30. apríl 2014
Torfbær í smíðum á Reykjum
Fundur með hópnum sem vinnur að úrbótum í Reykjadal í morgun. Þar er helsta viðfangsefnið að brúa með góðum hætti hver sem sífellt skríður lengra undir göngustiginn á slæmum stað í dalnum. Það verður ekki alveg einfalt því aðkomuleiðir eru ekki greiðar að þessum stað. Síðast fengum við aðstoð frá Landhelgisgæslunni, spurning hvort það verði nauðsynlegt nú. Verkefnið fékk 7.5 mkr styrk frá Framkvæmdasjóði ferðamannastaða í síðustu úthlutun svo með mótframlagi þá ættum við að gera náð að gera úrbætur sem duga. Eftir fundinn hittum við nemendur í skrúðgarðyrkju sem eru að hlaða torfæ á lóð Garðyrkjuskólans, glæsilega gert hjá þeim
Talandi um peninga þá er gaman að segja frá því að á fundi bæjarráðs í morgun var tilkynnt um úthlutun Jöfnunarsjóðs en þar mun bæjarfélagið væntanlega fá um 24 mkr til viðbótar við það sem við gerðum ráð fyrir. Einnig var tilkynnt um 2 mkr framlag til bæjarins úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða til gerðar deiliskipulags inní dal. Einnig fékk bæjarfélagið rétt tæpar 4 mkr í arðgreiðslu frá Lánasjóði sveitarfélaga. Það munar um það þegar 30 mkr bætast við en reyndar veitir heldur ekki af sérstaklega þegar horft er til lausra kjarasamninga og nýlegra samninga.
Síðdegis fórum við Jóhanna á fund Arkibúllunnar sem skila mun frumtillögum að úrbótum á Sundlauginni Laugaskarði á næsta fundi bæjarstjórnar. Heilsulaugin Laugaskarði er frábær útfærsla á ótrúlega fallega staðsettri laug. Það verður gaman að sjá hjá þeim kynninguna en þær stöllur munu mæta á fundinn.
Hitti síðan nemendur í stjórnmálaskóla Sjálfstæðisflokksins í ráðhúsi Reykjavíkur ásamt Halldóri Halldórssyni. Við fórum yfir ýmislegt er varðar sveitarstjórnarstigið. Þetta varð hið skemmtilegasta rabb við mjög góðan hóp. Alltof sein á fund framboðslistans hér í Hveró en þar var unnið í stefnuskrá fram eftir kvöldi.
Fundalaust á morgun, 1. maí. Held samt að Haraldur Fróði hafi ætlað að koma í heimsókn, Það verður nú ekki leiðinlegt. Síðan ætla ég ekki að missa af tónleikum Söngsveitarinnar kl. 16 í kirkjunni. Glæsilegir söngvarar og hljóðfæraleikarar þar á meðal Þór Breiðfjörð sem ég ætla ekki að missa af.
Talandi um peninga þá er gaman að segja frá því að á fundi bæjarráðs í morgun var tilkynnt um úthlutun Jöfnunarsjóðs en þar mun bæjarfélagið væntanlega fá um 24 mkr til viðbótar við það sem við gerðum ráð fyrir. Einnig var tilkynnt um 2 mkr framlag til bæjarins úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða til gerðar deiliskipulags inní dal. Einnig fékk bæjarfélagið rétt tæpar 4 mkr í arðgreiðslu frá Lánasjóði sveitarfélaga. Það munar um það þegar 30 mkr bætast við en reyndar veitir heldur ekki af sérstaklega þegar horft er til lausra kjarasamninga og nýlegra samninga.
Síðdegis fórum við Jóhanna á fund Arkibúllunnar sem skila mun frumtillögum að úrbótum á Sundlauginni Laugaskarði á næsta fundi bæjarstjórnar. Heilsulaugin Laugaskarði er frábær útfærsla á ótrúlega fallega staðsettri laug. Það verður gaman að sjá hjá þeim kynninguna en þær stöllur munu mæta á fundinn.
