19. júní 2017
Fundur með eigendum Hótels Arkar í morgun. Þar eru nú í gangi jarðvegsframkvæmdir nýrrar viðbyggingar sem hýsa mun 80 herbergi. Búið er að fleyga heilmikið í grunninum en vonir standa til að allri fleygun verði lokið innan tveggja vikna. Þessu hefur fylgt nokkuð þreytandi hávaði en sem betur fer eru þetta óþægindi sem standa stutt yfir. Ræddum ýmis mál er varða framtíð hótelsins og það umhverf sem það starfar í. Í lokin kíkti ég á nýju herbergin á neðstu hæð hótelsins. Þau eru mjög stór fjöskylduherbergi þar sem fjórir geta gist með góðu móti. Virkilega vel lukkað eins og reyndar allar breytingar sem gerðar hafa verið á hótelinu að undanförnu. Þegar ég kom í vinnuna aftur voru allir starfsmenn bæjarskrifstofu utandyra enda höfðu þau þá rétt í sama mund orðið vitni að ofsaakstri ökumanns sem skautaði útaf veginum og brunaði meðfram limgerðinu beint fyrir framan skrifstofuna með lögreglu og sérsveit á hælunum. Þetta var víst nokkuð ógnvænleg upplifun !
Ég aftur á móti skellti mér til Reykjavíkur á fund í Innanríkisráðuneytinu þar sem nefndin mín um stöðu og framtíð íslenskra sveitarfélaga er að leggja lokahönd á skýrslu þar sem fram koma niðurstöður nefndarinnar að lokinni þessari vinnu.
Síðdegis tók ég á móti félögum í Landssambandi Sjálfstæðiskvenna, um 30-40 konum. Byrjuðum á Listasafninu, fórum þaðan í Hamarshöllina og svo í Hveragarðinn áður en endað var á Ölverk. Þetta var frábær heimsókn. Skemmtilegur andi í hópnum og létt fyri mannskapnum. Hveragerði skartaði líka sínu fegursta, frábært veður, sól og hiti svo það var sérlega gaman að sýna bæinn okkar fallega í dag.
Ég aftur á móti skellti mér til Reykjavíkur á fund í Innanríkisráðuneytinu þar sem nefndin mín um stöðu og framtíð íslenskra sveitarfélaga er að leggja lokahönd á skýrslu þar sem fram koma niðurstöður nefndarinnar að lokinni þessari vinnu.
Síðdegis tók ég á móti félögum í Landssambandi Sjálfstæðiskvenna, um 30-40 konum. Byrjuðum á Listasafninu, fórum þaðan í Hamarshöllina og svo í Hveragarðinn áður en endað var á Ölverk. Þetta var frábær heimsókn. Skemmtilegur andi í hópnum og létt fyri mannskapnum. Hveragerði skartaði líka sínu fegursta, frábært veður, sól og hiti svo það var sérlega gaman að sýna bæinn okkar fallega í dag.
Comments:
Skrifa ummæli