<$BlogRSDUrl$>

28. febrúar 2017

Íbúafundur um endurskoðun aðalskipulags Hvergerðisbæjar í kvöld var líflegur og góður.  Nú tekur fljótlega við hið formlega auglysingaferli en í norrar vikur enn geta íbúar og aðrir áhugasamir sent óformlegar athugasemdir áður en hið formlega auglýsingaferli hefst. 

Tvennt stendur uppúr fundinum:  samhljóða afstaða fundarmanna til nýs vegstæðis þjóðvegarins hér fyrir neðan Hveragerði og einróma afstaða fundarmanna gegn vegtollum.  Hvoru tveggja afstaða sem gagnast bæjarstjórn við ákvarðanatöku. 

Fundur í stjórn Listasafns Árnesinga eftir hádegi þar sem við fórum m.a. yfir aðsóknartölur ársins síðasta.  Gestafjöldi er í kringum 10.000 sem er ánægjulegt en betru má ef duga skal og því erum við að ræða ýmis atriði sem möguleg eru til að auka enn aðsókn. 

Fyrir hádegi f´ro ég lítinn hring um bæinn með Jóni Friðriki Matthíassyni sem er nýr byggingafulltrúi bæjarins sem byrjaði í dag. Heimsóttum við m.a. nýja deild við leikskólann Undraland sem opnað hefur í húsnæði Apótekarans.  Þarna fer afar vel um börnin og þau voru kát og glöð þegar ég hitti þau í dag. 

23. febrúar 2017

Nú er verið að ganga frá kaupum á nýjum bíl fyrir ferðaþjónustu fatlaðra hér í Hveragerði.  Það var góð ákvörðun á sínum tíma þegar ákveðið var að bæjarfélagið myndi sinna þessari þjónustu, kaupa bíl og ráða starfsmann í stað þess að útvista verkefninu.  Klárlega verið ódýrara en ekki síst hefur þjónustan verið til mikillar fyrirmyndar.  Núna er hann Ásgeir Andrason búinn að sjá um þessa þjónustu í fjölmörg ár og gerir það af svo mikilli natni að eftir er tekið.  Hann er bæði vinur og félagi þeirra sem njóta þjónustunnar og það skiptir svo gríðarlega miklu máli. 

Núna geta áhugasamir skoðað lóðir við Hjallabrún og lagt inn umsóknir um þær.  Stefnt er að fyrstu úthlutun í apríl en þá hefur skipulag svæðisins væntanlega fengið blessun Skipulagsstofnunar. 
Þarna verða 28 íbúðir í 14 parhúsum.  Mér finnst þetta afar góð staðsetning, nýtur sólar og útsýnis auk þess að vera nálægt náttúruperlum og gönguleiðum. 

Hörkutími í líkamsræktinni í dag og svo eyddi ég dágóðum tíma í snjómokstur hér fyrir utan áður en ég eldaði mér Austur afríska grænmetissúpu og bjó til fræ og hnetusnakk fyrir næstu daga auk græns drykkjar fyrir morgundaginn !   Já Lárus var nefnilega ekki heima ! ! ! !  Hann er ægilega lítið hrifinn af Austur afrískum grænmetissúpum og fræsnakki :-)

Grundarsystur kíktu síðan í kaffi í kvöld sem þýddi það að heimferðarsettið sem ég er núna að prjóna komst vel á skrið.  Ég er nefnilega að prjóna næsta heimferðarsett á barnabarn sem ekki er á leiðinni.  Ég er bara svo lengi að þessu að ég ætla ekki að lenda í að prjóna fram á rauða nótt EFTIR að barnið er fætt í þriðja sinn...  Svo ekki er ráð nema í tíma sé tekið :-)

21. febrúar 2017

Sat yfir skipuriti bæjarins í dag, erindisbréfum nefnda og starfslýsingum og mun halda því áfram á morgun.  Löngu tímabært að endurskoða þetta allt.  Tilefnið nú er ráðning á nýjum bygginga- og mannvirkjafulltrúa,  starfsmat BHM sem fer fram hjá völdum starfsmönnum og starfsmannasamtöl sem eru framundan.  Reyndar vinnst öll svona vinna afar hægt enda alltaf mikill erill á skrifstofunni og margt annað sem þarf  að vinnast á sama tíma. 

