9. apríl 2014
Nokkur vinna fór í það í dag að aðstoða aðila sem hér búa og eru að reyna að sækja um ríkisborgararétt. Það er nú svo snúið og erfitt að mér finnst það furðulegt að nokkur skuli komast í gegnum nálaraugað. Bara það að ná sambandi við einhvern hjá Útlendingastofnun þarfnast ómældrar þolinmæði. Held áfram á morgun.
Fékk senda greinargerð frá talmeinafræðingnum sem hér sinnir öllum skólunum. Hún er að vinna frábært starf en hún leggur sérstaka áherslu á snemmtæka íhlutun og mun einnig vinna með heilsugæsunni en þar koma allra yngstu börnin inn.
Málefni Friðarstaða hafa verið nokkuð inná borði og ófáir tölvupóstar farið á milli lögmanns og skrifstofu Hveragerðisbæjar vegna þess máls sem nú er í gangi. Helgi Jóhannessons er lögmaður bæjarins og hefur verið það lengi. Hann er reyndur lögmaður og við höfum ávallt trú á því að hann nái góðri niðurstöðu í okkar málum.
Leynivinaleiknum lauk í dag með því að tapliðið í Lífshlaupinu bauð þeim sem unnu út að borða á Heilsustofnun. Hnetursteikin var frábær.
Fyrsti fundur með framboðslistanum í kvöld. Hópurinn er hress og skemmtilegur svo ég á von á því að kosningabaráttan verði bæði lífleg og góð.
Fékk senda greinargerð frá talmeinafræðingnum sem hér sinnir öllum skólunum. Hún er að vinna frábært starf en hún leggur sérstaka áherslu á snemmtæka íhlutun og mun einnig vinna með heilsugæsunni en þar koma allra yngstu börnin inn.
Málefni Friðarstaða hafa verið nokkuð inná borði og ófáir tölvupóstar farið á milli lögmanns og skrifstofu Hveragerðisbæjar vegna þess máls sem nú er í gangi. Helgi Jóhannessons er lögmaður bæjarins og hefur verið það lengi. Hann er reyndur lögmaður og við höfum ávallt trú á því að hann nái góðri niðurstöðu í okkar málum.
Leynivinaleiknum lauk í dag með því að tapliðið í Lífshlaupinu bauð þeim sem unnu út að borða á Heilsustofnun. Hnetursteikin var frábær.
Fyrsti fundur með framboðslistanum í kvöld. Hópurinn er hress og skemmtilegur svo ég á von á því að kosningabaráttan verði bæði lífleg og góð.
Comments:
Skrifa ummæli