<$BlogRSDUrl$>

30. janúar 2012

Við Ninna Sif hittum leikskólastjóra og aðstoðarleikskólastjóra Óskalands á fundi núna fyrir hádegi. Fórum við yfir ýmis mál er varða fjárhagsáætlun og rekstur skólans. Óskaland er mjög fjölmennur leikskóli en ætli þar séu ekki núna um 90 börn á fjórum deildum. Það er í mörg horn á líta á stóru heimili en þarna fer fram metnaðarfullt og gott starf eins og reyndar einnig er á leikskólanum Undralandi sem er þó heldur minni í sniðum. Við munum vinna áfram með þær tillögur sem þarna komu fram.

Sæmundur Gíslason frá Trésmiðju Sæmundar í Þorlákshöfn mætti hingað og skrifað var undir samning um framkvæmdir við Hamarshöllina. Hann bauð rúmar 103 mkr í verkið og var þó nokkuð undir næsta boði. Hann mun hefja framkvæmdir strax á morgun enda er ekki til setunnar boðið ef á að takast að hafa allt tilbúið í tæka tíð í sumar.

Eftir hádegi komu hingað fulltrúar frá Arion banka til að kynna starfsemi sína hér fyrir austan fjall. Úr varð hið líflegasta og besta spjall um allt er viðkom viðskiptum og rekstri. Það er gott þegar aðilar sem þessir sinna viðskipavinum sínum með þeim hætti sem hér er gert. Alltaf er eitthvað sem betur má fara og slík mál er gott að ræða augliti til auglitis.

Heilmikil vinna við að undirbúa fund meirihlutans sem haldinn var í kvöld. Hann var í lengra lagi enda fundarboðið þykkt og mikið. Þetta er annað hvort í ökkla eða eyra en síðasti fundur var afskaplega ræfilslegur, svona efnislega séð.

Ég hef tekið ákvörðun um að bjóða mig fram til embættis annars varaformanns Sjálfstæðisflokksins. Ég fékk mikla hvatningu frá fjölmörgum og fæ enn betri viðbrögð núna þegar ég er að hringja og heyra í þeim sem kjósa munu í þessum kosningum. Það er greinilegt að það sjónarmið á miklu fylgi að fagna að sveitarstjórnarmaður taki þetta að sér og að með því móti muni meiri breidd verða í forystu flokksins. Það verður gaman að heyra í enn fleirum á næstu dögum!

29. janúar 2012

Það er fátt sem setur líf manns eins úr skorðum og veikindi! Þrátt fyrir árlega bólusetningu tókst mér að næla í hina ágætustu flensu sem eftir heila viku með hita endaði með lungnabólgu og tilheyrandi, enn ekki orðin góð, en verður að duga !

Helgin hin rólegasta í góðra vina og fjölskyldu hópi. Yndislegt! Ríkissjónvarpið á síðan hrós skilið fyrir dagskrána í kvöld, sunnudag. Ekki oft sem maður límist fyrir framan kassann en í kvöld gerðist það! Allir þættirnir góðir! Næstu sunnudagskvöld eru hér með frátekin fyrir "Borgen", sá þáttur lofar góðu!

Var í vinnunni á fimmtudag og föstudag og enn og aftur setti veðrið allt úr skorðum, þeir sem áttu fundi fyrir austan komust ekki og ég komst ekki á fund stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga á föstudag. Sat þó fundinn sem símafund sem er ágætt þegar svona stendur á, kemur þó ekki í stað þess að mæta, verð ég að játa.

Hafsteinn og Kristján Valdimarssynir urðu í gær Norðurlandameistarar félagsliða í blaki með liði sínum Marienlyst í Odense í Danmörku. Það er skammt stórra högga á milli því um síðustu helgi urðu þeir bikarmeistarar Danmerkur! Það er virkilega gaman að fylgjast með þeim og ekki spillir gott gengi liðsins fyrir. Til hamingju með árangurinn, elsku frændur!

Undanfarið hefur lítið verð bloggað en nú er stefnan tekin á að bæta úr því hið snarasta ...

16. janúar 2012

Fundur vegna Hamarshallarinnar eftir hádegi í dag. Þar eru endalaust lausir endar til að hnýta. Stjórn Fasteignafélagsins hittist á fimmtudag en þá verður farið yfir niðurstöðu útboðsins og gengið frá samningi við verktaka.