Stöðufundur um móttöku flóttamanna í dag með Ástu í Árborg og Gullu og Maríu félgsmálastjórum. Hópnum okkar vegnar vel og þau eru ánægð hér á landi.  Undanfarið hafa þau sótt fræðslu um land og þjóð en smám saman feta þau fyrstu sporin í skólum og félagsstarfi og síðar á atvinnumarkaði. 

Niðurstaða ánægjuvogar Gallup hefur vakið athygli og í dag var ég í viðtali á Rás1 vegna þessa. Ég nota hvert tækifæri til að fjalla um Hveragerði og hrósa bænum og bæjarbúum enda full ástæða til. 


20. febrúar 2017

Ný leikskóladeild opnaði í morgun í húsnæði Apótekarans.  Ég fór og skoðaði húsnæðið síðastliðinn föstudag og leist vel á.   Þetta er auðvitað ekki fullkomið en samt ótrúlega skemmtilegt og verður óneitanlega tilbreyting fyrir elstu börnin.   Þetta er nú samt eingöngu til bráðabirgða fram að sumarfríi leikskólans.  Það er gaman að geta sagt frá því að nú rís nýr leikskóla á ógnarhraða fyrir neðan Heiðarbrúnina.  Þar eru framkvæmdir þónokkuð á undan áætlun en gott veður í vetur hefur haft mikið að segja hvað það varðar.  Ef allt fer samkvæmt áætlun mun leikskólinn verða afhentur tilbúinn til notkunar eigi síðar en 15. október.  

Í dag er staðan sú í biðlista málum að börnum sem orðin eru 18 mánaða hefur öllum verið boðið pláss hafi þau sótt um á réttum tíma. Það telst nú bara nokkuð gott. 

Fundur í höfuðborginni eftir hádegi í dag um ný lög um opinber fjármál og fjármálareglur sveitarfélaga.  Það er mikilvægt að reglurnar setji ekki sveitarfélögum þannig skorður að þau geti ekki með góðu móti staðið að nauðsynlegri uppbyggingu innviða í sveitarfélögunum.

Hér fyrir austan síðdegis var síðan fundur í stjórn Bergrisans sem er byggðasamlag um málefni fatlaðs fólks hér á Suðurlandi.  Það er ljóst að fjárvöntun er mikil í málaflokknum og svo til ómögulegt að byggja upp ný búsetuúrræði komi ekki nýir fjármunir inn í málaflokkinn.  Þessi staða er algjörlega ólíðandi og ljóst að þessi mál verður að leysa á öðrum stöðum en á bæjarskrifstofum sveitarfélaga hér fyrir austan fjall.  

Rétt náði í líkamsrækt kl. 18 - ferlega góður tími eins og alltaf !15. febrúar 2017

Hjálmar Freysteinsson á þetta ansi góða innlegg um veggjöldin.  Það eru fáir betri í limrunum en hann:
Höfuðborgin blaut og grá
bakar margan skaðann.
Skatturinn er sanngjarn sá
sem hann Jón vill leggja á;
að menn greiði fyrir að fá
-að fara þaðan.

7. febrúar 2017

Kynning á starfsmati og vinnulagi við gerð þess á Hótel Selfoss í morgun.  Þetta var ágætis fundur sem ítrekaði mikilvægi starfsmats og hvatti allavega mig til dáða.  Er búin að taka frá eina "alveg fundalausa" viku í lok mánaðarins til að sinna starfsmati, gerð starfslýsinga og lagfæringa á skipuriti. Í framhaldinu stefni ég á starfsmannasamtöl og kannski gefst tóm til þeirra í þessari fínu fundalausu viku ?

Fór heim á milli funda í hádeginu til að ganga frá fundarboði bæjarstjórnar en það er þétt dagskrá á fundinum á fimmtudaginn.

