28. febrúar 2017
Íbúafundur um endurskoðun aðalskipulags Hvergerðisbæjar í kvöld var líflegur og góður. Nú tekur fljótlega við hið formlega auglysingaferli en í norrar vikur enn geta íbúar og aðrir áhugasamir sent óformlegar athugasemdir áður en hið formlega auglýsingaferli hefst.
Tvennt stendur uppúr fundinum: samhljóða afstaða fundarmanna til nýs vegstæðis þjóðvegarins hér fyrir neðan Hveragerði og einróma afstaða fundarmanna gegn vegtollum. Hvoru tveggja afstaða sem gagnast bæjarstjórn við ákvarðanatöku.
Fundur í stjórn Listasafns Árnesinga eftir hádegi þar sem við fórum m.a. yfir aðsóknartölur ársins síðasta. Gestafjöldi er í kringum 10.000 sem er ánægjulegt en betru má ef duga skal og því erum við að ræða ýmis atriði sem möguleg eru til að auka enn aðsókn.
Fyrir hádegi f´ro ég lítinn hring um bæinn með Jóni Friðriki Matthíassyni sem er nýr byggingafulltrúi bæjarins sem byrjaði í dag. Heimsóttum við m.a. nýja deild við leikskólann Undraland sem opnað hefur í húsnæði Apótekarans. Þarna fer afar vel um börnin og þau voru kát og glöð þegar ég hitti þau í dag.
Comments:
Skrifa ummæli