Síðdegis hittum við Jóhanna Ýr, framkvæmdastjóra og fjölmiðlafulltrúa Orf líftækni. Fundurinn var að Reykjum í tilraunahúsinu sem hýsir erfðabreyttar byggplöntur. Þetta var góður fundur þar sem farið var ítarlega yfir ræktunina og þau álitaefni sem uppi eru. Eðlilega eru forsvarsmenn Orf vissir um öryggi og gildi þeirra aðferða sem þarna er notuð. Enda væri annað harla óeðlilegt verandi í þessum bransa. Ég hefði gjarnan viljað að fleiri hefðu mætt úr bæjarstjórninni á þennan fund en því miður voru ýmsar ástæður fyrir því að eingöngu ég og Jóhanna höfðum tök á því. Erum sérfræðingar í erfðabreyttum lífverum í staðinn :-)

Meirihlutafundur í kvöld sem varð lengri en ég átti von á, en frekar fámennt var á fundinum. Það er mikið um að vera á mörgum vígstöðvum.

15. janúar 2012

Reykjavíkur ferð í dag þar sem endað var á Sherlock Holmes myndinni nýju sem stóð alfarið undir væntinum allra! Flott mynd og "slow motion" atriðin ótrúlega flott :-) Alltaf þegar ég sé Jude Law í myndum þá get ég ekki annað en rifjað upp þegar ókunnugur útlendingur kom úti Kjörís fyrir nokkrum árum með börnin sín. Hafði haft af því spurnir að hér væri svona local ísgerð sem hægt væri að fá að skoða. En nei, Fríða tók á móti þessu útlending af miklum myndugleik og tjáði honum að verksmiðjan væri ekki til sýnis ! Við það fór útlendingurinn sneyptur í burtu, eftir á að hyggja reyndist þetta hafa verið Jude Law sem fyrst hafði heimsótt Garðyrkjustöð Ingibjargar Sigmunds. og frétti þar af Kjörís. Það er mikið búið að stríða Fríðu á því að hafa ekki þekkt hjartaknúsarann breska :-)

Þegar heim var komð gaf gamla túpusjónvarpið endanlega upp öndina. Það var frekar sorglegt þar sem við ætluðum að verða svona eins og síðasti móhíkaninn varðandi sjónvarpseignina !

13. janúar 2012

Góður dagur á skrifstofunni. Hitti Ástu Camillu sem sá um Blóm í bæ í fyrra og fórum við yfir sýninguna sem þá var haldin og þær hugmyndir sem hún hefur um það sem betur mætti fara i framhaldinu. Góður fundur! Í kjölfar hans heyrði ég í blómaskreytum sem væntanlega halda aðalfund sinn fljótlega og fjalla þá betur um Blóm í bæ. Framlag blómaskreyta er mjög mikilvægt fyrir sýninguna en þau hafa sýnt ótrúlega hugmyndaauðgi í skreytingum sem vakið hafa athygli á landsvísu.

Heyrði í fulltrúa Umhverfisstofnunar og Umhverfisráðuneyti vegna ýmissa mála sem brunnið hafa á Hvergerðingum. Bæjarstjórn frestaði ákvörðun í máli Orf líftækni í gær þar sem okkur tókst ekki að hitta þá í vikunni vegna veðurs. Ljóst er að við höfum nægan tíma þar sem kærufrestur líður ekki fyrr en þann 30. jan. Ef bæjarstjórn skyldi vilja fara þá leið.

Hitti aðila sem eiga land hér í Hveragerði og vilja gjarnan losna við það. Það eru ekki mörg ár síðan að hektararnir hér voru seldir á hundruðir milljóna sbr. Tívolí lóðina. Nú er verð á landi með allt öðrum hætti og engan veginn hægt að bera þetta saman. Verð á landi fer fyrst og fremst eftir eftirspurninni og núna standa ekki verktakar í röðum og bíða eftir byggingalandi. Áður en það getur gerst þarf annað af tvennu að gerast, fasteignaverðið að fara upp eða byggingakostnaður niður! Hvorugt er líklegt í augnablikinu.


12. janúar 2012

Vann í lánamálum vegna kaupanna á mjúkhýsinu og nú held ég að sjái fyrir endann á því. Það væri nú meiri munurinn ef við Íslendingar og bankastofnanir okkar nytum trausts eins og áður var erlendis!

Fyrir hádegi skruppum við Guðmundur Baldursson til Reykjavíkur til að hitta Lúðvík Geirsson og Guðna Geir í Innanríkisráðuneytinu en þeir sjá um yfirfærslu málefna fatlaðra í ráðuneytinu. Við ræddum húsnæðið að Birkimörk en þar búa nú 5 einstaklingar með fötlun. Bænum býðs annað hvort að kaupa húsið eða að leigja það. Okkur sýnist enginn vafi leika á því að hagkvæmara er að bærinn eignist húsið og handsöluðum við kaupverð sem allir geta vel við unað. Auðvitað með fyrirvara um samþykki bæjarstjórnar. Húsið þarfnast umfangsmikils viðhalds þrátt fyrir að vera nýlegt svo tekið er tillit til þess í kaupverðinu.

