15. janúar 2012
Reykjavíkur ferð í dag þar sem endað var á Sherlock Holmes myndinni nýju sem stóð alfarið undir væntinum allra! Flott mynd og "slow motion" atriðin ótrúlega flott :-) Alltaf þegar ég sé Jude Law í myndum þá get ég ekki annað en rifjað upp þegar ókunnugur útlendingur kom úti Kjörís fyrir nokkrum árum með börnin sín. Hafði haft af því spurnir að hér væri svona local ísgerð sem hægt væri að fá að skoða. En nei, Fríða tók á móti þessu útlending af miklum myndugleik og tjáði honum að verksmiðjan væri ekki til sýnis ! Við það fór útlendingurinn sneyptur í burtu, eftir á að hyggja reyndist þetta hafa verið Jude Law sem fyrst hafði heimsótt Garðyrkjustöð Ingibjargar Sigmunds. og frétti þar af Kjörís. Það er mikið búið að stríða Fríðu á því að hafa ekki þekkt hjartaknúsarann breska :-)
Þegar heim var komð gaf gamla túpusjónvarpið endanlega upp öndina. Það var frekar sorglegt þar sem við ætluðum að verða svona eins og síðasti móhíkaninn varðandi sjónvarpseignina !
Þegar heim var komð gaf gamla túpusjónvarpið endanlega upp öndina. Það var frekar sorglegt þar sem við ætluðum að verða svona eins og síðasti móhíkaninn varðandi sjónvarpseignina !
Comments:
Skrifa ummæli