21. júní 2017
Dagur samninga og pappíra í dag. Algjörlega nauðsynlegt að ná heilum dögum í slíkri vinnu. Gekk frá samningum um flettiskilitð en við stefnum á undirritun þeirra í fyrramálið. Gerði nýjan samning við Kvenfélag Hveragerðis um leigu bæjarins á Fljótsmrk 2 fyrir Skóla- og velferðarþjónustuna. Kláraði einnig drög að samningi um Eden lóðina og Tívolílóðina við þá aðila sem hafa haft forgang að uppbyggingu á lóðunum um allnokkra hríð. Þetta verkefni hefur verið á borði bæjarráðs, bæjarstjórnar og Skipulags,- og mannvirkjanefndar á mörgum fundum en á Eden lóðínni er fyrirhugað að rísi íbúðabyggð. Mörg tiltölulega lágreist fjölbýlishús og raðhús. Þetta er óvanalega skemmtilegt deiliskipulag Að við teljum, unnið af ASK arkitektum. Þarna er gert ráð fyrir fjölda íbúða í smærii kantinum og að þær verði á eins hagstæðu verði og mögulegt er. Þannig verði ungu fólki, þeim sem vilja minnka við sig og auðvitað öllum öðrum gert kleyft að eignast íbúð á hagstæðum kjörum. Svæðið er auk þess með góðar göngutenginga og skemmtilegu opnu svæði og einnig er gert þar ráð fyrir litlum gróðurhúsum fyrir íbúana. Á Tívolí lóðinni er aftur á móti blönduð byggð íbúða, verslunar og þjónustu. Það er rétt að minna á að unnið hefur verið að uppbyggingu á þessum reitum til fjölda ára og áður hafa aðilar fengið vilyrði fyrir þessum lóðum án þess að nokkuð gerðist. Þeir sem nú sýna reitunum áhuga hafa sýn og hugmyndir sem falla vel að þeirri hugmyndafræði sem bæjarstjórn hefur lagt um uppbyggingu og framtíðarskipan byggðarinnar.
Á föstudaginn kl. 17 opnar ný sýning í Listasafni Árnesinga. Boðskortin misfórust í pósti þannig að hér með eru allir sem vilja boðnir til opnunarinnar. Reyndar eru alltaf allir velkomnir á opnun sýninga í safninu, hvort sem maður er með boðskort eður eit. Endilega mæta. Þetta er að ég held afar góð sýning.
Síðdegis fórum við vinnufélagarnir að skoða gróðurhúsið hjá Helgu, röltum síðan við í glæsilegum garði Ingibjargar Sigmundsdóttur áður en endað var hér hjá mér. Gróðurhúsið skoðað og svo var rifinn grís með tilheyrandi á boðstólum. Alltaf gaman að svona utan vinnustaðarins.
Á föstudaginn kl. 17 opnar ný sýning í Listasafni Árnesinga. Boðskortin misfórust í pósti þannig að hér með eru allir sem vilja boðnir til opnunarinnar. Reyndar eru alltaf allir velkomnir á opnun sýninga í safninu, hvort sem maður er með boðskort eður eit. Endilega mæta. Þetta er að ég held afar góð sýning.
Síðdegis fórum við vinnufélagarnir að skoða gróðurhúsið hjá Helgu, röltum síðan við í glæsilegum garði Ingibjargar Sigmundsdóttur áður en endað var hér hjá mér. Gróðurhúsið skoðað og svo var rifinn grís með tilheyrandi á boðstólum. Alltaf gaman að svona utan vinnustaðarins.
20. júní 2017
Fékk þetta ótrúlega krúttlega bréf í tölvupósti í gær. Mér fannst það svo skondið að ég ætla svo sannarlega að senda þeim félögum mynd ef það gleður þá. Held að þeir séu raunverulega til og þeir hljóma svo skemmtilega félagarnir :-)
Ärade Aldís Hafsteinsdóttir,
Vi är två pompösa, snart avdankade gubbar i Göteborg Sverige, i sina näst bästa år, grånade och kutryggiga, som behöver assistans med mycket. Våra liv är träiga, enformiga, trista, sura.
För att pigga upp oss själva studerar vi geografi och politik från olika delar av Norden. Detta tycker vi är mycket givande. För övrigt min farfar och min väns mormor levde många år i Island, men flyttade sedermera till Sverige. Detta gör förstås våra studier även mer fascinerande.
Vi undrar om Ni skulle vilja ha lust att pigga upp oss? Vi vet att Ni är en duktig borgmästare (bæjarstjóri / oddviti) och en framstående politiker, och förstår att Ni har fullt upp det mesta av tiden. Men vi undrar allra ödmjukast om det skulle kunna gå för sig för oss att få erhålla var sitt signerat fotografi av Dig (autograf)? Detta är en av våra stora önskningar. Vi vore överlyckliga om detta gick att arrangera.