Hér fyrir austan beið okkar opnun tilboða í undirstöður og lagnir Hamarshallarinnar. Þónokkuð margir mættu til að vera viðstaddir opnunina en 19 skiluðu inn tilboðum. Lægsta tilboð átti Trésmiðja Sæmundar Gíslasonar, Þorlákshöfn, 103 mkr eða um 83,4% af kostnaðaráætlun. Hann er okkur að góðu kunnur enda bjó hann hér um árabil og byggði meðal annars fráveitumannvirkið.

Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, mætti hingað með fríðu föruneyti kl. 16 til að hitta bæjarfulltrúa. Var farið yfir mál tengd grunnvatni, manngerðu jarðskjálftunum sem margir vilja nú kalla örvunarskjálfta og brennisteinsvetnismengun. Var þetta hinn besti fundur og umræðurnar hreinskiptnar og góðar. Það er óhætt að hrósa Bjarna fyrir þann góða vilja sem hann sýnir til betri samskipta. Það er engum akkur í því að hér séu mál alltaf stál í stál og engin spurning að fundir sem þessi eru af hinu góða. Um það var hópurinn sammála. Á myndinni má sjá fulltrúa Orkuveitu Reykjavíkur ásamt bæjarfulltrúum.

Strax að loknu fundinum með OR tók við bæjarstjórnarfundur en honum lauk ekki fyrr en undir kl. 20. Líflegur og skemmtilegur fundur og eins og oft áður bera bókanir ekki vitni um þann góða anda sem ríkti á fundinum.


Þar sem fundir nú síðdegis drógust á langinn missti ég af tónleikum ungra einleikara með Sinfóníunni sem hófust í Eldborg kl. 19:30. Grunaði reyndar að þetta yrði reyndin svo það kom mér svo sem ekki á óvart. Leiðinlegt að tónleikarnir skyldu lenda á bæjarstjórnarfundi því það hefði verið virkilega gaman að sjá og heyra Chrissie Thelmu Guðmundsdóttur spila með hljómsveitinni. En ég efast ekki um að ég fæ til þess fleiri tækifæri því hún Chrissie er ein af okkar fremstu tónlistarmönnum. Við Hvergerðingar höfum fylgst með henni um árabil og erum afar stolt af því hversu vel henni gengur.

11. janúar 2012

Drykkurinn Aada frá My Secret er framleiddur hér í Hveragerði en jarðgufan knýr áfram suðupotta fyrirtækisins og tryggir þannig góða og vandaða framleiðslu. Ólafur Sóliman eigandi My Secret kemur stundum til skrafs og ráðagerða og það gerði hann í morgun. Salan á vörunni hefur gengið vonum framar enda er þetta afskaplega góð vara með mjög ákveðinn og meðvitaðann markhóp.

Skrapp síðan niður á Heilsustofnun NLFÍ og hitti þar Inga Þór markaðsstjóra og Ólaf forstjóra. Fórum yfir málefni er varða íbúðir ÍAV á Heilsustofnun en þar geta þeir sem orðnir eru 50 ára eða eldri keypt sér glæsilegar íbúðir og notið um leið þeirrar þjónustu sem HNLFÍ býður uppá. Bráðsniðugt og vinsælt búsetuform.

Átti langt samtal við Guðmund Tryggva framkvæmdastjóra Sorpstöðvar Suðurlands um hinn svokallaða refsiskatt sem íbúar hér í Hveragerði þurfa að greiða ásamt íbúum i Flóahreppi og Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Skatturinn er tilkominn vegna þess að við hér flokkum meira en aðrir og skilum því minna til urðunar. Við Guðmundur Tryggvi erum búin að ræða þetta afskaplega oft og verðum seint sammála.

Annars voru málefni Strætós, mjúkhýsisins, Hellisheiðarvirkjunar, starfsmannamál, álagning fasteignagjalda og undirbúningur fyrir bæjarstjórn á morgun ásamt mörgu mörgu fleiru á dagskrá dagsins.

Í kvöld hittust síðan foreldrar unglinganna í 10. flokki í körfu en nú er undirbúningur fyrir ferð krakkanna í æfingabúðir í Bandaríkunum næsta sumar á lokastigi. Mikil fjáröflun framundan þannig að ef lesendur sjá fram á að það vanti klósettpappír, kartöflur, rækjur eða lakkrís þá endilega hafið samband.

