9. janúar 2006
Ekkert lát er á símhringingum frá hinum ýmsu aðilum sem vilja koma á framfæri upplýsingum um efnisatriði hins fyrirhugaða samnings við Eykt.
Fékk upplýsingar um það að búið væri að selja hlutafélagið sem stofnað var í kringum Tívolí lóðina svokölluðu. Hef fyrir því nokkuð öruggar heimildir að það félag hafi verið selt á rétt rúmar 460 milljónir króna. Bærinn seldi aftur á móti byggingarréttinn á lóðinni, í útboði vel að merkja, fyrir 50 milljónir og þótti flestum gott. Ef þetta er rétt þá erum við að sjá hér alveg ný viðmið í lóðaverði. Þarna er gert ráð fyrir miklum fjölda íbúða, en miðað við þetta verð hlýtur að vera gert ráð fyrir um 200 íbúðum á svæðinu. Þessar tölur geta auðveldlega staðist ef rétt er að nýverið hafi byggingaréttur að rúmlega 20 íbúða fjölbýlishúsi á Selfossi verið seldur á rúmar 40 milljónir. Byggingaréttur pr. íbúð að leggja sig á ca. 2 milljónir sem er ekki ósvipað og á Tívolí lóðinni ef gert er ráð fyrir 200 íbúðum þar. Þetta hlýtur að vekja upp enn áleitnari spurningar um Eyktar samninginn þar sem má segja að hektarinn sé seldur á rétt rúma milljón. Er búin að setja upp töflu sem sýnir þær nettótekjur sem bærinn gæti haft af þessu landi. Alveg sama hversu léleg verð ég gef mér, bærinn er að lágmarki að afsala sér hundruðum milljóna, vil ekki segja eitt par milljörðum en það er nú ekki langt frá því.
Mun kynna þessa útreikninga síðar.
Fékk upplýsingar um það að búið væri að selja hlutafélagið sem stofnað var í kringum Tívolí lóðina svokölluðu. Hef fyrir því nokkuð öruggar heimildir að það félag hafi verið selt á rétt rúmar 460 milljónir króna. Bærinn seldi aftur á móti byggingarréttinn á lóðinni, í útboði vel að merkja, fyrir 50 milljónir og þótti flestum gott. Ef þetta er rétt þá erum við að sjá hér alveg ný viðmið í lóðaverði. Þarna er gert ráð fyrir miklum fjölda íbúða, en miðað við þetta verð hlýtur að vera gert ráð fyrir um 200 íbúðum á svæðinu. Þessar tölur geta auðveldlega staðist ef rétt er að nýverið hafi byggingaréttur að rúmlega 20 íbúða fjölbýlishúsi á Selfossi verið seldur á rúmar 40 milljónir. Byggingaréttur pr. íbúð að leggja sig á ca. 2 milljónir sem er ekki ósvipað og á Tívolí lóðinni ef gert er ráð fyrir 200 íbúðum þar. Þetta hlýtur að vekja upp enn áleitnari spurningar um Eyktar samninginn þar sem má segja að hektarinn sé seldur á rétt rúma milljón. Er búin að setja upp töflu sem sýnir þær nettótekjur sem bærinn gæti haft af þessu landi. Alveg sama hversu léleg verð ég gef mér, bærinn er að lágmarki að afsala sér hundruðum milljóna, vil ekki segja eitt par milljörðum en það er nú ekki langt frá því.
Mun kynna þessa útreikninga síðar.
Comments:
Skrifa ummæli