Vi kommer att rama in bilderna och hänga dem i våra gillestugor, som besökare kan se.
Med dessa ord ber vi att få framföra våra bästa hälsningar och önskningar om fortsatt bästa lycka i Ditt värv.
Hälsningar från två nästan utrangerade, men ändock Dina beundrare och vänner,
..... Og hér komu svo tvö nöfn manna sem búa á heimili fyrir fatlað fólk í Svíþjóð .... Þetta eru greinilega snillingar !
--------------------------------
Annars unnum við í arkitektateikningum fyrir nýjar bæjarskrifstofur í morgun. Þar munu framkvæmdir hefjast á allra næstu dögum. Á svipuðum tíma verður hafist handa við að breyta Fljótsmörk 2 í skrifstofu fyrir Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings.
Átti einnig fund með leikskólastjórum Undralands, Guðmundi sem hefur með höndum verkeftirlit a byggingunni og Sigurlaugu arkitekt nýja leikskólans. Þar fórum við yfir val á innréttingum, borðum, skápum, sófum og slíku. Mikið held ég að þetta verði flottur leikskóli, en framvinda framkvæmda er með eindæmum góð.
Fundur í Orkunýtingarnefnd SASS síðdegis. Hittum fulltrúa frá Íslandsstofu, Nýsköpunarmiðstöðinni, Orkustofnun og Landsvirkjun.
Þar kom margt athyglisvert fram varðandi nýtingu orku og markaðssetningu svæða en við erum auðvitað sérstaklega að horfa til nýtingar orku hér á Suðurlandi. En ein af forsendum í starfi hópsins er að finna leiðir til að nýta þá orku sem verður til í héraði til verðmætasköpunar hér.
Með Þorsteini Inga frá Nýsköpunarmiðstöðinni kom Birgir Jóhannesson sem vinnur að svokölluðu Greenbas verkefni. Það er afar athyglisvert en þar er verið að þróa vinnslu á sterkum þráðum úr basalti. En þá er grjótið brætt og þræðirnir myndaðir en síðan er hægt að nota þá svipaðan hátt og koltrefjar. Á myndinni má sjá efnisbút sem er unninn úr basalt trefjum, mjúkt eins og hár. Alveg hreint merkilegt !
19. júní 2017
Fundur með eigendum Hótels Arkar í morgun. Þar eru nú í gangi jarðvegsframkvæmdir nýrrar viðbyggingar sem hýsa mun 80 herbergi. Búið er að fleyga heilmikið í grunninum en vonir standa til að allri fleygun verði lokið innan tveggja vikna. Þessu hefur fylgt nokkuð þreytandi hávaði en sem betur fer eru þetta óþægindi sem standa stutt yfir. Ræddum ýmis mál er varða framtíð hótelsins og það umhverf sem það starfar í. Í lokin kíkti ég á nýju herbergin á neðstu hæð hótelsins. Þau eru mjög stór fjöskylduherbergi þar sem fjórir geta gist með góðu móti. Virkilega vel lukkað eins og reyndar allar breytingar sem gerðar hafa verið á hótelinu að undanförnu. Þegar ég kom í vinnuna aftur voru allir starfsmenn bæjarskrifstofu utandyra enda höfðu þau þá rétt í sama mund orðið vitni að ofsaakstri ökumanns sem skautaði útaf veginum og brunaði meðfram limgerðinu beint fyrir framan skrifstofuna með lögreglu og sérsveit á hælunum. Þetta var víst nokkuð ógnvænleg upplifun !
Ég aftur á móti skellti mér til Reykjavíkur á fund í Innanríkisráðuneytinu þar sem nefndin mín um stöðu og framtíð íslenskra sveitarfélaga er að leggja lokahönd á skýrslu þar sem fram koma niðurstöður nefndarinnar að lokinni þessari vinnu.
Síðdegis tók ég á móti félögum í Landssambandi Sjálfstæðiskvenna, um 30-40 konum. Byrjuðum á Listasafninu, fórum þaðan í Hamarshöllina og svo í Hveragarðinn áður en endað var á Ölverk. Þetta var frábær heimsókn. Skemmtilegur andi í hópnum og létt fyri mannskapnum. Hveragerði skartaði líka sínu fegursta, frábært veður, sól og hiti svo það var sérlega gaman að sýna bæinn okkar fallega í dag.
