16. júní 2017
Þann 8. Mai var ég full bjartsýni um skipulagðara lífog betri tíma og lofaði að gera eftirfarandi á hverjum degi...
Blogga á www.aldis.is (allavega 3 línur)
Lesa dagblöðin (fletta þeim að lágmarki)
Senda afmæliskveðjur á facebook (ekki ílengast á FB)
Fara að sofa fyrir kl. 24. (Þess vegna má ekki ílengjast á facebook)
Hreyfa mig í lágmark 15 mínútur. (þá verður það oft meira)
Taka vítamín og lýsi (nauðsynlegt )
Hefur verið frekar mikið erfitt að halda þetta EN í dag mun ég ná þessu það er að segja ef ég gúffa í mig vítamínunum núna og fer að sofa "med det samme" :-)
Comments:
Skrifa ummæli