7. apríl 2014
Fundaði um ársreikning bæjarins 2014 með endurskoðanda, Ólafi Gestsyni, í dag. Ljóst er að niðurstaðan er mjög áþekk fjárhagsáætlun, frávik eru minniháttar og yfir heildina er rekstur bæjarins í föstum og góðum skorðum. Reikningurinn verður lagður fram til fyrri umræðu á fundi bæjarstjórnar á fimmtudaginn.
Ræddi við Útvarp Suðurlands um aðkomu að kynningarpistlum um Hveragerði á næstu vikum. Það er mikið um að vera á næstunni, páskar með tilheyrandi, sumardagurinn fyrsti og Blóm í bæ er komið á fullan skrið.
Annars var hér afar líflega og góð stemning og greinilegt að allir voru mjög ánægðir með árshátíð bæjarins sem haldin var síðastliðið laugardagskvöld. Það var ekki annað hægt heldur - allt tókst eins og best verður á kosið, félagskapurinn góður og hvað ætti þá að geta klikkað :-)
Hér fyrir neðan geta áhugasamir kíkt á hinn árlega annál bæjarstjóra. Mér finnst alltaf gaman að búa þetta til þó að það sé algjörlega árvisst að það gerist alltaf of seint og alltof lengi frameftir ...
Ræddi við Útvarp Suðurlands um aðkomu að kynningarpistlum um Hveragerði á næstu vikum. Það er mikið um að vera á næstunni, páskar með tilheyrandi, sumardagurinn fyrsti og Blóm í bæ er komið á fullan skrið.
Annars var hér afar líflega og góð stemning og greinilegt að allir voru mjög ánægðir með árshátíð bæjarins sem haldin var síðastliðið laugardagskvöld. Það var ekki annað hægt heldur - allt tókst eins og best verður á kosið, félagskapurinn góður og hvað ætti þá að geta klikkað :-)
Hér fyrir neðan geta áhugasamir kíkt á hinn árlega annál bæjarstjóra. Mér finnst alltaf gaman að búa þetta til þó að það sé algjörlega árvisst að það gerist alltaf of seint og alltof lengi frameftir ...
Comments:
Skrifa ummæli