Ég aftur á móti skellti mér til Reykjavíkur á fund í Innanríkisráðuneytinu þar sem nefndin mín um stöðu og framtíð íslenskra sveitarfélaga er að leggja lokahönd á skýrslu þar sem fram koma niðurstöður nefndarinnar að lokinni þessari vinnu.
Síðdegis tók ég á móti félögum í Landssambandi Sjálfstæðiskvenna, um 30-40 konum. Byrjuðum á Listasafninu, fórum þaðan í Hamarshöllina og svo í Hveragarðinn áður en endað var á Ölverk. Þetta var frábær heimsókn. Skemmtilegur andi í hópnum og létt fyri mannskapnum. Hveragerði skartaði líka sínu fegursta, frábært veður, sól og hiti svo það var sérlega gaman að sýna bæinn okkar fallega í dag.
18. júní 2017
17. Júni var hefðbundinn hér í Hveragerði nema helst að því leyti að ég skartaði upphlut í fyrsta sinn í 20 ár. En nei! Því miður hef ég ekki minnkað í upphlutinn heldur gerði mamma mér þann stóra greiða í vetur að lagfæra upphlutinn þannig að hann passaði fullorðnum ! Mér fannst ég ótrúlega fín og sérstakælega þar sem mamma og Guðrún voru einnig í sínum upphlutum. Okkur fannst við síðan alveg ótrúlega fyndnar þegar við náðum mynd af okkur öllum ásamt Sibbu systur í þjóðbúningasvuntunni sinni í hátiðarkaffi grunnskólans. Henni fannst við ekkert sniðugar ! ! !
Um kvöldið fórum við síðan í bráðskemmtilegt fertugs afmæli Sigga Sól. Það var eins og við var að búast mikið fjör og mikið gaman.
Á sunnudaginn fórum við og prófuðum nýju Kiuna á Núpafjalli. Erum alveg yfir okkur ánægð með þessi kaup. Þetta er frábær bíll. Bakkmyndavélin gerir að verkum að ég bakka eins og herforingi í fyrsta skipti á ævinni, hefur ekki verið mín sterkasta hlið.
Og til að kóróna gleði mína þá er innbyggður sími í eðal drossíunni. Það þarf ekki meira til að gleðja mig !
Um kvöldið fórum við síðan í bráðskemmtilegt fertugs afmæli Sigga Sól. Það var eins og við var að búast mikið fjör og mikið gaman.
Á sunnudaginn fórum við og prófuðum nýju Kiuna á Núpafjalli. Erum alveg yfir okkur ánægð með þessi kaup. Þetta er frábær bíll. Bakkmyndavélin gerir að verkum að ég bakka eins og herforingi í fyrsta skipti á ævinni, hefur ekki verið mín sterkasta hlið.
Og til að kóróna gleði mína þá er innbyggður sími í eðal drossíunni. Það þarf ekki meira til að gleðja mig !
16. júní 2017
Þann 8. Mai var ég full bjartsýni um skipulagðara lífog betri tíma og lofaði að gera eftirfarandi á hverjum degi...
Blogga á www.aldis.is (allavega 3 línur)
Lesa dagblöðin (fletta þeim að lágmarki)
Senda afmæliskveðjur á facebook (ekki ílengast á FB)
Fara að sofa fyrir kl. 24. (Þess vegna má ekki ílengjast á facebook)
Hreyfa mig í lágmark 15 mínútur. (þá verður það oft meira)
Taka vítamín og lýsi (nauðsynlegt )
Hefur verið frekar mikið erfitt að halda þetta EN í dag mun ég ná þessu það er að segja ef ég gúffa í mig vítamínunum núna og fer að sofa "med det samme" :-)
Sérstakur dagur verð ég að segja. En ég vaknaði kl. 5 og var mætt í flug til Akureyrar 20 mínútur í 7. Flaug norður en ástaða þess var viðtal sem ég þurfti að fara í hjá sjónvarpsstöðinni N4 en umfjöllunarefnið var landsmótið sem er framundan og Hveragerði. Hitti Bjarna Rúnar og við náðum að fara á kaffihús fyrir upptöku og rúnta síðan aðeins um bæinn áður en ég flaug suður aftur kl. 11. Held ég hafi aldrei áður ferðast jafn langt fyrir jafn stuttan tíma. En mikið er alltaf gaman að koma til Akureyrar. Fallegur bær og alltaf vinalegur.
Fylgdi Sigurbjörgu Ólafsdóttur síðasta spölinn í dag en hún var jarðsungin héðan frá Hveragerðiskirkju. Falleg athöfn sem var í anda skemmtilegrar og góðrar konu vel.