Hitti síðan nemendur í stjórnmálaskóla Sjálfstæðisflokksins í ráðhúsi Reykjavíkur ásamt Halldóri Halldórssyni. Við fórum yfir ýmislegt er varðar sveitarstjórnarstigið. Þetta varð hið skemmtilegasta rabb við mjög góðan hóp. Alltof sein á fund framboðslistans hér í Hveró en þar var unnið í stefnuskrá fram eftir kvöldi.
Fundalaust á morgun, 1. maí. Held samt að Haraldur Fróði hafi ætlað að koma í heimsókn, Það verður nú ekki leiðinlegt. Síðan ætla ég ekki að missa af tónleikum Söngsveitarinnar kl. 16 í kirkjunni. Glæsilegir söngvarar og hljóðfæraleikarar þar á meðal Þór Breiðfjörð sem ég ætla ekki að missa af.
29. apríl 2014
Mér fannst þátturinn hennar Lóu Pind Aldísardóttur á Stöð 2 í gærkvöldi ansi góður. Aðallega fannst mér hann góður af því að hann var skemmtilegur, það var létt yfir öllum, viðmælendur hlógu og gerðu að gamni sínu og það virtist víðast ríkja góð samstaða þvert á flokka. Það er afar dýrmætt þegar svo er. Svo fannst mér Hveragerði fá flotta umfjöllun og ég var ánægð með að hún skyldi hafa lokaorð þáttarins það að hér í Hveragerði stefndum við að því marki að verða flottasta útverfi Reykjavíkur.
Í dag útbjó ég textann á kynningarblað sem dreift verður til íbúa vegna skoðanakönnunar um sameiningu. Það er mikilvægt að fólk geri skýra grein fyrir vilja sínum í könnuninni og gefi þannig bæjarstjórn næsta kjörtímabils gott veganesti í þessari umræðu.
Það var mikill erill í símanum og margir sem þurftu að heyra í bæjarstjóranum. Allt frá málefnum katta til sorps til Garðyrkju og blómasýningar. Það er verið að skipuleggja íbúafund vegna skipulagsmálanna sem í gangi eru, Fossflatar og Árhólma sem væntanlega verður haldnn fimmtudaginn í næstu viku
Hrossabjúgu frá Gýgjharhólskoti í kvöldmat! Þvílíkt lostæti og ekki spillti nú félagsskapurinn fyrir
en með mömmu og Grundarsystrum er góð kvöldstund gulltryggð :-)
Í dag útbjó ég textann á kynningarblað sem dreift verður til íbúa vegna skoðanakönnunar um sameiningu. Það er mikilvægt að fólk geri skýra grein fyrir vilja sínum í könnuninni og gefi þannig bæjarstjórn næsta kjörtímabils gott veganesti í þessari umræðu.
Það var mikill erill í símanum og margir sem þurftu að heyra í bæjarstjóranum. Allt frá málefnum katta til sorps til Garðyrkju og blómasýningar. Það er verið að skipuleggja íbúafund vegna skipulagsmálanna sem í gangi eru, Fossflatar og Árhólma sem væntanlega verður haldnn fimmtudaginn í næstu viku
Hrossabjúgu frá Gýgjharhólskoti í kvöldmat! Þvílíkt lostæti og ekki spillti nú félagsskapurinn fyrir
en með mömmu og Grundarsystrum er góð kvöldstund gulltryggð :-)
28. apríl 2014
Fór í góða bílferð í dag með Ara "umhverfis" þar sem við skoðuðum bæjarfélagið frá hinum ýmsu hliðum og ræddum það sem verið er að gera og það sem framundan er. Út við þjóðveg er búið að marka fyrir reitum þangað sem flytja á grenitré frá fráveitumannvirkinu. Þau eru um 2 m há svo það verður spennandi í fyrsta lagi að sjá hversu vel þau munu dafna á nýjum stað en einnig hversu mikinn svip þau munu setja á mönina. Treysti því að tveir garðyrkjumenn með löggiltan smekk geri þetta fallega :-)
Við Grýluvöllinn er líka búið að umbylta ýmsu. Þar er búið að rjúfa mönina við vallarhúsið svo leikmenn eigi greiðari leið inná völlinn. Jarðvegurinn sem þar varð til fer i jarðvegsmótun þar til hliðar svo það kemur vel út. Verið er að forma litlu manirnar út við veg og síðan á að ganga frá þeim fyrir sumarið.