Eftir hádegi var annar fundur á Selfossi og nú í starfshópi sem vinnur að sameiningartillögum um sameinaða Árnessýslu.  Hópurinn hefur fengið KPMG til að vinna sviðsmyndagreiningu á svæðinu og mun hún klárlega nýtast okkur öllum hvort sem til sameiningar kemur eða ekki.
Fékk yndislegan ungan mann í heimsókn í vinnuna síðdegis.  Við fengum okkur kaffi við fundarborðið, skoðuðum dót og síðan horfði hann á teiknó á meðan að amma pældi í gegnum hrúgurnar  á skrifborðinu.  Þær eru misjafnar þessar ömmur - það er víst alveg ábyggilegt :-)

3. febrúar 2017

Ætlaði að deila þessari yndislegu mynd af litla ömmugulllinu mínu á facebook en þar sem Ipadinn er í mótmælum gekk það ekki.  Þið mínir dyggu lesendur fáið bara að dást að mér og skinkubrauðinu í staðinn.   Haraldur Fróði kallar litla bróðir sinn þessu frumlega nafni enda er skinkubrauð það allra besta sem hann veit og því finnst honum hrein snilld að litli bróðir fái þetta fína nafn.  

Leyndardómur nafnsins mun væntanlega uppljóstrast um næstu helgi en þá hefur verið blásið til nafnaveislu. 

Fundur í dag í starfshópi sem falið var að endurskoða samþykktir Sambands íslenskra sveitarfélaga.  Skemmtilegur fundur enda farið djúpt og ítarlega í efnisatriði samþykktanna.  Ýmislegt þarf að íhuga og margt er hægt að bæta þegar á annað borð er byrjað að endurskoða. 

Skrifaði undir leigusamning bæjarins um húsnæði Apótekarans í dag.  Við munum fá húsnæðið afhent um hádegi á mánudag og þá er hægt að hefja undirbúning að flutningi elstu barna Undralands þangað yfir.   Þar sem þetta er bráðabirgða lausn á húsnæðisvanda leikskólans þá munum við ekki fara í miklar framkvæmdir enda er okkur það ekki heimilt skv. samningnum.  En ég efast ekki um að þetta á eftir að verða skemmtileg tilbreyting fyrir stóru börnin sem mörg hver eru örugglega orðin svolítið leið á leikskólaumhverfinu eftir langa dvöl. 

Það var einnig afar gaman að fá að sjá nýstandsett húsnæði Apótekarans í Verslunarmiðstöðinni.  Miklu stærra húsnæði en á fyrri staðnum, aukið vöruúrval og betri vinnuaðstæður.  Opnunartíminn lengist til kl. 18 alla daga svo flutningurinn þýðir aukna þjónustu fyrir bæjarbúa. 

Á fimmtudag í næstu viku er fundur bæjarstjórnar og erindi eru farin að raðast á fundinn.  Þetta verður efnisríkur fundur sem hefst með fundi með lögreglustjóra um löggæslumál með sérstakri áherslu á Hveragerði.  

2. febrúar 2017

Dagurinn byrjaði á fundi bæjarráðs þar sem helst bar til tíðinda að Viktor Sveinsson og Valgarð Sørensen kynntu hugmyndir um uppbyggingu á lóðinni Austurmörk 6-10.  Þið sjáið lóðina á myndinni hér við hliðina.  Vonandi ganga hugmyndir þeirra eftir enda voru teikningarnar sem lagðar voru fram metnaðarfullar og flottar. 

Sólarkaffi síðdegis í Hamarshöllinni.  Þar hefur sú hefð skapast að Steinar býður í vöfflur þann dag sem sólin skín fyrst á húsið í upphafi árs.  Í gær var sem sagt dagurinn.  Skemmtilegur hópur mætti !  Starfsmenn áhaldahúss, íþróttamannvirkja og nokkrir aðrir.  Afar skemmtiegur siður og vöfflurnar og selskapurinn voru til fyrirmyndar.   