10. janúar 2012

Vann í málum tengdum Hamarshöllinni í dag en nú þarf að greiða fyrir húsið í samræmi við ákvæði samningsinn um kaupin á Hamarshöllinni. Þetta er nokkuð sérstakt þar sem við erum að tryggja greiðslu núna án þess þó að aurinn fari til seljanda fyrr en húsið er komið hingað. Átti nokkur viðtöl við fólk í dag vegna starfsmannamála og velferðarmála. Enginn kom á fundi dagsins þar sem veðrið bauð ekki uppá útivist. Við ætluðum að hittast hér í dag bæjarstjórar í Ölfusi, Árborg og Hveragerði en breyttum fundinum snarlega í símafund. Það var virkilega góð ákvörðun. Ræddum velferðarmál sem við þurfum að fá lendingu í. Sendi út fundarboð bæjarstjórnar og sem betur fer náði ég Alberti með mér sem klifraði yfir ruðninga og klofaði skafla með fundarboðið í húsin. Rafmagnið hefur verið með leiðindi í kvöld og blikkað stöðugt, þó haldist inni. Rafmagn fór aftur á móti af Hellisheiðarvirkjun sem er snúið mál, enda mikið verk að ná virkjuninni aftur í gang. Heyrði í þeim Orkuveitumönnum vegna þessa og verð aftur í sambandi við þá á morgun. Í dag var ákveðið að íbúar gætu mætt á gámasvæðið með fötur og náð sér í sand og/eða salt til að nýta til hálkuvarna. Þetta virðist mælast vel fyrir allavega hefur þessi tilkynning fengið mikinn hljómgrunn á Facebook. Laufey og Elli eru í suður Thailandi núna komin í þjóðgarðinn Khao Sok. Flottur staður þar sem stærsta blóm heims finnst í frumskóginum. Bað um afleggjara/fræ fyrir Blóm í bæ :-)

9. janúar 2012

Var orðin langeyg eftir fréttum af ferðalöngunum í Thailandi svo ég hringdi og vakti þau þarna niður frá. Ferðin gengur vel og þetta er mikil upplifun. Laufey brennd eftir marglyttu sem hún lenti í á kafaranámskeiðinu sem hún annars lauk með sæmd. Er að spá í að ná sér í frekari réttindi í Suður Ameríku þegar þau fara þangað. !
Annars fór helgin í það að taka niður jólaskrautið, ganga frá því og já ganga frá þessum landsfrægu jólakortum sem ég síðan gleymdi að fara með í póst í dag :-) Á laugardagskvöldinu hélt Guðjón frændi minn Sigfússon veglega uppá fimmtugs afmælið sitt. Ótrúlegt en satt, mér finnst nú ekki svo langt síðan að við vorum í afmælum hjá honum á Bankaveginum drekkandi margar kók í gleri en Sigfús frændi lumaði alltaf á svoleiðis kræsingum í massavís !
Tók helling af myndum í afmælinu og hér eru tvær, ein af afmælisbarninu með eiginkonu, dætrum og kærasta Þórhildar, þarna skartar Gauji afmælisgjöf frá yngri systkinum sínum, forláta lopapeysu. Hin myndin er af föðurbræðrum mínum. Ansi hreint smellin :-) En annars fór dagurinn í dag í ýmis smærri mál sem þurfti að vinna úr. Meirihlutafundur í kvöld, dagskrá bæjarstjórnar á fimmtudaginn er nú ekki löng en hún lengdist nú væntanlega við tillögu sem minnihlutinn sendi mér í kvöld og felst í að þegar í stað verði hafnar sameiningarviðræður við Sveitarfélagið Ölfus með það að markmiði að næst verði kosið í sameinuðu sveitarfélagi. Tillagan barst ekki fyrir meirihlutafund svo ekki náðist að ræða hana þar. Sjáum hvað setur !

7. janúar 2012

Jólin kvödd með varðeld og flugeldasýningu í kvöld. Yndislegt veður og listigarðurinn var eins og ævintýraveröld með ljósum og bálköstum. Ótrúlega fallegt ! Í dag ræddi ég við Ólaf framkvæmdastjóra Heilsustofnunar um starfsemi stofnunarinnar á næstu misserum og hvernig bæjarfélagið gæti stutt við það sem þar fer fram. Ég hef góða tilfinningu gagnvart framtíðinni hvað Heilsustofnun varðar en þar er unnið að metnaðarfullum markmiðum og dvalargestir undantekningalaust verið ánægðir. Erfðabreyttar lífverur eru skyndilega orðnar fyrirferðamiklar í tilverunni. Fundur bæjarfulltrúa með forsvarsmönnum Orf líftækni verður næstkomandi þriðjudag. Blaðamaður Fréttablaðsins var einnig í sambandi vegna þessa í dag en væntanlega verður bókun bæjarráðs gerð skil í blaðinu á morgun. Hjalti Helgason, fyrrverandi bæjarfulltrúi, leit hér við og áttum við ansi gott samtal um það sem efst er á baugi í bæjarfélaginu. Það er alltaf gaman að ræða við Hjalta en við áttum einkar gott samstarf í minnihluta með Pálu á sínum tíma.