Unnið er að snyrtingu trjáa í lystigarðinum en þar eru ýmis tré og runnar orðnir ansi úr sér sprottnir svo þetta er nauðsynlegt. Verður bara betra á eftir.
Einnig er verið að útbúa skólagarða og matjurtagarða fyrir bæjarbúa við gróðurhús bæjarins í Þórsmörk. Þetta er frábær staðsetning og á eftir að setja líf í miðbæinn svona þangað til þarna verður byggt í samræmi við nýtt deiliskipulag sem vinna er hafin við...
Við Grýluvöllinn er líka búið að umbylta ýmsu. Þar er búið að rjúfa mönina við vallarhúsið svo leikmenn eigi greiðari leið inná völlinn. Jarðvegurinn sem þar varð til fer i jarðvegsmótun þar til hliðar svo það kemur vel út. Verið er að forma litlu manirnar út við veg og síðan á að ganga frá þeim fyrir sumarið.
Unnið er að snyrtingu trjáa í lystigarðinum en þar eru ýmis tré og runnar orðnir ansi úr sér sprottnir svo þetta er nauðsynlegt. Verður bara betra á eftir.
Einnig er verið að útbúa skólagarða og matjurtagarða fyrir bæjarbúa við gróðurhús bæjarins í Þórsmörk. Þetta er frábær staðsetning og á eftir að setja líf í miðbæinn svona þangað til þarna verður byggt í samræmi við nýtt deiliskipulag sem vinna er hafin við...
26. apríl 2014
Nú er fjörið byrjað og heilmikið að gera vegna undirbúnings fyrir kosningarnar. Í dag hittist meirihlutinn á fundi kl. 9 til að undirbúa bæjarráðsfund sem verður á miðvikudaginn. Siðan var opið hús D-lista manna og í kjölfarið hittist framboðslistinn. Þetta er feykilega öflugur hópur sem er tilbúinn til að leggja mikið á sig til að ná árangri í vor.
Fór beint af fundi listans til að hitta starfsmenn Skagastrandar sem hingað voru komin í vorferð. Líflegur hópur sem fékk síðan leiðsögn um hveragarðinn með Ívari. Ég gat ekki stoppað lengi því annar hópur beið í Verslunarmiðstöðinni en þar voru mættar vinkonur Ásthildar Sturludóttur, bæjarstjóra í Vesturbyggð og auðvitað hún sjálf í "gæsaferð"... Ein umferð í jarðskjálftaherminn sló alveg í gegn og það gerði líka heimsókn í Kjörís þar sem 35 stiga frostið vekur alltaf lukku...
Afmæli hjá Vigdísi og Hafrúnu síðdegis var fjölskyldupartý af bestu gerð. Alltaf líflegt þegar þessi hópur hittist. Í kvöld rölti ég meðfram fjallinu svo ég gæti nú aðeins andað að mér góða veðrinu sem hér hefur verið í dag. Yndislegur dagur enda sást það alls staðar að fólk kunni vel að meta blíðuna :-)
25. apríl 2014
Dagurinn byrjaði á fundi með arkitektum Arkibúllunnar í Reykjavík en þær eru að hanna breytingar á sundlauginni í Laugaskarði, bæði á húsi og sundlaugarsvæði. Fyrstu hugmyndir sem kynntar voru í morgun voru hreint frábærar og með ólíkindum hvað þær hafa náð að formgera hugmyndir bæjarstjórnar um heilsulind með skemmtilegum hætti. Vonandi næst að kynna aðeins betur útfærðar hugmyndir fyrir bæjarstjórn á næsta fundi.
Við Guðmundur fórum síðan og skoðuðum blokk við Þórufell i Breiðholti en þar var gert við blokkina að utan með ákveðnum hætti sem verið er að velta fyrir sér einmitt á sundlaugarhúsið.
