8. júní 2017
Nú er verið að fara yfir teikningar að viðbyggingu við Örkina. Glæsilegt hús með um 80 nýjum herbergjum. Með þessari viðbyggingu munu stórir salir Arkarinnar nýtast betur sem og veitingastaðurinn sem er einstaklega góður. Það verður gaman að fylgjast með framvindu þessa verks. Fundur í starfshópi um móttöku flóttamanna í dag. Að honum loknum var fundur í framkvæmdastjórn Almannavarna. Passaði tvo unga menn í kvöld. Alltaf gaman af því þó að sá yngri hafi verið hinn sprækasti !
Comments:
Skrifa ummæli