Það var sérstaklega gaman að heyra þarna af afrekum Berglindar Soffíu Blöndal sem unnið hefur í íþróttamannvirkjum undanfarin ár.  Hún er núna að ljúka meistaranámi í næringarfræði sem hún hefur stundað meðfram ríflega fullri vinnu.  Strax mun hún byrja á doktorsnámi og er viðfangsefni hennar afskaplega spennandi en hún ætlar að skoða næringu eldra fólks og ýmislegt því tengt.  Fréttin í þessu öllu er aftur á móti sú staðreynd að hún og leiðbeinandinn hennar voru að fá styrk til þessarar rannsóknar frá Rannís og fengu þau 54 mkr sem skiptast á 3 ár.  Þetta þóttu mér afar ánægjuleg tíðindi  og frábært hjá þessari ungu og duglegu konu.  Ef einhver blaðamaður er að lesa þetta þá ættir þú að heyra í Berglindi Soffíu - niðurstöðurnar hennar eru sláandi og klárlega fréttaefni ! ! ! 1. febrúar 2017

Stanslausir fundir í allan dag með fjölda fólks.  Það er rífandi gangur í mörgum verkefnum núna en í dag hittum við fulltrúa Orteka Partners sem félagið fékk úthlutað lóðum inní Ölfusdal.  Þar er nú unnið að skipulagningu aðstöðu eins og til dæmis bílastæða og þjónustuhúss en jafnframt er unnið að skipulagi baðlóna, gististaða og fleira en þessar hugmyndir voru allar kynntar íbúum á opnum íbúafundi í desember.  Þeir aðilar sem hyggja á uppbyggingu á Eden reitnum og Tívolí reitnum kynnti frumdrög að að uppbyggingarhugmyndum á fundi í dag.  Unnið er að deiliskipulagi beggja reitanna og ef allt gengur eins og best verður á kosið er vonast til að framkvæmdir við byggingar á Eden reitnum geti hafist á haustmánuðum.  Það verður afar þakklátt verkefni ef allt útlit er fyrir að þar muni rísa nokkrir tugir íbúða.  Það er mikil eftirspurn eftir húsnæði í Hveragerði og íbúum fjölgar stöðugt þrátt fyrir að það sé ekki nokkur leið að skilja hvar nýir íbúar hafa fengið húsnæði.  Bæjarfélagið mun úthluta lóðum fyrir 28 íbúðir í 14 parhúsum við Hjallabrún á vormánuðum og þar mun því myndast nýtt skemmtilegt hverfi á afskaplega góðum stað.  Er sannfærð um að það muni byggjast hratt og vel upp. 

Í tengslum við þetta er gaman að geta þess að í dag brast 2.500 íbúa múrinn en íbúafjöldi 1. febrúar 2017 er 2.505.  Við höfum lengi gert það okkur til skemmtunar að setja okkur markmið í íbúafjölda og núna féll þetta.  Spurning um að stefna að því að íbúar verði orðnir 2.700 þann 1. febrúar 2019.    Held reyndar að það verði ekki vandi að ná því :-). 
This page is powered by Blogger. Isn't yours?

