5. janúar 2012
Það er frekar fámennt á skrifstofunni þessa dagana. Nú mun vanta þrjár hörkuduglegar konur um nokkurn tíma og það munar um minna! Við hin sinnum þessu öllu af bestu getu og það gengur vonum framar. Nú er ég að verða lunkin í launakerfinu til dæmis :-)
Bæjarráð fundaði í morgun og óskaði meðal annars eftir fundi með fulltrúum frá Orf líftækni vegna ræktunar erfðabreytts byggs hér á Reykjum. Erindið fór til þeirra í dag.
Vinabær okkar í Noregi, Sigdal, býður til vinabæjamóts næsta sumar og var það kynnt í morgun. Vinabæjasamstarfið hefur verið frekar lítið undanfarin ár en Norðmenn eru allavega búnir að taka af skarið og bjóða til hittings. Vinabæjirnir okkar hafa aftur á móti týnt tölunni svo við sjáum hvort af þessu verður.
Vann í heimasíðunni nýju sem er ólíkt liprari og þægilegri en sú gamla. Allt annað viðmót og miklu þægilegra að setja inn fréttir og efni. Í dag fór inn slatti af myndum frá árinu 2010 ásamt nokkrum nýjum fréttum og upplýsingum.
Á morgun kveðjum við jólin met blysför frá kirkjunni kl. 18. Gengið verður niður á Fossflöt þar sem jólin verða kvödd með söng og varðeldi. Vonandi viðrar vel!
Bæjarráð fundaði í morgun og óskaði meðal annars eftir fundi með fulltrúum frá Orf líftækni vegna ræktunar erfðabreytts byggs hér á Reykjum. Erindið fór til þeirra í dag.
Vinabær okkar í Noregi, Sigdal, býður til vinabæjamóts næsta sumar og var það kynnt í morgun. Vinabæjasamstarfið hefur verið frekar lítið undanfarin ár en Norðmenn eru allavega búnir að taka af skarið og bjóða til hittings. Vinabæjirnir okkar hafa aftur á móti týnt tölunni svo við sjáum hvort af þessu verður.
Vann í heimasíðunni nýju sem er ólíkt liprari og þægilegri en sú gamla. Allt annað viðmót og miklu þægilegra að setja inn fréttir og efni. Í dag fór inn slatti af myndum frá árinu 2010 ásamt nokkrum nýjum fréttum og upplýsingum.
Á morgun kveðjum við jólin met blysför frá kirkjunni kl. 18. Gengið verður niður á Fossflöt þar sem jólin verða kvödd með söng og varðeldi. Vonandi viðrar vel!
Comments:
Skrifa ummæli