5. janúar 2012

Það er frekar fámennt á skrifstofunni þessa dagana. Nú mun vanta þrjár hörkuduglegar konur um nokkurn tíma og það munar um minna! Við hin sinnum þessu öllu af bestu getu og það gengur vonum framar. Nú er ég að verða lunkin í launakerfinu til dæmis :-)

Bæjarráð fundaði í morgun og óskaði meðal annars eftir fundi með fulltrúum frá Orf líftækni vegna ræktunar erfðabreytts byggs hér á Reykjum. Erindið fór til þeirra í dag.

Vinabær okkar í Noregi, Sigdal, býður til vinabæjamóts næsta sumar og var það kynnt í morgun. Vinabæjasamstarfið hefur verið frekar lítið undanfarin ár en Norðmenn eru allavega búnir að taka af skarið og bjóða til hittings. Vinabæjirnir okkar hafa aftur á móti týnt tölunni svo við sjáum hvort af þessu verður.

Vann í heimasíðunni nýju sem er ólíkt liprari og þægilegri en sú gamla. Allt annað viðmót og miklu þægilegra að setja inn fréttir og efni. Í dag fór inn slatti af myndum frá árinu 2010 ásamt nokkrum nýjum fréttum og upplýsingum.

Á morgun kveðjum við jólin met blysför frá kirkjunni kl. 18. Gengið verður niður á Fossflöt þar sem jólin verða kvödd með söng og varðeldi. Vonandi viðrar vel!

4. janúar 2012

Eins og mér fannst nú merkilegt að rannsóknarleyfi Sunnlenskrar orku í Grænsdal hefði verið fellt úr gildi þá var nú samt mat fréttamanna að sú staðreynd að jólakortin á mínu heimili væru heimt úr helju miklu mikilvægari! Furðulegt :-)
Ég þurfti að skrifa Póstinum auðmjúkt bréf í dag til að reyna að útskýra að ég erfði þetta nú ekkert við þá samt sem áður ! ! !

Hingað mætti galvaskur íbúi á gönguskíðum í morgun og ég stóðst ekki mátið að taka af honum meðfylgjandi mynd. Við Björn (Pálsson, fyrrv. héraðsskjalavörður) ræddum framhald málarekstrar íbúa við Orkuveitu Reykjavíkur vegna mismununar sem íbúar í Heiðarbrún og á nokkrum öðrum stöðum í bæjarfélaginu verða fyrir af hálfu fyrirtækisins. Nú þarf að koma skriði á það mál og fundur okkar Björns var skref í þá átt. Auðvitað ræddum við líka náttúruvernd og ágenga orkunýtingu en þar erum við Björn yfirleitt alltaf sammála.

Heyrði í Gunnlaugi Jónssyni, stjórnarformanni HNLFÍ, en stofnunin hefur náð samningi við ríkisvaldið um áframhaldandi framlög og er þar stórum áfanga náð. Óvissunni um framtíð staðarins er eytt svo þetta voru ánægjulegar fréttir. Hann sagði mér einnig að nýr yfirlæknir hefði verið ráðinn og kæmi hann til starfa með vorinu. Það er ýmislegt sem breytist með nýjum mönnum svo það verður spennandi að sjá hvernig framhaldið verður.

Fundur í hönnunarhópi Hamarshallarinnar. Þar var farið yfir ýmislegt er varðar útboð á gervigrasi og íþróttagólfi en það er næsta skref núna þegar opnun tilboða í undirstöður stendur fyrir dyrum.

Á myndinni má sjá Peter Jessen og Ara Guðmundsson frá Verkís ásamt okkar fólki Jóhönnu og Guðmundi.

Fékk fréttir um að 7 nýir nemendur hefðu bæst í hóp grunnskólabarna í Hveragerði nú eftir jólin. Eru það góðar fréttir enda höfðum við orðið áhyggjur af því að grunnskólabörnum hér fækkaði stöðugt. En þessi viðbót veit á gott og nú fjölgar nemendum jafnt og þétt áfram, vona ég!