Eftir hádegi kom Þórarinn atvinnuráðgjafi SASS til að ræða atvinnustefnu sem SASS ætlaði að vinna með okkur. Það hefur gengið heldur hægar en áætlað var og tæplega að það náist að leggja hana fyrir bæjarstjórn fyrir kosningar. Mjaðmaskipti geta óneitanlega sett strik í reikninginn. Ekki mín mjöðm þó :-)
Síðdegis hittist framboðslistinn og vann baki brotnu í eina tvo tima. Helgin verður undirlögð vinnu listans bæði á laugardag og á sunnudag. Morgundagurinn hefst reyndar með fundi meirihlutans kl. 9 en það er nauðsynlegt vegna þess að allar vikur riðlast núna vegna fimmtudagsfrídaga :-)
Við Guðmundur fórum síðan og skoðuðum blokk við Þórufell i Breiðholti en þar var gert við blokkina að utan með ákveðnum hætti sem verið er að velta fyrir sér einmitt á sundlaugarhúsið.
Eftir hádegi kom Þórarinn atvinnuráðgjafi SASS til að ræða atvinnustefnu sem SASS ætlaði að vinna með okkur. Það hefur gengið heldur hægar en áætlað var og tæplega að það náist að leggja hana fyrir bæjarstjórn fyrir kosningar. Mjaðmaskipti geta óneitanlega sett strik í reikninginn. Ekki mín mjöðm þó :-)
Síðdegis hittist framboðslistinn og vann baki brotnu í eina tvo tima. Helgin verður undirlögð vinnu listans bæði á laugardag og á sunnudag. Morgundagurinn hefst reyndar með fundi meirihlutans kl. 9 en það er nauðsynlegt vegna þess að allar vikur riðlast núna vegna fimmtudagsfrídaga :-)
24. apríl 2014
Mæting fór fram úr öllum væntingum á hugmyndafundinn sem haldinn var síðastliðinn þriðjudag af frambjóðendum D-listans. Afar skemmtilegt kvöld og nú tekur við vinna frambjóðendanna allra við að fara yfir það sem þarna kom fram. Á þessari slóð má sjá myndband sem búið var til til að auglýsa fundinn http://m.youtube.com/watch?v=03Cae7mY0as
Annars voru páskarnir með annasamasta móti. Við dvöldum í afar góðu yfirlæti norður á Sauðárkróki í eina fjóra daga og höfðum það mjög gott. Það er varla hægt að komast í betri afslöppun en á Aðalgötunni. Allir farnir að sofa mjög snemma enda stendur manni ekki til boða þarna að hanga á netinu eins og alltof oft er gert til dæmis hér á H57.
40, 70 og 80 ára afmæli vina og vandamanna sem haldin voru páskadagana voru öll mjög skemmtileg og það var einnig fermingin hans Orra sem við fórum í í Skálholti í dag, sumardaginn fyrsta. Þar var nú þvílík bongó blíða, hreinlega heitt úti og glaðasólskin. Má segja að sumarið hafi heilsað með mikilli blíðu. Sumardagurinn fyrsti hófst með myndatöku D-listans bæði úti og inni, það er alltaf mikið fjör og hristir hópinn óneitanlega afar vel saman. Það var allavega mikið hlegið :-)
Skruppum síðan nokkur í morgunkaffi á Garðyrkjuskólann þar sem sumri var fagnað með hefðbundnum hætti. Náðum líka tónleikum Lay Low í sundlauginni en þar var alveg stappfullt af fólki. Virkilega notalegir tónleikar. Í fyrramálið förum við til fyrsta fundar við Arkibúlluna sem nú er að teikna og hanna sundlaugarsvæðið og endurskipuleggja sundlaugarhúsið. Það verður spennandi að sjá hjá þeim fyrstu drög að breytingum en þau verða síðan lögð fyrir bæjarstjórnarfundinn næsta til kynningar.