 • Um Aldísi ...
 • Ræður og greinar ...
 • Aftur á forsíðu...
 • Tenglar
 • Mjúkhýsi í Hveragerði ?
 • Síða Sjálfstæðisflokksins
 • Sjálfstæðismenn í Hveragerði
 • Sjálfstæðiskonur
 • Sjálfstæðismenn í Suður.
 • Gagnagátt Sambandsins
 • Besti ísinn!
 • Morgunblaðið á netinu
 • Vísir.is
 • DFS - Fréttasíða Dagskrárinnar
 • Fleiri Sunnlenskar fréttir
 • Mælingar á loftgæðum í Hveragerði
 • Hveragerði
 • Heimasíður fyrirtækja í Hveragerði
 • Grunnskólinn í­ Hveragerði
 • Íþróttafélagið Hamar
 • Veðurspá fyrir Hveragerði
 • Fjölbrautaskóli Suðurlands
 • Gagnasöfn Hvar.is
 • Besti bloggarinn ! ! !
 • Vefbanki Valla...
 • SASS
 • Myndir Bjössa á Bláfelli
 • Nátturan.is
 • Orðaþýðingar - frábær síða
 • Færð og veður á SV-landi
 • Leitarvélin
 • Sí­maskráin
 • Ýmsar myndir
 • Myndasíða
 • Úr reisubókinni
 • Flórída janúar 2017
 • Litháen, Armenia og Karabakh 2015
 • Serbí­a og Svartfjallaland 2005
 • Istanbul í­ Tyrklandi 2005
 • Búkarest í Rúmení­u 2006
 • Ítalía 2007
 • Svartfjallaland 2008
 • Danmörk 2010
 • Heimsreisa Laufeyjar og Elvars 2011-2012
 • Hefur þú skoðun?
 • Hafðu samband!
  Eldri færslur
 • 1.1.2004 - 1.2.2004
 • 1.2.2004 - 1.3.2004
 • 1.3.2004 - 1.4.2004
 • 1.5.2004 - 1.6.2004
 • 1.6.2004 - 1.7.2004
 • 1.7.2004 - 1.8.2004
 • 1.8.2004 - 1.9.2004
 • 1.9.2004 - 1.10.2004
 • 1.10.2004 - 1.11.2004
 • 1.11.2004 - 1.12.2004
 • 1.12.2004 - 1.1.2005
 • 1.1.2005 - 1.2.2005
 • 1.3.2005 - 1.4.2005
 • 1.4.2005 - 1.5.2005
 • 1.5.2005 - 1.6.2005
 • 1.6.2005 - 1.7.2005
 • 1.7.2005 - 1.8.2005
 • 1.8.2005 - 1.9.2005
 • 1.9.2005 - 1.10.2005
 • 1.10.2005 - 1.11.2005
 • 1.11.2005 - 1.12.2005
 • 1.12.2005 - 1.1.2006
 • 1.1.2006 - 1.2.2006
 • 1.2.2006 - 1.3.2006
 • 1.3.2006 - 1.4.2006
 • 1.4.2006 - 1.5.2006
 • 1.5.2006 - 1.6.2006
 • 1.6.2006 - 1.7.2006
 • 1.7.2006 - 1.8.2006
 • 1.8.2006 - 1.9.2006
 • 1.9.2006 - 1.10.2006
 • 1.10.2006 - 1.11.2006
 • 1.11.2006 - 1.12.2006
 • 1.12.2006 - 1.1.2007
 • 1.1.2007 - 1.2.2007
 • 1.2.2007 - 1.3.2007
 • 1.3.2007 - 1.4.2007
 • 1.4.2007 - 1.5.2007
 • 1.5.2007 - 1.6.2007
 • 1.6.2007 - 1.7.2007
 • 1.7.2007 - 1.8.2007
 • 1.8.2007 - 1.9.2007
 • 1.9.2007 - 1.10.2007
 • 1.10.2007 - 1.11.2007
 • 1.11.2007 - 1.12.2007
 • 1.12.2007 - 1.1.2008
 • 1.1.2008 - 1.2.2008
 • 1.2.2008 - 1.3.2008
 • 1.3.2008 - 1.4.2008
 • 1.4.2008 - 1.5.2008
 • 1.5.2008 - 1.6.2008
 • 1.6.2008 - 1.7.2008
 • 1.7.2008 - 1.8.2008
 • 1.8.2008 - 1.9.2008
 • 1.9.2008 - 1.10.2008
 • 1.10.2008 - 1.11.2008
 • 1.11.2008 - 1.12.2008
 • 1.12.2008 - 1.1.2009
 • 1.1.2009 - 1.2.2009
 • 1.2.2009 - 1.3.2009
 • 1.3.2009 - 1.4.2009
 • 1.4.2009 - 1.5.2009
 • 1.5.2009 - 1.6.2009
 • 1.6.2009 - 1.7.2009