Undirbjó fundargerð fyrir morgundaginn en bæjarráð hittist kl. 8. Las mér til um erfðabreyttar lífverur og lagarammann í kringum slíka starfsemi en erindi vegna fyrirhugaðrar ræktunar erfðabreytts byggs að Reykjum verður tekið fyrir í fyrramálið. Þetta starf er svo skemmtilega fjölbreytt, maður er alltaf að læra eitthvað nýtt! Hér er heimasíða sem hópur stofnaður til kynningar á erfðabreyttum lífverum hefur sett upp.

3. janúar 2012

Yndislegt jólafrí að baki, óvanalega rólegt enda var varla farið út fyrir hússins dyr! Notalegt! Held þó að í desember öllum hafi mér tekist að sækja 12 jólaveislur fyrir utan alla tónleikana og skemmtanirnar! Allt jafn skemmtilegt en veldur enn og aftur því að áramótaheitið er með sígildara móti :-)

Venju samkvæmt voru áramótaheitin nokkur, tvo sígild eins og fyrri ár, tengd hreyfingu og mataræði! Hin tvö eru líka matartengd en ég ætla að læra að gera kleinur hjá mömmu og æfa mig í pönnukökubakstri! Slíkt þarf maður að kunna almennilega :-) Þessi síðari tvö áramótaheit geta reyndar hæglega þvælst fyrir hinum fyrri ef ég þekki það rétt!

Annars er janúar alltaf rólegur í vinnunni. Við kláruðum fjárhagsáætlun og þriggja ára áætlun fyrir jól svo það er frá. Endurskoðun ársins 2011 er ekki almennilega komin á skrið svo fyrstu vikur ársins eru rólegar að þessu leyti. En þá gefst ágætur tími til að vinna sig niður úr hrúgunum sem óhjákvæmilega mynduðust fyrir jól.

Í dag barst bréf frá Iðnaðarráðuneytinu þar sem tilkynnt var að Sunnlensk orka hefði óskað eftir að rannsóknarleyfi þeirra í Grænsdal væri fellt úr gildi. Orðið var við þeirri ósk. Áfangasigur í baráttunni um friðun þessa svæðis hér fyrir ofan. Nú bíðum við eftir niðurstöðu Alþingis vegna þingsályktunartillögunnar um rammaáætlun um nýtingu eða verndun. Hef þó enga trú á öðru en að verndun verði raunin hér í dölunum fyrir ofan Hveragerði eins og gerð er tillaga um.

Sendi bréf til menntamálaráðuneytisins þar sem óskað var eftir því að ríkið samþykkti að gefa eftir eignarhlut sinn í íþróttahúsinu hér í bæ. Húsið hefur ávallt verið skráð sameign ríkis og Hveragerðisbæjar en þrátt fyrir það hefur ríkissjóður aldrei tekið þátt í rekstrarkostnaði hússins þannig að eðlilegast er að fallið verði frá þessum eignarhlut. Unnið að þessu sama varðandi grunnskólahúsnæði en íþróttahúsin hafa heldur vafist fyrir ríkisvaldinu!

Hingað bárust loks í dag jólakortin sem fjölskyldan ætlaði að senda fyrir jól. Fyrir mistök Póstsins týndust þau í kerfinu þrátt fyrir að hafa komið til þeirra í byrjun desember. Ættingjar og vinir eiga því von á jólakorti frá okkur á næstunni :-)

Laufey og Elvar eru komin til Thailands eftir ævintýralega tvo mánuði á Indlandi og í Tíbet. Nú ætlar Laufey að læra að kafa en Elli er útlærður í þeirri list fyrir löngu! Það er frábært að fylgjast með þeim og þessi ferð er mikil lífsreynsla.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

