28. apríl 2014
Fór í góða bílferð í dag með Ara "umhverfis" þar sem við skoðuðum bæjarfélagið frá hinum ýmsu hliðum og ræddum það sem verið er að gera og það sem framundan er. Út við þjóðveg er búið að marka fyrir reitum þangað sem flytja á grenitré frá fráveitumannvirkinu. Þau eru um 2 m há svo það verður spennandi í fyrsta lagi að sjá hversu vel þau munu dafna á nýjum stað en einnig hversu mikinn svip þau munu setja á mönina. Treysti því að tveir garðyrkjumenn með löggiltan smekk geri þetta fallega :-)
Við Grýluvöllinn er líka búið að umbylta ýmsu. Þar er búið að rjúfa mönina við vallarhúsið svo leikmenn eigi greiðari leið inná völlinn. Jarðvegurinn sem þar varð til fer i jarðvegsmótun þar til hliðar svo það kemur vel út. Verið er að forma litlu manirnar út við veg og síðan á að ganga frá þeim fyrir sumarið.
Unnið er að snyrtingu trjáa í lystigarðinum en þar eru ýmis tré og runnar orðnir ansi úr sér sprottnir svo þetta er nauðsynlegt. Verður bara betra á eftir.
Einnig er verið að útbúa skólagarða og matjurtagarða fyrir bæjarbúa við gróðurhús bæjarins í Þórsmörk. Þetta er frábær staðsetning og á eftir að setja líf í miðbæinn svona þangað til þarna verður byggt í samræmi við nýtt deiliskipulag sem vinna er hafin við...
Við Grýluvöllinn er líka búið að umbylta ýmsu. Þar er búið að rjúfa mönina við vallarhúsið svo leikmenn eigi greiðari leið inná völlinn. Jarðvegurinn sem þar varð til fer i jarðvegsmótun þar til hliðar svo það kemur vel út. Verið er að forma litlu manirnar út við veg og síðan á að ganga frá þeim fyrir sumarið.
Unnið er að snyrtingu trjáa í lystigarðinum en þar eru ýmis tré og runnar orðnir ansi úr sér sprottnir svo þetta er nauðsynlegt. Verður bara betra á eftir.
Einnig er verið að útbúa skólagarða og matjurtagarða fyrir bæjarbúa við gróðurhús bæjarins í Þórsmörk. Þetta er frábær staðsetning og á eftir að setja líf í miðbæinn svona þangað til þarna verður byggt í samræmi við nýtt deiliskipulag sem vinna er hafin við...
Comments:
Skrifa ummæli