Síðdegis fór bæjarstjórn og skoðaði leikskólabygginguna sem miðar afar vel áfram. Þetta er risastór bygging og ég efast ekki um að stærðin mun koma fleirum en mér á óvart. Nú eru framkvæmdir hafnar á lóðinni sem verður virkilega skemmtileg en það er Hvergerðingurinn Hermann Ólafsson sem hannar lóðina. Fórum síðan og skoðuðum Friðarstaði og kirkjugarðinn á Kotströnd.
Pössuðum tvo unga menn í kvöld þar af einn með hlaupabólu og náðum síðan að sjá þáttinn sem tekinn var upp í morgun fyrir norðan. Held að við Ómar Bragi frá UMFÍ höfum bara verið ágætis auglýsing fyrir mótið !
Fylgdi Sigurbjörgu Ólafsdóttur síðasta spölinn í dag en hún var jarðsungin héðan frá Hveragerðiskirkju. Falleg athöfn sem var í anda skemmtilegrar og góðrar konu vel.
Síðdegis fór bæjarstjórn og skoðaði leikskólabygginguna sem miðar afar vel áfram. Þetta er risastór bygging og ég efast ekki um að stærðin mun koma fleirum en mér á óvart. Nú eru framkvæmdir hafnar á lóðinni sem verður virkilega skemmtileg en það er Hvergerðingurinn Hermann Ólafsson sem hannar lóðina. Fórum síðan og skoðuðum Friðarstaði og kirkjugarðinn á Kotströnd.
Pössuðum tvo unga menn í kvöld þar af einn með hlaupabólu og náðum síðan að sjá þáttinn sem tekinn var upp í morgun fyrir norðan. Held að við Ómar Bragi frá UMFÍ höfum bara verið ágætis auglýsing fyrir mótið !
15. júní 2017
Vá hvað mér fannst gaman á sýningunni Naktir í náttúrunni sem sýnd var í Þjóðleikhúsinu fyrir fullum sal af áhorfendum sem skemmtu sér konunglega. Þessi sýning var stórskemmtileg og ef eitthvað mun betri en í litla leikhúsinu hér fyrir austan. Það var óneitanlega afar sérstakt að horfa yfir salinn og sjá öll þessi kunnuglegu andlit. Hvergerðingar fjölmenntu bæði núverandi og brottfluttir. Það er svo notalegt að tilheyra samfélagi og maður finnur það aldrei betur en á svona stundum að í þessum frábæra hópi á ég heima.
Við vorum svo heppin að MA vinkonur og makar þeirra höfðu heilmikinn áhuga á þessari sýningu svo við enduðum með að fara nokkuð stór hópur saman út að borða á undan og kíktum svo á bar á eftir. Mikið ofsalega var það skemmtilegt en það er alltaf gaman þegar þessi hópur hittist.
Annars var fimmtudagurinn annasamur. Fundur í bæjarráði og í Nefnd oddvita og sveitarstjóra í Árnessýslu. Þar var ákveðið að leggja til sveitarstjórningar að við myndum í sameiningu innrétta leikskólann við Fljótsmörk sem skrifstou Skóla- og velferðarþjónustu en þar eru nú 8 starfsmenn. Eftir hádegi var síðan fundur í framkvæmdastjórn Héraðsnefndar.
Við vorum svo heppin að MA vinkonur og makar þeirra höfðu heilmikinn áhuga á þessari sýningu svo við enduðum með að fara nokkuð stór hópur saman út að borða á undan og kíktum svo á bar á eftir. Mikið ofsalega var það skemmtilegt en það er alltaf gaman þegar þessi hópur hittist.
Annars var fimmtudagurinn annasamur. Fundur í bæjarráði og í Nefnd oddvita og sveitarstjóra í Árnessýslu. Þar var ákveðið að leggja til sveitarstjórningar að við myndum í sameiningu innrétta leikskólann við Fljótsmörk sem skrifstou Skóla- og velferðarþjónustu en þar eru nú 8 starfsmenn. Eftir hádegi var síðan fundur í framkvæmdastjórn Héraðsnefndar.
14. júní 2017
Fundur snemma í nefnd sem hefur starfað núna frá árinu 2015 og fjalla á um stöðu og framtíð íslenskra sveitarfélaga. Þar erum við núna að leggja lokahönd á skýrslu til ráðherra þar sem við leggjum til ákveðnar breytingar á lagaumhverfi sveitarfélaganna. Það verður síðan alþingismanna og ráðherra að ákveða hvort slíkar breytingar verði að veruleika eða ekki. Þetta eru alltaf skemmtilegir fundir enda þekkjum við nú orðið nokkuð vel í hópnum eftir þetta samstarf.
