16. júní 2017
Sérstakur dagur verð ég að segja. En ég vaknaði kl. 5 og var mætt í flug til Akureyrar 20 mínútur í 7. Flaug norður en ástaða þess var viðtal sem ég þurfti að fara í hjá sjónvarpsstöðinni N4 en umfjöllunarefnið var landsmótið sem er framundan og Hveragerði. Hitti Bjarna Rúnar og við náðum að fara á kaffihús fyrir upptöku og rúnta síðan aðeins um bæinn áður en ég flaug suður aftur kl. 11. Held ég hafi aldrei áður ferðast jafn langt fyrir jafn stuttan tíma. En mikið er alltaf gaman að koma til Akureyrar. Fallegur bær og alltaf vinalegur.
Fylgdi Sigurbjörgu Ólafsdóttur síðasta spölinn í dag en hún var jarðsungin héðan frá Hveragerðiskirkju. Falleg athöfn sem var í anda skemmtilegrar og góðrar konu vel.
Síðdegis fór bæjarstjórn og skoðaði leikskólabygginguna sem miðar afar vel áfram. Þetta er risastór bygging og ég efast ekki um að stærðin mun koma fleirum en mér á óvart. Nú eru framkvæmdir hafnar á lóðinni sem verður virkilega skemmtileg en það er Hvergerðingurinn Hermann Ólafsson sem hannar lóðina. Fórum síðan og skoðuðum Friðarstaði og kirkjugarðinn á Kotströnd.
Pössuðum tvo unga menn í kvöld þar af einn með hlaupabólu og náðum síðan að sjá þáttinn sem tekinn var upp í morgun fyrir norðan. Held að við Ómar Bragi frá UMFÍ höfum bara verið ágætis auglýsing fyrir mótið !
Fylgdi Sigurbjörgu Ólafsdóttur síðasta spölinn í dag en hún var jarðsungin héðan frá Hveragerðiskirkju. Falleg athöfn sem var í anda skemmtilegrar og góðrar konu vel.
Síðdegis fór bæjarstjórn og skoðaði leikskólabygginguna sem miðar afar vel áfram. Þetta er risastór bygging og ég efast ekki um að stærðin mun koma fleirum en mér á óvart. Nú eru framkvæmdir hafnar á lóðinni sem verður virkilega skemmtileg en það er Hvergerðingurinn Hermann Ólafsson sem hannar lóðina. Fórum síðan og skoðuðum Friðarstaði og kirkjugarðinn á Kotströnd.
Pössuðum tvo unga menn í kvöld þar af einn með hlaupabólu og náðum síðan að sjá þáttinn sem tekinn var upp í morgun fyrir norðan. Held að við Ómar Bragi frá UMFÍ höfum bara verið ágætis auglýsing fyrir mótið !
Comments:
Skrifa ummæli