10. apríl 2014
Langur og annasamur dagur að kveldi kominn :-)
Endaði daginn ásamt Róberti Hlöðverssyni með Lóu Pind Aldísardóttur í löngu viðtali um sveitarstjórnarmál í Hveragerði, um það sem hæst ber og við teljum að verði mál málanna í kosningunum í vor. Við áttum í nokkrum erfiðleikum með að finna einhver ágreiningsefni enda hefur samkomulagið í bæjarstjórn verið til mikillar fyrirmyndar og ég fullyrði að það hafi smitað út í bæjarfélagið sem aftur hafi grætt að skynsamlegum og góðum málamiðlunum sem bæjarfulltrúar hafa náð í svo til öllum málum. Hér er það ekki flokkspólitík sem ræður ríkjum heldur miklu frekar heilbrigður skoðanamunur á milli einstaklinga eins og alltaf er eðlilegt í mannlegum samskiptum. Hafandi upplifað alla flóruna af samskiptum milli bæjarfulltrúa þá fullyrði ég að fyrir bæjarbúa er árangursríkast ef bæjarfulltrúar geta átt góð og uppbyggileg samskipti sín á milli. Þannig farnast bæjarfélaginu best.
Annars var ársreikingur bæjarins fyrir 2013 lagður fyrir til fyrri umræðu í dag. Hér er fjárhagur í traustum skorðum og rekstur í samræmi við áætlanir. Skuldahlutfallið nemur um 132% sem er þónokkuð undir hámarkinu sem er 150% af tekjum. Í umfjöllun endurskoðanda kom meðal annars fram eftirfarandi:
Veltufé frá rekstri A og B hluta nemur um 198 mkr eða 11,14 % af
heildartekjum. Handbært fé frá rekstri
var 233,4 mkr. en áætlun gerði ráð fyrir 217,3 mkr. Þessi stærð er mjög
mikilvæg þar sem hún sýnir þá peningamyndun sem varð hjá sveitarfélaginu á
árinu. Eðlilegt er að gera ráð fyrir að þessi stærð sé hærri en nettó
greiðslubyrði langtímaliða til þess að sveitarfélagið þurfi ekki að fjármagna rekstur
eða endurgreiðslu lána með nýju lánsfé eða sölu eigna.
Ef rekstur sveitarfélagsins á árinu 2014 verður svipaður og á árinu 2013 þá
mun handbært fé frá rekstri verða nægjanlegt til þess að greiða fyrir áætlaðar
afborganir lána og afgangur verður til fjárfestinga. Fjárfestingahreyfingar á árinu 2013 námu 66,9
mkr, en í áætlun var gert ráð fyrir 67,5 mkr.
Ég held að við getum öll verið stolt af góðri rekstrarniðurstöðu bæjarfélagsins okkar.
Ein af betri ákvörðunum dagsins var þegar bæjarstjórn samþykkti að kaupa hreiðurrólur á báða leikskólana og ný leiktæki á lóð Skólasels og á Hólaróló. Það getum við gert vegna óvæntra tekna vegna gatnagerðargjalda.
Maður á aldrei að fara að rugla í stillingunm á síðunni - það er bara vesen eins og sést :-)
Maður á aldrei að fara að rugla í stillingunm á síðunni - það er bara vesen eins og sést :-)
9. apríl 2014
Nokkur vinna fór í það í dag að aðstoða aðila sem hér búa og eru að reyna að sækja um ríkisborgararétt. Það er nú svo snúið og erfitt að mér finnst það furðulegt að nokkur skuli komast í gegnum nálaraugað. Bara það að ná sambandi við einhvern hjá Útlendingastofnun þarfnast ómældrar þolinmæði. Held áfram á morgun.
Fékk senda greinargerð frá talmeinafræðingnum sem hér sinnir öllum skólunum. Hún er að vinna frábært starf en hún leggur sérstaka áherslu á snemmtæka íhlutun og mun einnig vinna með heilsugæsunni en þar koma allra yngstu börnin inn.
Málefni Friðarstaða hafa verið nokkuð inná borði og ófáir tölvupóstar farið á milli lögmanns og skrifstofu Hveragerðisbæjar vegna þess máls sem nú er í gangi. Helgi Jóhannessons er lögmaður bæjarins og hefur verið það lengi. Hann er reyndur lögmaður og við höfum ávallt trú á því að hann nái góðri niðurstöðu í okkar málum.
Leynivinaleiknum lauk í dag með því að tapliðið í Lífshlaupinu bauð þeim sem unnu út að borða á Heilsustofnun. Hnetursteikin var frábær.
Fyrsti fundur með framboðslistanum í kvöld. Hópurinn er hress og skemmtilegur svo ég á von á því að kosningabaráttan verði bæði lífleg og góð.