Í hádeginu var ég svo heppin að ná fundi Benedikt Jóhannessonar, fjármálaráðherra, ræddi ég þar við hann um mál sem miklu skipta fyrir bæjarbúa. Var þetta góður fundur og full ástæða til að þakka Jónu Sólveigu, þingmanni Viðreisnar, fyrir að koma honum á. Hún heimsótti mig einmitt um daginn á skrifstofuna. Greinilega öflug kona!
Eftir hádegi sótti ég ráðstefnu um almannavarnir þar sem megininntakið var hætta sem stafar af innanstokksmunum. "KnowRisk" heitir hópurinn og er fjölþjóðlegur. Ég hafði verið beðin um að halda þarna stutt erindi um reynslu okkar Hvergerðinga af jarðskjálfum og jarðskjálftavörnum. Mér fannst þetta hinn fróðlegasti fundur og útgefið efni hópsins sem þarna var kynnt á klárlega erindi til íbúa á okkar svæði. Ég ræddi það við hópinn hvort ekki mæri mögulegt að þýða bæklingana yfir á íslensku en ef það yrði gert myndi ég leggja til að þeim yrði dreift á öll heimili í Árnessýslu. Nefni ekki stærra svæði þar sem ég get skipt mér af okkar sýslu en ekki annarra verandi í framkvæmdastjórn Almannavarna hér!
Um kvöldið litum við Lárus eftir ömmudrengjunum á meðan að foreldrarnir elduðu pizzur og tóku á móti gestum á Ölverk. Það er alltaf jafn mikið að gera þar :-)
Í hádeginu var ég svo heppin að ná fundi Benedikt Jóhannessonar, fjármálaráðherra, ræddi ég þar við hann um mál sem miklu skipta fyrir bæjarbúa. Var þetta góður fundur og full ástæða til að þakka Jónu Sólveigu, þingmanni Viðreisnar, fyrir að koma honum á. Hún heimsótti mig einmitt um daginn á skrifstofuna. Greinilega öflug kona!
Eftir hádegi sótti ég ráðstefnu um almannavarnir þar sem megininntakið var hætta sem stafar af innanstokksmunum. "KnowRisk" heitir hópurinn og er fjölþjóðlegur. Ég hafði verið beðin um að halda þarna stutt erindi um reynslu okkar Hvergerðinga af jarðskjálfum og jarðskjálftavörnum. Mér fannst þetta hinn fróðlegasti fundur og útgefið efni hópsins sem þarna var kynnt á klárlega erindi til íbúa á okkar svæði. Ég ræddi það við hópinn hvort ekki mæri mögulegt að þýða bæklingana yfir á íslensku en ef það yrði gert myndi ég leggja til að þeim yrði dreift á öll heimili í Árnessýslu. Nefni ekki stærra svæði þar sem ég get skipt mér af okkar sýslu en ekki annarra verandi í framkvæmdastjórn Almannavarna hér!
Um kvöldið litum við Lárus eftir ömmudrengjunum á meðan að foreldrarnir elduðu pizzur og tóku á móti gestum á Ölverk. Það er alltaf jafn mikið að gera þar :-)
13. júní 2017
Þorsteinn frá Knattspyrnudeildinni mætti á fund uppúr kl. 8 í morgun og fórum við yfir samninga vegna flettiskiltisins við orgið. G
Náðum við ágætis lendingu sem væntanlega mun nýtast knattspyrnunni vel og verða heilmikil tekjulind fyrir deildina.
Samningarnir verða lagðir fyrir bæjarráð til samþykktar í vikunni. Þetta flettiskilti var í upphafi sett upp vegna
Frumkvæðis frá knattspyrnudeild og þá þegar var gerður samningur um að sú deild myndi hafa af því tekjur. Nú er gerður samningur við deildina til 10 ára til fullnustu þessu gamla ákvæði.
Í dag fékk Hveragerðisbær lyklavöldin að Friðarstöðum. Heimsókn á svæðið rifjaði upp fyrir mér hversu fallegt þetta bæjarstjæði er og alla þá möguleika sem þarna eru. Veraldarvinir munu flytja inn í nýja húsið strax á mánudag og smám saman verður tekið til á svæðinu. Væntanlega verður byrjað á að fjarlægja girðingar og laust dót á lóðunum. Það var óneitanlega skrýtin tilfinnig að rölta þarna um hlöðin og rifja upp gamla tíma þegar Sæmundur gaf manni kræklóttar gúrkur yfir búðarborðið í litlu grænmeitsbúðinniþegar farið var í heimsókn til Guðrúnar á Lágafelli og kíkt á hænurnar hennar. Nú taka við nýir tímar á Friðarstöðum en góðir hlutir gerast hægt og ekki verður flanað að neinu á þessum stað.
