20. júní 2017
Fékk þetta ótrúlega krúttlega bréf í tölvupósti í gær. Mér fannst það svo skondið að ég ætla svo sannarlega að senda þeim félögum mynd ef það gleður þá. Held að þeir séu raunverulega til og þeir hljóma svo skemmtilega félagarnir :-)
Ärade Aldís Hafsteinsdóttir,
Vi är två pompösa, snart avdankade gubbar i Göteborg Sverige, i sina näst bästa år, grånade och kutryggiga, som behöver assistans med mycket. Våra liv är träiga, enformiga, trista, sura.
För att pigga upp oss själva studerar vi geografi och politik från olika delar av Norden. Detta tycker vi är mycket givande. För övrigt min farfar och min väns mormor levde många år i Island, men flyttade sedermera till Sverige. Detta gör förstås våra studier även mer fascinerande.
Vi undrar om Ni skulle vilja ha lust att pigga upp oss? Vi vet att Ni är en duktig borgmästare (bæjarstjóri / oddviti) och en framstående politiker, och förstår att Ni har fullt upp det mesta av tiden. Men vi undrar allra ödmjukast om det skulle kunna gå för sig för oss att få erhålla var sitt signerat fotografi av Dig (autograf)? Detta är en av våra stora önskningar. Vi vore överlyckliga om detta gick att arrangera.
Vi kommer att rama in bilderna och hänga dem i våra gillestugor, som besökare kan se.
Med dessa ord ber vi att få framföra våra bästa hälsningar och önskningar om fortsatt bästa lycka i Ditt värv.
Hälsningar från två nästan utrangerade, men ändock Dina beundrare och vänner,
..... Og hér komu svo tvö nöfn manna sem búa á heimili fyrir fatlað fólk í Svíþjóð .... Þetta eru greinilega snillingar !
--------------------------------
Annars unnum við í arkitektateikningum fyrir nýjar bæjarskrifstofur í morgun. Þar munu framkvæmdir hefjast á allra næstu dögum. Á svipuðum tíma verður hafist handa við að breyta Fljótsmörk 2 í skrifstofu fyrir Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings.
Átti einnig fund með leikskólastjórum Undralands, Guðmundi sem hefur með höndum verkeftirlit a byggingunni og Sigurlaugu arkitekt nýja leikskólans. Þar fórum við yfir val á innréttingum, borðum, skápum, sófum og slíku. Mikið held ég að þetta verði flottur leikskóli, en framvinda framkvæmda er með eindæmum góð.
Fundur í Orkunýtingarnefnd SASS síðdegis. Hittum fulltrúa frá Íslandsstofu, Nýsköpunarmiðstöðinni, Orkustofnun og Landsvirkjun.
Þar kom margt athyglisvert fram varðandi nýtingu orku og markaðssetningu svæða en við erum auðvitað sérstaklega að horfa til nýtingar orku hér á Suðurlandi. En ein af forsendum í starfi hópsins er að finna leiðir til að nýta þá orku sem verður til í héraði til verðmætasköpunar hér.
Með Þorsteini Inga frá Nýsköpunarmiðstöðinni kom Birgir Jóhannesson sem vinnur að svokölluðu Greenbas verkefni. Það er afar athyglisvert en þar er verið að þróa vinnslu á sterkum þráðum úr basalti. En þá er grjótið brætt og þræðirnir myndaðir en síðan er hægt að nota þá svipaðan hátt og koltrefjar. Á myndinni má sjá efnisbút sem er unninn úr basalt trefjum, mjúkt eins og hár. Alveg hreint merkilegt !
Comments:
Skrifa ummæli