21. febrúar 2017
Sat yfir skipuriti bæjarins í dag, erindisbréfum nefnda og starfslýsingum og mun halda því áfram á morgun. Löngu tímabært að endurskoða þetta allt. Tilefnið nú er ráðning á nýjum bygginga- og mannvirkjafulltrúa, starfsmat BHM sem fer fram hjá völdum starfsmönnum og starfsmannasamtöl sem eru framundan. Reyndar vinnst öll svona vinna afar hægt enda alltaf mikill erill á skrifstofunni og margt annað sem þarf að vinnast á sama tíma.
Stöðufundur um móttöku flóttamanna í dag með Ástu í Árborg og Gullu og Maríu félgsmálastjórum. Hópnum okkar vegnar vel og þau eru ánægð hér á landi. Undanfarið hafa þau sótt fræðslu um land og þjóð en smám saman feta þau fyrstu sporin í skólum og félagsstarfi og síðar á atvinnumarkaði.
Niðurstaða ánægjuvogar Gallup hefur vakið athygli og í dag var ég í viðtali á Rás1 vegna þessa. Ég nota hvert tækifæri til að fjalla um Hveragerði og hrósa bænum og bæjarbúum enda full ástæða til.
Comments:
Skrifa ummæli