Fékk senda greinargerð frá talmeinafræðingnum sem hér sinnir öllum skólunum. Hún er að vinna frábært starf en hún leggur sérstaka áherslu á snemmtæka íhlutun og mun einnig vinna með heilsugæsunni en þar koma allra yngstu börnin inn.
Málefni Friðarstaða hafa verið nokkuð inná borði og ófáir tölvupóstar farið á milli lögmanns og skrifstofu Hveragerðisbæjar vegna þess máls sem nú er í gangi. Helgi Jóhannessons er lögmaður bæjarins og hefur verið það lengi. Hann er reyndur lögmaður og við höfum ávallt trú á því að hann nái góðri niðurstöðu í okkar málum.
Leynivinaleiknum lauk í dag með því að tapliðið í Lífshlaupinu bauð þeim sem unnu út að borða á Heilsustofnun. Hnetursteikin var frábær.
Fyrsti fundur með framboðslistanum í kvöld. Hópurinn er hress og skemmtilegur svo ég á von á því að kosningabaráttan verði bæði lífleg og góð.
8. apríl 2014
Ljósleiðarinn er málið ! ! !
Skrifaði tvær tillögur fyrir hönd meirihlutans í morgun um málefni sem ákveðið var í gærkvöldi á fundi hópsins að leggja fyrir bæjarstjórn á fimmtudaginn. Önnur tillagan er um að hefja nú þegar gerð deiliskipulags á reitnum er afmarkast af Þórsmörk, Reykjamörk, Þelamörk og Breiðumörk og fá til þess ASK arkitekta sem unnu 1. verðlaun í samkeppni um hönnun miðbæjarins. Einnig verður hafin vinna við gerð deiliskipulags fyrir athafna og iðnaðarlóðir neðan við þjóðveg en ljóst er að framboð á lóðum til iðnaðarstarfsemi er afar takmarkað hér í augnablikinu. Nú verður bætt úr því.
Hin tillagan laut að kaupum að leiktækjum á leikvelli bæjarins en nú verða keyptar tvær "hreiður" rólur á Óskaland og Undraland og einnig verða sett ný leiktæki á lóð skólaselsins og á Hólaróló.
Fundur í stjórn Almannavarna Árnessýslu í morgun en þar var aðal efni ársreikningur síðasta árs. Eftir hádegi kom hingað prófessor frá Póllandi til að fræðast um áhrif Hellisheiðar virkjunar á líf okkar Hvergerðinga. Það kom honum mest á óvart að við skyldum ekki verða vör við jákvæð áhrif virkjunarinnar í formi atvinnu og aukinna tekna. Það er fyrir löngu hætt að koma mér á óvart !
Fundur um ljósleiðaravæðingu bæjarins síðdegis. Mjög fínn fundur þar sem gerð var góð grein fyrir því hvers vegna íbúar ættu að velja að tengjast ljósleiðaranum. Það er enginn efi í mínum huga að þessi tenging er sú besta sem er í boði og það væri hreinlega óskynsamlegt af íbúum að heimila ekki lagningu ljósleiðarans að húsnæði sínu í þessari atrennu. Í ár verður tengingin ókeypis en þeir sem velja að tengjast síðar þurfa að greiða kostnaðinn sem af því hlýst. Fulltrúar Gagnaveitu Reykjavíkur munu á næstunni dreifa kynningarefni í öll hús og í framhaldinu heimsækja öll heimili í bæjarfélaginu og leita leyfis til að tengja ljósleiðarann inn í húsin, íbúum að endurgjaldslausu. Síðan er það fólki í sjálfsvald sett hvort það kaupir þjónustu yfir ljósleiðarann - það er seinni tíma ákvörðun óháð búnaðnum sem þá verður kominn inn.
Fór beint af fundinum og á Hótel Örk þar sem ég skemmti gestum sparidaga með uppistandi a la Aldís áttundu vikuna í röð. Hef haft af þessum nokkuð gaman og þjálfast gríðarlega í að segja skemmtisögur og brandara. Fyrir nú utan það hvað ég er búin að hitta mikið af skemmtilegu fólki - það er nú ekki leiðinlegt :-)
Heima beið síðan hátíðarkvöldverður þar sem Bjarni Rúnar á afmæli í dag. Laufey og Haraldur skiluðu sér heil og höldnu heim frá Danmörku og litla ljósið var eins og engill þegar hann kom til ömmu og afa. Hann er nú alveg hreint yndislegur þessi drengur.
