6. apríl 2014
Undanfarið hefur verið nóg um að vera og þess vegna hefur kannski tekið heldur lengri tíma að ná úr mér kvefinu en annars hefði orðið. Aðallega er ég ótrúlega svekkt yfir að hafa ekki getað mætt í sund í rúmar 2 vikur. Það finnst mér vera alvarlega skerðing á lífsgæðum. Stendur þó til bóta strax á morgun.
Árshátíð starfsmanna Hveragerðisbæjar var afskaplega vel lukkuð í gærkvöldi. Logi Bergmann fór á kostum sem veislustjóri og reitti af sér skemmtisögurnar. Starfsmenn höfðu lagt heilmikið á sig til að búa til flott skemmtiatriði og "Kærastinn" átti skemmtilegt innlegg. Síðan var dansað eins og enginn væri morgundagurinn. Þúsunda þakkir til ykkar allra sem gerðuð kvöldið svona skemmtilegt :-)
Fermingarveisla á Kex í dag. Aldrei komið þangað áður svo það var gaman að skoða innréttingar og staðinn í heild sinni.
Afslöppun í kvöld sem var afar velþegið.
----------------------
Síðan síðast er búið að:
Samþykkja framboðslista Sjálfstæðismanna á fjölmennum og góðum fundi.
Halda flokksráðsfund þar sem sú sem þetta ritar hafði umsjón með gerð stjórnmálaályktunar.
Samþykkja í bæjarráði að ráða ráðgjafa að Hveragarðinum
Undirrita verksamning við Arnon um gatnagerð í Bröttuhlíð og Þverhlíð
Vinna að undirbúningi Blóma í bæ
Klára bækling um breytt fyrirkomulag sorphirðu.
Ákveða að íbúar fái klippikort og fríar losanir á gámasvæðið
.... og fjölmargt fleira !
Árshátíð starfsmanna Hveragerðisbæjar var afskaplega vel lukkuð í gærkvöldi. Logi Bergmann fór á kostum sem veislustjóri og reitti af sér skemmtisögurnar. Starfsmenn höfðu lagt heilmikið á sig til að búa til flott skemmtiatriði og "Kærastinn" átti skemmtilegt innlegg. Síðan var dansað eins og enginn væri morgundagurinn. Þúsunda þakkir til ykkar allra sem gerðuð kvöldið svona skemmtilegt :-)
Fermingarveisla á Kex í dag. Aldrei komið þangað áður svo það var gaman að skoða innréttingar og staðinn í heild sinni.
Afslöppun í kvöld sem var afar velþegið.
----------------------
Síðan síðast er búið að:
Samþykkja framboðslista Sjálfstæðismanna á fjölmennum og góðum fundi.
Halda flokksráðsfund þar sem sú sem þetta ritar hafði umsjón með gerð stjórnmálaályktunar.
Samþykkja í bæjarráði að ráða ráðgjafa að Hveragarðinum
Undirrita verksamning við Arnon um gatnagerð í Bröttuhlíð og Þverhlíð
Vinna að undirbúningi Blóma í bæ
Klára bækling um breytt fyrirkomulag sorphirðu.
Ákveða að íbúar fái klippikort og fríar losanir á gámasvæðið
.... og fjölmargt fleira !
Comments:
Skrifa ummæli