  • Um Aldísi ...
  • Ræður og greinar ...
  • Aftur á forsíðu...
  • Tenglar
  • Mjúkhýsi í Hveragerði ?
  • Síða Sjálfstæðisflokksins
  • Sjálfstæðismenn í Hveragerði
  • Sjálfstæðiskonur
  • Sjálfstæðismenn í Suður.
  • Gagnagátt Sambandsins
  • Besti ísinn!
  • Morgunblaðið á netinu
  • Vísir.is
  • DFS - Fréttasíða Dagskrárinnar
  • Fleiri Sunnlenskar fréttir
  • Mælingar á loftgæðum í Hveragerði
  • Hveragerði
  • Heimasíður fyrirtækja í Hveragerði
  • Grunnskólinn í­ Hveragerði
  • Íþróttafélagið Hamar
  • Veðurspá fyrir Hveragerði
  • Fjölbrautaskóli Suðurlands
  • Gagnasöfn Hvar.is
  • Besti bloggarinn ! ! !
  • Vefbanki Valla...
  • SASS
  • Myndir Bjössa á Bláfelli
  • Nátturan.is
  • Orðaþýðingar - frábær síða
  • Færð og veður á SV-landi
  • Leitarvélin
  • Sí­maskráin
  • Ýmsar myndir
  • Myndasíða
  • Úr reisubókinni
  • Flórída janúar 2017
  • Litháen, Armenia og Karabakh 2015
  • Serbí­a og Svartfjallaland 2005
  • Istanbul í­ Tyrklandi 2005
  • Búkarest í Rúmení­u 2006
  • Ítalía 2007
  • Svartfjallaland 2008
  • Danmörk 2010
  • Heimsreisa Laufeyjar og Elvars 2011-2012
  • Hefur þú skoðun?
  • Hafðu samband!
    Eldri færslur
  • 1.1.2004 - 1.2.2004
  • 1.2.2004 - 1.3.2004
  • 1.3.2004 - 1.4.2004
  • 1.5.2004 - 1.6.2004
  • 1.6.2004 - 1.7.2004
  • 1.7.2004 - 1.8.2004
  • 1.8.2004 - 1.9.2004
  • 1.9.2004 - 1.10.2004
  • 1.10.2004 - 1.11.2004
  • 1.11.2004 - 1.12.2004
  • 1.12.2004 - 1.1.2005
  • 1.1.2005 - 1.2.2005
  • 1.3.2005 - 1.4.2005
  • 1.4.2005 - 1.5.2005
  • 1.5.2005 - 1.6.2005
  • 1.6.2005 - 1.7.2005
  • 1.7.2005 - 1.8.2005
  • 1.8.2005 - 1.9.2005
  • 1.9.2005 - 1.10.2005
  • 1.10.2005 - 1.11.2005
  • 1.11.2005 - 1.12.2005
  • 1.12.2005 - 1.1.2006
  • 1.1.2006 - 1.2.2006
  • 1.2.2006 - 1.3.2006
  • 1.3.2006 - 1.4.2006
  • 1.4.2006 - 1.5.2006
  • 1.5.2006 - 1.6.2006
  • 1.6.2006 - 1.7.2006
  • 1.7.2006 - 1.8.2006
  • 1.8.2006 - 1.9.2006
  • 1.9.2006 - 1.10.2006
  • 1.10.2006 - 1.11.2006
  • 1.11.2006 - 1.12.2006
  • 1.12.2006 - 1.1.2007
  • 1.1.2007 - 1.2.2007
  • 1.2.2007 - 1.3.2007
  • 1.3.2007 - 1.4.2007
  • 1.4.2007 - 1.5.2007
  • 1.5.2007 - 1.6.2007
  • 1.6.2007 - 1.7.2007
  • 1.7.2007 - 1.8.2007
  • 1.8.2007 - 1.9.2007
  • 1.9.2007 - 1.10.2007
  • 1.10.2007 - 1.11.2007
  • 1.11.2007 - 1.12.2007
  • 1.12.2007 - 1.1.2008
  • 1.1.2008 - 1.2.2008
  • 1.2.2008 - 1.3.2008
  • 1.3.2008 - 1.4.2008
  • 1.4.2008 - 1.5.2008
  • 1.5.2008 - 1.6.2008
  • 1.6.2008 - 1.7.2008
  • 1.7.2008 - 1.8.2008
  • 1.8.2008 - 1.9.2008
  • 1.9.2008 - 1.10.2008
  • 1.10.2008 - 1.11.2008
  • 1.11.2008 - 1.12.2008
  • 1.12.2008 - 1.1.2009
  • 1.1.2009 - 1.2.2009
  • 1.2.2009 - 1.3.2009
  • 1.3.2009 - 1.4.2009
  • 1.4.2009 - 1.5.2009
  • 1.5.2009 - 1.6.2009
  • 1.6.2009 - 1.7.2009