Hin tillagan laut að kaupum að leiktækjum á leikvelli bæjarins en nú verða keyptar tvær "hreiður" rólur á Óskaland og Undraland og einnig verða sett ný leiktæki á lóð skólaselsins og á Hólaróló.
Fundur í stjórn Almannavarna Árnessýslu í morgun en þar var aðal efni ársreikningur síðasta árs. Eftir hádegi kom hingað prófessor frá Póllandi til að fræðast um áhrif Hellisheiðar virkjunar á líf okkar Hvergerðinga. Það kom honum mest á óvart að við skyldum ekki verða vör við jákvæð áhrif virkjunarinnar í formi atvinnu og aukinna tekna. Það er fyrir löngu hætt að koma mér á óvart !
Fundur um ljósleiðaravæðingu bæjarins síðdegis. Mjög fínn fundur þar sem gerð var góð grein fyrir því hvers vegna íbúar ættu að velja að tengjast ljósleiðaranum. Það er enginn efi í mínum huga að þessi tenging er sú besta sem er í boði og það væri hreinlega óskynsamlegt af íbúum að heimila ekki lagningu ljósleiðarans að húsnæði sínu í þessari atrennu. Í ár verður tengingin ókeypis en þeir sem velja að tengjast síðar þurfa að greiða kostnaðinn sem af því hlýst. Fulltrúar Gagnaveitu Reykjavíkur munu á næstunni dreifa kynningarefni í öll hús og í framhaldinu heimsækja öll heimili í bæjarfélaginu og leita leyfis til að tengja ljósleiðarann inn í húsin, íbúum að endurgjaldslausu. Síðan er það fólki í sjálfsvald sett hvort það kaupir þjónustu yfir ljósleiðarann - það er seinni tíma ákvörðun óháð búnaðnum sem þá verður kominn inn.
Fór beint af fundinum og á Hótel Örk þar sem ég skemmti gestum sparidaga með uppistandi a la Aldís áttundu vikuna í röð. Hef haft af þessum nokkuð gaman og þjálfast gríðarlega í að segja skemmtisögur og brandara. Fyrir nú utan það hvað ég er búin að hitta mikið af skemmtilegu fólki - það er nú ekki leiðinlegt :-)
Heima beið síðan hátíðarkvöldverður þar sem Bjarni Rúnar á afmæli í dag. Laufey og Haraldur skiluðu sér heil og höldnu heim frá Danmörku og litla ljósið var eins og engill þegar hann kom til ömmu og afa. Hann er nú alveg hreint yndislegur þessi drengur.
7. apríl 2014
Fundaði um ársreikning bæjarins 2014 með endurskoðanda, Ólafi Gestsyni, í dag. Ljóst er að niðurstaðan er mjög áþekk fjárhagsáætlun, frávik eru minniháttar og yfir heildina er rekstur bæjarins í föstum og góðum skorðum. Reikningurinn verður lagður fram til fyrri umræðu á fundi bæjarstjórnar á fimmtudaginn.
Ræddi við Útvarp Suðurlands um aðkomu að kynningarpistlum um Hveragerði á næstu vikum. Það er mikið um að vera á næstunni, páskar með tilheyrandi, sumardagurinn fyrsti og Blóm í bæ er komið á fullan skrið.
Annars var hér afar líflega og góð stemning og greinilegt að allir voru mjög ánægðir með árshátíð bæjarins sem haldin var síðastliðið laugardagskvöld. Það var ekki annað hægt heldur - allt tókst eins og best verður á kosið, félagskapurinn góður og hvað ætti þá að geta klikkað :-)
Hér fyrir neðan geta áhugasamir kíkt á hinn árlega annál bæjarstjóra. Mér finnst alltaf gaman að búa þetta til þó að það sé algjörlega árvisst að það gerist alltaf of seint og alltof lengi frameftir ...
