21. júní 2017
Dagur samninga og pappíra í dag. Algjörlega nauðsynlegt að ná heilum dögum í slíkri vinnu. Gekk frá samningum um flettiskilitð en við stefnum á undirritun þeirra í fyrramálið. Gerði nýjan samning við Kvenfélag Hveragerðis um leigu bæjarins á Fljótsmrk 2 fyrir Skóla- og velferðarþjónustuna. Kláraði einnig drög að samningi um Eden lóðina og Tívolílóðina við þá aðila sem hafa haft forgang að uppbyggingu á lóðunum um allnokkra hríð. Þetta verkefni hefur verið á borði bæjarráðs, bæjarstjórnar og Skipulags,- og mannvirkjanefndar á mörgum fundum en á Eden lóðínni er fyrirhugað að rísi íbúðabyggð. Mörg tiltölulega lágreist fjölbýlishús og raðhús. Þetta er óvanalega skemmtilegt deiliskipulag Að við teljum, unnið af ASK arkitektum. Þarna er gert ráð fyrir fjölda íbúða í smærii kantinum og að þær verði á eins hagstæðu verði og mögulegt er. Þannig verði ungu fólki, þeim sem vilja minnka við sig og auðvitað öllum öðrum gert kleyft að eignast íbúð á hagstæðum kjörum. Svæðið er auk þess með góðar göngutenginga og skemmtilegu opnu svæði og einnig er gert þar ráð fyrir litlum gróðurhúsum fyrir íbúana. Á Tívolí lóðinni er aftur á móti blönduð byggð íbúða, verslunar og þjónustu. Það er rétt að minna á að unnið hefur verið að uppbyggingu á þessum reitum til fjölda ára og áður hafa aðilar fengið vilyrði fyrir þessum lóðum án þess að nokkuð gerðist. Þeir sem nú sýna reitunum áhuga hafa sýn og hugmyndir sem falla vel að þeirri hugmyndafræði sem bæjarstjórn hefur lagt um uppbyggingu og framtíðarskipan byggðarinnar.
Á föstudaginn kl. 17 opnar ný sýning í Listasafni Árnesinga. Boðskortin misfórust í pósti þannig að hér með eru allir sem vilja boðnir til opnunarinnar. Reyndar eru alltaf allir velkomnir á opnun sýninga í safninu, hvort sem maður er með boðskort eður eit. Endilega mæta. Þetta er að ég held afar góð sýning.
Síðdegis fórum við vinnufélagarnir að skoða gróðurhúsið hjá Helgu, röltum síðan við í glæsilegum garði Ingibjargar Sigmundsdóttur áður en endað var hér hjá mér. Gróðurhúsið skoðað og svo var rifinn grís með tilheyrandi á boðstólum. Alltaf gaman að svona utan vinnustaðarins.
Á föstudaginn kl. 17 opnar ný sýning í Listasafni Árnesinga. Boðskortin misfórust í pósti þannig að hér með eru allir sem vilja boðnir til opnunarinnar. Reyndar eru alltaf allir velkomnir á opnun sýninga í safninu, hvort sem maður er með boðskort eður eit. Endilega mæta. Þetta er að ég held afar góð sýning.
Síðdegis fórum við vinnufélagarnir að skoða gróðurhúsið hjá Helgu, röltum síðan við í glæsilegum garði Ingibjargar Sigmundsdóttur áður en endað var hér hjá mér. Gróðurhúsið skoðað og svo var rifinn grís með tilheyrandi á boðstólum. Alltaf gaman að svona utan vinnustaðarins.
Comments:
Skrifa ummæli