13. janúar 2012
Góður dagur á skrifstofunni. Hitti Ástu Camillu sem sá um Blóm í bæ í fyrra og fórum við yfir sýninguna sem þá var haldin og þær hugmyndir sem hún hefur um það sem betur mætti fara i framhaldinu. Góður fundur! Í kjölfar hans heyrði ég í blómaskreytum sem væntanlega halda aðalfund sinn fljótlega og fjalla þá betur um Blóm í bæ. Framlag blómaskreyta er mjög mikilvægt fyrir sýninguna en þau hafa sýnt ótrúlega hugmyndaauðgi í skreytingum sem vakið hafa athygli á landsvísu.
Heyrði í fulltrúa Umhverfisstofnunar og Umhverfisráðuneyti vegna ýmissa mála sem brunnið hafa á Hvergerðingum. Bæjarstjórn frestaði ákvörðun í máli Orf líftækni í gær þar sem okkur tókst ekki að hitta þá í vikunni vegna veðurs. Ljóst er að við höfum nægan tíma þar sem kærufrestur líður ekki fyrr en þann 30. jan. Ef bæjarstjórn skyldi vilja fara þá leið.
Hitti aðila sem eiga land hér í Hveragerði og vilja gjarnan losna við það. Það eru ekki mörg ár síðan að hektararnir hér voru seldir á hundruðir milljóna sbr. Tívolí lóðina. Nú er verð á landi með allt öðrum hætti og engan veginn hægt að bera þetta saman. Verð á landi fer fyrst og fremst eftir eftirspurninni og núna standa ekki verktakar í röðum og bíða eftir byggingalandi. Áður en það getur gerst þarf annað af tvennu að gerast, fasteignaverðið að fara upp eða byggingakostnaður niður! Hvorugt er líklegt í augnablikinu.
Heyrði í fulltrúa Umhverfisstofnunar og Umhverfisráðuneyti vegna ýmissa mála sem brunnið hafa á Hvergerðingum. Bæjarstjórn frestaði ákvörðun í máli Orf líftækni í gær þar sem okkur tókst ekki að hitta þá í vikunni vegna veðurs. Ljóst er að við höfum nægan tíma þar sem kærufrestur líður ekki fyrr en þann 30. jan. Ef bæjarstjórn skyldi vilja fara þá leið.
Hitti aðila sem eiga land hér í Hveragerði og vilja gjarnan losna við það. Það eru ekki mörg ár síðan að hektararnir hér voru seldir á hundruðir milljóna sbr. Tívolí lóðina. Nú er verð á landi með allt öðrum hætti og engan veginn hægt að bera þetta saman. Verð á landi fer fyrst og fremst eftir eftirspurninni og núna standa ekki verktakar í röðum og bíða eftir byggingalandi. Áður en það getur gerst þarf annað af tvennu að gerast, fasteignaverðið að fara upp eða byggingakostnaður niður! Hvorugt er líklegt í augnablikinu.
Comments:
Skrifa ummæli