 • 1.7.2009 - 1.8.2009
 • 1.8.2009 - 1.9.2009
 • 1.9.2009 - 1.10.2009
 • 1.10.2009 - 1.11.2009
 • 1.11.2009 - 1.12.2009
 • 1.12.2009 - 1.1.2010
 • 1.1.2010 - 1.2.2010
 • 1.2.2010 - 1.3.2010
 • 1.3.2010 - 1.4.2010
 • 1.4.2010 - 1.5.2010
 • 1.5.2010 - 1.6.2010
 • 1.6.2010 - 1.7.2010
 • 1.7.2010 - 1.8.2010
 • 1.8.2010 - 1.9.2010
 • 1.9.2010 - 1.10.2010
 • 1.10.2010 - 1.11.2010
 • 1.11.2010 - 1.12.2010
 • 1.12.2010 - 1.1.2011
 • 1.1.2011 - 1.2.2011
 • 1.2.2011 - 1.3.2011
 • 1.3.2011 - 1.4.2011
 • 1.4.2011 - 1.5.2011
 • 1.5.2011 - 1.6.2011
 • 1.6.2011 - 1.7.2011
 • 1.7.2011 - 1.8.2011
 • 1.8.2011 - 1.9.2011
 • 1.9.2011 - 1.10.2011
 • 1.10.2011 - 1.11.2011
 • 1.11.2011 - 1.12.2011
 • 1.12.2011 - 1.1.2012
 • 1.1.2012 - 1.2.2012
 • 1.2.2012 - 1.3.2012
 • 1.3.2012 - 1.4.2012
 • 1.4.2012 - 1.5.2012
 • 1.5.2012 - 1.6.2012
 • 1.6.2012 - 1.7.2012
 • 1.7.2012 - 1.8.2012
 • 1.8.2012 - 1.9.2012
 • 1.9.2012 - 1.10.2012
 • 1.10.2012 - 1.11.2012
 • 1.11.2012 - 1.12.2012
 • 1.12.2012 - 1.1.2013
 • 1.1.2013 - 1.2.2013
 • 1.2.2013 - 1.3.2013
 • 1.3.2013 - 1.4.2013
 • 1.4.2013 - 1.5.2013
 • 1.5.2013 - 1.6.2013
 • 1.6.2013 - 1.7.2013
 • 1.7.2013 - 1.8.2013
 • 1.8.2013 - 1.9.2013
 • 1.9.2013 - 1.10.2013
 • 1.10.2013 - 1.11.2013
 • 1.11.2013 - 1.12.2013
 • 1.12.2013 - 1.1.2014
 • 1.1.2014 - 1.2.2014
 • 1.2.2014 - 1.3.2014
 • 1.3.2014 - 1.4.2014
 • 1.4.2014 - 1.5.2014
 • 1.5.2014 - 1.6.2014
 • 1.8.2014 - 1.9.2014
 • 1.9.2014 - 1.10.2014
 • 1.10.2014 - 1.11.2014
 • 1.11.2014 - 1.12.2014
 • 1.12.2014 - 1.1.2015
 • 1.1.2015 - 1.2.2015
 • 1.2.2015 - 1.3.2015
 • 1.3.2015 - 1.4.2015
 • 1.4.2015 - 1.5.2015
 • 1.6.2015 - 1.7.2015
 • 1.7.2015 - 1.8.2015
 • 1.8.2015 - 1.9.2015
 • 1.9.2015 - 1.10.2015
 • 1.10.2015 - 1.11.2015
 • 1.11.2015 - 1.12.2015
 • 1.12.2015 - 1.1.2016
 • 1.1.2016 - 1.2.2016
 • 1.2.2016 - 1.3.2016
 • 1.3.2016 - 1.4.2016
 • 1.4.2016 - 1.5.2016
 • 1.5.2016 - 1.6.2016
 • 1.6.2016 - 1.7.2016
 • 1.7.2016 - 1.8.2016
 • 1.8.2016 - 1.9.2016
 • 1.9.2016 - 1.10.2016
 • 1.10.2016 - 1.11.2016
 • 1.11.2016 - 1.12.2016
 • 1.12.2016 - 1.1.2017
 • 1.1.2017 - 1.2.2017
 • 1.2.2017 - 1.3.2017
 • 1.3.2017 - 1.4.2017
 • 1.5.2017 - 1.6.2017
 • 1.6.2017 - 1.7.2017
 • 1.8.2017 - 1.9.2017
 • 1.9.2017 - 1.10.2017
 • 1.10.2017 - 1.11.2017
 • 1.11.2017 - 1.12.2017
 • 1.12.2017 - 1.1.2018
 • 1.1.2018 - 1.2.2018
 • 1.2.2018 - 1.3.2018
 • 1.3.2018 - 1.4.2018
 • 1.4.2018 - 1.5.2018
 • 1.5.2018 - 1.6.2018
 • 1.8.2018 - 1.9.2018
 • 1.11.2018 - 1.12.2018
 • 1.4.2021 - 1.5.2021
 • 1.5.2021 - 1.6.2021
 • 1.6.2021 - 1.7.2021
 • 1.7.2021 - 1.8.2021
 • Free Guestbook from Bravenet Free Guestbook from Bravenet