Ræddi við Útvarp Suðurlands um aðkomu að kynningarpistlum um Hveragerði á næstu vikum. Það er mikið um að vera á næstunni, páskar með tilheyrandi, sumardagurinn fyrsti og Blóm í bæ er komið á fullan skrið.
Annars var hér afar líflega og góð stemning og greinilegt að allir voru mjög ánægðir með árshátíð bæjarins sem haldin var síðastliðið laugardagskvöld. Það var ekki annað hægt heldur - allt tókst eins og best verður á kosið, félagskapurinn góður og hvað ætti þá að geta klikkað :-)
Hér fyrir neðan geta áhugasamir kíkt á hinn árlega annál bæjarstjóra. Mér finnst alltaf gaman að búa þetta til þó að það sé algjörlega árvisst að það gerist alltaf of seint og alltof lengi frameftir ...
Hveragerði - Annáll 2014 á árshátíð bæjarins
6. apríl 2014
Undanfarið hefur verið nóg um að vera og þess vegna hefur kannski tekið heldur lengri tíma að ná úr mér kvefinu en annars hefði orðið. Aðallega er ég ótrúlega svekkt yfir að hafa ekki getað mætt í sund í rúmar 2 vikur. Það finnst mér vera alvarlega skerðing á lífsgæðum. Stendur þó til bóta strax á morgun.
Árshátíð starfsmanna Hveragerðisbæjar var afskaplega vel lukkuð í gærkvöldi. Logi Bergmann fór á kostum sem veislustjóri og reitti af sér skemmtisögurnar. Starfsmenn höfðu lagt heilmikið á sig til að búa til flott skemmtiatriði og "Kærastinn" átti skemmtilegt innlegg. Síðan var dansað eins og enginn væri morgundagurinn. Þúsunda þakkir til ykkar allra sem gerðuð kvöldið svona skemmtilegt :-)
Fermingarveisla á Kex í dag. Aldrei komið þangað áður svo það var gaman að skoða innréttingar og staðinn í heild sinni.
Afslöppun í kvöld sem var afar velþegið.
----------------------
Síðan síðast er búið að:
Samþykkja framboðslista Sjálfstæðismanna á fjölmennum og góðum fundi.
Halda flokksráðsfund þar sem sú sem þetta ritar hafði umsjón með gerð stjórnmálaályktunar.
Samþykkja í bæjarráði að ráða ráðgjafa að Hveragarðinum
Undirrita verksamning við Arnon um gatnagerð í Bröttuhlíð og Þverhlíð
Vinna að undirbúningi Blóma í bæ
Klára bækling um breytt fyrirkomulag sorphirðu.
Ákveða að íbúar fái klippikort og fríar losanir á gámasvæðið
.... og fjölmargt fleira !
Árshátíð starfsmanna Hveragerðisbæjar var afskaplega vel lukkuð í gærkvöldi. Logi Bergmann fór á kostum sem veislustjóri og reitti af sér skemmtisögurnar. Starfsmenn höfðu lagt heilmikið á sig til að búa til flott skemmtiatriði og "Kærastinn" átti skemmtilegt innlegg. Síðan var dansað eins og enginn væri morgundagurinn. Þúsunda þakkir til ykkar allra sem gerðuð kvöldið svona skemmtilegt :-)
Fermingarveisla á Kex í dag. Aldrei komið þangað áður svo það var gaman að skoða innréttingar og staðinn í heild sinni.
Afslöppun í kvöld sem var afar velþegið.
----------------------
Síðan síðast er búið að:
Samþykkja framboðslista Sjálfstæðismanna á fjölmennum og góðum fundi.
Halda flokksráðsfund þar sem sú sem þetta ritar hafði umsjón með gerð stjórnmálaályktunar.
Samþykkja í bæjarráði að ráða ráðgjafa að Hveragarðinum
Undirrita verksamning við Arnon um gatnagerð í Bröttuhlíð og Þverhlíð
Vinna að undirbúningi Blóma í bæ
Klára bækling um breytt fyrirkomulag sorphirðu.
Ákveða að íbúar fái klippikort og fríar losanir á gámasvæðið
.... og fjölmargt fleira !