3. janúar 2012
Yndislegt jólafrí að baki, óvanalega rólegt enda var varla farið út fyrir hússins dyr! Notalegt! Held þó að í desember öllum hafi mér tekist að sækja 12 jólaveislur fyrir utan alla tónleikana og skemmtanirnar! Allt jafn skemmtilegt en veldur enn og aftur því að áramótaheitið er með sígildara móti :-)
Venju samkvæmt voru áramótaheitin nokkur, tvo sígild eins og fyrri ár, tengd hreyfingu og mataræði! Hin tvö eru líka matartengd en ég ætla að læra að gera kleinur hjá mömmu og æfa mig í pönnukökubakstri! Slíkt þarf maður að kunna almennilega :-) Þessi síðari tvö áramótaheit geta reyndar hæglega þvælst fyrir hinum fyrri ef ég þekki það rétt!
Annars er janúar alltaf rólegur í vinnunni. Við kláruðum fjárhagsáætlun og þriggja ára áætlun fyrir jól svo það er frá. Endurskoðun ársins 2011 er ekki almennilega komin á skrið svo fyrstu vikur ársins eru rólegar að þessu leyti. En þá gefst ágætur tími til að vinna sig niður úr hrúgunum sem óhjákvæmilega mynduðust fyrir jól.
Í dag barst bréf frá Iðnaðarráðuneytinu þar sem tilkynnt var að Sunnlensk orka hefði óskað eftir að rannsóknarleyfi þeirra í Grænsdal væri fellt úr gildi. Orðið var við þeirri ósk. Áfangasigur í baráttunni um friðun þessa svæðis hér fyrir ofan. Nú bíðum við eftir niðurstöðu Alþingis vegna þingsályktunartillögunnar um rammaáætlun um nýtingu eða verndun. Hef þó enga trú á öðru en að verndun verði raunin hér í dölunum fyrir ofan Hveragerði eins og gerð er tillaga um.
Sendi bréf til menntamálaráðuneytisins þar sem óskað var eftir því að ríkið samþykkti að gefa eftir eignarhlut sinn í íþróttahúsinu hér í bæ. Húsið hefur ávallt verið skráð sameign ríkis og Hveragerðisbæjar en þrátt fyrir það hefur ríkissjóður aldrei tekið þátt í rekstrarkostnaði hússins þannig að eðlilegast er að fallið verði frá þessum eignarhlut. Unnið að þessu sama varðandi grunnskólahúsnæði en íþróttahúsin hafa heldur vafist fyrir ríkisvaldinu!
Hingað bárust loks í dag jólakortin sem fjölskyldan ætlaði að senda fyrir jól. Fyrir mistök Póstsins týndust þau í kerfinu þrátt fyrir að hafa komið til þeirra í byrjun desember. Ættingjar og vinir eiga því von á jólakorti frá okkur á næstunni :-)
Laufey og Elvar eru komin til Thailands eftir ævintýralega tvo mánuði á Indlandi og í Tíbet. Nú ætlar Laufey að læra að kafa en Elli er útlærður í þeirri list fyrir löngu! Það er frábært að fylgjast með þeim og þessi ferð er mikil lífsreynsla.
Venju samkvæmt voru áramótaheitin nokkur, tvo sígild eins og fyrri ár, tengd hreyfingu og mataræði! Hin tvö eru líka matartengd en ég ætla að læra að gera kleinur hjá mömmu og æfa mig í pönnukökubakstri! Slíkt þarf maður að kunna almennilega :-) Þessi síðari tvö áramótaheit geta reyndar hæglega þvælst fyrir hinum fyrri ef ég þekki það rétt!
Annars er janúar alltaf rólegur í vinnunni. Við kláruðum fjárhagsáætlun og þriggja ára áætlun fyrir jól svo það er frá. Endurskoðun ársins 2011 er ekki almennilega komin á skrið svo fyrstu vikur ársins eru rólegar að þessu leyti. En þá gefst ágætur tími til að vinna sig niður úr hrúgunum sem óhjákvæmilega mynduðust fyrir jól.
Í dag barst bréf frá Iðnaðarráðuneytinu þar sem tilkynnt var að Sunnlensk orka hefði óskað eftir að rannsóknarleyfi þeirra í Grænsdal væri fellt úr gildi. Orðið var við þeirri ósk. Áfangasigur í baráttunni um friðun þessa svæðis hér fyrir ofan. Nú bíðum við eftir niðurstöðu Alþingis vegna þingsályktunartillögunnar um rammaáætlun um nýtingu eða verndun. Hef þó enga trú á öðru en að verndun verði raunin hér í dölunum fyrir ofan Hveragerði eins og gerð er tillaga um.
Sendi bréf til menntamálaráðuneytisins þar sem óskað var eftir því að ríkið samþykkti að gefa eftir eignarhlut sinn í íþróttahúsinu hér í bæ. Húsið hefur ávallt verið skráð sameign ríkis og Hveragerðisbæjar en þrátt fyrir það hefur ríkissjóður aldrei tekið þátt í rekstrarkostnaði hússins þannig að eðlilegast er að fallið verði frá þessum eignarhlut. Unnið að þessu sama varðandi grunnskólahúsnæði en íþróttahúsin hafa heldur vafist fyrir ríkisvaldinu!
Hingað bárust loks í dag jólakortin sem fjölskyldan ætlaði að senda fyrir jól. Fyrir mistök Póstsins týndust þau í kerfinu þrátt fyrir að hafa komið til þeirra í byrjun desember. Ættingjar og vinir eiga því von á jólakorti frá okkur á næstunni :-)
Laufey og Elvar eru komin til Thailands eftir ævintýralega tvo mánuði á Indlandi og í Tíbet. Nú ætlar Laufey að læra að kafa en Elli er útlærður í þeirri list fyrir löngu! Það er frábært að fylgjast með þeim og þessi ferð er mikil lífsreynsla.
Comments:
Skrifa ummæli