30. janúar 2012
Við Ninna Sif hittum leikskólastjóra og aðstoðarleikskólastjóra Óskalands á fundi núna fyrir hádegi. Fórum við yfir ýmis mál er varða fjárhagsáætlun og rekstur skólans. Óskaland er mjög fjölmennur leikskóli en ætli þar séu ekki núna um 90 börn á fjórum deildum. Það er í mörg horn á líta á stóru heimili en þarna fer fram metnaðarfullt og gott starf eins og reyndar einnig er á leikskólanum Undralandi sem er þó heldur minni í sniðum. Við munum vinna áfram með þær tillögur sem þarna komu fram.
Sæmundur Gíslason frá Trésmiðju Sæmundar í Þorlákshöfn mætti hingað og skrifað var undir samning um framkvæmdir við Hamarshöllina. Hann bauð rúmar 103 mkr í verkið og var þó nokkuð undir næsta boði. Hann mun hefja framkvæmdir strax á morgun enda er ekki til setunnar boðið ef á að takast að hafa allt tilbúið í tæka tíð í sumar.
Eftir hádegi komu hingað fulltrúar frá Arion banka til að kynna starfsemi sína hér fyrir austan fjall. Úr varð hið líflegasta og besta spjall um allt er viðkom viðskiptum og rekstri. Það er gott þegar aðilar sem þessir sinna viðskipavinum sínum með þeim hætti sem hér er gert. Alltaf er eitthvað sem betur má fara og slík mál er gott að ræða augliti til auglitis.
Heilmikil vinna við að undirbúa fund meirihlutans sem haldinn var í kvöld. Hann var í lengra lagi enda fundarboðið þykkt og mikið. Þetta er annað hvort í ökkla eða eyra en síðasti fundur var afskaplega ræfilslegur, svona efnislega séð.
Ég hef tekið ákvörðun um að bjóða mig fram til embættis annars varaformanns Sjálfstæðisflokksins. Ég fékk mikla hvatningu frá fjölmörgum og fæ enn betri viðbrögð núna þegar ég er að hringja og heyra í þeim sem kjósa munu í þessum kosningum. Það er greinilegt að það sjónarmið á miklu fylgi að fagna að sveitarstjórnarmaður taki þetta að sér og að með því móti muni meiri breidd verða í forystu flokksins. Það verður gaman að heyra í enn fleirum á næstu dögum!
Sæmundur Gíslason frá Trésmiðju Sæmundar í Þorlákshöfn mætti hingað og skrifað var undir samning um framkvæmdir við Hamarshöllina. Hann bauð rúmar 103 mkr í verkið og var þó nokkuð undir næsta boði. Hann mun hefja framkvæmdir strax á morgun enda er ekki til setunnar boðið ef á að takast að hafa allt tilbúið í tæka tíð í sumar.
Eftir hádegi komu hingað fulltrúar frá Arion banka til að kynna starfsemi sína hér fyrir austan fjall. Úr varð hið líflegasta og besta spjall um allt er viðkom viðskiptum og rekstri. Það er gott þegar aðilar sem þessir sinna viðskipavinum sínum með þeim hætti sem hér er gert. Alltaf er eitthvað sem betur má fara og slík mál er gott að ræða augliti til auglitis.
Heilmikil vinna við að undirbúa fund meirihlutans sem haldinn var í kvöld. Hann var í lengra lagi enda fundarboðið þykkt og mikið. Þetta er annað hvort í ökkla eða eyra en síðasti fundur var afskaplega ræfilslegur, svona efnislega séð.
Ég hef tekið ákvörðun um að bjóða mig fram til embættis annars varaformanns Sjálfstæðisflokksins. Ég fékk mikla hvatningu frá fjölmörgum og fæ enn betri viðbrögð núna þegar ég er að hringja og heyra í þeim sem kjósa munu í þessum kosningum. Það er greinilegt að það sjónarmið á miklu fylgi að fagna að sveitarstjórnarmaður taki þetta að sér og að með því móti muni meiri breidd verða í forystu flokksins. Það verður gaman að heyra í enn fleirum á næstu dögum!
Comments:
Skrifa ummæli