29. janúar 2012
Það er fátt sem setur líf manns eins úr skorðum og veikindi! Þrátt fyrir árlega bólusetningu tókst mér að næla í hina ágætustu flensu sem eftir heila viku með hita endaði með lungnabólgu og tilheyrandi, enn ekki orðin góð, en verður að duga !
Helgin hin rólegasta í góðra vina og fjölskyldu hópi. Yndislegt! Ríkissjónvarpið á síðan hrós skilið fyrir dagskrána í kvöld, sunnudag. Ekki oft sem maður límist fyrir framan kassann en í kvöld gerðist það! Allir þættirnir góðir! Næstu sunnudagskvöld eru hér með frátekin fyrir "Borgen", sá þáttur lofar góðu!
Var í vinnunni á fimmtudag og föstudag og enn og aftur setti veðrið allt úr skorðum, þeir sem áttu fundi fyrir austan komust ekki og ég komst ekki á fund stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga á föstudag. Sat þó fundinn sem símafund sem er ágætt þegar svona stendur á, kemur þó ekki í stað þess að mæta, verð ég að játa.
Hafsteinn og Kristján Valdimarssynir urðu í gær Norðurlandameistarar félagsliða í blaki með liði sínum Marienlyst í Odense í Danmörku. Það er skammt stórra högga á milli því um síðustu helgi urðu þeir bikarmeistarar Danmerkur! Það er virkilega gaman að fylgjast með þeim og ekki spillir gott gengi liðsins fyrir. Til hamingju með árangurinn, elsku frændur!
Undanfarið hefur lítið verð bloggað en nú er stefnan tekin á að bæta úr því hið snarasta ...
Helgin hin rólegasta í góðra vina og fjölskyldu hópi. Yndislegt! Ríkissjónvarpið á síðan hrós skilið fyrir dagskrána í kvöld, sunnudag. Ekki oft sem maður límist fyrir framan kassann en í kvöld gerðist það! Allir þættirnir góðir! Næstu sunnudagskvöld eru hér með frátekin fyrir "Borgen", sá þáttur lofar góðu!
Var í vinnunni á fimmtudag og föstudag og enn og aftur setti veðrið allt úr skorðum, þeir sem áttu fundi fyrir austan komust ekki og ég komst ekki á fund stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga á föstudag. Sat þó fundinn sem símafund sem er ágætt þegar svona stendur á, kemur þó ekki í stað þess að mæta, verð ég að játa.
Hafsteinn og Kristján Valdimarssynir urðu í gær Norðurlandameistarar félagsliða í blaki með liði sínum Marienlyst í Odense í Danmörku. Það er skammt stórra högga á milli því um síðustu helgi urðu þeir bikarmeistarar Danmerkur! Það er virkilega gaman að fylgjast með þeim og ekki spillir gott gengi liðsins fyrir. Til hamingju með árangurinn, elsku frændur!
Undanfarið hefur lítið verð bloggað en nú er stefnan tekin á að bæta úr því hið snarasta ...
Comments:
Skrifa ummæli