Eftir hádegi hittum við Helga arkitekt og fleiri frá Reitum því nú þarf að setja hönnun nýrrar bæjarskrifstofu af stað. Húnslðiðo þyrfti að vera tilbúið í ágúst svo hægt sé að flytja inn um mánaðamótin. Það verður að takast.
Hitti ásamt Nirði, arkitekt með skemmtilegar hugmyndir um uppbyggingu í Varmárgili. Það verður spennandi að sjá hvort takist að finna styrki og framkvæmdafé í verkið.
Gekk frá afgreiðslum bæjarstjórnar og sendi bréf og afgreiðslur í allar áttir í dag. Sendi líka tvær greinar í Dagskrána sem vonandi birtast í vikunni.
Passaði ömmugullin í kvöld - það var ljúft eins og alltaf !
Náðum við ágætis lendingu sem væntanlega mun nýtast knattspyrnunni vel og verða heilmikil tekjulind fyrir deildina.
Samningarnir verða lagðir fyrir bæjarráð til samþykktar í vikunni. Þetta flettiskilti var í upphafi sett upp vegna
Frumkvæðis frá knattspyrnudeild og þá þegar var gerður samningur um að sú deild myndi hafa af því tekjur. Nú er gerður samningur við deildina til 10 ára til fullnustu þessu gamla ákvæði.
Í dag fékk Hveragerðisbær lyklavöldin að Friðarstöðum. Heimsókn á svæðið rifjaði upp fyrir mér hversu fallegt þetta bæjarstjæði er og alla þá möguleika sem þarna eru. Veraldarvinir munu flytja inn í nýja húsið strax á mánudag og smám saman verður tekið til á svæðinu. Væntanlega verður byrjað á að fjarlægja girðingar og laust dót á lóðunum. Það var óneitanlega skrýtin tilfinnig að rölta þarna um hlöðin og rifja upp gamla tíma þegar Sæmundur gaf manni kræklóttar gúrkur yfir búðarborðið í litlu grænmeitsbúðinniþegar farið var í heimsókn til Guðrúnar á Lágafelli og kíkt á hænurnar hennar. Nú taka við nýir tímar á Friðarstöðum en góðir hlutir gerast hægt og ekki verður flanað að neinu á þessum stað.
Eftir hádegi hittum við Helga arkitekt og fleiri frá Reitum því nú þarf að setja hönnun nýrrar bæjarskrifstofu af stað. Húnslðiðo þyrfti að vera tilbúið í ágúst svo hægt sé að flytja inn um mánaðamótin. Það verður að takast.
Hitti ásamt Nirði, arkitekt með skemmtilegar hugmyndir um uppbyggingu í Varmárgili. Það verður spennandi að sjá hvort takist að finna styrki og framkvæmdafé í verkið.
Gekk frá afgreiðslum bæjarstjórnar og sendi bréf og afgreiðslur í allar áttir í dag. Sendi líka tvær greinar í Dagskrána sem vonandi birtast í vikunni.
Passaði ömmugullin í kvöld - það var ljúft eins og alltaf !
12. júní 2017
Allar frístundir þessa dagana fara í að sinna garðinum og gróðurhúsinu. Þetta er óneitanlega ansi mikil vinna og ekkert normalt hvað þarf að vökva í svona veðráttu eins og nú er. En allt er þetta þess virði þegar maður sér afraksturinn. Sjáið nú til dæmis kirsuberin mín á trénu sem ég gróf upp í fyrra og færði inn í gróðurhús! Hafði varla svo mikið sem blómstrað úti í öll þau ár sem það stóð þar en núna er það sligað af berjum. Færði reyndar líka eplatréð og setti á skjólbetri stað úti. Það blómstrar núna eins og enginn sé morgundagurinn. Vona að þetta séu ekki fjörbrotin heldur frekar upphafið að gríðarlegri uppskeru.
Annars var heilmikið afrekað í vinnunni í dag. Ábúð á Friðarstöðum lýkur í dag og á morgun, þriðjudaginn, munum við geta skoðað allt svæðið. Þá mæti ég á gönguskónum og kíki á þetta allt saman. Fyrst um sinn mun lítið breytast en það þarf samt að fara þarna í ákveðin umhverfisverkefni, laga til og fjarlægja girðingar en síðan þarf að huga vel að framtíðar nýtingu staðarins og þess húsakosts sem þarna er. Það borgar sig ekki að ana að neinu en vanda sig og hugsa til langrar framtíðar.
Skrifaði tvær greinar annars vegar um ársreikning bæjarins og hins vegar um samninginn um nýjar bæjarskrifstofur. Vonandi birtast þær báðar í Dagskrá vikunnar.
