7. febrúar 2017
Kynning á starfsmati og vinnulagi við gerð þess á Hótel Selfoss í morgun. Þetta var ágætis fundur sem ítrekaði mikilvægi starfsmats og hvatti allavega mig til dáða. Er búin að taka frá eina "alveg fundalausa" viku í lok mánaðarins til að sinna starfsmati, gerð starfslýsinga og lagfæringa á skipuriti. Í framhaldinu stefni ég á starfsmannasamtöl og kannski gefst tóm til þeirra í þessari fínu fundalausu viku ?
Fór heim á milli funda í hádeginu til að ganga frá fundarboði bæjarstjórnar en það er þétt dagskrá á fundinum á fimmtudaginn.
Eftir hádegi var annar fundur á Selfossi og nú í starfshópi sem vinnur að sameiningartillögum um sameinaða Árnessýslu. Hópurinn hefur fengið KPMG til að vinna sviðsmyndagreiningu á svæðinu og mun hún klárlega nýtast okkur öllum hvort sem til sameiningar kemur eða ekki.
Fékk yndislegan ungan mann í heimsókn í vinnuna síðdegis. Við fengum okkur kaffi við fundarborðið, skoðuðum dót og síðan horfði hann á teiknó á meðan að amma pældi í gegnum hrúgurnar á skrifborðinu. Þær eru misjafnar þessar ömmur - það er víst alveg ábyggilegt :-)
Fór heim á milli funda í hádeginu til að ganga frá fundarboði bæjarstjórnar en það er þétt dagskrá á fundinum á fimmtudaginn.
Eftir hádegi var annar fundur á Selfossi og nú í starfshópi sem vinnur að sameiningartillögum um sameinaða Árnessýslu. Hópurinn hefur fengið KPMG til að vinna sviðsmyndagreiningu á svæðinu og mun hún klárlega nýtast okkur öllum hvort sem til sameiningar kemur eða ekki.
Fékk yndislegan ungan mann í heimsókn í vinnuna síðdegis. Við fengum okkur kaffi við fundarborðið, skoðuðum dót og síðan horfði hann á teiknó á meðan að amma pældi í gegnum hrúgurnar á skrifborðinu. Þær eru misjafnar þessar ömmur - það er víst alveg ábyggilegt :-)
Comments:
Skrifa ummæli