14. júní 2017
Fundur snemma í nefnd sem hefur starfað núna frá árinu 2015 og fjalla á um stöðu og framtíð íslenskra sveitarfélaga. Þar erum við núna að leggja lokahönd á skýrslu til ráðherra þar sem við leggjum til ákveðnar breytingar á lagaumhverfi sveitarfélaganna. Það verður síðan alþingismanna og ráðherra að ákveða hvort slíkar breytingar verði að veruleika eða ekki. Þetta eru alltaf skemmtilegir fundir enda þekkjum við nú orðið nokkuð vel í hópnum eftir þetta samstarf.
Í hádeginu var ég svo heppin að ná fundi Benedikt Jóhannessonar, fjármálaráðherra, ræddi ég þar við hann um mál sem miklu skipta fyrir bæjarbúa. Var þetta góður fundur og full ástæða til að þakka Jónu Sólveigu, þingmanni Viðreisnar, fyrir að koma honum á. Hún heimsótti mig einmitt um daginn á skrifstofuna. Greinilega öflug kona!
Eftir hádegi sótti ég ráðstefnu um almannavarnir þar sem megininntakið var hætta sem stafar af innanstokksmunum. "KnowRisk" heitir hópurinn og er fjölþjóðlegur. Ég hafði verið beðin um að halda þarna stutt erindi um reynslu okkar Hvergerðinga af jarðskjálfum og jarðskjálftavörnum. Mér fannst þetta hinn fróðlegasti fundur og útgefið efni hópsins sem þarna var kynnt á klárlega erindi til íbúa á okkar svæði. Ég ræddi það við hópinn hvort ekki mæri mögulegt að þýða bæklingana yfir á íslensku en ef það yrði gert myndi ég leggja til að þeim yrði dreift á öll heimili í Árnessýslu. Nefni ekki stærra svæði þar sem ég get skipt mér af okkar sýslu en ekki annarra verandi í framkvæmdastjórn Almannavarna hér!
Um kvöldið litum við Lárus eftir ömmudrengjunum á meðan að foreldrarnir elduðu pizzur og tóku á móti gestum á Ölverk. Það er alltaf jafn mikið að gera þar :-)
Í hádeginu var ég svo heppin að ná fundi Benedikt Jóhannessonar, fjármálaráðherra, ræddi ég þar við hann um mál sem miklu skipta fyrir bæjarbúa. Var þetta góður fundur og full ástæða til að þakka Jónu Sólveigu, þingmanni Viðreisnar, fyrir að koma honum á. Hún heimsótti mig einmitt um daginn á skrifstofuna. Greinilega öflug kona!
Eftir hádegi sótti ég ráðstefnu um almannavarnir þar sem megininntakið var hætta sem stafar af innanstokksmunum. "KnowRisk" heitir hópurinn og er fjölþjóðlegur. Ég hafði verið beðin um að halda þarna stutt erindi um reynslu okkar Hvergerðinga af jarðskjálfum og jarðskjálftavörnum. Mér fannst þetta hinn fróðlegasti fundur og útgefið efni hópsins sem þarna var kynnt á klárlega erindi til íbúa á okkar svæði. Ég ræddi það við hópinn hvort ekki mæri mögulegt að þýða bæklingana yfir á íslensku en ef það yrði gert myndi ég leggja til að þeim yrði dreift á öll heimili í Árnessýslu. Nefni ekki stærra svæði þar sem ég get skipt mér af okkar sýslu en ekki annarra verandi í framkvæmdastjórn Almannavarna hér!
Um kvöldið litum við Lárus eftir ömmudrengjunum á meðan að foreldrarnir elduðu pizzur og tóku á móti gestum á Ölverk. Það er alltaf jafn mikið að gera þar :-)
Comments:
Skrifa ummæli