  • 1.7.2009 - 1.8.2009
  • 1.8.2009 - 1.9.2009
  • 1.9.2009 - 1.10.2009
  • 1.10.2009 - 1.11.2009
  • 1.11.2009 - 1.12.2009
  • 1.12.2009 - 1.1.2010
  • 1.1.2010 - 1.2.2010
  • 1.2.2010 - 1.3.2010
  • 1.3.2010 - 1.4.2010
  • 1.4.2010 - 1.5.2010
  • 1.5.2010 - 1.6.2010
  • 1.6.2010 - 1.7.2010
  • 1.7.2010 - 1.8.2010
  • 1.8.2010 - 1.9.2010
  • 1.9.2010 - 1.10.2010
  • 1.10.2010 - 1.11.2010
  • 1.11.2010 - 1.12.2010
  • 1.12.2010 - 1.1.2011
  • 1.1.2011 - 1.2.2011
  • 1.2.2011 - 1.3.2011
  • 1.3.2011 - 1.4.2011
  • 1.4.2011 - 1.5.2011
  • 1.5.2011 - 1.6.2011
  • 1.6.2011 - 1.7.2011
  • 1.7.2011 - 1.8.2011
  • 1.8.2011 - 1.9.2011
  • 1.9.2011 - 1.10.2011
  • 1.10.2011 - 1.11.2011
  • 1.11.2011 - 1.12.2011
  • 1.12.2011 - 1.1.2012
  • 1.1.2012 - 1.2.2012
  • 1.2.2012 - 1.3.2012
  • 1.3.2012 - 1.4.2012
  • 1.4.2012 - 1.5.2012
  • 1.5.2012 - 1.6.2012
  • 1.6.2012 - 1.7.2012
  • 1.7.2012 - 1.8.2012
  • 1.8.2012 - 1.9.2012
  • 1.9.2012 - 1.10.2012
  • 1.10.2012 - 1.11.2012
  • 1.11.2012 - 1.12.2012
  • 1.12.2012 - 1.1.2013
  • 1.1.2013 - 1.2.2013
  • 1.2.2013 - 1.3.2013
  • 1.3.2013 - 1.4.2013
  • 1.4.2013 - 1.5.2013
  • 1.5.2013 - 1.6.2013
  • 1.6.2013 - 1.7.2013
  • 1.7.2013 - 1.8.2013
  • 1.8.2013 - 1.9.2013
  • 1.9.2013 - 1.10.2013
  • 1.10.2013 - 1.11.2013
  • 1.11.2013 - 1.12.2013
  • 1.12.2013 - 1.1.2014
  • 1.1.2014 - 1.2.2014
  • 1.2.2014 - 1.3.2014
  • 1.3.2014 - 1.4.2014
  • 1.4.2014 - 1.5.2014
  • 1.5.2014 - 1.6.2014
  • 1.8.2014 - 1.9.2014
  • 1.9.2014 - 1.10.2014
  • 1.10.2014 - 1.11.2014
  • 1.11.2014 - 1.12.2014
  • 1.12.2014 - 1.1.2015
  • 1.1.2015 - 1.2.2015
  • 1.2.2015 - 1.3.2015
  • 1.3.2015 - 1.4.2015
  • 1.4.2015 - 1.5.2015
  • 1.6.2015 - 1.7.2015
  • 1.7.2015 - 1.8.2015
  • 1.8.2015 - 1.9.2015
  • 1.9.2015 - 1.10.2015
  • 1.10.2015 - 1.11.2015
  • 1.11.2015 - 1.12.2015
  • 1.12.2015 - 1.1.2016
  • 1.1.2016 - 1.2.2016
  • 1.2.2016 - 1.3.2016
  • 1.3.2016 - 1.4.2016
  • 1.4.2016 - 1.5.2016
  • 1.5.2016 - 1.6.2016
  • 1.6.2016 - 1.7.2016
  • 1.7.2016 - 1.8.2016
  • 1.8.2016 - 1.9.2016
  • 1.9.2016 - 1.10.2016
  • 1.10.2016 - 1.11.2016
  • 1.11.2016 - 1.12.2016
  • 1.12.2016 - 1.1.2017
  • 1.1.2017 - 1.2.2017
  • 1.2.2017 - 1.3.2017
  • 1.3.2017 - 1.4.2017
  • 1.5.2017 - 1.6.2017
  • 1.6.2017 - 1.7.2017
  • 1.8.2017 - 1.9.2017
  • 1.9.2017 - 1.10.2017
  • 1.10.2017 - 1.11.2017
  • 1.11.2017 - 1.12.2017
  • 1.12.2017 - 1.1.2018
  • 1.1.2018 - 1.2.2018
  • 1.2.2018 - 1.3.2018
  • 1.3.2018 - 1.4.2018
  • 1.4.2018 - 1.5.2018
  • 1.5.2018 - 1.6.2018
  • 1.8.2018 - 1.9.2018
  • 1.11.2018 - 1.12.2018
  • 1.4.2021 - 1.5.2021
  • 1.5.2021 - 1.6.2021
  • 1.6.2021 - 1.7.2021
  • 1.7.2021 - 1.8.2021
  • Free Guestbook from Bravenet Free Guestbook from Bravenet