15. júní 2017
Vá hvað mér fannst gaman á sýningunni Naktir í náttúrunni sem sýnd var í Þjóðleikhúsinu fyrir fullum sal af áhorfendum sem skemmtu sér konunglega. Þessi sýning var stórskemmtileg og ef eitthvað mun betri en í litla leikhúsinu hér fyrir austan. Það var óneitanlega afar sérstakt að horfa yfir salinn og sjá öll þessi kunnuglegu andlit. Hvergerðingar fjölmenntu bæði núverandi og brottfluttir. Það er svo notalegt að tilheyra samfélagi og maður finnur það aldrei betur en á svona stundum að í þessum frábæra hópi á ég heima.
Við vorum svo heppin að MA vinkonur og makar þeirra höfðu heilmikinn áhuga á þessari sýningu svo við enduðum með að fara nokkuð stór hópur saman út að borða á undan og kíktum svo á bar á eftir. Mikið ofsalega var það skemmtilegt en það er alltaf gaman þegar þessi hópur hittist.
Annars var fimmtudagurinn annasamur. Fundur í bæjarráði og í Nefnd oddvita og sveitarstjóra í Árnessýslu. Þar var ákveðið að leggja til sveitarstjórningar að við myndum í sameiningu innrétta leikskólann við Fljótsmörk sem skrifstou Skóla- og velferðarþjónustu en þar eru nú 8 starfsmenn. Eftir hádegi var síðan fundur í framkvæmdastjórn Héraðsnefndar.
Við vorum svo heppin að MA vinkonur og makar þeirra höfðu heilmikinn áhuga á þessari sýningu svo við enduðum með að fara nokkuð stór hópur saman út að borða á undan og kíktum svo á bar á eftir. Mikið ofsalega var það skemmtilegt en það er alltaf gaman þegar þessi hópur hittist.
Annars var fimmtudagurinn annasamur. Fundur í bæjarráði og í Nefnd oddvita og sveitarstjóra í Árnessýslu. Þar var ákveðið að leggja til sveitarstjórningar að við myndum í sameiningu innrétta leikskólann við Fljótsmörk sem skrifstou Skóla- og velferðarþjónustu en þar eru nú 8 starfsmenn. Eftir hádegi var síðan fundur í framkvæmdastjórn Héraðsnefndar.
Comments:
Skrifa ummæli