Vann í samningum um flettiskiltið en það er mikilvægt að ná lendingu í þeim málum frekar fyrr en seinna. Hefur dregist úr hófi fram af ýmsum ástæðum.
Ræddi við Vegagerðina um ýmis mál varðandi flutning Suðurlandsvegar. Undirbjó bæjarráðsfund á fimmtudaginn og margt fleira.
Meirihlutafundur í kvöld - líflegur og góður eins og alltaf !
Annars var heilmikið afrekað í vinnunni í dag. Ábúð á Friðarstöðum lýkur í dag og á morgun, þriðjudaginn, munum við geta skoðað allt svæðið. Þá mæti ég á gönguskónum og kíki á þetta allt saman. Fyrst um sinn mun lítið breytast en það þarf samt að fara þarna í ákveðin umhverfisverkefni, laga til og fjarlægja girðingar en síðan þarf að huga vel að framtíðar nýtingu staðarins og þess húsakosts sem þarna er. Það borgar sig ekki að ana að neinu en vanda sig og hugsa til langrar framtíðar.
Skrifaði tvær greinar annars vegar um ársreikning bæjarins og hins vegar um samninginn um nýjar bæjarskrifstofur. Vonandi birtast þær báðar í Dagskrá vikunnar.
Vann í samningum um flettiskiltið en það er mikilvægt að ná lendingu í þeim málum frekar fyrr en seinna. Hefur dregist úr hófi fram af ýmsum ástæðum.
Ræddi við Vegagerðina um ýmis mál varðandi flutning Suðurlandsvegar. Undirbjó bæjarráðsfund á fimmtudaginn og margt fleira.
Meirihlutafundur í kvöld - líflegur og góður eins og alltaf !
8. júní 2017
Enginn fundur utan Hveragerðis í dag og það gerði að verkum að ég tók út fína hjólið mitt og Sherlock hjálminn og hjólaði í vinnuna.
Það var reyndar ansi svalt í morgun en hitinn úti var kominn undir frostmark í nótt þegar ég fór að sofa. Nú fylgist ég afar vel með hita á kvöldin því það þarf að koma plöntunum inn í gróðurhús ef að stefnir í frost.
Nú vinn ég skipulega eftir listum og er að hamast við að klára ýmis verkefni sem ekki hefur gefist tími til að sinna. Hitt meðal annars Jóhönnu og fórum við yfir dagskrá Landsmóts 50plús sem haldið verður hér í Hveragerði síðustu helgina í júní. Dagskráin er þétt og ansi skemmtileg svo það er á hreinu að það verður nóg við að vera hér í Hveró þessa helgina. Á sunnudeginum verða fallegir garðar til sýnis í bæjarfélaginu og kaffi og kex í görðunum. Þetta var einnig gert í fyrra og mæltist afar vel fyrir.
Höskuldur, umhverfisfulltrúi, kláraði dreifibréf til íbúa í dag en þar á ég stutta grein um hunda- og kattahald í bæjarfélaginu. Mikið væri nú gott ef allir reyndu eftir fremsta megni að taka tilliti hver til annars. Öll dýrin í skóginum þurfa og eiga nefnielga að vera vinir.
Bæjarstjórnarfundur síðdegis og hvet ég ykkur til að lesa fundargerðina á www.hveragerdi.is
Nú er verið að fara yfir teikningar að viðbyggingu við Örkina. Glæsilegt hús með um 80 nýjum herbergjum. Með þessari viðbyggingu munu stórir salir Arkarinnar nýtast betur sem og veitingastaðurinn sem er einstaklega góður. Það verður gaman að fylgjast með framvindu þessa verks. Fundur í starfshópi um móttöku flóttamanna í dag. Að honum loknum var fundur í framkvæmdastjórn Almannavarna. Passaði tvo unga menn í kvöld. Alltaf gaman af því þó að sá yngri hafi verið hinn sprækasti !
2. júní 2017
Alltaf gaman að fylgjast með íbúafjölgun í bæjarfélaginu en við vorum orðoin 2.532 þann 1. júní 2017. Er það fjölgun um 60 manna á síðustu 12 mánuðum.
Nýtt fasteignamat var gefið út í dag. Þar kemur fram að fasteignamat hér í Hveragerði hafði hækkað um 17,9% á síðasta ári. Meðaltalshækkun íbúðarhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu var 16,5%. Svipaða hækkun megi sjá í nágrannasveitarfélögum. Þannig hækki Reykjanesbær um 18,3-18,6%, Grindavík um 19,1% og Selfoss um 17,5%.
Gaman að því að Al Jazeera sjónvarpsstöðin kom hingað og tók upp hluta af athyglisverðum þætti um loftslagsmál. Hér má sjá þáttinn þar sem Hveragerði kemur við sögu. Óli í KJöt og kúnst er á 14 mínútu.
