar brýnt að samningurinn sé vel kynntur fyrir bæjarbúum og þeir geti þannig tekið málefnalega afstöðu til hans.
Fjölmiðlaumfjöllunin hefur verið ágæt, til dæmis birti Fréttablaðið grein um málið og Morgunblaðið er með stóra umfjöllun í sunnudagsblaðinu. Bæði Ríkisútvarpið og sjónvarpið hafa fjallað ýtarlega um samninginn og ljóst á þeim viðbrögðum sem ég hef fengið að þetta hefur ýtt við fólki. Fjöldi fólks hefur haft samband og það er gott að finna á viðbrögðunum að við erum ekki á villigötum í umfjöllun okkar um þennan samning.
........................................
Kveikt var í “þrettándabrennunni” síðdegis í gær í blíðskaparveðri. Veðrið minnti okkur á það hversu fallegt getur verið á yndislegum vetrardögum. Nokkur fjöldi safnaðist saman við brennuna og það var ekki laust við að manni hlýnaði um hjartarætur þegar Hjálparsveitarmenn kveiktu á rauðum kyndlum á Hamarsbrúninni og reykurinn liðaðist niður hlíðina. Við gengum síðan niður eftir, í gegnum bæinn, í yndislegasta jólaveðri sem hægt er að hugsa sér, logndrífu.
............................................
Fór til Reykjavíkur í dag og hitti Laufeyju sem er búin að vera á sundþjálfaranámskeiði alla helgina. Við mæðgur náðum að fara á handahlaupum á nokkrar útsölur áður en hún flaug austur aftur seinnipartinn. Þau eru ótrúleg útsölu-afköstin þegar hlutirnir eru vel skipulagðir...
Nú er dóttirin semsagt búin að yfirgefa okkur eftir mánaðar jólafrí, við söknum hennar nú þegar L
........................................
Í kvöld hittist stjórn Sjálfstæðisfélagsins, blaðstjórn og bæjarfulltrúar til að leggja línur fyrir næstu daga. Það verður nóg að gera enda verður málinu fylgt eftir alla leið.
Comments:
Skrifa ummæli