Annars var þetta góður dagur eingöngu hér í Hveragerði. Átti gott samtal við Sævar, skólastjóra. Fór á rúntinn um bæinn með Höskuldi, umhverfisfulltrúa, þar sem við skoðuðum það sem betur má fara. Það er alltaf hægt að gera betur.
Steingrímur Darri í pössun hjá ömmu og afa í kvöld. Það er nóg að gera á Ölverk í pizzunum :-)
Nýtt fasteignamat var gefið út í dag. Þar kemur fram að fasteignamat hér í Hveragerði hafði hækkað um 17,9% á síðasta ári. Meðaltalshækkun íbúðarhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu var 16,5%. Svipaða hækkun megi sjá í nágrannasveitarfélögum. Þannig hækki Reykjanesbær um 18,3-18,6%, Grindavík um 19,1% og Selfoss um 17,5%.
Gaman að því að Al Jazeera sjónvarpsstöðin kom hingað og tók upp hluta af athyglisverðum þætti um loftslagsmál. Hér má sjá þáttinn þar sem Hveragerði kemur við sögu. Óli í KJöt og kúnst er á 14 mínútu.
Annars var þetta góður dagur eingöngu hér í Hveragerði. Átti gott samtal við Sævar, skólastjóra. Fór á rúntinn um bæinn með Höskuldi, umhverfisfulltrúa, þar sem við skoðuðum það sem betur má fara. Það er alltaf hægt að gera betur.
Steingrímur Darri í pössun hjá ömmu og afa í kvöld. Það er nóg að gera á Ölverk í pizzunum :-)
1. júní 2017
Fundur í bæjarráði í morgun þar sem meðal annars var samþykkt að hefja hönnun götunnar Heiðmörk 18-28 i góðri samvinnu við íbúa sem þar búa. Þar með er síðasta vígið að falla - síðasta malargatan í Hveragerði mun væntanlega fá bundið slitlag og góðan frágang snemma næsta sumar. Við lofuðum þessari framkvæmd á kjörtímabilinu og það verður staðið við það :-)
Einnig var tekið vel í ósk forsvarsmanna Hótels Arkar um stækkun á golfvellinum með ákveðnum skilyrðum þó þannig að gera þarf tímabundinn samning um það verk.
Virkilega góður fundur í Ferðamálaráði í hádeginu þar sem Óskar frá Stjórnstöð ferðamála kynnti stöðu verkefna og Þordís Kolbrún ráðherra kom einnig til fundarins. Margt framundan enda málaflokkurinn mikilvægur.
Annar fundur Orkunýtingarnefndar Suðurlands var haldinn í Þorlákshöfn síðdegis. Var hann langur en skemmtilegur en á fundinn mættu, hver á eftir öðrum, fulltrúar Orkusölunnar, RED energy, Rarik, HS orku, Landsvirkjunar, Landsnets og Orkuveitu Reykjavíkur. Fóru þessir aðilar allir yfir stöðu sinna fyrirtækja og þá sérstaklega með tilliti til Suðurlands og þeirrar framtíðarsýnar sem þeir sjá fyrir sér í fjórðungnum. Afar gagnlegt og fróðlegt og fjölmargt úr að moða að loknum þessum fundi.
"Fjölþætt nýting auðlinda er bara heilbrigð skynsemi" er setning dagsins :-)
Einnig var tekið vel í ósk forsvarsmanna Hótels Arkar um stækkun á golfvellinum með ákveðnum skilyrðum þó þannig að gera þarf tímabundinn samning um það verk.
Virkilega góður fundur í Ferðamálaráði í hádeginu þar sem Óskar frá Stjórnstöð ferðamála kynnti stöðu verkefna og Þordís Kolbrún ráðherra kom einnig til fundarins. Margt framundan enda málaflokkurinn mikilvægur.
Annar fundur Orkunýtingarnefndar Suðurlands var haldinn í Þorlákshöfn síðdegis. Var hann langur en skemmtilegur en á fundinn mættu, hver á eftir öðrum, fulltrúar Orkusölunnar, RED energy, Rarik, HS orku, Landsvirkjunar, Landsnets og Orkuveitu Reykjavíkur. Fóru þessir aðilar allir yfir stöðu sinna fyrirtækja og þá sérstaklega með tilliti til Suðurlands og þeirrar framtíðarsýnar sem þeir sjá fyrir sér í fjórðungnum. Afar gagnlegt og fróðlegt og fjölmargt úr að moða að loknum þessum fundi.
"Fjölþætt nýting auðlinda er bara heilbrigð skynsemi" er setning dagsins :-)